Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.04.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. aprfl 1984 ^Éóawatikaduti Gamall barnavagn til sölu á kr. 1000,- og burðar- rúm á kr. 500.- Upplýsingar í síma 86921. Yamaha-Country gítar með tösku til sölu. Upplýs- ingar í síma 51087. Til sölu Skoda 120 LS, árgerð 1981. Upplýsingar í síma 34998. Til sölu vegna brottflutnings, plötuspil- ari og magnari af Dual gerð og Tecniksegulband. Upplýsingar í síma 28892. Til sölu Audi 80 S árgerð 1974. Verð 20-30 þús. Upplýsingar í síma 30386. 3ja ára sófasett til sölu á kr. 10.000,- 3ja sæta sófi og 2 stólar. Upplýsingar í síma 39608. Herstöðvaandstæðingar Munið að greiða heimsenda gíróseðla. ísland úr Nató - her- inn burt. Samtök herstöðvaandstæð- inga. Til sölu vegna brottflutnings af landi. Stereó- græjur JBL hátalarar, Ned magnari og spilari, verð kr. 20.000.-, marmaraútskotsborð kr. 3000.-, Korgsíntherseizer kr. 20.000.-, mínútugrill kr. 3500.- og hillusamstæða 2500 kr. Upplýsingar í síma 28549 e.h. Til sölu nýtt fururúm með dýnu. Breidd 1.20. Verð kr. 10.000.- Upplýs- ingar í síma 18052. Til sölu tvöfaldur stálvaskur með blöndunartækjum. Upplýsingar i síma 41157 e.kl. 7 á kvöldin. Til sölu nýtt drengja reiðhjól. Verð kr. 3500.- Upplýsingar í síma 11017 e.kl.. 17.00. Múrari óskar eftir vinnuskiptum við trésmiö. Upplýsingar í sfma 82663 e.kl. 19. Svart/hvítt sjónvarp í nothæfu ástandi ósk- ast, einnig lítil borð, t.d. inn- skotsborð. Upplýsingar í síma 20991. Óska eftir að kaupa skápasamstæðu úr sýrðri eik. Var selt í Nýform. Upplýsingar í síma 44465. Hjálp Er einhver sem vill losna við tví- breiðan svefnsófa (fyrir lítinn pening) má vera slitið áklæði, bara að það sé gott að sofa á honum. Upplýsingar í síma 21348. Piltur á 19. ári óskar eftir sumarvinnu. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 41217. Til sölu lítill frystiskápur, verð kr. 6000. Upplýsingar í síma 40682. Flóamarkaður SDÍ að Hafnarstræti 17, kjallara, selur alls konar vörur á hreinasta gjafverði. Fatnaður, húsgögn, eldhúsáhöld, skraut- munir og bækur eru meðal þeirravara semfást þar-oftast í úrvali! Og þegar þið takið til í skápun- um og geymslunum - þiggjum við með þökkum það sem þið viljið losna við. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14-18. Ykkar stuðningur - okkar hjálp. SAMBAND DÝRAVERNDUN- .ARFÉLAGA ÍSLANDS Mig vantar koju fyrir börnin mín tvö, og reiðhjól fyrir 4ra ára telpu. Hjálpardekk mega fylgja. Upp- lýsingar í síma 71950 e.kl. 18.00. Til sölu notað sófasett. Upplýsingar í síma 78152 e.kl. 18. Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins óskar eftir 30-150 manna tjaldi á sanngjörnu verði. Upplýsing- ar gefur Helgi í síma 19239. Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins. Fallegan 2ja ára kött vantar heimili. Vel vaninn. Upplýsingar í síma 77245. Til sölu stór ískápur og eldhúsborð. Upplýsingar í síma 38230. Kettlingar fást gefins af sérstaklega blíðu, fallegu og loðnu kyni. Sjón er sögu ríkari. Sími 22297. Til sölu Royal kerruvagn dökkbrúnn og þriggja gíra DBS drengjareið- hjól. Uppl. í síma 72727. Gardínurnar minar passa ekki fyrir gluggana í nýja | húsnæðinu. Því eru þær til sölu gegn vægu gjaldi, þær eru allar heldurnýjar. Upplýsingarísíma 