Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 2
\iiku skammtur af vindmyllum Þegar ég var krakki eignaðist ég með ein- hverjum hætti myndskreytta bók, danska og fékk á henni hið mesta dálæti. Amma mín var ólöt að endursegja textann yfir á íslensku, svo skoðaði ég myndirnar dægrin löng og rifjaði upp efnisinnihald bókarinnar. Þetta rit fjallaði um einn fræknasta riddara samanlagðra heimsbókmenntanna, sjálfan don Kíkóte sem hafði það öðru fremur til síns ágæt- is, að vera bæði kátlegur og grátlegur í senn. Af öllum þeim ævintýrum sem hinn prúði og hugumstóri don Kíkóte og skjaldsveinn hans Sansjó Pansa lentu í, var mér eitt hugleiknara en önnur, en það var bardagi riddarans við vind- myllurnar. Endalaust gat ég hlegið mig mátt- lausan að óförum þessarar skringilegu hetju sem keyrði drógina Rósinante sporum og lagði til atlögu við vindmyllu í þeirri trú að (Dar færi risi og galt hið mesta afhroð. í sögunni hljóp Sansjó Pansa til og fór að stumra yfir riddaranum, eins- og venjulega. Og amma þýddi fyrir mig: - Þarna lá riddarinn, beinbrotinn, lemstraður og allur úr lagi genginn. Þásagði Sansjó Pansa: - Almáttugur. Var ég ekki búinn að biðja herr- ann að passa sig, kannske væru þetta bara vindmyllur. Og á vindmyllum tekur enginn feil nema sá sem er með eitthvað sem líkist vind- myllum inní hausnum. Svo var það um fermingu að ég hætti að lesa klassík, enda amma mín þá farin að missa á mér tökin og ég meira að segja búinn að semja við hana um að ég þyrfti ekki að fara með faðir- vorið nema einu sinni í viku og þá í hljóði. Og hetjan sem barðist við vindmyllurnar varð mér æ fjarlægari, þartil fyrir fimm árum að sag- an um riddarann frækna rifjaðist upp fyrir mér og til óblandinnar ánægju. Það var semsagt hafinn bardagi við vindmyllu norður í Ballarhafi, nánar tiltekiö í Grímsey. Auðvitað hefði ég ekki veitt þessum vind- myllubardaga neina athygli, hefði mér ekki enn verið svo hugleikin sagan af don Kíkóte. Og ég fylgdist með því í fréttum viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár hvernig reynt var að fá þessa vindmyllu til að snúa skafti, sem lá oní tunnu fulla af vatni sem svo hitnaði við snúninginn af skaftinu. Ég var í raun aldrei nógu klár á því hvernig vatnið gæti hitnað við snúning skaftsins og hélt lengi að utanum skaftið ofaní vatnstunnunni væri ónýt lega, sem glóðhitnaði af því hún væri alltaf að bræða úr sér. Ég hafði jafnvel þróað þessa tálsýn svo langt, að ég hugsaði mér ónýtan krúnntappa, eða sveifarás úr togara ofan í tunnunni og allt á suðupunkti einsog nærri má geta. Og sífellt fannst mér á fréttunum að þessi vindmylla væri að bræða úr sér og ég skildi aldrei hvers vegna hún mátti það ekki, hélt raunar að hún ætti alltaf að vera að bræða úr sér til að halda vatninu heitu. Mikið dauðans flón gat maður nú verið í þá daga. Það var semsagt þartil núna fyrir nokkrum dögum að ég óð í villu og svima um hina undra- verðu vindmyllu í Grímsey, skapara hennar og hönnuði. í sjónvarpinu um daginn var landslýð- ur semsagt leiddur í allan sannleika um þetta fjölmúlavíl með þeim orðum að „hér hefði bók- vitið verið látið í askana". Hugvitið gæfi af sér beinharða peninga. Danir hefðu nefnilega selt vindmyllur til Bandaríkjanna á því herrans ári 1984 fyrir eitthundrað miljónir dollara, vindmyll- ur sem framleiddu jafnmikið eða meira rafmagn en öll orkuver á íslandi. Það gleðilegasta sem kom þó fram í þessum sjónvarpsþætti er það að við íslendingar höfum lengi haft forskot á undan dönum að sögn vind- myllumannsins í sjónvarpinu, eða eins og hann sagði orðrétt: - Ég tel að við höfum ennþá ákveðið for- skot í þessu máli. Annars vegar tel ég að við séum með mun fullkomnari tölvustýringu. Ég held að við höfum veruiegt forskot yfir- leitt í tölvumálum miðað við myllufram- leiðendur erlendis. í öðru lagi förum við mun hærra upp í vindorku. (Tilv. lýkur.) Þá kom fram í máli vindmyllumannsins að íslenska myllan hefði fimmfalda orku á flatar- einingu á við dönsku mylluna. Nú dettur manni auðvitað ekkert annað í hug en það að við ættum að fara að selja fimm sinnum meira af vindmyllum til Ameríku en dan- ir gera og nota okkur forskotið. Láta ekki bara staðar numið þegar búið er að láta bókvitið í askana. En hér er greinilega hængur á, eða eins og vindmyllumaðurinn sagði orðrétt: - Til þess að ná virkilegum árangri, þá verður að vera möguleiki að sækja til dæmis í sjóði þannig að ekki séu veittir peningar bara