Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 9
MENNING Fornbók- mennta saga Út er komin hjá Forlaginu ný bók eftir Heimi Pálsson, Frá- sagnarlist fyrri alda, íslensk bók- menntasaga frá landsnámsöld til siðskipta. Bókmenntasaga þessi er einkum ætluð til kennslu á framhaldsskólastigi en hentar jafnframt öllum þeim sem fýsir í læsilegan fróðleik um íslenskar fornbókmenntir. Frásagnarlist fyrri alda skiptist í þrjá meginkafla. f þeim fyrsta er fjallað um skeið óskráðra bók- mennta: eddukvæði og drótt- kvæði. Annar kaflinn og sá ýtar- legasti fjallar um sagnaritun mið- alda. Þar er gerð grein fyrir öllum greinum lausamálsbókmennta á tímabilinu 1100-1350, fjallað um hugmyndaheim sagnanna sem og listræn einkenni þeirra og rætt um það samfélag sem skóp þær. Þriðji og síðasti kaflinn fjallar svo um blómaskeið rímna og sagna- dansa. Frásagnarlist fyrri alda er 191 bls. Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. ARGUS<€> , SYNING A HUGBUNAÐI FYRIR Stjórn Rithöfundasambandsins ólyktar um tillögu íhaldsþingmanna um að leggja íslensk verk fram ö íslensku til bókmenntaverðlauna Norðurlandaröðs Stjórn Rithöfundasambands íslands hefur gert eftirfarandi á- lyktun I tilefni af tillöguflutningi Halldórs Blöndal, Árna Johnsen og félaga þess efnis að íslendingar leggi hér eftir fram á íslensku þau bókmenntaverk sem keppa eiga um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Þessi tillaga liggur nú fyrir alþingi en Árni mælti fyrir henni á þingi Norðurlandaráðs á dögunum eins og frægt er orðið. „Stjórn Rithöfundasambands íslands álítur tillögu þessa van- hugsaða. I fyrsta lagi er þess að geta að íslendingar hafa jafnan lagt verk sín fram á íslensku þannig að hug- mynd flutningsmanna hlýtur að vera sú að lagður verði niður sá háttur að láta jafnframt fylgja þýðingu á viðkomandi verki, dómnefndarmönnum til glöggv- unar sem ekki kunna á íslensku skil. Með því móti yrðu hinar þjóðirnar að einskorða val sitt til dómnefndar við þá menn sem eru fluglæsir á íslensku. I öðru lagi eru ekki til nein frambærileg rök fyrir því að öðlist höfundar, sem skrifa á íslensku, þennan rétt hljóti hið sama ekki að gilda um allar aðrar þjóðtung- ur á þessu menningarsvæði. Geta menn svo gert sér í hugarlund hvernig muni ganga að skipa dómnefndir mönnum sem eru jafnvígir á íslensku, finnsku, grænlensku, færeysku og sam- ísku, auk skandinavísku mál- anna. Auðvitað væri æskilegt að verk á íslenska tungu gæti staðið jafnfætis bókum á sænsku, dönsku og norsku fyrir dómnefnd- inni. Það er ljóst að í flestum þýðingum glatast eitthvað af gæðum hins upprunalega texta. Hvað varðar bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs stöndum við íslendingar hinsvegar í raun- inni einungis frammi fyrir vali milli þess að sætta okkur við það forskot sem danskir, sænskir og norskir höfundar óneitanlega hafa, eða á hinn bóginn hreinlega hætta þátttöku í samkeppninni. Að halda til streitu kröfunni um að verk skuli eingöngu lögð fram á hinni upphaflegu tungu getur ekki leitt til annars en að verðlaunaveitingunni verður hætt, hún verður óframkvæman- leg. Þarmeð munu íslenskir höf- undar endanlega hafa glatað möguleikanum á að hljóta þessi verðlaun. Núverandi fram- kvæmd þessarar verðlauna- veitingar hefur einnig haft þann kost að á hverju ári hafa verið þýddar tvær nýjar íslenskar bækur höfundunum að kostnað- arlausu og án þess að þeir hafi fyrirfram gert samning um útgáfu þeirra við erlenda forleggjara, en sá kostur mun að sjálfsögðu glat- ast nái hugmyndir flutnings- manna fram að ganga. Stjórn Rithöfundasambands íslands.“ Hljómsveitin Centaur heldur tónleika í Safarí í kvöld, ver Ellertsson (að vísu í líki brúðu á myndinni), Guðmundur fimmtudag, og standa þeir frá 10-0.30. Miðaverð er 200 kr. Gunnlaugsson, Pálmi Sigurhjartarson og Jón Óskar Gísla- Hljómsveitina skipa frá vinstri: Sigurður Sigurðsson, Hlöð-1 son Vanhugsuð tillaga IBMPC TÖLVUR 28.-30. MARS Fimmtudaginn 28., föstudaginn 29. og laugardaginn 30. mars n.k. sýna 15 fyrirtæki hugbúnað fyrir IBM PC tölvurnar. Á annað hundr- að mismunandi forrit eru á sýning- unni sem henta bæði einstakling- um með minni rekstur, fyrirtækj- um, skólum og stofnunum. Hér gefst tækifæri til að kynnast á ein- um stað þeim fjölbreytta hugbún- aði sem til er íyrir IBM PC tölvurn- ar. Þeir sem ætla að fylgjast með láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. Sýnendur: FRAMSÝN TÖLVUSKÓLI H.F. GlSLI J. JOHNSEN HJARNI S.F. HUGBÚNAÐUR H.F. IBM Á ISLANDI ÍSLENSK FORRITAÞRÓUN S.F. iSLENSK TÆKI MAREL H.F. RAFREIKNIR H.F. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS TÖLVUFRÆÐSLAN S.F. TÖLVUMIOSTÖÐIN H.F. TÖLVUÞEKKING ÖRTÖLVUTÆKNI H.F. SÝNINGARSTAÐUR: SKAFTAHLÍÐ 24 Opnunartímar: fimmtudag kl. 9—18 föstudag kl. 9—18 laugardag kl. 9—16 Skaftahlið 24,105 Reykjavik. Simi 91-27700.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.