Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Föstudagur 23. desember 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 BSRB fékk svarið í gœr: Albert segir NEI Happdrætti Þjóðviljans Vinnings- númer birt 31. des. Ljósmyndarar Þjóðviljans skreppa ekki daglega til Grímseyjar og því náðist ekki mynd í gær af Alfreð Jónssyni. Fyrir nokkrum árum tók -eik mynd af Grímsey í vetrarham. Hún er birt í dag um leið og lesendur blaðsins senda Grímseyingum óskir um gleðileg jól og samfagna þeim með hækkandi sól. Sólarleysið hefur ekki áhrifá skapiÖ • sagði Alfreð Jónsson í Grímsey te' „Nei, - sólarleysið hefur engin áhrif á skapfcrli okkar, - svoleiðis fólk þrífst ekki hér sem ekki þolir sólarleysið. Það verður bara að vera annars staðar“, sagði Alfreð Jónsson oddviti í Grímsey í gær. Þá var skemmstur sólargangur, rúmlega þrír tímar í eynni. 1 dag fer l daginn að lengja aftur og sagðist Alfreð ánægður með það, þó Grímseyingar spekúleruðu nú minna í því en „þeir fyrir sunnan.“ ; Að sögn Alfreðs hefur veturinn verið umhleypingasamur, snjó- 5 lítið og nær snjólaust og gæftir lélegar. „Það kemur sér vel að ekki aflast mikið á þessum árstíma", sagði Alfreð, „eins lítið og má veiða.“ \ í gær var gott veður í Grímsey, logn og blíða. Jólahaldið verður með hefðbundnum hætti í mat og drykk og skemmtunum. Á milli jóla og nýárs verður að venju haldið barnaball og almennur dans- leikur eftir miðnætti á nýársnótt. Þá verður messað í Grímsey milli jóla og nýárs ef veður og vindar leyfa og sagði Alfreð að allir sem aðstæður hefðu tækju þátt í þessu sameiginlega hátíðahaldi um jól og áramót, en Grímseyingar eru nú rúmlega 110 talsins. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hafnaði öllum iaunakröfum BSRB á fundi með 10 manna samn- inganefnd samtakanna í gærdag. BSRB hafði Iagt fram tiilögur um bráðabirgðasamn- ing til 1. maí n.k., hækkun lægstu launa í 15 þúsund| krónur og nokkrar aðrar kjarabætur. Fjármálaráðherra lýsti því yfir á fundinum að hann teldi ekki grundvöll fyrir meiri launahækkun á næsta ári en sem nemur 4% og að laun yrðu áfram án vísitölu- bindingar. Hafnaði hann alfarið kröfum BSRB um kjarabætur. Ekki hefur verið boðaður annar samningafundur deiluaðila, en aðalsamninganefnd BSRB hefur verið boðuð til fundar 29. desember þar sem rætt verður um svör ráðherra og andsvör við þeim. - lg- Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gœslu- varðhald vegna innbrotsins í Hallgrímskirkju: 21 árs maður settur Fullnægjandi skil hafa enn ekki borist frá umboðs- mönnum Happdrættis Þjóð- viljans og að ósk þeirra hefur því verið ákveðið að fresta birtingu vinningsnúmera í happdrættinu. 1. desember sl. var dregið í happdrættinu og vinningsnúmer innsigluð hjá borgarfógeta í Reykjavík. Þar verða númerin þangað til full skil hafa borist. Enn er verið að innheimta vegna Útsendra miða og eru allir þeir sem ekki hafa skilað hvattir til að gera upp sem allra fyrst. Hægt er að greiða happdrættismiða á Þjóðviljandum Síðumúia 6 í dag Þorláksmessu, og á morgun að- fangadag til hádegis og fram að áramótum. Einnig er hægt að greiða í gíró inná hlaupareikning nr. 6572 í Alþýðubankanum aðal- banka. í 3 mánaða einangrun 21 árs gamall Reykvíkingur hefur verið dæmdur í þriggja mán- aða gæsíuvarðhald og einangrun vegna aðildar sinnar að innbrot- inu í Hallgrímskirkju um síðustu helgi. Afar sjaldgæft er að menn séu dæmdir í svo langa einangrunarvist. Að sögn Arnars Guð- mundsonar deildarstjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins kemur þessi úrskurður til af því að maðurinn hefur tengst ótalmörgum