Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Fimleikar Arnór og Hanna Lóa Arnór Diego Hjálmarsson, Ár- manni, og Hanna Lóa Friðjónsdóttir, Gerplu, urðu unglingameistarar 1985 í fimleikum en unglingameistaramót- ið fór fram í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Þá var keppt í eldra flokki, ,rSenior”, og þar stóðu sig best Davíð Ingason, Armanni, sem var íslandsmeistarí í fyrra, og Kristín Gísladóttir, Gerplu, fyrrum íslands- meistari kvenna. Skólamót 406 með Hinu árlega innanhússknatt- spyrnumóti grunnskólanna í Kópa- vogi lauk fyrir skömmu og var það númer 17 í röðinni. Það er haldið á vegum Breiðabliks og skólanefndar Kópavogs. Þátttakendur voru 406, helmingur stúlkur og helmingur drengir. Gunnsteinn Sigurðsson, Haraldur Erlendsson og Valdimar Kr. Valdimarsson sáu um mótið. Þessir skólar unnu til verðlauna: 3. bekkur stúlkur: 1. Kópavogs- skóli. 2. Snælandsskóli. 3. bekkur drengir: 1. Hjallaskóli. 2. Digranes- skóli. 4. bekkur stúlkur: 1. Kópa- vogsskóli. 2. Snælandsskóli. 4. bekk- ur drengir: 1. Kársnesskóli. 2. Digra- nesskóli. 5. bekkur stúlkur: 1. Kópa- vogsskóli. 2. Snælandsskóli. 5. bekkur drengir: 1. Digranesskóli. 2. Snælandsskóli. 6. bekkur stúlkur: 1. Digranesskóli. 2. Kársnesskóli. 6. bekkur drengir: 1. Kársnesskóli. 2. Digranesskóli. 7. bekkur stúlkur: 1. Þinghólsskóli. 2. Digranesskóli. 7. bekkur drengir: 1. Þinghólsskóli. 2. Digranesskóli. 8. bekkur stúlkur: 1. Digranesskóli. 2. Þinghólsskóli. 8. bekkur drengir: 1. Þinghólsskóli. 2. Digranesskóli. 9. bekkur stúlkur: 1. Þinghólsskóli. 2. Digranesskóli. 9. bekkur drengir: 1. Þinghólsskóli. 2. Digranesskóli. Verðlaunaafhending fer fram í Þinghólsskóla miðvikudaginn 17. apríl kl. 17. Sigurvegarar fá allir mynd af liðinu til minningar ásamt bikar fyrir skólann. Þeir sem lentu í öðru sæti fá verðlaunaskjal fyrir skólann sem á verða rituð nöfn þeirra sem skipuðu liðið. íþróttakennarar Félagið 50 ára íþróttakennarafélag íslands heldur uppá 50 ára afmæli sitt á þessu ári og af því tilefni ætla íþróttakennarar að berast mikið á nú um helgina. Þeir hittast í húsi BSRB, Grettis- götu 89, á morgun, föstudag, kl. 16. Þar verður fyrst glæsilegt afmæliskaffi en síðan verður fundað um ýmis mál- efni. Á laugardagsmorgun verður haldið námskeið í badminton í íþróttahúsi Kársnesskóla í Kópavogi og eftir hádegi verður leikið blak á sama stað. Kvöldhátíð íþróttakennarafélagsins verður síðan haldin um kvöldið í húsi rúg- brauðsgerðarinnar í Borgartúni 6. Jón Sigurðsson skorar körfu fyrir KR og Einar Bollason, lengst til hægri, fylgist með. Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum árum er þeir léku saman með KR. í kvöld verða þeir andstæðingar, Jón þjálfar KR en Einar þjálfar Hauka. „Hvorugur getur tapað", segir Einar, „Jón er Hafnfirðingur og óg er KR-ingur!