Þjóðviljinn - 26.04.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Qupperneq 7
Fimmtudagur 26. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Herdís Ólafs- dóttir skrifar: Hvernig er háttað atvinnu- lífí á Akranesi? Þannig er oft spurt meðal al- mennings. Er það ekki hrífandi atvinna, með bullandi loðnu- veiðina í allt haust og ágætt fiskirí á vertíð? En því verður að svara, því miður, það er langt í frá. Akranes virðist vera orðið fast atvinnu- leysissvæði. Síðustu tvö ár hefur viðvarandi atvinnuleysi verið hér í bænum. Að vísu mismikið eftir því hvort frystihúsin hafa gengið eða ekki og eftir því hvort bátarn- ir hafa gengið og Hvalveiðistöðin verið í gangi eða ekki. Nú á miðri vertíð er um 60 manns á atvinnuleysisbótum hjá Verkalýðsfélagi Akraness og fleiri eru skráðir atvinnulausir eða nær 70 manns. Á sl. ári voru greiddar bætur hjá Verkalýðsfé- laginu nær 7 milj. kr. Auk þess hafa líka verið greiddar atvinnu- leysisbætur v/annarra stéttarfé- laga í bænum. Þetta er hrikalegt ástand sem Akranes er komið í. Og allt er látið líða um dag og hól og enginn hreyfir athugasemdum. Ekki bæjarstjórn, ekki atvinnumála- nefnd, ekki nýlega kosin 5 manna nefnd sem kosin var til að kanna ástandið og leita nýrra leiða til eflingar atvinnulífsins í bænum. Þó reynt sé að vekja athygli á á- standinu og krefja úrbót er engu sinnt. Hvað er eiginlega að ske? Akranes er með Sementsverk- smiðju ríkisins á staðnum, Grundartanga undir hendinni og Faxaflóamiðin í túnjaðrinum, og þó með bullandi atvinnuleysi ár eftir ár. Stundum skeður það að frystihúsunum er lokað og þá margfaldast atvinnuleysið, en þau eru núna öll í fullum gangi og samt er um 70 manns á atvinnu- leysisskrá. í hvaða ógæfu er þessi bær að sigla? Fjöldi manns hefur lokið bótatímabili sínu 180 dögum á 12 mánuðum og stendur uppi slypp- ur og snauður með háan húshit- unarkostnað og þá gífurlegu raundýrtíð sem geisar í landinu. Vildir þú vera í sporum þessa fólks? Ég held að engan langi til þess. Landslýðurinn hefur lagt í púkk til að greiða niður verðbólguna og venda atvinnuna, að sagt er, en þannig er nú samt á Akranesi. Við bæjarbúar krefjumst þess, að hafist verði handa og spyrnt við fótum, gætt þess að atvinnu- tæki bæjarbúa nýtist til fulls og brotið verði uppá nýjungum. Streyma ekki tugþúsundir lítra af heitu vatni í skurðina og Mið- vogslækinn fyrir innan bæinn, ó- notað og til einskis. Er ekki tilval- ið að hefjast handa um fiskirækt sem mjög hefur verið rædd að undanförnu og nýta heita vatnið til að blanda því í klakstöðvar hér við Akranes. Getum við ekki sem veiðum þennan góða fisk og síld sett upp eitthvað til fullvinnslu í matvæla- iðnaði? Það er krafa til stjórnvalda og bæjarforráðamanna, að láta ekki Akranes verða umyrðalaust að viðvarandi atvinnuleysissvæði. Herdís Ólafsdóttir Herdís Ólafsdóttir er starfsmað- ur Verkalýðsfélagsins á Akranesi og sér þar m.a. um greiðslu at- vinnuleysisbóta. LADAJQjL kynnt á 21 stað dagana 27. - 30. apríl Suður- og Austurland föstudagur 27. apríl v/ Söluskálann Vík kl. 12 - 14 Iaugardagur28. apríl v/ Hótelið á Höfn Hornafirði kl. 10 - 12 Djúpivogur síðdegis Breiðdalsvík síðdegis Stöðvarfjörður síðdegis Fáskrúðsfjörður síðdegis sunnudagur 29. apríl Norðfjörður 10-12 Eskifjörður 14-15 Reyðarfjörður 16-18 mánudagur 30. apríl Seyðisfjörður 10-12 Egilsstaöir 16-20 STssandur Komið, skoðið og reynsluakið hinum frábæra Lada LUX sem þegar nýtur mikilla vinsælda á íslandi. ★ Munið að varahlutaþjónustan okkar er í sérflokki. Ath. LADA var mest seldi bíllinn á fyrsta ársfjórðungi 1984. Verö viö birtingu auglýsingar 213.000,- landbúnaðarvélar hf. Suöurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild sími 31236 Lán 6 mán 107.000,- Þér greiöið 106.600,- Verdlisti yffir Lada-bifreiðar ffyrir handhafa örorkuleyfa: Lada 1200 kr. 106.600 Lada 1200 station kr. 113.600 Lada 1500 station kr. 124.300 Lada 1500 Safir kr. 118.100 Lada 1600 Canada kr. 128.000 Lada Lux kr. 135.400 Lada Sport kr. 216.600 Sífelld þjönusta Bifreiðar & Norðurland föstudagur 27. apríl Blönduós kl. 16 - 20 laugardagur 28. apríl Sauðárkrókur kl. 14 - 16 sunnudagur 29. apríl Akureyri kl. 10 - 16 mánudagur 30. apríl Húsavík kl. 16 - 20 Vesturland laugardagur 28.apríl Borgarnes kl. 13 -15 sunnudagur 29. apríl Búðardalur kl. 10 - 12 Stykkishólmur kl. 15 - 17 mánudagur 30. apríl Grundarfjörður

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.