Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN.Fimmtudagur 26. apríl 1984 Minning 1984 1985 Nýtt happdrættísár með Qölda stórra vínnínga Á meðal vinninga næsta happdrættisárs eru 100 bila- vinningar á 100 þúsund krónur hver og 11 toppvinn- ingar til íbúðakaupa á 500 þúsund krónur hver. Auk þess aðalvinningur ársins, fullgerð vernduð þjón- ustuíbúð að Boðahlein 15, Garðabæ, að söluverðmæti 2,5 milijónir króna, 480 utanlandsferðir á 35 þúsund krónur og fjöldi húsbúnaðarvinninga. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. TV/rinT tt*tj i\/mr"TTT ittvt IvllUI £<K MUvtULnllvl Dregið í 1. flokki 3. maí. 4L, acj 0 30ARA n* s r Happdrættí 84-85 ÚTB0D Stjórn Landshafnar Þorlákshöfn býður hér með út framkvæmdir við byggingu varnar- garðs við Suðurvarargarð í Þorlákshöfn og nefnist verkið „Landauki við Suðurvarar- garð“. Utboðsgögn verða til sýnis hjá Hafnamála- stofnun ríkisins Seljavegi 32 Reykjavíkog hjá hafnarstjóranum Þorlákshöfn og verða þar afhent bjóðendum. Tilboðum skal skilað í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Hafnamálastofnunar ríkisins, Seljavegi 32 Reykjavík eigi síðar en kl.14-00 hinn 30. apríl 1984, og verða tilboðin opnuð þar opinberlega kl. 14.00 sama dag. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Hafnarstjórinn í Þorlákshöfn Innskrift Óskum eftir að ráða starfskraft til innskriftar- starfa. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta nauð- synleg. Vaktavinna. Nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra. Þjóðviijinn sími 81333. Leikfélag Hafnarfjarðar AÐALFUNDUR Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 5. maí kl. 17 í Gúttó. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Einar Ólafur Sveinsson F. 12.12.1899 - D. 18.4.1984 Nú er hann genginn, aldamóta- maðurinn úr Mýrdal, einn þeirra brautryðjenda íslenskra fræða á ís- landi, sem vóru aldir upp við sveitamenningu, þar sem sagnir og bóklestur vóru veigamikill þáttur í hvunndagslífinu og mótuðu við- horf. Efnalitlir foreldrar Einars Ólafs Sveinssonar komu öllum sonum sínum til mennta, og Einar fór til náms í Kaupmannahöfn. Þar veiktist hann af berklum, svo mjög að dauði beið í dyrum. Honum sterkari varð þó lífsþróttur Einars, og með Vilborgu móður sína við hlið, sem hafði komið um haf að sjúkrabeði sonar, hjarnaði hann við. Hann lauk meistaraprófi í nor- rænum málum og bókmenntum frá Hafnarháskóla 1928, og fram undan var löng starfsævi. Meistarans unga biðu embættis- laus ár eftir heimkomuna frá námi, en starfið var margt í fræðunum, og við hlið hans stóð nú og lengi síðar Kristjana kona hans. Hvert ritið rak annað, þeirra á meðal dokt- orsritgerðin um Njálu, og útgáfur texta. Flest var á þetta á þeim tveimur sviðum ísienskra fræða, sem Einar Ólafur lagði mesta rækt við, sviði þjóðfræða og fornbók- mennta. Síðar bættust embættisstörfin við, starf háskólabókavarðar, próf- essors í íslenskum bókmenntum og loks forstöðumanns Handrita- . stofnunar íslands, en í því embætti lagði Einar Ólafur giftudrjúgan grundvöll að starfi nýrrar stofnun- ar og undirbjó af kostgæfni heimkomu handrita frá Dan- mörku. Stofnun Árna Magnús- sonar á ísiandi gaf hann að leiðar- lokum fágætt safn fræðirita. Ættland og átthagar áttu hug Einars Óiafs, og þeim vann hann ævistarf sitt, sem varð ótrúlega mikið, enda var hann eljumaður. Hún Stella frænka er dáin. Þetta er skrítin tilhugsun, því mér hefur alltaf fundist Stella ódauðleg. Jafnvel þegar hinn ógurlegi sjúk- dómur var svo greinilega búinn að taka öll völd í sínar hendur fannst manni hún hljóta að geta sigrast á veikindunum eins og öllu öðru. Sjálfsagt hefur hún gert það, bara flutt um ieið á annað tilverustig. Þegar náinn ástvinur eða vinur fell- ur frá rifjast liðnar samverustundir upp. Alla mína ævi hafa leiðir okk- ar Stellu legið saman. Hún starfaði í 26 ár á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar, ég átti heima þar skamt frá og þar var stutt að fara í heimsókn til hennar enda var það óspart notað. Stella var með afbrigðum gjafmild og greiðvikin. Mörgum sinnum forðaði hún mér frá „jólakettin- um“, saumaði og gaf mér jólakjól- inn og iðulega barnaballskjólinn líka. Það yrði of langt mál að fara að rekja allar hennar velgjörðir í annarra garð, það vita líka þeir sem til hennar þekktu að allt