Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á tali við Brement sendiherra og aðmírálinn á Keflavíkurherstöðinni. (Ljósm.: Leifur). Samkvæmt herramannasið bandarískum leiðir yfirmaður utanríkisráðherrafrúna til sæt- is. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra íslands og frú á leið til athafnarinnar. Awacs- ratsjárvél í baksýn. Yfirmannaskipti hjá Nató Viðhöfn í herstöðinni í Keflavík Alston Kirk aðmíráll leysti Ronald Marryott aðmírál af hólmi á Keflavíkurherstöðinni í gær að viðstöddum virðingar- mönnum íslenskum, heiðurs- verði, presti, lúðrasveit og fleiri aðiljum. Fánaberar með bandarískan og ís- lenskan fána og skammbyssuhólka. Fráfarandi og viðtakandi aðmíráll bandaríska Nato-heraflans í Keflavík reka saman korða i firnastóra tertu, alsetta skreytingum, Nató-merkjum og yfirlitsmynd úr rauðum rjóma eða kremi af íslandi og fleira slíku. Eiginkonur þeirra í baksýn. Meðal íslenskra gesta við þessa athöfn voru forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra íslands ásamt frúm, Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra Kjartan Jóhannsson for- maður Alþýðuflokksins, Jóhann Einvarðsson fyrrverandi alþingis- maður, Ragnar Halldórsson for- stjóri og ýmsir fleiri. Tvisvar sinnum voru beðnar bænir og aðmírálarnir, Sir Halifax frá konunglega breska sjóhernum og Brement sendiherra fluttu stutt- ar ræður. Að athöfn lokinni var etin terta alsett skreytingum og boðið var uppá púns og kaffi. Athöfnin fór aðallega fram undir trjónu Awacs- ratsjárflugvélar í stóru flugskýli. Utan húss var dumbungsveður og leiðindakalsi. -óg. Frumvarp lagt fram í haust Hefur þú prófað POTTA-SEYÐI? „Frjálst“ útvarp - Þetta frumvarp verður í stór- um dráttum það sama og kom fram sl. vor, sagði Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðhcrra i við- tali við Þjóðvijjann í gær, en fyrir Alþingi í haust leggur ráðherrann fram frumvarp um svokallað frjálst útvarp. Ráðherrann sagði að höfuðá- herslan yrði lögð á rýmkun frá „einkarétti ríkisútvarpsins, en ekki væri á þessu stigi hægt að segja neitt um fjármögnun eða önnur at- riði. T.d. ekki hvort hér verður um auglýsingaútvarp að ræða eða ekki. ' -áþj. sérhamaðir pokar til suðu á mahraelum 30pokarírúli stæró 22x35 sm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.