til þess að reisa, í þessu tilfelli að reisa mylluna, heldur vera undir það búinn að tak- ast á við vandamái sem geta komið upp. (Tilv. lýkur.) Líklega nægir það okkur ekki að fara hærra en allar aðrar þjóðir í vindorkunni og stinga dani af í framleiðslu á háþróuðum tæknivarningi. Svo lengi sem íslendingar einir vita að íslend- ingar eru með bestu vörur í heimi, þá fer bara fyrir okkur einsog hugprúða riddaranum don Kíkóte þegar hann var að berjast við vindmyll- una. Við dettum af baki ofaní forina og endum í skralli. Ekkert viðtal, takk fyrir Töluverð harka hefur verið í kosningabaráttunni hjá Iðju en í dag lýkur kosningu um stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins. Bjarni Jakobsson hefur verið formaður Iðju sl. 10 ár en stjórn og frúnaðar- mannaráð félagsins sam- þykkti samhljóða að styðja hann ekki lengur í formanns- embættiö heldur Guðmund Þ. Jónsson varaformann fél- agsins. Bjarni kom síðan með mótframboð á síðustu stundu. Varaformannsefni stjórnar og trúnaðarmannaráðs er Hildur Kjartansdóttir saumakona, dugandi baráttu- kona sem nýtur vinsælda innan Iðju. Hún hefur ekki set- ið á skoðunum sínum varð- andi dugleysi formanns fé- lagsins og almennu áhuga- leysi hans á hags- munamálum félagsmanna. Eftir að viðtal birtist við Bjarna í Morgunblaðinu fyrir réttri viku síðan þar sem hann bar sig illa og sagði m.a. að verið væri að koma aftan að sér óskaði Hildur eftir því að fá viðtal í blaðið þar sem hún leiðrétti ýmsar rangfærslur hjá Bjarna. Viðtalið var tekið, en eftir að ritstjórar Morgun- blaðsins höfðu komist í pappí- rana var snarlega tekið í taumana. Morgunblaðið gat ekki birt svona viðtal. Ef við- komandi vildi segja eitthvað þá yrði að birta þaö sem grein. Já, það er greinilega ekki sama hver er þegar viðtöl eru annars vegar hjá Moggan- um.l íslenskur leikari á Comédie Francaise Það er sannarlega sjáldgæft aö íslenskir leikarar komist á svið í frönskumælandi löndum, enda tungumálið flestum erfitt sem ekki hafa það að móðurmáli. Ungur ís- lenskur leikari, Þór Tuliníus, hefur þó komist svo langt að verða fyrsti íslendingurinn sem leikur á Comédie Franc- aise í París, en þar leikur hann í „Svölunum" eftir Anouilh. Auk þess hefur hann nýlega verið á námskeiði hjá Sólarl- eikhúsinu í París og stundar nú hlutanám i grímuleik á franska Ríkisleiklistarskól- anum. Þvi má svo bæta við að Þór bjó lengi í Frakklandi og talar því frönskuna reiprennandi. Hann útskrifaðist frá Leik- listarskóla íslands sl. vor og vakti í fyrra mikla athygli í hlut- verki Bokka í Jónsmessunæt- urdraumi Shakespeares hjá LR.B Enginn kemur tii greina Nýlega rann út umsóknar- frestur um stöðu annars af tveimur sparisjóðsstjórum við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Níu sóttu um stöðuna samkvæmt heimildum Þjóðviljans en ekk- ert hefur verið gefið upp um hverjir sóttu. Þó er vitað að 2 heimamenn sóttu um en lekið hefur út að hvorugur þeirra komi til greina. Hitt þykir stjórnarmönnum í sparisjóðnum verra að enginn umsækjenda þykir beint heppilegur í staiiið. Því hefur verið þagað tryggilega um hverjir sóttu og það eina sem almenningur veit fyrir víst er hverjir sóttu ekki um. í þeim hópi eru þeir Árni Grétar Finnsson oddviti sjálfstæðis- manna í Firðinum sem þótti álitlegur en gaf fljótt út þá yfir- lýsingu að það ætti ekki við sig að vinna frá 9-5. Þá hafði nafn Einars I. Halldórssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði borið á góma sem og Sigurðar Þórðarsonar deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu, en þeir voru hvorugir meðal umsækj- enda. Stjórn SPH á erfitt verkefni fyrir höndum segja heimildar- menn. Annaðhvort að gera upp á milli þeirra sem varla koma til greina, eða auglýsa upp á nýtt.B _________________ Mislukkuð æfing Frammistaða Þorsteins Pálssonar í sjónvarpinu vakti mikla athygli á dögunum, þar- sem hann stóð sig hálfu lak- legar en nokkur átti von á. Undrun sérfræðinganna varð þeim mun meiri, þarsem frétt- ist að Þorsteinn hefði fengið sérstaka þjálfun hjá þekktri auglýsingastofu hér í borginni fyrir þáttinn. Þorsteinn er sagður hafa fengið lands- fræga spyrla Jón Hákon Magnússon (aðstoðarfor- stjóra Hafskips), einhvern óþekktan bankaráðsmann í Útvegsbankanum, Árna Johnsen sjálfan og Eggert Haukdal alþingismann til að spyrja sig í þessum æfinga- tíma. Frammistaða Þorsteins þótti bera lærifeðrunum vitni.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.