hennar líf gekk út á að hjálpa og gleðja, bæði menn og málleysingja. Hún unni öllu sem gréri, hvort sem það var Hann vaknaði til vinnu fyrir allar aldir, en fékk sér miðdegisblund, þegar tóm gafst, að gömlum sveitasið. Einar Ólafur bar íslenskan þjóð- arsóma fyrir brjósti, og hann bar hróður íslenskrar menningar víða, bæði með ritum sínum, sem sum hver vóru þýdd á erlendar tungur - auk heldur á kínversku - og með fyrirlestrum sem hann var fenginn til að flytja við háskóla um víða veröld. Átthögum sínum, Skaftafells- sýslu og Mýrdal sérstaklega, þar sem Einar mun þó ekki hafa dvalist langdvölum eftir fermingaraldur, sýndi hann ræktarsemi með bók sinni Landnám í Skaftafellsþingi og fleiri ritum. Það reyndi ég líka, af því að leið mín lá stundum austur í Mýrdal á þeim árum sem fundum okkar Einars Ólafs bar oftast sam- rótföst jurt eða gekk laust á jörð- inni. Stella var einlægur friðarsinni og fylgdist vel með slíkum málum, ekki bara hér heima, heldur líka út um allan heim. Þeir sem minna máttu sín í Grikklandi, Chile, Arg- entínu og víðar áttu eldheitan málsvara þar sem hún var. Hún hafði ríka samúð með Pólverjum og öllum sem mannréttindi voru brotin á, enda hafði hún frábæran hæfileika til samhygðar hvort held- ur var í sorg eða gleði, hvort heldur áttu í hlut ungir eða aldnir. Þótt hún væri 35 árum eldri en ég fann ég aldrei fyrir þeim mun. Eg átti því láni að fagna að fara með henni í hennar einu utanlandsferð sem var ógleymanlegt ferðalag til Grikklands. Sú ferð var okkur til mikillar ánægju og oft rifjuðum við upp þær minningar og oft spilaði hún lögin hans Theodorakis sem hún dáði bæði sem mannvin og listamann. Það væri efni í stóra bók að gera lífsmunstri Stellu sæmileg skil svo margar og háleitar voru hugsjónir an, að um þá sveit þótti honum gott að tala, og algengu veðurfari æsk- uslóða, hlýrri úrkomu, kunni hann veðra best; Einar Ólafur setti upp loðhúfu í vetrarfrostum, en gekk endranær einatt berhöfðaður, hvort sem veður var vott eða þurrt. Ekki vil ég ljúka þessum fátæk- legu minningarorðum um Einar Ólaf Sveinsson án þess að geta þeirrar þakkarskuldar sem ég stóð í mestrar við hann; hann spandi mig heim frá Danmörku. Það mun hafa verið í ársbyrjun 1967 að ég var staddur hér heima og Einar Ólafur kallaði mig til sín, þá lítt kunnugan, og færði í tal við mig að ég kæmi til starfa við Handritastofnun. Víst hafði ég nokkurn hug á því, en sá ekki gjörla hvernig það mætti verða, því að tala starfsmanna var bundin í lögum og ekkert rúm autt. Einar gekk þá með mig á fund Gylfa Þ. Gíslasonar og tjáði ráð- herra að hann hefði hug á að fjölga við stofnun sína. Þessu tók menntamálaráðherra vel, og allt gekk eftir, þannig að ég kom til starfa við stofnunina rúmu misseri áður en Einar lét þar af starfi for- stöðumanns. Þægilegur húsbóndi var for- stöðumaður - eða jöfur, eins og menn hans kölluðu hann oft í sinn hóp, - og við fáa var jafn-örvandi að ræða um þau verkefni sem sýsl- að var við hverju sinni. Það var því skemmtun að því, þegar Einar Ólafur leit inn til okkar árin eftir að hann lét af forstöðumannsstarfi og hafði uppi bæði gamanmál og alvöru- í kaffistofunni. Nú þegar hann er horfinn um þessi sumarmálj sé ég hann fyrir mér á hlaðinu í Árnagarði, þar sem hann leiðir meyjuna Ástu Krist- jönu Sveinsdóttur, sonardótturina, trítlandi sér við hlið. Sjálfur gengur hann hægum skrefum, berhöfðað- ur í grasveðrinu. Stefán Karlsson hennar um betri og fegurri heim og engan hefi ég þekkt sem betur hef- ur lifað samkvæmt hugsjón sinni. Víða til þess vott ég fann þótt vendist tíðar hinu, að Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Hún Stella var svo sannarlega gimsteinn í mannsorpinu. Svo kær gimsteinn að orð eru í raun og veru allsendis óþörf og vanmegnug til að bæta þar um. Stella giftist ekki og eignaðist ekki böm, en henni var einkar iagið að umgangast börn, enda hændust þau að og stórum hópi þeirra var hún sem besta móðir. Okkur systkinabörnum sínum var hún sem önnur móðir og varla gæt- um við heiðrað minningu hennar með öðru betur en reyna að lifa í anda hennar og breyta eins og hún. Megi minningin um elskaða frænku milda söknuðinn. Sólveig Minning Guðbjörg (Stella) Stefánsdóttir frá Hvalskeri F.18.10 1922 - D.16.4. 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.