Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Trimmnefnd ISÍ: Snœlda Valdimars og Magnúsar nýtist vel íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi hefur nú verið gert kleift að kaupa þetta glæsilega íþróttahús eftir að ríki og bær höfðu lagt til 80% kaupverðsins. Ljósm. eik. Ríki og bær leggja til 80% kaupverðsins Trimmnefnd íþróttasambands íslands vckur sérstaka athygli á því að á markaði er snælda með morg- unleikfimi Valdimars Örnólfssonar Magnús heitinn Pétursson við píanóið og Valdimar Örnólfsson íþróttakennari við upptöku á morgunleikfiminni. Happdrœtti ÚÍA Léleg sala Dregið hefur verið í Lands- happdrætti Ungmennafélaganna 1983. Sala í ár var mjög iéleg um land allt, nálægt 7000 miðar cða nærri helmingi minna en 1982, segir í fréttabréfi U.Í.A. og Magnúsar Péturssonar. A snældunni eru þrír 10 mínútna ættir á annarri hlið, en 30 mínútna þáttur á B-hlið, aðgengilegt al- menningi til að skilja og æfa eftir. Eitt ár er síðan snældan kom út en á sl. sumri lést Magnús Péturs- son píanóleikari fyrir aldur fram. Trimmnefnd ÍSÍ hefur kynnt snælduna hjá félögum og íþrótta- samböndum um allt land. Þá hefur Trimmnefndin einnig staðið fyrir leiðbeiningarnámskeiði í örvun- aræfingum á vinnustöðum og heimsótt nokkur fyrirtæki til þess að hvetja fólk til aukinnar lík- amsræktar og æfinga í matar- og kaffitímum. I þessum heimsóknum hefur snældan með morgunleikfimi Vaidimars og Magnúsar komið að góðu gagni. Hún eykur á fjöl- breytni þess sem hægt er áð hag- nýta sér við æfingar heima og á vinnustöðum og jafnvel um borð í skipum. Trimmnefndin hvetur fólk til þess að hafa samband við Björn Vilmundarson á skrifstofu ÍSÍ óski það aðstoðar nefndarfólks á ein- hvern hátt, eða frekari upplýsinga um störf og markmið nefndarinn- Á svæði U.í.A. seldust 618 mið- ar í ár en 1020 miðar 1982. Tveir vinningar komu á svæði U.Í.A. Á miða nr. 12472 sem gæti verið seld- ur á svæði Neista á Djúpavogi og á miða nr. 12723 sem var óseldur. Misjafnlega var að sölu staðið á •svæði U.I.A. Þrjú félög seldu alla miða, Stjarnan, Stígandi og Vfsir en sum félög opnuðu varla pakk- ann. Stjórn íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi hefur ákveðið að kaupa íþróttahús við Skemmuveg eftir að fjárveitinganefnd Alþingis og bæj- arsjóður Kópavogs ákváðu að veita fé til kaupanna. Hvor fyrrgreindra aðila greiðir 40% kaupverðsins en íþróttafélagið sjálft 20%. í frétt frá Gerplu segir að vegna þessarar ákvörðunar opinberra að- ila sé óvissan um starfsemi félags- ins úr sögunni. Þakkar Gerpla af alhug öllum þeim aðilum sem veittu félaginu fjárstuðninginn, bæjaryfirvöldum í Kópavogi, menntamálaráðherra, íþrótta- nefnd, fjárveitingarnefnd og fjöl- mörgum öðrum sem ekki verði upp taldir. Félagið hefur jafnframt hrint af stað fjársöfnun til að greiða þann hluta kaupverðsins sem á vantar. Er velunnurum félagsins bent á að snúa sér til starfsfólks íþróttahúss- ins eða leggja fé inn á gíróreikning í Sparisjóð Kópavogs nr. 1136-26- 3223, vilji þeir leggja söfnuninni til peninga. Formaður ÚÍA Besta jólagjöfin vœri stuðningur hins opinbera Alþingismennirnir Helgi Seljan, Steingrímur J. Sigfússon og Skúli Alexandersson hafa sem kunnugt er lagt fram tillögu til þingsálykt- unar um skipulegan stuðning hins opinbera við ungmenna- og íþrótta- hreyfinguna, eins og segir í þing- skjali. Ungmenna- og íþróttasam- band Austurlands, eða formaður þess, hefur í síðasta fréttabréfi IJÍ A þakkað þingmönnunum sérstak- lega fyrir framtakið og biður hann heilladísir og góða vætti sjá til þess að tillagan fái fram að ganga. í tillögu þingmannanna segir að áhersluatriði í löggjöf um stuðning hins opinbera við íþróttahreyfing- una skuli vera: 1. sérstaka rækt skal leggja við almenningsíþróttirnar og að laða skuli sem flesta til lík- amsræktar. 