Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. júlí 1983jÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 * Arnarflug með afslátt Arnarflug hefur ákveðið að veita 10% aflsátt af fargjöldum í innan- landsflugi ef keyptur er farseðill fram og til baka. Gildistími farseðilsins er 60 dag- ar frá útgáfudegi. Þá hefur Arnarflug ákveðið að rýmka fjölskylduafslátt í innan- landsflugi þannig að 2-10 ára börn greiða 25% af fargjaldi fullorðinna en þau borguðu 60% áður. Opið hús: Erindi um Reykjavik Nanna Hermansson, borgar- minjavörður heldur erindi með lit- skyggnum í Opnu húsi fimmtudag- inn 21. júlí kl. 20:30. Flytur hún erindið á dönsku og nefnir það Reykjavík - for og nu. Ennfremur verða sýndar tvær kvikmyndir, teknar af Ósvaldi Knudsen. Eru það kvikmyndirnar Reykjavík og Hrognkelsaveiði. Tekur sýning þeirra tæpan klukkutíma. Að venju verður bókasafn hússins og kaffistofa opið fram eftir kvöldi. í anddyri hússins stendur sýning á íslenskum sjófuglum, og er hún opin á þeim tíma sem húsið sjálft er opið. - í sýningarsölum í kj allara er Sumarsýning Norræna hússins, þar sem sýnd eru málverk og vatsnlita- myndir eftir Ásgrím Jónsson. Sýn- ingin stendur til 24. júlí og er hún opin daglega frá 14-19. Fyrsti bar í Keflavík Nú geta Keflvtkingar setið yfir glasi af góðu víni þegar þeir fara út að borða, því á fundi bæjarstjórn- arinnar í fyrradag var samþykkt að veita „GIóðinni“, sem er veglegt veitingahús, vínveitingaleyfl. Veitingastaðurinn er á tveimur hæðum og á efri hæðinni er fyrir- hugað að setja upp bar. Þetta er í fyrsta sinn sem þvílíkt leyfi er veitt í Keflavík. T rúnaðarmannar áð járnsmiða: Hnekkjum kjara- skerðingu Bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar um launamál er grófasta árás á kjör og réttindi verkafólks sem stjórnvöld hafa framkvæmt, segir f ályktun sem trúnaðarmannaráð Félags járniðnaðarmana gerði á fundi sínum þann 19. júlí. í ályktuninni segir ennfremur: Verðbótaskerðingar sem áður hafa verið framkvæmdar hafa ekki stöðvað verðbólguþróun eða leyst efnahagsvanda. Trúnaðarmannaráð Félags jám- iðnaðarmanna mótmælir harðlega setningu bráðabrigðalaganna um launamál frá 27. maí 1983 og af- námi frjáls samningsréttar og skerðingu kaupmáttar sem af lög- unum leiðir. Sérstaklega mótmælir trúnaðarmannaráð Félags jám- iðnaðarmanna því að reiknaðar em fullar verðbætur á lán sam- kvæmt lánskjaravísitölu þegar verðbætur á laun em bannaðar. Trúnaðarmannaráð Félags jám- iðnaðarmanna hvetur samtök launafólks að undirbúa ráðstafanir til að hnekkja kjara og réttinda- skerðingum fyrr en síðar. Ragnheiður Sigurðardóttir: „Við erum hrædd um börnin. í tengslum við starfscmi Burstafells.“ Mynd: - eik. Starfsemi Burstafells við Hamarsgerði Það líðurekkisádaguraðstórirflutningabflar og fólksbflar aki ekki hér um Skapar mikla slysahœttu „Okkur sem búum hér við Hamarsgerði flnnst fyrirtækið Burstafell ekki auka líf hérna í hverflnu heldur þvert á móti. Það skapast af því mikil slysahætta“, sagði Ragnheiður Sigurðardótt- ir, ein íbúa Hamarsgerðis vegna ummæla kaupmannsins í Bursta- felli, Kristins Breiðfjörð, í Morg- unblaðinu sl. laugardag þar sem hann heldur því fram að hann sé að gæða hverfíð lífi og veita þjón- segir Ragnheiður Sigurðardóttir. ustu sem nauðsynleg sé í íbúðar- hverfi. Sagði Ragnheiður að íbúarnir væru búnir að fá sig fullsadda af því ófremdarástandi sem skap- aðist í kringum fyrirtækið. Þar væri