Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. desember 1983 ' ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV 1 Þorláksmessa 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Soffía Eygló Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bráöum koma blessuð jólin“ Umsjónarmenn: Guðlaug María Bjarnadóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 9.20 Tilkynningar. Tónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Dægradvöl Þáttur um tómstundir og frístundastörf. Umsjón: Anders Flansen. 11.45Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 15.00 Jólakveðjur. Almennar kveðjur, ó- staðsettar kveðjur og kveðjur til fólks, sem býr ekki í sama umdæmi. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Jólakveðjur, - framhald. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Kammerkórinn syngur jólalög frá ýmsum löndum. Stjórnandi: Rut L. Magnússon. 20.00 Jólakveðjur. Kveðjur til fólks i sýslum og kaupstöðum landsins. Leikin veröa jólalög milli lestra. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 Jólakveðjur, - framhald. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni -Ólafur Þórðarson. 03.00 Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00. Dægradvöl, þáttur Anders Hans- en um tómstundir og tómstund- astörf, er á dagskránni kl. 11.15. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir, veður og dagskrárkynning 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Steini og Olli í jólaskapi Úr skopmynd- asyrpu með Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.10 Panare-indíánar Heimildarmynd frá breska sjónvarpinu um panare-indíána í Venezúela og lifnaðarhætti þeirra en ætt- flokkur þessi er enn tiltölulega ósnortinn af nút'mamenningunni. Þýðandi Bjöm Bald- ursson. 22.05 Fjör i fangelsinu (Convict 99) Bresk gamanmynd frá 1938. Leikstjóri Marcel Varnel. Aðalhlutverk: Will Hay, Moore Marri- ott og Graham Moffatt. Brottvikinn skóla- stjóri sækir um stöðu fangelsisstjóra og er ráðinn vegna misskilnings enda kemur brátt i Ijós að hann erekki viðbúinn að takast á við þann vanda sem fylgir nýju stöðunni. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 23.35 Dagskrárlok. RUV2 Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9 mhz, mánudaga-föstudaga ki. 10-12 og 14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er. á tilraunastigi verður hún ekki.gefin ut fyrirfram. 1 o u frá lesendum R íkisstjórnin ogJ.R. íDallas Magnús frá Hafnarnesi skrif- ar: Það mætti líkja ríkisstjórninni við J. R. í Dallas - og þó. Hún er öllu verri. Hún kann ekki að skammast sín. J. R. stal úr sjálfs sín hendi en ríkisstjórnin ræðst af fullum þunga á láglaunafólkið. Hún er martröð á því. Ekki er þetta bjartsýn ríkis- stjórn, það væri synd að segja. Hún á við erfiðan draug að etja, satt er það, en ekki svo erfiðan að hún þurfi að láta eins og heimsendir sé á næstu grösum. Fyrrverandi ríkisstjórn átti einnig við erfiðleika að fást en hún lét aldrei hugfallast. Hún gerði marga góða hluti eins og t.d. í tryggingamálum með Svavar Gestsson í fararbroddi. Nei, það er engin ástæða til þess að vera með víl og vol. íslenska þjóðin hefur séð það svartara eins og Skaftáreldana, Móðuharðindin, Svartadauða, Vestmannaeyja- gosið, hafísinn svo að eitthvað sé nefnt. Þessi harmkvæla ríkisstjórn þykist vera að ná verðbólgunni niður. En hversvegna lækkar ekki vöruverð og þjónusta? Hversvegna hækkar allt? Ég er nú svo mikill tossi að halda að þegar búið er að nudda verðbólg- unni niður ætti vöruverð og þjón- usta að lækka. Nei, þetta er blekking. Svo er þjóðinni heitið 4% kauphækkun á næsta ári. Þetta er hlægilegt. Það er sorglegt til þess að vita að láglaunafólkið skuli þurfa að axla byrðarnar. Hversvegna er ekki ráðist á garð- Spurningar og svör um greiðslukort Skagfirðingur sendir okkur eftirfarandi hugleiðingar um greiðslukortin, sem nú virðast af ýmsum talin heilmikið hjálpræði: Djúpir gerast skatta-skaflar og skuldirnar af mörgum sortum. Er þá lausnin einfaldlega aðýtaþeim meðgreiðslukortum? Gildrum leyna greiðslukort, þótt gefist stundarfriður. Þau eru, held ég, upp á sport og œttu að leggjast niður. inn þar sem hann er hæstur? Hversvegna ber SÍS vinnukonu- útsvar, olíuverslunin, lyfjaversl- unin, fasteignamarkaðurinn? Svona mætti endalaust telja. Það eru til tugir ef ekki hundruð milj- óna til þess að byggja flugstöð á Keflavíkurflugvelli undir rassinn á hernum meðan heimilin í landinu berjast í bökkum þótt heimilisfeður og mæður leggi nótt við dag í vinnunni. Þetta er hryggilegt. Hvenær