2. samstarf skóla og fé- lagasamtaka um eflingu íþrótta skal stóraukið. 3. Hvers konar íþróttastarfsemi verði nýtt til bar- áttu gegn vímuefnaneyslu. 4. Kom- ið verði skipulegra kerfi á fjár- stuðning hins opinbera við íþrótta- hreyfinguna og í fimmta lagi að tryggð verði sem best nýting hins opinbera fjármagns í því skyni að stórauka þátttöku almennings í íþróttum og þá ungs fólks sérstak- lega. „Þetta eru fyrir mig bestu fréttir ársins og ein besta jólagjöfin sem ungmenna- og íþróttahreyfingin á íslandi gat fengið“, segir formaður ÚÍA í fréttabréfi sambandsins. ar. - ekh. Nýjar íslenskar hljómplötur Gamalt og nýtt frá Fálkanum Út er komin hjá Fálkanurr hljómplata með söng Einars Krist- jánssonar óperusöngvara, en nú eru liðin 50 ár frá fyrstu upptökum á söng hans. Jón Þórarinsson tón- skáld skrifar æviágrip Einars á bak- hlið umslagsins, en Einar lést árið 1966, á 56. aldursári. Hljómplata þessi heitir og inni- heldur „22 íslensk sönglög", eða allar þær upptökur sem útgefnar voru á árunum 1933 til 1949 á 78 snúninga hljómplötum. Við niður- röðun laga var valin sú leið að taka allar „A“ hliðar í tímaröð á hlið „A-“ og „B“ hliðar í tímaröð á „B“ hlið. Með plötu þessari er stigið enn eitt skref í endurútgáfu íslenskrar tónlistar, en af fyrri plötum má nefnam.a. „Einsöngsperlur", „Úr- valssönglög, M.A. og Smárakvart- ettinn“, og „Endurminningar úr óperum“. Stefnt verður að aukinni endurútgáfu á næsta ári og mætti þar m.a. nefna heildarútgáfu á Stefáni íslandi, safnplötu o.fl. Bakkabræður Hinar sígildu sögur af Bakka- bræðrum eru nú fáanlegar á hljóm- plötum í flutningi Sigurðar Sigur- jónssonar leikara. Oþarft er að fjölyrða um sögur þessar enda hafa þær lifað með þjóðinni um langan aldur. Jón Gústafsson: Frjáls Fyrrum meðlimur hljómsveitar- innar „Sonus futura“ kveður sér hljóðs á plötunni „Frjáls“. Platan inniheldur átta lög og er undirtitill hennar „Ómótstæðileg blanda af rokki og rómantík". Ævintýr og kveðja frá Geimsteini Hljómplötuútgáfan Geimsteinn gefur nú út nýja hljómplötu í hin- um svokallaða ævintýraplötu- flokki, þar sem hinn landskunni Gylfi Ægisson semur lög og texta við sígild ævintýri. í þetta sinn eru það Stígvélaði kötturinn og Kiðl- ingarnir sjö, (áður hafa komið út Rauðhetta, Hans og Gréta, Eld- færin, Tumi þumall og Jói og baunagrasið). Mikið af landsþekktum skemmtikröftum og listamönnum þjóðarinnar koma við sögu og gerð þessarar hljómplötu m.a. Her- mann Gunnarsson, Laddi, Þórir Baldursson, Páll Hjálmtýsson, Gylfi Ægisson'o.fl. o.fl.. Hljóðrit- un fór fram í upptökuheimili Geimsteins og sá Þórir Baldursson um upptökur, hljóðblöndun og all- ar útsetningar. Ernst Backman hannaði umslagið. Þá gefur Geimsteinn út nýja hljómplötu með G. Rúnari Júlíus- syni, og bef hún nafið Síðbúin kveðja. Hljómplata þessi hefur nokkra sérstöðu vegna þess að hún er gerð í minningu erlends tón- og textaskálds að nafni Tim Hardin og eru öll lög og ljóð á plötunni samin af honum. Tim Hardin fæddist í Ameríku 23. des. 1940 og lést 29. des. 1980 í íbúð sinni