Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 26. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á viritum degi. 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ragna Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hnífapara- dansinn" eftir Jón frá Pálmhotti Höfundur byrjar lesturinn. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (utdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð" Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Blandað geði við Borgfirðinga Um- sjón: Bragi Þórðarson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egils- sonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson les (11). 14.30 A frivaktinnl Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Gervase de Peyer, Emanuel Hurwitz og Lamar Crowson leika Trió fyrir klarinettu, fiðlu og píanó ettir Aram Katsjaturian./Ann Griffiths leikurá hörpu lög eftir André Caplet, Alec Templeton og Virgil- ic Mortari/Josef Hála leikur píanólög eftir Bohuslav Martinu/Karl Otto Hartmann og Eberhard Buschmann leika Dúó fyrir tvö fagott í F-dúr op. 3 nr. 5 eftir Francois Devi- enne. 17.10 Sfðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður Jónsson talar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ól- afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. 20.00 Halió krakkar! Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. Aðstoðarmaður: Sólveig Anna Jónsdóttir. 20.30 Staður og stund Umsjón: Ásta R. Jó- hannesdóttir. 21.30 Gestur í útvarpssal Sigríður Ella Magn- úsdóttir syngur aríur úr óperum eftir Gluck, Donizetti, Massenet og Rossini. Marc Tar- dus leikur með á píanó. 21.55 „Örvænting", einleiksþáttur eftir Steingerði Guðmundsdóttur Geidaug Þorvaldsdóttir flytur. Knútur R. Magnússon les inngangsorð. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fímmtudagsumræðan Umsjón: Her- mann Gunnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tórr asson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Eftir tvð. Stjómendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Rokkrásin. Stjór. endur: Snorri Skúlason og Skúli Helgason 17.00-18.00 Lög frá 7. áratugnu n. Stjórnend- ur: Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. ( Rokkrásinnl, á Rás 2 kl. 16 f dag verður pursafiokkurinn kynntur og rættvið Egil Ólafsson og Tómas Tóm- asson f beinni útsendingu. A mynd- inni er Eglll. Föstudagur 27. apríl 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Kart Sig- tryggsson. Kynnir Bima Hrólfsdóttir. 20.55 Skonrokk Umsjónarmaður Edda And- résdóttir. 21.25 Kastljós Þáttur um innlend og eriend málefni. 22.30 Griffin og Phoenix Bandarisk sjón- varpsmynd frá 1976. Leikstjóri Daryl Duke. Aðalhlutverk: Peter Falk og Jill Clayburgh. Myndin er ástarsaga karis og konu sem eru haldin ólæknandi krabbameini. Þrátt fyrir það reyna þau að njóta þess sem lífiö hefur að bjóða áður en það verður um seinan. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 00.10 Fréttir í dagskrárlok. frá lesendum Morgunn við höfnina Það hvílir drungi yfir bænum og peningalyktin frá Fiskimjöls- verksmiðjunni hvílir eins og þykk grá kápa yfir höfninni. Það er gott ef einhverjir græða, en slæmt ef það er á kostnað láglauna- mannsins. Úti fyrir er þungur sjór og brimniður í honum, en flestir netabátar á sjó. Trillukarlarnir eru að bræða hann. Ef einhver ieggur í hann fara allir. Ási í Bæ, sem er á þilfarsbátnum Hvítingi með bróðursyni sínum, er búinn að fá ræs. Hann má því ekki vera að því að tala við mig, en hrósar ljóðunum mínum, sem birtust á dögunum í Tímariti Máls og menningar. Síðan er hann rokinn og ég er einn eftir í hinni yfir- | þyrmandi peningalykt utan nokkurra trillukarla, sem enn eru að bræða hann. Síðan leysa þeir á Hvítingi landfestar, leggja í hann, þótt brimniður sé í honum, og fleiri fara að dæmi þeirra frændanna á Hvítingi. Það er ekki frítt við að mig langi í bransann, en það verður ekki við öllu gert. Maður verður að taka heilsuleysinu eins og hverju öðru hundsbiti. Ég geng heim á leið og mæti Guðna Her- mannsen, en hann er að fara af stað með myndlistarsýningu. Hann barmar sér yfir hve dýrt sé að láta innramma, en hann er brennandi af áhuga og engin upp- gjöf í svip hans, og leiðir skiljast. Hann fer inn í trésmíðaverkstæð- ið Börk, sem er að smíða ramma fyrir hann. Ég held heim eftir hressandi og fræðandi morgun- göngu Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Þakkir fyrir Þýskaland 6343-1109 hringdi og sagðist vilja lýsa yfir ánægju sinni með sýningu myndarinnar Þýskaland, föla móðir