fer verðbólguhjöðnun að koma í Ijós í formi vörulækk- unar? Aldrei, segi ég. Ekki með- an þessi ríkisstjórn situr í ráð- herrastólunum. Ég trúi því ekki að verkalýðsforystan láti þetta viðgangast. - Það var mikið ólán að þessir harðstjórar skyldu kom- ast að völdum. Leifturárás á lágl- aunafólkið var hennar fegursti draumur. Og nú er hann kominn fram, þessi fagri draumur - og það stóð ekki á Framsókn að láta hann rætast. „Margt var í Mikla- garðiu Og hér kemur smáljóð frá KRON-félaga, sem verslaði í Miklagarði laugardaginn 17. des. sl. Margt var í Miklagarði, meira en nokkurn varði, grimmt virðist verslað þar. Peningar fólksins flœða, feiknlega þarna grœða kaupfélagskempurnar. Sem betur fer. Utvarp Jólasvipur á dagskránni Það er mikill siður og enda góð- ur að senda venslafólki, vinum og kunningjum jólakveðjur og er þar að auki talsverð tekjulind fyrir Póstinn og Utvarpið. Þús- undir jólakveðja streyma út af og inn á heimili landsmanna. í út- varpinu hefst lestur jólakveðj- anna kl. 15.00 og tekur marga klukkutíma. Heita má að helftin af dag- skránni sé þannig helgaður jólun- um. Þau setja raunar svipmót sitt á dagskrána þegar kl. 9.00 árdeg- is með Morgunstund barnanna, sem að þessu sinni nefnist „Bráðum koma blessuð jólin“ en það eru þær Guðlaug María Bjarnadóttir og Jórunn Sigurðar- dóttir sem sjá um Morgunstund- ina. Inn á milli eru svo leikin jóla- lög. Og svo kemur Kammerkór- inn, kl. 19.15, og syngur jólalög frá ýmsum löndum. Stjórnandi kórsins er Rut L. Magnússon. - mhg * Rut L. Magnússon. skák Karpov að tafli - 256 Karpov og Kortsnoj settust að tafli á haustmánuðum 1981 eftir mikið arga- þras sem varðaði fjölskyldumál áskor- andans. Friðrik Ólafsson lét það sig mjög miklu skipta að mál þessi yrðu til lykta leidd á farsælan hátt og í því skyni að setja þiýsting á sovésk yfirvöld frestaði hann einvíginu um röskan mánuð. Vil- yrði fyrir flutningi fjölskyldunnar yfir járn- tjald fengust og einvígið gat hafist. Það kom brátt í Ijós að Kortsnoj var ekki sam- ur maður og í Baguio. Undirbúningi hans fyrir einvígið var ábótavant um margt, það leiddu fyrstu skákirnar í Ijós. Karpov var hinsvegar allur hinn brattasti, vel undirbúinn bæði til likama og sálar. Fyrir fslendinga var einvígið athyglisvert vegna þáttar Friðriks og Guðmundar Arnlaugssonar í því. Friðrik stóð í eldlín- unni sem forseti FIDE en Guðmundur var aðstoðardómari. Nóg um það. Strax í fyrstu skákinni tókst Karpov að ná foryst- unni, jafnvel þó svo að hann stjórnaði svörtu mönnunum: Kortsnoj - Karpov Staðan kom upp eftir 24. leik Kortsnoj a2 - a3. Karpov nýtti þau færi sem betri staða hans bauð og lék: 24. .. d4! 25. Re2 (Ekki 25. exd4 Bc6! og hvítur tapar liði.) 25. .. dxe3 26. fxe3 c4! 27. Red4 Dc7 28. Rh4 De5 29. Kh1 Kg8 30. Rdf3 Dxg3 -og svartur stendurtil vinnings. Korts- noj lagði niður vopnin eftir 43 leiki (31. Hxd8 Bxd8 32. Db3 Be4 33. Bxe4 Rxe4 34. Hd4 Rf2+ 35. Hgl Rd3 36. Db7 Hb8 37. Dd7 Bc7 38. Kh1 Hxb2 39. Hxd3 cxd3 40. Dxd3 Dd6 41. De4 Bd1 42. Rg1 Dd6 43. Rhf3 Hb5 og Kortsnoj gafst upp). bridge Sorglega sjaldan notfæra menn sér innákomur hjá andstæðingunum, sem oftlega gefa þær upplýsingar sem til þarf í hörðum samning. Hér er dæmi um eitt slíkt spil: 762 ÁD4 Á84 103 K4 ÁD10852 DG1062 K8 Sagnir gengu: Suður Vestur Pass Pass 1 hj. 2 lauf Pass 3 gr. Norður Austur Pass 1 tíg. Pass 3 tígl. Allir pass Útspilið var lágt hjarta frá Norðri, lítið og nían frá Suðri og gefið. Meira hjarta, lítið, kóngur frá Norðri og hjarta í þriðja sinn og drepið á ás. Nú spilaði sagnhafi laufi og fór einn niður. Gaf 4 slagi á hjarta og ásinn. Er einhver vinningsleið í spil- inu? Já, innákoma Suðurs gefur til kynna að hann eigi spaðakónginn, auk laufáss- ins (Norður sýndi okkur hjartakónginn). Þess vegna spilum við tígli í fjórða um- gang og tökum hann í botn. í fjögurra spila endastöðu eigum við ás-drottningu í spaða og laufakóng annan í borði, og þá er það spurningin, hvaða fjórum spil- um kýs Suður að halda ettir? Ef hann á spaðakónginn, verður hann að valda hann, ekki satt, og þá spilum við honum inn á laufi og fáum okkar 9 slagi. Ef hann heldur í bæði hjörtun sin og ásinn í laufi, hlýtur kóngurinn að vera stakur eftir og þá leggjum við niður spaðaás. Ef þetta gengur ekki, nú þá er spiliö alltaf óvinn- andi (ekki förum við að svína spaða i fjórða slag, er það?). Hlusta á andstæð- ingana, það er lausnin. Gleðileg jól. Tikkanen Næsta stríð á að heyja þannig að sagan fái ekki tækifæri til þess að dæma það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.