Þjóðviljinn - 26.04.1984, Page 16

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Page 16
DJÚÐVIUINN Fimmtudagur 26. aprfl 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er haegt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Vita- og hafnarmálastofnun tapar gerðardómsmáli 5 miljónirí skaða- bætur til verktakans Óvíst um frekari framkvœmdir á Bakkafirði Gerðardómur Verkfræðingafélags- ins kvað á dögunum upp þann úrskurð að Vita- og hafnarmálastofnun fyrir hönd Skeggjastaðarhrepps í Norður- Múlasýslu bæri að greiða verktakafyr- irtæki Ellerts Skúlasonar 5 miljónir í skaðabætur vegna rangra útbcðs- gagna við gerð grjótfyllingar við hafnarmannvirki á Bakkafirði. „Maður gat alltaf átt von á því að svona færi þegar tveir deila en kannski ekki að þetta yrði svona há upphæð“, sagði Aðal- steinn Júlíusson vita- og hafnarmálastjóri á samtali við Þjóðviljann. Hann sagðist ekki vilja meina að útboðs- gögn stofnunarinnar hefðu verið röng varð- andi þessar framkvæmdir. „Ef eitthvað er þá var þetta betur undirbúið núna en oft áður. Við höfðum gert þarna reynslu- sprengingu sem sýndi betri árangur en verk- takanum hefur tekist að ná.Það hefur kom- ið greinilega í ljós að verktakinn hafði ekki góð tök á þessu til að byrja með“, sagði Aðalsteinn. Framkvæmdir við grjótvarnargarðinn á Bakkafirði sem á að vera 200 m langur hef- ur dregist mikið vegna deilna verktakans við vita- og hafnarmálastofnun sem sá um framkvæmdahlið mála fyrir hönd verk- kaupans, Skeggjastaðahrepps. Grjótfyll- ingin átti að hefjast snemma sl. sumar og ljúka um áramótin sl. Famkvæmdir hófust ekki fyrr en er leið á haustið og á enn eftir að bæta þó nokkru við garðinn. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 12 miljónir en eins og áður sagði hafa verktakanum verið dæmdar 5 miljónir í skaðabætur. Aðspurður sagði vita- og hafnarmála- stjóri að það væri ekki stofnunarinnar að greiða þessar skaðabætur. Eignaraðilinn væri Skeggjastaðahreppur en ljóst væri að ríkið myndi greiða mestan partinn af þess- ari upphæð. Það er óvíst hvað verður um framhald framkvæmda á Bakkafirði. Við höfum hvorki stoppað verktakann né gengið frá f/ekari framkvæmdum ennþá en það er heilmikið eftir“. í gerðardómi Verkfræðingafélagsins áttu sæti þeir Hannes J. Valdimarsson verk- fræðingur hjá Reykjavíkurhöfn, Jónas Frí- mannsson verkfræðingur hjá ístak og Gaukur Jörundsson lagaprófessor sem var dómsforseti. -Ig- Bogi GK 24 strand- aði í Grindavík Náðist út í gær „Þetta var ekkert annað en óhapp því það þarf afskaplega lítið til að skip lendi utan renn- unnar í innsiglingunni í Grinda- víkurhöfn“, sagði Garðar Magnússon útgerðarmaður Boða GK 24 sem strandaði í höfninni þar í fyrrinótt. Skipið náðist út um 3 leytið í gær. „ Við siglum skipinu til Njarð- víkur þar sem það verður skoðað en eina sem við vitum um að hafi skemmst er sitthvað í brúnni", sagði Garðar enn- fremur. Dráttarbáturinn Goði náði skipinu á flot. Áhöfn þess var allan tímann um borð og sakaði engan við óhappið. Lögmenn vara við söluskattinum: Bitnar á þeim er síst skyldi Lögmannafélag íslands bend- ir á að fyrirhuguð söluskatts- innheimta af lögmannaþjónustu bitni fyrst og frenist á því fólki sem síst hefur bolmagn tij að bera aukna skatta. í ályktun fundar í Lög- mannafélaginu sem haldinn var í gær segir að viðskiptavinir lög- manna séu m.a. þeir sem ekki geti staðið í skilum við greiðslur fjárkrafna, erfingar látinna, slasað fólk og fólk sem er að skipta búi eftir hjónaskilnað. Þetta yrðu að stórum hluta skattgreiðendurnir ef tillögur ríkissjórnarinnar yrðu að lögum. Lögmannafélagið sendi al- þingismönnum þessa ályktun sína í gær áður en fundir hófust hjá þeim um fjárlagagat rt'kis- stjórnarinnar. -V. Stefán Ásmundsson, KatrínEyjólfsdóttirogGyðaÁsmundsdóttirvirðafyrirsérteikningarbarnafráEISalvador f bókasafni Norræna hússins. Mynd-ATLI Teikningarnar eru allar um stríðið sögðu krakkar sem voru á sýningu á teikningum barna frá El Salvador sem opnuð var íNorrœna húsinu ígœr Sýning á teikningum barna frá El Salvador var opnuð í bókasafni Norræna hússins í gær. Myndirnar eru teiknaðar af börnum sem nú dveljast í flóttamannabúðum í ýms- um löndum Mið-Amcríku. Ljós- myndir fylgja einnig sýningunni þar sem sjá má aðstæður og lifnað- arhætti í búðunum þar sem börnin sem teiknuðu myndirnar dvelja í. Teikningarnar sýna vel hugarheim barna í þessum stríðshrjáða hcimshluta. Við fórum á sýninguna sem Mannréttindasamtök E1 Salvador og Mið-Ameríku fékk hingað til lands. Hittum við nokkur börn sem voru að skoða myndirnar og voru þau sammála um að annað væri að sjá þessar teikningar eftir jafnaldra sína heldur en ljósmyndir og sjón- varpsmyndir af þeim. „Teikningarnar eru allar um stríð. Krakkar hér myndu frekar velja sér annað efni til að teikna eins og t.d. fólk á götu eg dýr. Það gerist svo lítið hjá okkur en í E1 Salvador hafa t.d. verið myrt 27 börn á einum degi“, sagði Stefán Ásmundsson 11 ára. Tvær vinkon- ur 12 ára gamlar töluðu einnig um að hugmyndir að baki þessum teikningum væru ólíkar því sem þær eiga að venjast. „Mér finnst sjást svo vel hvað krakkarnir lifa allt öðruvísi lífi en við. Það er líka svo skrítið að hugsa um það að börnin sem teiknuðu myndirnar gætu bara vel verið dáin núna“, sagði Katrín Eyjólfsdóttir. „Það færir mig nær þessum krökkum að sjá myndir þeirra. Þeim líður örugglega ekki vel fyrst þau teikna svona myndir“, sagði Gyða Ásmundsdóttir. _ip

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.