Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. desember 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 Blysför gegn kjarnorkuvá Á Þorláksmessu verður farin blysför til að vekja athygli á baráttunni gegn ógnarjafn- vægi gjöreyðingarvopna. Safnast verður saman við Hlemmtorg kl. 17.00 þar sem blys verða seld og tendruð. Kl. 17.30 hefst gangan niður Laugaveg að Lækjartorgi. Engin ávörp verða flutt né kröfuspjöld borin á vegum þeirra, sem að blysförinni standa. En Háskólakórinn og Hamrahlíð- arkórinn munu syngja á leiðinni. Boðskapur göngumanna er: Við trúum á umburðarlyndi og samninga í samskiptum manna og þjóða, en höfnum ofbeldi og ofstæki. Við vonum að „gjörvöll mannkind“ eigi sér framtíð, en óttumst tortímingu alls lífs. Við biðjum leiðtoga þjóðanna að leggja niður vopn. Við trúum á afvopnun en höfnum ógnar- jafnvægi gereyðingavopna. Við vonum að stöðva megi framleiðslu kjarnorkuvopna en óttumst hernaðar- hyggju stórvelda. Við biðjum leiðtoga þjóðanna að leggja niður vopn. Við trúum á hlutverk íslendinga á alþjóða- vettvangi að stuðla að friði og afvopn- un. Við vonum að ísland standi með þeim þjóðum sem stöðva vilja framleiðslu k j arnorkuvopna. Við biðjum leiðtoga okkar eigin þjóðar að styðja sérhverja viðleitni til friðar á jörðu. FRIDUR JÓL 1983 Friðarhópur einstæðra foreldra Friðarhópur fóstra Friðarhópur þjóðkirkjunnar Friðarhreyfing íslenskra kvenna Samtök lækna gegn kjarnorkuvá Friðarsamtök listamanna Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna Samtök herstöðvaandstæðinga Samtök eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá Árni Hjartarson Gerðu þjóð sinni hneisu ogskömm! Á undanförnum árum hefur Þorláksmesa verið aðgerðardagur herstöðvaandstæðinga. Dagurinn er valinn til þess að menn minnist þess í undirbúningi friðarhátíðar jólanna, að friðarbaráttan fer ekki fram í gjafavöruverslunum eða við veisluborðin heldur á torgum úti og hún tekur sér ekkert jólafrí. Skemmst er að minnast Þorláks- messuaðgerðanna í fyrra er á þriðja hundrað manns þrömmuðu niður Laugaveginn undir logandi baráttukyndlum með líkan af Pers- hing kjarnorkuflaug í broddi fylk- ingar, svona rétt til að minna á þann friðarboðskap, sem íslensk utanríkisstefna sendir þjóðum heims. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa hingað til staðið ein að þessum aðgerðum. Nú eru breyttir tímar og friðarbaráttan er í sókn. í ár standa 10 íslenskar friðarhreyfing- ar að blysför gegn kjarnorkuvá á Þorláksmessu. Oll þessi samtök fylkja sér undir kröfur á hendur „leiðtogum þjóðanna" um afvopn- un og friðarviðleitni og kröfur til íslenskra stjórnvalda um stuðning við þær þjóðir, sem stöðva vilja framleiðslu kjarnorkuvopna. Fyrir hálfum mánuði undirrituðu 11 friðarhreyfingar plagg þar sem skorað var á ríkisstjórn íslands og Alþingi að styðja friðar- og afvopn- unarviðleitni Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna með því að greiða atkvæði með tillögu Svíþjóðar og Mexíkó um tafarlausa stöðvun kjarnorkuvopnaframleiðslu. En ís- lenska utanríkisráðuneytið er ekki á móti kjarnorkuvopnum og gerði þjóð sinni þá hneisu og skömm, að fylkja sér í fáliðaðan hóp rfkja sem gerir gælur við hugmyndir um beitingu kjarnorkuvopna. Sam- staðan sem náðst hefur gegn þess- ari utaríkisstefnu sýnir ljóslega, að hún nýtur einskis fylgis meðal fólks í landinu. f þessu efni eins og mörg- um öðrum sem að hermálum lúta, þjösnast utanríkisráðuneytið áfram í krafti ólýðræðislegra vinn- uhefða sem þar hafa skapast. Því hefur verið haldið fram að utan- ríkisráðuneytinu hafi lengi verið stýrt af fámennum hópi öfgamanna sem ekkert tillit taki til almenn- ingsviljans. Atburðir síðustu daga renna digrum stoðum undir þá kenningu. Viðnámsleysi stjórnvalda gegn síauknum hernaðarumsvifum og vígbúnaði í landinu og samúð þeirra með kjarnorkuvígvæðingu hefur beint athygli stríðsherranna í Pentagon