í sjónvarpinu, og vill hvetja sjónvarpið til þess að halda áfram að sýna góðar myndir frá kvikmyndahátíðum. Sjón- varpið sýndi einhvern tíma í vetur tyrknesku mynd- ina Yol, sem sýnd var á síðustu kvikmyndahátíð og nú kemur þessi stórgóða mynd. Full ástæða til að þakka fyrir sig, sagði 6343-1109. Rás 1 kl. 22.35: Lyfjanotkun íþróttafólks meðal mála hjá Hemma Gunn Hermann Gunnarsson hefur umsjón með fimmtudagsumræðu útvarpsins, Rásar 1, kl. 22.35 í kvöld. Hlustendur geta hringt í útvarpið, sími 22260, meðan á út- sendingu stendur og komið með spurningar. „Ég ætla að fjalla um íþróttir í landinu almennt", sagði Her- mann í stuttu spjalli við blaðið um þátt sinn. „Gestur þáttarins verður Sveinn Björnsson, for- maður íþróttasambandsins, og við munum ræða um ýmis hugtök í íþróttum, svo sem almennings- íþróttir og keppnisíþróttir og stöðu þeirra, svo og stöðu íþrótt- anna, en það er talað um 80.000 iðkendur í íþróttahreyfingunni þannig að þetta er nokkuð stórt mál. Þá mun ég einnig tala sjálfur um þetta áhugamál mitt. Meðal annars mun ég fjalla um Ólym- píuleikana og þátttöku okkar í þeim. Mér finnast Ólympíu- leikamir orðnir að styrjöld milli stórveldanna og ýmislegt miður geðfellt er þar á seyði, eins og lyfjanotkun og atvinnumennska. Þetta er því að mínu mati lftill vettvangur fyrir okkur núorðið. Þá mun ég einnig koma nokk- uð inn á ástandið hér á landi varð- andi lyfjanotkun íþróttafólks. Læknar, sem kynnt hafa sér mál- ið, fullyrða, að lyfjanotkun eigi Hermann Gunnarsson að tafll. Þetta er nokkuð gömul mynd og sýnir ekki eins mikið og nýjasta myndin af Hemma - hún er alveg æðisieg stelpur! (Ég vona að ég móðgi engan og veit að Hemmi móðgast ekki!) sér stað meðal íþróttafólks. Yfir- leitt er aldrei um þessi mál talað - þetta virðist mikið feimnismál - en við verðum að geta talað um þetta tæpitungulaust. Afleiðing- ar lyfjanotkunar geta verið hrika- legar og þetta bitnar fyrst og fremst á unglingunum, sem alls ekki þola þessi lyf. Þannig að það verður að fara að taka á þessum málum.“ Að lokum sagði Hermann Gunnarsson: „Ég vil biðja þá hlustendur sem hringja að vera bæði stuttorðir og gagnorðir." Þá höfum við það. Rás 2 kl. 16.00: Þursamir á fullu Þursaflokkurinn margfrægi og margreyndi kemur í heimsókn á Rás 2 kl. 4 í dag og nemur þar staðar í klukkutíma eða svo. Það eru þeir Snorri Skúlason og Skúli Helgason sem standa fyrir þessari heimsókn í þátt sinn Rokkrásina. Þursaflokkurinn er búinn að starfa frá árinu 1978 og hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma. Varla mun til sá landsins maður eða kona er ekki hefur heyrt Þursanna getið. Um tíma umbreyttust þeir í Stuðmenn við sýnu minni fögnuð, ef eitthvað var. Á Rokkrásinni verða leikin lög Þursanna, gömul og ný, og sum sem aldrei hafa heyrst áður, en eru tilá hljóðupptökum. Einnig verður rætt við þá fé- lagana. Þursaflokkurinn er nú kominn á fullt með nýja plötu og er hún væntanleg á markað í næsta mánuði, ef allt fer sem horfir. í tilefni vorkom- unnar Vetur með sín veður reið, viðsjáll fram úr máta, þú ert farinn þítui leið, þig munu fáir gráta. HJ. bridge Sævin Bjamason í svert Ármanns J. Lánissonar úr Kópavogi, hefði senni- lega komið sterkiega til greina sem höfundur besta spils íslandsmótsins í sveitakeppni 1984: ÁDx 9xxx 9xx Kxx X K9xx ÁKGxx xxx D10xxx XX XX G108xx D ÁKx Áxxx DG10x Sagnir gengu: Suður Vestur Norður Austur 1 spaði 2 hjörtu 3 spaðarpass 4 spaðarpass pass pass Spilið kom fyrir í leik milli sveita Ár- manns og Þórarins, í 1. umferð úrslit- akeppninnar. Nú, Vestur tók á hjartaás og síðan hjartakóng sem Sævin trompaði heima. Nú tók Sævin á laufakóng, síð- an laufaás og spilaði þriðja laufinu. Austur átti slaginn og spilaði þriðja hjartanu, sem Saevin trompaði heima. Ás og kóngur í tígli teknir og siðan var fjórða laufinu spilað. Vestur yfirtromp- aði, og Sævin trompaði með drottn- ingu í borði. Nú kom fjórða hjartað úr borði og Sævin leit glettnislega á Austur. Sama er hvað hann gerir. Ef hann trompar lágt, yfirtrompar Sævin og fær síðan alltaf tvo slagi á spaða. Nú ef Austur trompar með spaða- kóng, fær hann einnig tvo slagi á spaða. Slétt staðið gaf 620. Á hinu borðinu voru einnig spilaðir 4 spaðar, en þar fór sagnhafi þrjá niður, eftir að hafa farið í spaðann, svínað drottningu, gefið, og aftur spaði og þá hrundi það spil. Sveit Ármanns græddi því ein 14 stig á þessu spili og vann síðan leikinn 18-2. Nokkuð óvænt úrslit fyrir sveit Þórarins, fv. íslandsmeistara. Tikkanen mörk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.