16624, eftir kl. 5. Húsnæði 150 m2 undir hljóðlátan og hreinlegan iðnað óskast. Uppl. í símum 82736, 33220 og 21754. Bíll á 15.000 kr. til sölu Citroen Ami8 árg. 1974. Skoð- aður 1984. Uppl. í síma 18368 eða 25241. Til sölu 100 W. Acostick gítarmagnari, verð 14.000 kr. og Yamaha rafmagnsorgel MI verð ca. 11.000 kr. Uppl. í síma 73561 eftir kl. 19. Rúmgóð tveggja herbergja íbúð til leigu frá næstu mánaðamótum, bíl- skýli getur fylgt. Uppl. í síma 71880 eftir kl. 18. Tvö 10 gíta SUPERIA reiðhjól sem ný til sölu. Seljast á hálf- virði. Uppl. í síma 31926. Risherbergi í Hlíðunum til leigu fyrir reglusaman ein- stakling. Salernisaðstaða (ekki bað). Einhverfyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 75270. Stúlka óskast í sveit þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar í síma 96-43902. Vill einhver gefa okkur litla sæta fiska í fiskabúrið okk- ar? Lofum góðri umönnun. Upplýsingar í síma 19600 - 260. Gamaldags barnaleikgrind ferköntuð og barnaþríhjól úr stáli (ekki plasti) óskast. Upp- lýsingar í síma 14402. Vantar notaða eldavél helst með grilli. Upplýsingar í síma 29369. Til sölu sófasett Sófi 230 cm, tveir stólar og teaksófaborð, allt á 3500 kr. Hjónarúm tveggja ára gamalt á 9000 kr. Upplýsingar í síma 32734 eftir kl. 17. Til glöggvunar skal það tekið fram að Flóa- markaðsauglýsingar eru þjón- usta við áskrifendur Þjóðviljans og ókeypis fyrir þá. Aðrir skulu koma með og staðgreiða , auglýsinguna. Fast verð er 150 ' kr. Allar auglýsingar í „Fló“ skulu hafa borist fyrir kl. 15.30 á mánudögum og fimmtudögum. Minning Ásrún Sigurjónsdóttir hj úkrunar kona F.16.7. 1908 - D.13.4. 1984 Við lékum í brekkunni við bœinn okkar fjögur talsins. Eitt af okkur varst þú. Þú - fagnaðir vorinu og röddum þess. Þá kom líka Ijóðið þitt hreint og tœrt - eins og lífið sjálft. Við fögnuðum líka skammdeginu með fönn og ís, en stjörnublikið skein. Og Ijóðið þitt - um fegurð stjarnanna varð til. Tíminn leið. Sorgin kom. Það fækkaði í hópnum systir. - Og enn leið tíminn. Þú kvaddir œskustöðvar og helgaðir líf þitt sjúkum. Enn hefur fœkkað. Nú ert þú farin systir, sem fagnaðir vorinu endur fyrir löngu. Farin - til landsins eilífa þar sem raddir vorsins óma og stjörnublikið skín. Og - systir. Nú sendi ég kveðju mína til þín. Inn í fegurð himinsins. Gísli T. Guðmundsson. í dag er til moldar borin Ásrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarkona. Hún lést 13. aprfl eftir erfiða sjúk- dómslegu. Þá er dauðinn líkn. En hugurinn reikar til baka. Það var vorið 1943 að ég sá Ásrúnu fyrst. Ég var nýtrúlofuð fóstur- bróður hennar og frænda, Gísla T. Guðmundssyni og fórum við í heimsókn til Ásrúnar. Hún kom á móti okkur, björt og heið á svip, og fagnaði okkur innilega og með léttri gamansemi. Við tengdumst fjölskylduböndum en einnig órjúf- anlegum vináttuböndum. Ásrún var fædd 16. júlí 1908. Hún var næstyngsta barn hjónanna Sigurjóns Friðjónssonar, skálds og bónda á Litlu-Laugum í Reykja- dal, og konu hans, Kristínar Jóns- dóttur. Þau eignuðust tólf börn og tóku auk þess fósturson á fyrsta ári, yngstan barnanna, systurson Sig- urjóns. Þetta sýnir hugarþel for- eldra Ásrúnar. Hún ólst upp við félagshyggju, þar sem hjálpsemi og góðvild réð ríkjum. Ásrún stundaði