Þjóðviljinn - 26.04.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Fimmtudagur 26. apríl 1984 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla* son, ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. iþrottafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Auknor álögur og erlend lán Þegar ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins skar kjör almennings í landinu niður um fjórðung var réttlæting ráðherranna fólgin í tvenns kon- ar fyrirheitum. í fyrsta lagi yrði almenningi bætt kjara- skerðingin með því að lækka skatta og minnka álögur. í öðru lagi væri kjaraskerðingin nauðsynleg til að draga úr erlendri skuldasöfnun. Á fyrstu mánuðum þessa árs hefur komið greinilega í ljós að fyrirheitin reynast ómerkilegar blekkingar. Þeg- ar hafa verið samþykkt á Alþingi frumvörp sem hækka skattbyrði launafólks verulega og á nýlegum ársfundi Seðlabankans var tilkynnt að erlendar skuldir hefðu haldið áfram að hækka. Þessi tvíþættu svik sýna greini- lega trúnaðarbrot ráðherranna gagnvart fólkinu í landinu. Engu að síður virðist ríkisstjórnin nú vera að ákveða að halda enn lengra á þessari svikabraut. Eftir margra vikna deilur og írafár í stuðningsliði stjórnarinnar á Alþingi eru ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að taka saman höndum um að leggja stórfelldar nýjar álögur á almenning og taka ný erlend lán sem færa munu skulda- byrði þjóðarinnar langt uppfyrir þau hættumörk sem áður voru talin til trúaratriða í stjórnarstefnunni. Þegar ársafmæli ríkisstjórnarinnar er skammt undan blasir því við að hún hefur megnað allt í senn: - að skera niður kaupmáttinn um röskan fjórðung - að stórauka skatta og álögur á almenning með því að hækka hefðbundna skatta og leggja á margvísleg ný gjöld ásamt því að gera algengustu matvæli enn dýr- ari vegna minnkandi niðurgreiðslna - að bæta verulega við erlendar skuldir og taka í sífellu ný erlend lán svo að íslendingar eiga nú framtíð sína í æ ríkari mæli undir erlendum lánardrottnum. Næstu daga verður lagt fram á Alþingi í frumvarps- formi staðfesting þessarar stefnu. Ríkisstjórn kjara- skerðingar, skattahækkana og aukinnar erlendrar skuldabyrði mun færa sjálfri sér samþykkt þess frum- varps í afmælisgjöf. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum leiðarahöfunda á Morgunblaðinu, DV og NT sem allan síðari hluta ársins 1983 réttlættu kjaraskerðinguna með tilvísunum til fyrirheitanna um lækkun skatta, minni álögur og stöðvun á erlendri skuldasöfnun. Munu þeir láta múlbinda sig í svikanetinu líkt og þingmenn ríkis- stjórnarinnar? Verður vörnin í stjórnarmálgögnunum líkt og á Alþingi málflutningur brenndur marki felu- leiksins og blekkinganna? Eða munu þeir hafa manndóm til að dæma ríkisstjórnina seka fyrir svikin? * Askorun friðarvikunnar Friðarvikan um páskana tókst í alla staði mjög vel og sýndi að baráttan gegn kjarnorkuvígbúnaðinum og aukinni hervæðingu risav.eldanna hefur fest djúpstæðar rætur í íslensku þjóðlífi. í áskorun friðarvikunnar kom fram sú stefna að meðan unnið væri að samkomulagi um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar „ætti hvergi að koma fyrir kjarnorkuvopnum eða tækjum tengdum þeim.“ Þessari stefnumótun ber að fagna. Með henni er lýst yfir andstöðu við frekari uppsetningu stýriflauga, Pers- hing II og SS-20 eldflauga í Evrópu og hafnað að styðja áætlanir um nýja vígbúnaðaráfanga sem NATO og Pentagon hafa samþykkt. Þessi áskorun er því mikilvæg stefnumótun þegar fjallað verður um nýjan tæknibún- að bandaríska hersins á íslandi. klippt Tsérnenkó Tómas Árnason Gary Hart Hvað eiga þessir þrír heiðursmenn sameiginlegt? Frjálshyggjan og NT Um margra ára skeið hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson prédikað mönnum ágæti þeirrar stjórnmálastefnu sem oftast er nefnd frjálshyggja. í munni Hannesar hefur hún orðið að nokkurs konar Kínalífselxír sem alla hluti læknar, meira að segja kvenmannsleysi, megi dæma eftir sumum greinum hans. í út- löndum gekk frjálshyggjan þó ekki betur en svo að þar er hún almennt nefnd guðspjall atvinnu- leysisins. Hérlendis mun Hannesi þó ekki hafa tekist að snúa mörg- um til trúar sinnar, að því er talið var. Menn rak því í rogastans þegar fyrstu eintök nýjasta málgagns Framsóknarflokksins, NT, kom á göturnar í gær. í haus blaðsins var nefnilega hvorki meira né minna en lýst yfir ströngu fylgi við Hannes Hólmstein og Eimreiðar- hópinn sem um þessar mundir er að boða niðurskurðarstefnu frjálshyggjunnar á öllum víg- stöðvum. Þar segir nefnilega að Nýr Tími sé „málsvari