Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 7
Þingeyri V.-ís. Áhugamenn um atvinnumál Félagssvœðið Þingeyri og nágrenni Fyrir nokkru var stofnað Félag áhugamanna um atvinnumál á Þingeyri og nágrenni. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi á þessu svæði. Starfssvæði félags- ins cr Auðkúluhreppur, Þing- eyrarhreppur og Mýrahreppur. Félagið er engum háð og meining félagsmanna, sem eru sjö talsins nú í upphafi, er að láta fyrirfram ákveðnar kennisetningar og for- dóma hafa sem minnst áhrif á starfsemi þess. Þetta áhugamannafélag mun einkum leita til Japana um fyrir- myndir í starfi sínu. Þeir hafa, sem kunnugt er, náð þjóða lengst í þróun atvinnuvega sinna og hef- ur „japanska efnahagsundrið", sem svo er kallað, byggst að veru- legu leyti á því, hversu opnir þeir hafa verið fyrir nýjungum, auk þess sem þeir hafa byggt á forn- um grunni heimilismenningar. Fyrsta verkefni áðurnefnds áhugamannafélags hefur verið að hrinda úr vör nýju fyrirtæki á Þingeyri, sem ber nafnið Leikfangasmiðjan Alda hf. Fjór- ir starfsmenn munu vinna hjá því fyrirtæki í upphafi og mun nánar skýrt frá þessu innan tíðar. Félagið mun athuga í fullri al- vöru hvort ekki er hægt að koma á hagkvæmum heimilisiðnaði á starfssvæðinu, m.a. með því að virkja það hugvit, sem vitað er að býr með fólki á þessu svæði. Það er öllum vitanlegt að hinar dreifðu byggir þurfa á fleiri starfsmöguleikum að halda, ef þær eiga ekki að líða undir lok eða dragast stórlega saman. Það hefur sýnt sig, að ekki þýðir að bíða eftir því lon og don að hið opinbera komi með ný fyrirtæki á silfurbakka út í héruðin. Hér veltur allt á því að heimamenn hafi sjálfir manndóm og frum- kvæði til að bera, enda mun það farsælast. Stjórn F.Á.A. skipa þeir Ólafur V. Þórðarson, Þingeyri og Hallgrímur Sveinsson, Hrafns- eyri. Þeir, sem hefðu hug á að vita nánar um málefni þetta, snúi sér til þeirra. -mhg Olíufélögin Greiði áfram landsútsvar segir bæjarstjóm Njarðvíkur Á fúndi bæjarstjómar Njarðvíkur þann 5. mars sl. var m.a. rætt um þau áform, að fdla niður landsútsvar af olíufékjgunum og atvinnumál á Suðumesjum almennt. Mótmælti bæjarstjómin því harð- lega að leggja niður landsútsvörin og telur „eðlilegt að ríkisvaldið sjái af eigin tekjustofnum til lækkunar gjalda olíufélaganna ffekar en að ráð- ast á tekjustofna sveitarfélaganna, sem svo mjög hafa verið rýrðir á liðn- um árum”. Þá lýsir bæjarstjóm yfir fyllsta stuðningi við alla þá, sem snúið hafa „bökum saman til að standa vörð um atvinnulíf og afkomu almennt á Suðumesjum”. Skorar bæjarstjómin á alþingismenn og aðra, sem hlut eiga að máli, að gera nú þegar ráðstafanir til að draga úr öiyggisleysi um atvinnu fiskvinnslufólks og annarra, sem að sjávarútvegi starfa. Felur bæjarstjóm bæjarráði „að leita enn frekari leiða en nú er gert til styrktar og aukningar atvinnu í byggðaiiaginu”. -mhg Grundarfjörður þremur heimilum og hafa þær „tarnir" lagst á heimilin á mis- mundandi heppilegum tíma. Því er ljóst, að félaginu verður mikill styrkur að því að eignast húsnæði þótt lítið sé. Síðastliðin ár hefur varla verið haldinn sá fundur í félaginu að ekki hafi verið rætt um húsnæðis- vandann. Um árabil hafa starfað nefndir með það hlutverk að finna félaginu húsnæði, en alltaf rákust menn þó á sama vegginn, það er að ekki fannst það hús- næði, sem talið var að félagið gæti fjármagnað kaup á. En er ljóst var að Borgarbraut 1 var föl fyrir kr. 150.000 var ákveðið að láta slag standa og demba sér út í kaupin þótt ekki væri augljóst hvaðan peningar yrðu teknir til þessa og ljóst væri að endurbygg- ingarkostnaður yrði a.m.k. kr. 200 þúsund. Húsið var sem sé keypt og er það bjargföst trú okk- ar, að við munum sigrast á öllum vandamálum sem upp kunna að koma, með sameiginlegu átaki. Allt það fé, sem þegar hefur verið greitt til húskaupanna, er fjárframlög frá einstaklingum. Nú þegar er hafin endurbygging á húsinu og stefnt er að því að taka það í notkun sem fyrst. Ólöf Hildur Alþýðubandalagsfélag Grund- arfjarðar er athafnasamur félags- skapur. Meðal annars gefur það út ágætis blað, er nefnist Birting og nú hefur það staðið í hús- kaupum, aðþví er segir í blaðinu. Við gefum Olöfu Hildi orðið: Alþýðubandalagsfélag Grundarfjarðar hefur fest kaup á húseigninni Borgarbraut 1 og voru samningar um kaupin undir- ritaðir 15. jan. sl. Húsið er mjög illa farið og nauðsynlegt að gera á því verulegar endurbætur en fé- lagið væntir þess að geta nýtt sér húsið undir starfsemi sína. Hús- næðisleysið hefur talsvert háð starfsemi félagsins á undanförn- um árum og er þar bæði átt við hið almenna félagsstarf og útgáfu Birtingar. Félagsstarfið hefur hingað til farið fram á hinum ýmsu stöðum og ekki hefur alltaf verið auðvelt að fá fundarað- stöðu á hentugum tíma. Blaðið hefur verið unnið á Unnið að endurbótum á húsnæðinu. Alþýðubandalagið eignast húsnæði Fimmtudagur 28. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.