Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. desember 1983 Ný tillaga að skipulagi miðbœjar- kvosarinnar fyrir skipulagsnefnd borgarinnar } Austurstræti allt ásamt Að- alstræti og Pósthússtræti verði gert að göngugötu, Vallar- stræti verði opnað að Austur- velli, Austurstræti endi í bæjartorgi þar sem nú er Hall- ærisplan. Fjalakötturinn standi áfram og Morgun- blaðshöllin verði notuð sem ráðhús fyrir Reykjavíkur- borg. Þetta eru megintillögur skipulagstillögu sem arkitekt- arnir Dagný Helgadóttir og Cuðni Pálsson hafa unnið að skipulagi í kvosinni fyrir Reykjavíkurborg og lögð hef- ur verið fyrir skipulagsnefnd. Á þessari mynd af hluta skipulagstillögunnar sést hvernig höfundar hugsa sér „ráðhústorgið" þar scm nú er hallærisplanið og íbúðabyggðina þar i kring. Vallarstræti er opið inn á Austurvöll og allt miðbæjarsvæðið utan Hafnarstrætis lokað fyrir bílaumfcrð. Morgunblaðshöllin ráðhús borgarinnar íbúðir verði í öllum húsum í miðbænum Höfundar segja í skipulagstil- lögu sinni að miðbær höfuðborg- arinnar eigi að vera miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, sérversl- ana, viðskipta og vettvangur fyrir fjölskrúðugt mannlíf. Til að líf í miðbænum deyi ekki út síðdegis þegar verslanir og fyrirtæki loka, sé mikilvægt að þar séu einnig fyrir hendi hæfilegur fjöldi íbúða og einnig skilyrði fyrir hvers kyns mannamót, menningarstarfsemi og skemmtanalíf. Er gert ráð fyrir í tillögunum að búseta sé í öllum húsum í kvosinni. Innan við gömlu húsin sem flest eigi að standa áfram rísi nýbyggingar og einnig verði nýbyggingar á þrjá veg umhverfis Hallærisplanið sem þá verði ráðhústorg og Moggahöllin ráðhús. Er lagt til að húsið verði klætt uppá nýtt á utan svo það falli betur tnn í götu- myndina. Eins og áður sagði er lagt til að Austurstræti allt ásamt Aðal- stræti og Pósthússtræti verði gert að göngugötu. Á mótum Hafnar- strætis og Vesturgötu er áætlað að koma fyrir bíla- og stoppustöð fyrir strætisvagna. Lögð er áhersla á að fyrirhugað bfla- geymsluhús við Tryggvagötu verði reist sem fyrst en hugmynd- ir um neðanjarðarbílageymslur til lausnar bifreiðastæðisvanda í miðborginni eru að mati höfunda of kostnaðarsamar í framkvæmd. Þau gömlu hús sem lenda innan skipulagssvæðisins og lagt er til að verði varðveitt eru: Aðal- stræti 2, Hafnarstræti 4, Austur- stræti 3, Veltusund 3, Vallar- stræti 4 (Hótel Vík), Aðalstræti 7 og 8 (Fjalakötturinn), Aðalstræti 10 sem þegar er friðað. Húsaröð þessi, sem er stór hluti af miðbæjarmynd Reykja- víkur, er nær óslitinn hringur kringum Hótel ísiandsplanið og Steindórsplan og tengist Aðal- stræti 8 og 10. Skipulagsnefnd borgarinnar hefur ekki tekið þessar tillögur til umfjöllunarennþá en þeim hefur verið vísað til umsagnar hjá umferðar- og umhverfisnefnd borgarinnar og stjórn SVR. - lg. Húsvíkingar fara einnig í blysför í dag: á jólum 1983 Friður Húsvíkingar munu einnig í dag fara í blysför fyrir friði á jólum 1983 og taka þar með undir ávarp friðarhreyfing- anna sem gangast fyrir blysför í Reykjavík kl. 17.30 í dag. ísland gegn kjarnorkuvá, Friður á jólum 1983, Biðjum leiðtoga þjóðanna að leggja niður vopn og Brauð handa hungruðum heimi eru einkunnarorð Friðarhóps Hús- víkinga, sem fyrir göngunni stend- ur. Safnast verður saman við Sund- laugina, og