“ Úrslitaleikur Tvö fram- tiöarliö Haukar og KR í úrslitum í Höllinni kl. 21 í kvöld Úrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ fara fram í Laugardalshöll- inni í kvöld. Kl. 19 leika ÍS og ÍR til úrslita í kvennaflokki en kl. 21 mætast svo Haukar og KR T úrslitaleik í karlaflokki. Haukar höfnuðu í öðru sæti á nýloknu íslandsmóti eftir hörku- leiki gegn Njarðvík en KR lenti í fjórða sæti. Bæði lið eiga á að skipa mörgum ungum leikmönnum, meðalaldur beggja er um 20 ár, aðeins hærri hjá Haukunum. KR-ingar eru með 7 menn af 10 úr 2. flokki en hjá Haukunum eru fjórir 2. flokksleikmenn. „Þetta verður án efa skemmtilegur leikur“, sagði Einar Bolla- son, þjálfari Hauka og fyrrum KR-ingur. „Það er skemmtilegt að einmitt þessi tvö lið skuli leika til úrslita í ár - ég hef þá trú að það líði ekki mörg ár þar til baráttan um æðstu titla í íslenskum körfuknattleik standi eingöngu á milli Hauka og KR. Þetta er tvö ung framtíðarlið.“ „Haukarnir eru með gríðarlega skemmtilegt lið“, sagði Jón Sigurðsson, þjálfari KR og Hafnfirðingur. „Ég hélt með þeim í baráttunni við Njarðvík, en nú er þetta orðið ágætt hjá þeim, nú er komið að okkur!“ KR hefur 10 sinnum orðið bikarmeistari frá 1966 og er núver- andi handhafi bikarsins, vann Val á frækilegan hátt í úrslita- leiknum í fyrra. Haukarnir eru enn án metorða í íslandsmóti og bikarkeppni en eins og framfarirnar hafa verið hjá þeim virðist aðeins tímaspursmál hvenær fyrsti bikarinn komist í höfn. -VS Heimsmeistarakeppnin Rush galopn- aði 7. riðil! Skoraði sigurmark Wales á Hampden Ian Rush hefur gefið Walesbú- um nýja von um að komast til Mexíkó - hann skoraði sigur- mark Wales í óvæntum sigri á Skotum á Hampden Park í Glas- gow, 0-1, í undankeppni HM í 32. tap Luxemburgara í röð. Fjórir vináttulandsleikir fóru fram í gær- kvöldi og urðu úrslit þessi: Spánn-ír- land 0-0, Sovétríkin-Austurríki 2-0, Rúmenía-Pólland 0-0 og Sivss-Tékkóslóvakía 2-0. _ ys. knattspyrnu. Urslitin galopna 7. riðil, Skotar, Spánverjar og Wal- esbúar hafa 4 stig hvert en Island 2 stig. Skotland og Walcs hafa leikið 4 leiki, Spánn og ísland þrjá. Skotar ollu miklum vonbrigð- um og þegar sigurmarkið frá Rush kom mínútu fyrir leikhlé mátti heyra saumnál detta meðal hinna 62 þúsund áhorfenda á Hampden. Þetta var fyrsti sigur Wales í Skotlandi í 34 ár. V.Þjóðverjar burstuðu Mötlu 6-0, 5-0 í hálfleik, í 2. riðli. Uwe Rahn 2, Karl-Heinz Rummenigge 2, Felix Magath og Pierre Littbarski skoruðu mörkin. Belgar tóku forystu í hinum jafna 1. riðli með því að vinna Grikki 2-0 í Brussel. Mörkin gerðu Verc- auteren og Scifo. Júgóslavía vann Luxemburg 5-0 í 4. riðli og var þetta England Wilkinson til Everton Everton, efsta liðið í 1. deild ensku knattspyrnunnar, keypti í gær markaskorarann Paul Wilk- inson frá Grimsby fyrir 250 þús- und pund. Aston Villa sigraði Stoke 2-0 í 1. deild í gærkvöldi. Didier Six og varnarmaður Stoke gerðu mörk- in. Wimbledon vann Shrewsbury 4-1 í 2. deild. - E.Ól./VS. Blak Þróttur bikarmeistari Þróttarar urðu bikarmeistarar karla í blaki eina ferðina enn þeg- ar þeir sigruðu ÍS 3-0 í úrslitaleik í Digranesi í gærkvöldi. Þróttur vann fyrstu hrinu 15-8, aðra 17- 15 og þriðju 16-14. ÍS var lengi yfír í tveimur síðari hrinunum og var komið í 13-6 í þeirri síðustu. Á eftir léku Breiðablik og ÍS til úrslita í bikarkeppni kvenna en leiknum var ekki lokið er blaðið fór í prentun. - VS. Öldungamót Valbjöm óstöövandi Hann og Ólafur á HM í Róm Valbjörn Þorláksson, KR- ingurinn gamalkunni, var óstöðv- andi á öldungameistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið var í fyrsta skipti um sl. helgi. Hann vann í öllum greinum í flokki 50-54 ára - var nálægt eigin heimsmcti í 50 m grinda- hlaupi (7,6 sek) og hljóp á 7,8 sek, hljóp 50 metra á 6,5 sek, stökk 5,64 m í langstökki, kastaði kúlu 11,41 m og stökk 1,65 m í há- stökki. Marteinn Guðjónsson, ÍR, sigraði í báðum greinum í flokki 60-64 ára, hljóp 50 m á 8,4 sek og kastaði kúlu 10,58 m. í flokki 45-49 ára sigraði Björn Jóhansson, UMFK, í langstökki, stökk 4,63 m, og í 50 m hlaupi á 7,5 sek. Ólafur Unnsteinsson, HSK, kastaði kúlu 11,60 m og Jón H. Magnússon, ÍR, stökk 1,35 m í hástökki. I flokki 35-39 ára sigraði Trausti Sveinbjörnsson, Aftur- eldingu, í langstökki með 4,63 m og í 50 m hlaupi á 7,5 sek. Jón M. ívarsson, HSK, sigraði í kúlu- varpi með 9,48 m og hástökki með 1,55 m og Ólafur Guð- mundsson, KR, sigraði í lang- stökki, stökk 5,66 m. Þeir Valbjörn og Ólafur Unn- steinsson búa sig nú undir heims- meistaramót öldunga sem haldið verður f Róm í surnar, 22.-30. júní. -VS Reykjavíkurmótið Sá fyrsti í kvöld Knattspyrna Fimmtán fara til Kuwait Priðja boðsferð landsliðsins til Arabalanda. Annarleikurá mánudag? Enginn atvinnumaður íferðinni. Guðni stjórnar. íslenska landsliðið í knatt- spyrnu, skipað ieikmönnum úr ís- lenskum liðum, heldur í dag áleiðis til Kuwait þar sem leikinn verður landsleikur á sunnudag. Kuwaitbúar buðu liðinu í þessa ferð með stuttum fyrirvara en ís- lenskt landslið hefur tvívegis áður farið í svipaða ferð. í mars 1982 til Kuwait og þá varð markalaust jafntefli, og Island vann síðan 2-1 sigur í Saudi-Arabíu í september sl. Fimmtán leikmenn hafa verið valdir til fararinnar og eru þeir eftirtaldir: Markverðir: Friðrik Friðriksson, Fram Stefán Jóhannsson, KR Varnarmenn: Porgrímur Þráinsson, Val Sævar Jónsson, Val Guðni Bergsson, Val Kristján Jónsson Þrótti Árni Sveinsson, IA Tengiliðir: Gunnar Gíslason, KR Guðmundur Þorbjörnsson, Val Njáll Eiðsson, KA Einar Ásbjörn Ólafsson, Víði Ómar Tortason, Fram Framherjar: Guðmundur Steinsson, Fram Halldór Áskelsson, Þór Ragnar Margeirsson, ÍBK Guðni Kjartansson stjórnar liðinu en aðrir sem fara með því utan eru Sigurður Hannesson, Þór Ragnarsson, Sigurjón Sig- urðsson og Þorsteinn Geirharðs- son. Verið er að kanna möguleika á að leika annan leik í ferðinni og þá á mánudag. Þar kemur til greina að leika við Jórdaníumenn en liðið fer frá London um Jór- daníu til Kuwait. Liðið er síðan væntanlegt heim á miðvikudag. -VS KR og ÍR kl. 19 Reykjavíkurmótið í knatt- spyrnu hefst á gervigrasvellinum í Laugardal kl. 19 í kvöld. Það eru KR og ÍR sem mætast í þessum fyrsta leik en ÍR-ingar leika nú í fyrsta skipti í Reykjavíkurmóti meistaraflokks. Liðunum átta er skipt í tvo riðla. KR, Fram, Þróttur og ÍR leika í A-riðli en Fylkir, Valur, Ármann og Víkingur í B-riðli. Tvö efstu lið komast í undanúrslit og síðan verður hreinn úrslita- leikur. Um helgina fara fram tveir leikir, Fylkir og Víkingur leika kl. 14 á laugardag og Fram- Þróttur kl. 20.30 á sunnudags- kvöld. Allir leikir mótsins verða leiknir á gervigrasinu. Fimmtudagur 28. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.