hvorki verið að selja kók eða karamellur. Mikill fjöldi bif- reiða, bæði fólksbfla og stórra flutningabfla, væri stöðugt á ferð- inni í götunni og lægi oft við stór- slysum þó bflstjórar reyndu ef- laust að sýna aðgætni. Væri á- standið oft svo slæmt að foreldrar treystu sé ekki til að lofa börnum útúr húsi fyrr en eftir lokunar- tíma verslana, Kvað hún það enga lausn að flytja þessa slysa- gildruum set innan hverfisins. Fyrirtæki eins og Burstafell ætti best heima í iðnaðarhverfi. Þá sagði hún að fólki finndist það mjög undarlegt ef ætti að leyfa byggingu á græna svæðinu neðan Sogavegar því þar væri ekki gert ráð fyrir byggð á skipulagi. Væru slík vinnubrögð stórfurðuleg, svo ekki væri minnst á bruðl með almannafé. - áþj Flugleiðir 10 ára Afmælisglllið haldið í haust Er sumarferðamynstrið að breytast? Stjanað við farþega í millilandaflugi Flugleiðir áttu tíu ára afmæli í gær. Stofnendur voru hluthafar Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf. sem samþykktu á aðalfundum beggja félaganna 28. júní 1973 uppkast áð samningi um stofnun sameignarfélags. Þrír forstjórar voru í fyrstu við félagið, þeir Örn Ó. Johnson, Alfreð Elíasson og Sigurður Helgason og hélst sú skipan mála til ársins 1979 er Sig- urður Helgason varð einn for- stjóri. 1 tilefni þessara tímamóta var boðað til blaðamannafundar þar sem Sigurður Helgason gerði grein fyrir því helsta sem drifið hefur á daga félagsins á þessum tíu árum. Það kom fram hjá hon- um að þetta hefði verið erfiður áratugur fyrir flugstarfsemi al- mennt en meiri hagræðing hefði náðst í rekstri fyrirtækisins. Starfsmenn Flugleiða 1973 voru 1700 en eru nú tíu árum seinna 1200. Launagreiðslur félagsins á þessu ári nema 370 miljónum, eða miljón á dag, og til auglýs- inga og landkynningar erlendis er varið um 80 miljónum. Farþega- fjöldi með félaginu á tímabilinu 1. janúar til 9. júlí á þessu ári var 279 þúsund en var á sama tímabili í fyrra 268 þúsund. Er það um 4% aukning í heildina en ekki er um aukningu að ræða á öllum leiðum. Þannig er fækkun á Evr- ópuleiðum um 3,6% og innan- lands 8,8%, meðan aukningin í Norður-Atlantshafsfluginu nem- ur 28%. Að sögn Sigurðar er stöðugt í athugun hvernig beri að standa að endurnýjun á flugvél- akosti félagsins og hefur m.a. verið rætt um að taka í notkun breiðþotur í N-Atlantshafsflug- inu. Endumýjun véla í innan- landsflugi er einnig á dagskrá en engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar í þeim málum. Það kom fram að tap á innanlandsfluginu á þess- um 10 ámm nemur um 250 milj- ónum og samsvarar sú upphæð verði tveggja Fokker-véla. Það er fyrst nú að fargjöld í innanlands- flugi standa undir kostnaði. Erling Aspelund formaður af- mælisnefndar Flugleiða geri grein fyrir því hvemig þessara tímamóta í sögu félagsins yrði minnst. Kom fram hjá honum að mikil afmælishátíð standi fyrir dymm í haust, helgina 17.-18. september en ekki þótt heppilegt að leggjast í veisluhöld nú, á há- annatímanum. Þessa helgi fer fram víðtæk kynning á starfsemi Flugleiða og verðu efsta hæðin á Hótel Loftleiðum lögðu undir hana og munu allar deildir félags- ins gera þar grein fyrir sínu starfi. Einnig verða flugvélar félagsins skírðar við hátíðlega athöfn en eins og menn etv. rekur minni til fór fram nafnasamkeppni fyrir flugvélaflotann fyrir all nokkm, og urðu hlutskarpastar tillögur sem enduðu á — fari. -áþj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.