og NATO að þessu guðs volaða landi okkar. í hernaðar- skýrslum sínum kalla þeir það „Hina kostamiklu jörð“ og „Stólp- ann í GIUK-hliðinu“. Það er ljóst hverjir hinir miklu kostir landsins eru. Þar hafa erlend hernaðaryfir- völd ævinlega getað komið sínu fram og því víðtækara sem hernám landsins hefur orðið, þeim mun djúpstæðari hefur hermangshugs- unarháttur herranna í utanríkis- ráðuneytinu orðið. Afleiðingin er síðan sú, að landið er orðið hernað- arlega mikilvægt í öllum kjarnork- anna og skotmark af fyrstu gráðu á ófriðartímum. Nú þegar friðarhreyfingar Evr- ópu þrengja að athafnafrelsi kjarn- orkuherjanna skima þeir eftir nýj- um leikvangi og við vitum að augu þeirra beinasí að Hinni kostamiklu jörð. Hér á landi er allur búnaður til reiðu, til að taka á móti kjarn- orkuvopnum, aðeins lokaskrefið er eftir þ.e. að koma vopnunum opinberlega fyrir. Nú þegar er haf- inn sálfræðilegur hernaður til að venja landsmenn við tilhugsunina um eldflaugar og bombur. Ratsjár- stöðvarnar, sem bandaríski herinn er að hugsa um að biðja íslenska utanríkisráðherrann um að betla af sér, eru greinar á sama meiði, ætl- aðar til að fylgjast með og leiðbeina atomflaugum að skot- mörkum á norðurslóðum. Þótt íslenska utanríkisráðuneyt- ið afneiti því, að það vilji taka við eldflaugum og kjarnorkuvopnum þá er því ekki treystandi. Meðan íslend stendur ekki á al- þjóðavettvangi gegn kjarnorkuvíg- búnaði er því ekki að treysta, að hér verði ekki komið fyrir kjarn- orkuvopnum. Meðan stjórnvöld fást ekki til að gefa bindandi yfirlýsingar um kjarnorkufriðlýsingu landsins er því ekki að treysta að þau standi gegn kjarnorkuvígvæðingu í landinu. Meðan stjórnvöld neita að uáætlunum NATO og Bandaríkj- styðja hugmyndir um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd er því ekki að treysta að þau séu á móti kjarn- orkuvopnum á svæðinu. Meðan ainerískur her er hér- lendis og ísland er í Nato er því aldrei að treysta að kjarnorkuvopn séu ekki í landinu. Þorláksmessuaðgerðirnar fara fram undir yfirskriftinni - Island gegn kiarnorkuvá Þær beinast gegn þeirri kjarnorkuvopnastefnu sem hér að ofan er lýst og eru krafa um nýja utanríkisstefnu. Árni Hjartarson. Sverrir kom- inn á setumar í morgunþætti útvarpsins þriðjudaginn 20. þ.m. mátti heyra upplesið úr blaði allra landsmanna, að Sverrir Her- mannsson ráðherra hefði, allra náðarsamlegast, gefið út þá dag- skipan að iðnaðarráðuneyti skuli hér eftir ritað með stórum staf, rétt eins og Einar, biskup Hvíta- sunnumanna í Fíladelfíu, ritar jafnan fornafnið „hann“ með stórum staf þegar það vísar til himnaföðurins, hver Kolbeinn Tumason nefndi himnasmið , eða þá sonarins, sem Sveinbjörn Egilsson nefndi „lávarð heims“ í þýðingu sinni á jólasálminum gamla „Heims um ból“. Jafnframt, „ordineraði minist- erinn“ að þjónar hans skyldu jafnan rita setu, svo sem gert var áður en ráðherrann og fleiri þing- menn, sem ekki vildu fara af set- unum hérna um árið, töpuðu réttritunarbaráttu sinni á Al- þingi. Kom þá upp í huga gamlingj- ans á heimilinu vísan um þing- manninn og héraðshöfðingjann að austan, en botninn hljóðar svo: þú hefnir þess í héraði, sem hallaðist á Alþingi. En grunnskólabarnið kunni ekki skil á bókstafnum Z, og sagði: „Afi, hvað er seta, er það svona eins og á klósettinu“? Afi reyndi að skýra fyrir barn- inu þetta fyrirbæri, þ.e.a.s. bók- stafinn en ekki Sverri, og sagði að það væri dauður bókstafur sem hefði áður verið notaður fyrir bókstafinn S þegar við átti, en afi komst ekki að með nánari útskýr- ingar, því í himneskri uppljóman þreif barnið blað og blýant, segj- andi: „Ég skil afi“ og ritaði Setu- verrir. Þegar afi spurði hvað þetta ætti nú að þýða svaraði blessað barnið: „Skilurðu ekki afi, þetta þýðir Sverrir skrifaður með setu“. „Já, ekki er öll vitleysan eins“, bætti þá gamla konan við. Sveinungi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.