Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Friðarhreyfing Pingeyinga SKEYTI FRÁ SHULIZ „Ekkert okkar vill kjarnorkuvopn neins staðar“ segir ísvari utanríkisráðherra Bandaríkjanna við skeyti frá Friðarhreyfingu Pingeyinga Þegar George Shultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna kom hingað til iands 14. mars sl. á leið sinni frá Moskvu, sendi Sveinn Rúnar Hauksson formaður Friðarhreyfingar Þingeyinga honum eftirfarandi skeyti fyrir hönd hreyfingarinnar: „Við viljum vekja athygli yðar á því að íslenska þjóðin kærir sig ekki um kjarnorkuvopn á sínu landi né neinn vígbúnað sem tengist slíkum stríðsrekstri.“ Ráðherrann svaraði skeyti þessu daginn áður og var svar hans eftirfarandi: „Þakka yður skeyti yðar, þar sem þér lýsið skoðun yðar varð- andi kjarnorkuvopn á íslandi. Ekkert okkar vill kjarnorkuvopn neins staðar. Að ná því ánægju- lega takmarki er hins vegar vandamál okkar allra. Bestu kveðjur, George Shultz.“ Sveinn Rúnar sagði í samtali við Þjóðviljann að Friðarsamtök Þingeyinga líti svo á að fyrirhug- aðar ratsjárstöðvar í N- Þingeyjarsýslu séu hluti þess kjarnorkuvígbúnaðar sem ógni nú öllu lífi á jörðinni, og því sé nú mikilvægt að fólk haldi vöku sinni og styrki þá breiðu samstöðu sem skapast hefur gegn þessum stöðv- um. Friðarhreyfing Þingeyinga, „Ekkert okkar vill kjarnorkuvopn neins staðar", sagði Schultz utanríkisráðherra í skeyti til Friðarhreyfingar Þingeyinga. Sveinn Rúnar Hauksson formaður hreyfingarinnar (innfellda myndin): Mikilvægt að fólk haldi vöku sinni. Ljósm.: E.ÓI. sem skipulagt hefur baráttu gegn eru á 3. hundrað. áttusamkomu í tilefni 30. ratsjárstöðvunum, var stofnuð í Þess má geta að Sveinn Rúnar mars næstkomandi laugard. maí í fyrra. Félagar samtakanna Hauksson mun halda ávarp á bar- f Háskólabíói. - óie Suður-Afríka Kommúnista Avaxtakaup fyrir 26 miljónir Islensk stjórnvöld bundin afvopnasölubanni til S-Afríku. Sambandið meðal innflutningsaðila. Þórhallur Ásgeirsson: Ekki þurft að gera neinar ráðstafanir vegna þessara viðskipta Viðskipti íslenskra ávaxta- heildsala voru blómleg við S- Afríku á sl. ári en þá voru keyptir þaðan ávextir og grænmeti fyrir tæpar 26 miljónir króna. Heildarinnflutningur frá S- Þjóðviljinn fékk það staðfest hjá Tryggingaeftirliti ríkisins í gær að tvö tryggingafélög í Reykjavík væru rekin á undan þágu, en svo er það nefnt þegar þau hafa fengið aðvörun, vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Trygg- ingaeftirlitið vildi ekki gefa upp hvaða félög þetta væru, en benti á tryggingamálaráðuneytið. Afríku á sl. ári nam 27 miljónum og 814 þúsund kr. Þá fluttu ís- lenskir framleiðendur út vörur til S-Afríku á liðnu ári fyrir rúmar 4 miljónir kr. Stærsti hluti útflutn- ingsins voru fiskkassar úr plasti Þar var fyrir svörum Jón Ing- imarsson skrifstofustjóri. Hann sagði að ekkert væri til sem héti undanþága, annaðhvort hefðu tryggingafélögin starfsleyfi eða ekki. Hann var þá spurður hvort tvö tryggingafyrirtæki hefðu fengið aðvörun frá ráðuneytinu. „Ég neita að gefa upplýsingar um og aðrar plastvörur fyrir hátt á þriðju miljón, fiskilínur og kaðlar fyrir tæpa miljón og einnig með- alalýsi og kísilgúr. íslensk stjórnvöld hafa staðið að samþykktum Sameinuðu þetta mál utanhúss“, svaraði Jón. Þá var spurt hvort almenning, sem væri með sínar tryggingar hjá þessum tryggingafélögum, varð- aði ekki um málið: „Ég neita að ræða þetta mál við þig og aðra blaðamenn", var svarið sem undirritaður fékk. - S.dór. þjóðanna um viðskiptabann við S-Afríku en það nær eingöngu til vopnasölu. Jafnframt hafa ís- lensk stjórnvöld undanfarin ár unnið ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum að sérstakri áætlun um aðgerðir gegn S- Afríku þar sem m.a. er lagt til að vinna að bindandi samþykkt í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna um takmarkanir á viðskiptum við S-Afríku en engar samþykktir liggja fyrir um bann við al- mennum viðskiptum við stjórn aðskilnaðarsinna og kynþáttakúg- ara í S-Afríku. „Bannið nær eingöngu til vopnaviðskipta og við höfum aldrei þurft að gera neinar ráð- stafanir vegna viðskipta við S- Afríku“, sagði Þórhallur Asgeirs- son ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu í gær. Tómas Karlsson í utanríkisráðu- neytinu sagði að eina bindandi samþykkt Sameinuðu þjóðanna um viðskiptabann á S-Afríku væri vopnasölubannið. Þess má geta að meðal ávaxta- innflytjenda til íslands frá S- Afríku er Samband íslenskra samvinnufélaga, sem flytur sínar vörur inn í gegnum milliliði í Evr- ópu. - lg samtökin lögð niður Á aðalfundi Kommúnistasam- takanna 9. mars sl. var samþykkt með meirihluta atkvæða að leggja samtökin niður. Samtökin voru stofnuð 1980 við sameiningu Eik(ml) og Kommúnistaflokks íslands (ml). Útgáfu málgagns samtakanna Verkalýðsblaðsins var hætt 1983 en á dögunum kom út aukarit af Verkalýðsblaðinu. En á síðustu árum hefur starf á vegum samtak- anna mjög dregist saman, segir í fréttatilkynningu. Um leið og samtökin eru lögð niður var ákveðið að eigur samtakanna skyldu vera stofnfé sjóðs, sem styrkja á pólitíska starfsemi sem telst sósíalísk eða á annan hátt baráttu alþýðu á íslandi til fram- dráttar. Húsavík Til bjargar Kolbeinsey „Víkurblaðið“ skýrir frá því að Jón Sigtryggsson 85 ára gamall bóndi á Syðri Neslöndum í Mý- vatnssveit hafi hringt í bæjarstjórann á Húsavík og boð- ið fram 100 þúsund krónur til handa hlutafélagi sem stofnað yrði til að bjarga skuttogaranum Kolbeinsey á Húsavík, sem er að fara á nauðungaruppboð. Það fylgdi sögunni að Jón hefði sagt að peninganna mætti vitja til sín hvenær sem væri. Bæjarstjórinn á Húsavík sagði í samtali við blaðið að þetta væri eitthvert ánægjulegasta símtal sem hann hefði nokkru sinni átt. Tryggingafélög Tvö tryggingafélög í fjárhagserfiðleikum Jón Ingimarsson skrifstofustjóri tryggingaráðuneytisins: Ég neita að gefa um þetta upplýsingar og neita að rœða málið viðþig Fimmtudagur 28. mars 1985 ÞJÓÐVII JINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.