afbrotamálum, fikniefnamálum, þjófnuðum, skjalafalsi og öðrum fjársvikamálum. í gær var svo annar þeirra þriggja sem handteknir voru vegna Hallgrímskirkjuinn- brotsins úrskurðaður í gæslu- varðhald fram til 4. janúar. Það var aðalfulltrúi sakadómara sem kvað upp þann úrskurð sem og hinn fyrri. Rannsóknarlögregla ríkisins réðst inn í tiltekið hús í Reykja- vík sl. þriðjudag til að ná þeim sem grunaðir voru um innbrot- ið í Hallgrímskirkju. Voru fjöl- margir viðstaddra í „annarlegu ástandi“, svo notuð séu orð Arnar Guðmundssonar. Nokkrir hafa verið til yfir- heyrslu um ýmislegt sem varðar fíkniefnamál upp úr þessu atviki. Arnar Guðmundsson sagði að í einu Reykjavíkur- blaðanna hefði því verið haldið fram að innbrotið í Hallgríms- kirkju hefði verið gert í því skyni að fjármagna fíkniefna- kaup. Sagði Arnar að ekkert hefði komið fram við rannsókn málsins sem benti til þess að svo væri. -hól. Lœknamálið í Garðabœ: Sjúklmgasöfnunin stöðvuð Sjálfstœðismenn voru komnir af stað en lœknarnir stoppuðu þá Nýju heimilislæknarnir tveir í Garðabæ stöðvuðu á síð- ustu stundu sjúklingasöfnunina, sem Sjálfstæðisflokkurinn þar hafði ákveðið að hrinda af stað, enda bauð þeim í grun að hún samræmdist ekki siðareglum lækna. Hins vegar gleymdist að kippa út frétt í DV um söfnunina og birtist hún því þar á mánudag og vakti mikinn kurr í bænum. Þar var skýrt frá því m.a. að ungt fólk gengi um bæinn og „greiddi fyrir skráningum með heimsendingu gagna án fyrirhafnar fyrir íbúana“. Þegar Þjóðviljinn skýrði frá þessu í gær á svo til nákvæm- lega sama hátt, brást Jón Gauti Jónsson bæjarstjóri ókvæða við. „Uppspuni, lygi og óvönduð fréttamennska“, voru eink- unnirnar sem hann gaf frétt Þjóðviljans. Um frétt DV, mynd- skreytta með honum sjálfum, sagði bæjarstjórinn minna og hefur reyndar enn ekki haft fyrir að leiðrétta hana. Jón Gauti Jónsson sagði að eng- in söfnun sjúklinga færi fram í bæn- um, það væri frjálst val fólksins þar hvort það skipti um lækni eða ekki. „Það getur ekki verið annað en lygi að ýmsir bæjarbúar hafi brugðist illa við þessari söfnun, eins og segir í frétt Þjóðviljans,“ sagði hann, „því það hefur engin söfnun farið fram. Þetta hlýtur að vera komið frá þessum fjórum kjósendum Al- þýðubandalagsins í bænum eða flokksmönnum þeirra í læknastétt. Þetta er óvönduð fréttamennska og þú hefur látið Guðmund Þórð- arson plata þig.“ Svo mörg voru þau orð. Stað- reynd þessa máls er sú að í síðustu viku ákváðu Sjálfstæðismenn að gera nú átak til að safna sjúklingum til læknanna tveggja með þeim hætti sem lýst var í Þjóðviljanum og skyldu skólanemar í jólafríi fengnir til starfans. Á fimmtudaginn urðu læknarnir tveir þess áskynja hvað í bígerð var og stöðvuðu framkvæmdina á síðustu stundu. Hins vegar gleymdist að taka fréttina í DV út og þegar Garðbæingar fengu DV í hendur á mánudag mátti þar lesa um sjúk- lingasöfnunina og framkvæmd hennar. Varð til þess að athygli Þjóðviljans var vakin á málinu. Ennfremur var athygli læknafé- lagsins vakin og hefur bæjarstjórn Garðabæjar nú skrifað stjórn Læknafélags íslands vegna þessa máls. Gardabcr: ij úklingasöfnunin >rot á ^ðareglum safnasjúkungumfyrir 5 lsugæsluna í garðaba Samhljóða fréttlr I DV og Þjóðvilj- anum fóru misvel fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum í Garðabæ. Vegna orða bæjarstjórans skal skýrt tekið fram að blaðamaður hefur aldrei rætt við Guðmund H. Þórðarson lækni um málefni Garðabæjar. Reyndar hefur undir- rituð aðeins einu sinni rætt við Guðmund, það var fyrir um þrem- ur árum og varðandi allt aðra hluti. -ÁI Mt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.