Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 8
FLÓAMARKAÐURINN Volvo 242L árg. 75 meö upptökuvél, ekinn ca. 75 þús. km., sprautaður í nóvember. Upplýs- ingar eftir kl. 18 í síma 29672 og um helgina. Til sölu þvottavél, notuð 1 ár, kæliskápur án frystis, 82 cm á hæð, gamalt afsýrt furuhjónarúm, má nota sem 2 stök rúm, barnakerra án skerms, ruggu- hestur fylgir ókeypis. Sími 29672 eftir kl. 18 og um helgina. Ódýr húsgögn til sölu Tekk sófaborð á kr. 1000.-, sófi með rúmfatageymslu á kr. 2.500.0. Upp- lýsingar í síma 39307 eftir kl. 20. Rafmagnshellur fyrir 2 potta til sölu. Sími 23089 e. kl. 18. Reglusöm eldri kona óskar eftir íbúð á leigu í Þingholtunum eða gamla austurbænum. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 685032. Pioneer SA 6300 og Marantz 1060 til sölu. Sími 30623. Ösp Höfum kaupendur að sérhæð í nýja miðbænum, 2ja herb. í miðbænum, 3-4ra herb. Háaleiti-Heimum. Vantar allar stærðir eigna á skrá. Opið til 21 á kvöldin. Ösp, fasteignasala Hverfisgötu 50, sími 27980 og 17790. Svefnbekkur til sölu selst mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 20051 eftir kl. 21. Ýmislegt fyrir börn til sölu, t.d. rimlarúm, Hókus pókus stóll, taustóll og gærukerrupoki. Einnig til sölu Necchy saumavél. Upplýsingar í síma 46447. Batik - tauþrykk Námskeið í batik og tauþrykki hefjast í hverri viku. Upplýsingar í síma 44124. Kennari Guðbjörg Jensdóttir. Handþrykkt rúmteppi til sölu. Upplýsingar í síma 44124. Óska eftir 3ja-4ra herb. íbúð til leigu frá 1. júlí. Upplýsingar í síma 18571 e. kl. 17. Óska eftir tveimur notuðum útihurðum, gefins eða á góðu verði. Upplýsingar í síma 92- 1948 Keflavík. Til söiu stór og góður hefilbekkur. Uplýsingar í síma 74950. Flóamarkaður - kökubasar að Klapparstíg 28, 2. hæð, laugard. 30. mars frá kl. 10-18. Foreldra- og styrktarfélag heyrnar- daufra og Esperantofélagið. Lesendur athugið Flóamarkaðurinn er ókeypis þjón- usta fyrir áskrifendur. Aðrir, sem vilja auglýsa, þurfa að skreppa til okkar og borga 200 krónur. Ekki sakar að segja frá kynningaráskrift (2 mánuð- ir) sem kostar 460 kr. Venjuleg mán- aðaráskrift kostar 330 kr. Þríhjól óskast Mig vantar lítið þríhjól, helst Winter, má vera bilað. Upplýsingar í síma 30504. Marantz hljómtækjasamstæða og nýjar barnakojur til sölu; einnig uppþvottavél. Upplýsingar í síma 16289. Pels til sölu á kr. 11 þúsund Upplýsingar í síma 16471. Bíll til sölu Daihatsu Charade árg. 79. Upplýs- ingar í síma 14823, milli kl. 13 og 18 í dag og næstu daga. Skíði og skíðaskór Til sölu skíði (100 cm, 120 cm og 140 cm), einnig skíðaskór nr. 31. Upplýs- ingar í síma 19848 síðdegis á föstud. og laugard. Crown- hljómflutningstæki til sölu. Útvarp, segulband, plötuspil- ari og tveir hátalarar. Allt ný yfirfarið og í topp standi. Verðca. kr. 8.000. Upplýsingarísíma 35884 - Kolbrún. Sendibíll - Atvinna Óska eftir atvinnu í sumar, hef sendi- bíl til umráða. Til greina kemur m.a. útkeyrsla eða sölumennska hvert á land sem er. Föst vinna ekki skilyrði. Geymið auglýsinguna. Upplýsingar í síma 37779 eftir hádegi. Auglýsing um breyttan afgreiðslutíma. Á tímabilinu 1. apríl - 1. október 1985 verður af- greiðslutíminn frá kl. 8.20 - 16.00. Framkvæmdastofnun ríkisins og Þjóðhagsstofnun. Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða hjúkr- unarfræðinga í nokkrar fastar stöður og til sumaraf- leysinga. Upplýsingar um laun og annað sem sjúkrahúsið hefir að bjóða veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. BLAÐBERAR ÓSKAST Grandi Skjól Fossvogur DJOÐV/Um LANDID Þorlákshöfn Góðir gestir og félagsstofnun Eftirfarandi pistill hefur okk- ur borist, með baráttukveðjum frá Þorlákshöfn: Það bar við á öndverðu þessu ári að stofnað var Alþýðubanda- lagsfélag í Þorlákshöfn, nánar til- tekið 24. jan. sl. Þann dag gerðust þau tíðindi, að Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins og Margrét Frímannsdóttir, vara- þingmaður Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi, sóttu Þor- lákshöfn heim. Þau hittu nemendur grunn- skólans að máli, fóru á vinnustaði í þorpinu og spjölluðu við fólk um hvaðeina er að stjórnmálum lýtur. Þau gerðu bæði góðan róm að þessari för sinni og fundu gjörla, ekki síður en annarsstaðar þar sem þingmenn