í Hollywood, aðeins 40 ára gamall, *vegna ofneyslu eitur- lyfja. Hann er og var þekktur fyrir stórgóð lög og ljóð um ástina og fleira. Þetta er önnur sólóplata G. Rún- ars Júlíussonar, sú fyrsta kom út 1976, Hvað dreymdi sveininn. Rúnar sér að mestu leyti um allan hljóðfæraleik og söng á skífu þess- ari en fær aðstoð nokkurra valin- kunnra manna eins og Þóris Bald- urssonar, Vignis Bermann og Lees „guitar“ Griffins. Hljóðritun fór fram í upptöku- heimili Geimsteins og um hljóð- blöndun sá Þórir Baldursson. Rokk frá Grammi Hljómplötuverslunin Grammið hefur nýlega flutt sig um set og hef- ur nú aðsetur á Laugavegi 17. Þar er á boðstólum fjölbreytilegt úrval af íslenskum og erlendum hljóm- plötum. Grammið flytur nú inn hljómplötur með ýmsum tegund- um rokk-, djass- og klassískrar tónlistar, svo og bækur og tímarit. Hljómplötuútgáfan Gramm gef- ur út 7 hljómplötur á þessu ári: Tappi tíkarrass: Miranda er ný plata LP-hljómplata frá þessari vinsælu hljómsveit sem vakið hefur mikla athygli fyrir frammistöðu sína, m.a. í kvikmyndunum Rokk í Reykjavík og Nýtt líf. Hljómsveitin Vonbrigði sendi Neskaupstaður: fyrir nokkru frá sér sína fyrstu LP- plötu, Kakófóníu. Vonbrigði léku nýlega á samnorrænni tónlistarhá- tíð í Stokkhólmi og þessi nýja plata hefur nú einnig verið gefin út i Bretlandi af útgáfufyrirtækinu Shout Records. Þorlákur Kristinsson gerði sína fyrstu plötu í sumar, The Boys from Chicago. Þorláki til aðstoðar á plötunni er hljómsveitin Ikarus, en sérlegur gestur er Megas sem syng- ur4 af 21 lagi plötunnar, þ.á.m. unt Krókódílamanninn. Þessi 60 mín- útna langa plata skiptist í tvö horn, fyrri hliðin inniheldur söng og kassagítarspil Þorláks, en á þeirri seinni keyrir hann rokkið upp við undirleik Ikarusar. Hljómsveitin Kukl sendi frá sér smáskífu meö lögunum SönguII og Pönk fyrir byrjendur. Hljóm- sveitin er skipuð fólki sem verið hefur í framlínu íslenskrar rokk- tónlistar, Björk Guðmundsdóttir, Einar Örn, Sigtryggur Baldursson, Birgir Mogensen, Einar Melax og Guðlaugur Óttarsson. Kukl mun hljóðrita nýja LP-plötu í byrjun næsta árs í London, sem gefin verð- ur út hjá útgáfufyrirtæki Crass. Hljómsveitin Þeyr gaf út litla plötu með lögunum Lunaire, Posit- ive Affirmations og The Walk. Platan er tileinkuð tunglinu. Hljómsveitin Purrkur Pillnikk sendi frá sér 5. plötu sína á árinu. Það er LP plata sem ber heitið Maskínan. A henni er að finna upptökur af hljómleikum svo og önnur sjaldgæf og illfáanleg lög. Purrkur Pillnikk var alltaf tón- leikagrúppa og því við hæfi að „svanasöngur" sveitarinnar sé af þejm vettvangi. Maskínan spannar allt frá þriðju tónleikunum til þeirra síðustu og er m.a. komið við á Englandsferð Purrksins og síð- ustu tónleikunum á Melavelli. Þá er að geta 45 snúninga 12 tommu plötu hljómsveitarinnar Q4U. Platan nefnist Q1 og er fyrsta plata þessarar hljómsveitar sem vakti fyrst verulega athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Fundurum sjávarútvegsmál Almennur f undur um sjávarútvegsmál veröur hald- inn í Egilsbúð (fundarsal) þriöjudaginn 27. desember kl. 20.30. Frummælandi: Hjörleifur Guttormsson al- þingismaöur, ræöirm.a. um nýsett „kvótalög" ríkis- stjórnarinnar. Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn öllum opinn. Alþýðubandalagið í Neskaupstað Hjörleifur Guttormsson ætlar m.a. að ræða nýsett „kvótalög" ríkis- stjórnarlnnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.