frjáls- lyndis, samvinnu og frjáls- hyggju“! Sagt er að þegar Hannesi var bent á þetta hafi hann stokkið hæð sína í loft upp og þegar í stað sótt um inngöngu í Reykjavíkur- deild Framsóknarflokksins, og er þar með af sú tíð þegar hann boð- aði á háskólaárum sínum að aðild að þeim flokki bæri að setja í sakavottorð manna. Fopp-Tími Að vonum urðu hæstráðendur NT heldur niðurlútir þegar ást- arjátningin í haus NT uppgötvað- ist og kölluðu hana í viðtali við Pjóðviljann „meinlegustu prent- villu sem komið hefur í íslensku dagblaði“. I sjálfu sér er engin ástæða til að rengja það. Tímamenn hafa síst ástæðu til að efla gengi frjáls- hyggjunnar, heimspeki sem boð- ar nýja veröld þar sem engin lögmál ríkja nema framboð og eftirspurn. Menn skulu ekki gleyma að það var einmitt vit- laust hlutfall milli þessara tveggja stærða sem olli því að gamli Tím- inn leið undir lok og gengur nú aftur í poppaðri útgáfu undir nafninu Nýr Tími. Freudísk hrösun Hinu má heldur ekki gleyma, að þrátt fyrir nafnbreytinguna og fráfall græna litarins áf útsíðum NT, þá er það óbreytt að blaðið er áfram málgagn Framsóknar- flokksins. Sá flokkur situr í dag í ríkisstjórn sem einmitt um þessar mundir íhugar niðurskurð í anda þeirrar sömu frjálshyggju og NT gerðist málsvari fyrir svo skamma hríð í gær. Það sem er hjartanu kærast er tungunni tamast, og um svona fótaskort á tungunni átti Freud nokkrar spakar setningar. Tíminn skapar ný viðhorf segir í einum stað. Og kannski er það einmitt táknrænt fyrir hina hug- sjónalegu fjarlægð sem nú stend- ur í milli hæstráðenda Framsókn- arflokksins og hinnar upphaflegu samvinnuhreyfingar að í fyrsta leiðara þessa nýja málgagns flokksins var ekki einu sinni farið rétt með föðurnafn Jónasar frá Hriflu. Heilög þrenning Undir fyrirsögninni Þekkingin er undirstaða gerir NT að um- ræðuefni í leiðara sínum í gær til- lögur sem Tómas Árnason þing- maður frá Hánefsstöðum hefur lagt fram með öðrum um fræðslu- mál landans. Þessar tillögur finn- ast blaðinu afskaplega fínar, cg rökstuðningurinn virðist einkum vera sá að um þessar mundir eru tveir þekktir þjóðarleiðtogar á borð við Tómas frá Hánefsstöð- um einmitt með svipaðar hug- myndir. Þetta eru þeir Gary Hart sem er um þessar mundir að berj- ast fyrir útnefningu sem forseta- frambjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, en hinn er eng- inn annar en hæstráðandi í Sovét, Tsérnenkó. Það er auðvitað ekkert nýtt að menn reyni að slá um sig og sína og nefna þá í sömu andrá og frægt fólk. Þetta gerir Margrét Thatc- her í Bretlandi þegar illa árar og hér heima er þetta trix einkum tengt við einn mann, sem raunar er fyrr nefndur til sögunnar hér í þessum dálki, Hannes Hólm- steinn Gissurarson. En í fyrsta tölublaði NT er einmitt gert mikið og gott grín að hégóma- girnd Hannesar sem hefur stofn- að heilt tímarit til að sýna í mynd- ir af sér að drekka te með út- lendum höfðingjum. Tómas á útleið? Kannski leiðarahöfundur NT hafi fengið hugmyndir sínar það- an, og ef til vill fáum við bráðum að skoða myndir með Tómasi Árnasyni að kjamsa á íslenskum sviðakjamma eða að rífa í sig harðfisk með stórmenni að utan. Þeir sem þenkja djúpt sjá hins vegar að hér kann dýpra að liggja að baki hjá NT. í Sovét var á sínum tíma brúkað það ráð, ef einhverjum þurfti að koma fyrir pólitískan ætternisstapa, að tengja þá í vitund almennings við persónur sem ekki þóttu eiga mikla framtíðarvon. Þegar þess er gætt að Gary Hart er nú svo gott sem búinn að tapa kapp- hlaupinu við Mondaleog allir vita að Tsérnenkó er bara að velgja- sætið fyrir Gorbachev, er þá nema von menn spyrji hvort eigi að fara að sparka Hánefsstaða- syni? og skorið Uggur í íhaldsbrjósti Friðarvikan sem nýlega var haldin í Norræna húsinu tókst með eindæmum vel. Og víst er að sjaldan hafa friðarsinnar fagnað jafn sterku fylgi hérlendis og um þessar mundir. Þetta sést meðal annars á því að meira að segja Varðberg, félagsskapur sem hingað til hefur fyrst og fremst verið þekkt fyrir auðsveipa þjón- ustu við NATÓ, studdi yfírlýs- ingu friðarvikunnar um að ekki skuli komið fyrir á íslandi neinum búnaði sem tengist kjarn- orkuvopnum uns afvopnun hefur orðið að samkomulagi milli stór- veldanna. Þetta hefur slegið nokkrum kvíða í brjóst Morgunblaðsins sem er orðið þokkalega einangr- að í friðarmálum. Þetta sást best þegar Steingrímur Hermannsson skrifaði undir friðaryfirlýsing- una. Þá gat Morgunblaðið ekki þagað lengur heldur lét Steingrím árétta á baksíðu að ekkert hefði samt breyst! -ÖS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.