flokksins hafa verið, að fólk hefur ýmislegt til málanna að ieggja, sem ekki er víst að þættu góð vísindi á stjórn- arheimilinu. Það var á fólki að heyra, að því þætti skipting þjóð- arauðsins ekki með öllu sann- gjörn, og skal engan undra. Um kvöldið var Þorkálshafn- arbúum svo boðið á fund með Svavari í félagsheimili staðarins. Fundurinn var vel sóttur, um- ræður að lokinni framsögu for- mannsins með ágætum. Fram komu fjölmargar fyrirspurnir og víða komið við í þjóðmálunum, sem ekki verður tíundað nánar hér. Er mjög var liðið á kvöldið var svo stofnað Alþýðubandalagsfé- lag og nefnist Alþýðubandalagið í Þorlákshöfn og nágrenni. Stofnfélagar voru 17 talsins. Kos- in var 5 manna stjórn en hana skipa: Ása Bjarnadóttir, Elín B. Jónsdóttir, Garðar Guðjónsson, Ósk Gunnarsdóttir og Þóra Sig- urðardóttir. Að vísu hafði áður verið starfandi félag með sama nafni en það hafði ein- hvernveginn lognast út af. En það er ekki nóg að stofna félag. Síðan á stofnfundinum góða hafa verið haldnir allnokkrir félagsfundir, auk þess sem Bjarnfríður Leósdóttir, for- maður Verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins og Margrét Frímannsdóttir komu og ræddu verkalýðs- og kjaramál í Félags- heimilinu 17. febrúar. sl. Þá hef- ur staðið yfir félagsmálanám- skeið á vegum félagsins, undir leiðsögn Margrétar Frímanns- dóttur. Af þessu má vera ljóst, að margt horfir til betri vegar í bar- áttunni og víst er að ekki verður látið staðar numið að svo komnu. -mhg Fiskvinnslusalur Meitilsins í Þorlákshöfn. 100 ára Garðyrkjufélag íslands Eitt elsta félag landsins Garðyrkjufélag íslands á aldarafmæli nú í ár. Verður þess merkisatburðar minnst með afmælisfundi á Hótel Sögu á Hvítasunnudag, 26. maí n.k., (afmælisdaginn), og hefst hann kl. 3. Félagið mun gefa út glæsi- legan minnispening vegna afmæl- isins og Póst- og símamálastjórnin mun minnast þess með útgáfu frí- merkis í júní. Nýlega var haldinn aðalfundur félagsins. Starfsemi þess á liðnu ári var mjög öflug, eins og oftast áður. Margir fræðslufundir voru haldnir, þar sem fjallað var um ýmsa þætti garðyrkjunnar. Fé- Fataframleiðslufyrirtækið Henson h.f. opnaði um síðustu helgi nýtt verksmiðjuhúsnæði á Akranesi og er þetta þriðja verk- smiðjan sem Henson h.f. tekur í notkun. Aðal húsnæðið er að Skipholti 37 í Reykjavík en árið 1983 opnaði fyrirtækið verk- smiðjuhús á Selfossi. Þegar hafa 20 starfsmenn verið lagið annaðist innkaup á vor- og haustlaukum fyrir félagsmenn og verði mjög stillt í hóf. Það hefur og til sölu ýmsar garðyrkjubækur og smávörur varðandi garðyrkju. Árgjald til félagsins er 500 kr. I því felst myndarlegt ársrit, Garð- yrkjuritið. Þá er félagsmönnum sent upplýsinga- og fréttabréfið Garðurinn. Félagsmenn hafa stofnað til fræskipta en margir áhugamenn safna fræi í görðum sínum og leggja í sameiginlegan sjóð, sem aðrir félagsmenn geta notið góðs af, og pantað sér fræ af listanum ,enþarerúraðvelja 800 tegundum. Félagsmenn hafa ár- legan garðaskoðunardag þar sem fastráðnir til verksmiðjunnar á Akranesi og verður Sigurður Lárusson forstöðumaður hennar. Verkstjóri verður Björg Hraunfjörð. Hjá Henson h.f. starfa nú um 100 manns, en fyrir- tækið hóf starfsemi sína árið 1969. Forstjóri og aðal eigandi þess er Halldór Einarsson frægur knattspyrnumaður á árum áður. -S.dór. nokkrir garðar eru opnaðir fé- lagsmönnum. Félagar í Garðyrkjufélagi ís- lands eru nú hátt á 6. þús. og hefur fjölgað ört undanfarin ár. Sjálfstæðar deildir eru víðsvegar um landið og starfsemi þeirra blómleg. Garðyrkjufélagið er nú eitt elsta félag landsins. Markmið þess hefur frá upphafi verið að glæða áhuga íslendinga á garð- yrkju, bæði matjurta- og skrúð- garðarækt. -mhg Stéttarsambandið Aukafundur 2. apríl n.k. Stéttarsamband bænda hefur nú boðað til aukafundar þann 2. aprfl n.k. Verður hann í Atthag- asal Hótel Sögu og hefst kl. 9.00. Á fundinum verður m.a. rætt um hina alvarlegu fjárhagsstöðu bænda, lánamál landbúnaðarins, frumvörp til laga um Búnaðar- málasjóð og virðisaukaskatt og endurskoðun laga um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins en þess er vænst, að samningu þess frumvarps fari nú senn að ljúka. -mhg. Akranes Ný fataverksmiðja 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.