kyndlar tendraðir kl. 17.30. Þaðan verður gengið að Húsavíkurkirkju, þar sem séra Björn Jónsson tlytur stutt ávarp og þrír ungir blásarar spila. Einnig verður sungið. Þaðan verður hald- ið að jólatrénu í miðjum bænum og flutt þar ávarp fyrir friði og að lok- um taka göngumenn þátt í skemmtun barnanna, sem hefst við tréð kl. 18. -ÁI. Þorvaldur Skúlason. Listasaga Þorvaldar Skúlasonar Út er komin hjá Þjóðsögu bók um Þorvald Skúlason listmálara eftir Björn TH. Björnsson. Þar rekur Björn ævi og listasögu þessa brautryðjanda íslenskr- ar samtímalistar frá uppvexti og æsku- mótun um námsár og síðan öll hin merkilegu stig sem gjörbreyttu myndlist okkar á síðastiiðinni hálfri öld. Þessi saga er og rakin í teikningum, Ijósmyndum og 85 stórum litprentun- um frá öllum ferli Þorvaldar. Hér er um að ræða einhverja glæsileg- ustu listaverkabók sem út hefur komið hér á landi. Blysför á Egilsstöðum: Til styrktar friði og mannréttindum I dag kl. 17.30 hefst við Lag- arfljótsbrú blysför til styrktar friði og mannréttindum í heiminum. Það er Kvenna- hreyfingin á Héraði sem stend- ur fyrir göngunni til að sýna samstöðu með friðarhreyfing- um um allan heim. Kyndlarnir verða tendraðir við Lagarfljótsbrú og þar verður flutt ávarp frá Kvennahreyfingunni. Síðan verður gengið að Egilsstaða- kirkju, þar sem séra Vigfús Ingv- arsson mun segja nokkur orð. -ÁI Menningarsjóður leikstjóra Andrés Sigurvins- son hlaut verðlaun Stjórn menningarsjóðs félags leikstjóra á íslandi hefur nýlega ákveðið að veita Andrési Sigur- vinssyni leikstjóra viðurkenningu úr sjóðnum. Er þetta í fjórða sinn sem slík viðurkenning er veitt. Andrés Sigurvinsson hefur á undanförnum árum leikstýrt mörg- um sýningum með áhugaleikhóp- um, ekki síst í skólum landsins, en á þeim vettvangi er lagður mikil- vægur grunnur að leiklistarstarf- semi í landinu, segir í frétt frá menningarsjóðnum. Ennfremur stóð hann með öðrum að endur- reisn Stúdentaleikhússins og veitti forstöðu athyglisverðri starfsemi þess á síðastliðnu sumri, sem opn- aði nýja möguleika í leikhúslífi á höfuðborgarsvæðinu, segir einnig. f stjórn Menningarsjóðs félags leikstjóra á íslandi eiga sæti Gunn- laugur Ástgeirsson, Ásdís Skúla- dóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Fiskpjófnaðurinn hjá Isbirninum: Tengsl könnuð Rannsóknarlögregla ríkisins vann af fullum krafti í gær að því að upplýsa mál það sem tengist fisk- þjófnaði hjá Isbirninum. Stöðugar yfirheyrslur hafa verið vegna þessa máls. Meðal þeirra sem þar koma við sögu eru fiskkaupmenn sem tal- ið er að séu í vitorði með þeim sem um nokkurt skeið hafa lagt hald á fisk úr birgðum ísbjarnarins. Kvenna- skákmeistaramót íslands: Aslaug íslands- meistari Áslaug Kristinsdóttir varð Is- landsmeistari kvenna í skák á meistaramóti kvenna sem haldið var í húsakynnum Skáksambands Islands nýverið. Áslaug hlaut 5 vinninga í 6 skákum. Sigurlaug Friðþjófsdóttir varð í 2. sæti með 3 vinninga, Svana Sam- úelsdóttir varð í 3. sæti með 2Vi vinnig og hin 11 ára gamla Guð- fríður Lilja Grétarsson með IV2 vinning. Keppendur í Landsliðsflokki voru fjórir talsins og vantaði að þessu sinni nokkrar af sterkustu skákkonum fslands s.s. Guðlaugu Þorsteinsdóttur, Ólöfu Þráinsdótt- ur og Birnu Norðdahl. -hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.