nám í Hér- aðsskólanum á Laugum og útskrif- aðist þaðan 1928. Hún lauk námi úr Húsmæðraskólanum á Laugum 1930 en húkrunarnámi lauk hún 1942. Það var vel ráðið, að Ásrún lærði hjúkrun. Hún virtist hafa köllun til þess starfs. Þetta reyndi ég sjálf þegar ég lá í nokkrar vikur hjá henni á Hvítabandinu, en þar starfaði hún lengst. Hún gat alltaf gefið sér tíma til að reyna að bæta líðanina, bæði líkamlega og and- lega, því hún hafði einstakt lag á að uppörva sjúklinga sína. Hún um- gekkst þá með virðingu og sér- stakri góðvild, blandaðri léttri gamansemi. Enda var hún elskuð og virt af sjúklingum og samstarfs- fólki. Oft hefi ég heyrt fólk minnast þess hversu hún hafi létt þeim jafnvel erfið veikindi. Ásrún hafði næmt fegurðarskyn fyrir hverskonar listum, og náttúr- udýrkandi var hún, unni landinu sínu og óspilltri náttúru þess og tók nærri sér ef illa var gengið um eða framin spellvirki sem særðu móður jörð. En sérstaklega var hún mikill tónlistarunnandi og naut þess inni- lega að fara á góða tónleika. Við vorum saman í Tónlistarfélaginu hin síðari ár. Það var gaman að vera með henni á tónleikum. Jafnvel þegar heilsan var tekin að bila og hún átti bágt með að koma á tónleikana, varð hún gagntekin þegar góðir flytjendur hófu leik sinn. Ásrún átti gott með að setja saman brag, sem oft var þá létt kveðinn og gamansamur, en hún flíkaði þvf ekki. Æskustöðvarnar, Reykjadalur- inn, voru hennar gróðurreitur. Þangað leitaði hugur hennar, og hún fór þangað á hverju sumri og heimsótti ættfólk sitt sem búið hef- ur um sig í þessum fallega reit Litlu-Lauga og nágrennis. Þar hafa risið skólar, enda gaf faðir hennar land undir héraðsskólann og bróðir hennar gaf land undir barna- skólann. Ég og maðurinn minn vorum oft samtímis Ásrúnu á Litlu- Laugum enda voru börn okkar þar í sumardvöl. Þetta eru ógleyman- legar stundir, þar sem saman fór hlýlegt viðmót fólksins og skjólsælt og hlýtt umhverfi með fagra liti heiðanna í baksýn og Kinnarfjöllin í norðri. Ásrún giftist ekki og eignaðist ekki börn. En hún lét sér annt um börn, og öll börnin í fjölskyldunni áttu þar góða frænku, sem skildi þau ótrúlega vel. Þeim þótti því vænt um hana. En nú er ævistarfi Ásrúnar lokið hér á jörð. Ég verð ævinlega þakk- lát fyrir að hafa kynnst henni og fengið að njóta vináttu hennar og hjálpsemi. Blessuð sé minning hennar. Kristín S. Björnsdóttir. ® Matreiðslumenn Jlfe á kaupskípum Allsherjaratkvæöagreiösla um nýgerða kjarasamninga fer fram á skrifstofu FM frá og með 30. apríl til og meö 21. maí n.k. á skrif- stofutíma. Stjórn Félags matreiðslumanna, Óðinsgötu 7. Pípulagningar Tek að mér alla almenna pípulagningavinnu. Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn- ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími 81793. SUMARHUS Sumarhús Félags matreiöslumanna eru hér með auglýst til afnota fyrir félagsmenn F.M. Þeir félagsmenn sem ekki hafa áöur dvalið í húsunum ganga fyrir meö dvöl í sumar. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. maí n.k. Stjórn Félags matreiðslumanna. |p ÚTBOÐ Tilboð óskast í gangstéttasteypu á Sauðár- króki. Útboðsgögn verða afhent gegn 1000 kr. skilatryggingu á bæjarskrifstofunni Sauðár- króki. Bæjarstjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.