Þjóðviljinn - 16.02.1986, Page 17

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Page 17
Launaþróun Konur með 20 sinnum minna launaskrið Launaskrið var 0,2 prósent hjó konum milli 1984og 1985 en 4 prósent hjó körlum. Kjaraskerðingu er svarað með lengingu vinnudags. Mikill munur ó meðallaunum. Launaskrið hjá konum innan ASÍ varð tuttugu sinnum minna en hjá körlum, sam- kvæmt útreikningum sem starfsfólk kjararannsóknar- nefndar vann sérstaklega fyrir Þjóðviljann. Launaskriðið, eða hækkun umfram áætlaða taxtahækkun, varð þannig ekki nema 0,2 prósent hjá konum en hins vegar fjögur prósent hjá körlunum, milli 3. ársfjórðungs áranna 1984 og 1985. Vinnutími hefur á þessu tíma- bili aukist hjá sumurn starfshóp- um innan ASÍ, og var þó víða ærinn fyrir. Samkvæmt upplýs- ingum úr könnun sem kjararann- sóknanefnd framkvæmdi, og birtar eru í síðasta fréttabréfi nefndarinnar, þá hefur vinnudag- ur lengst langmest hjá konum sem unnu við afgreiðslustörf. Að meðaltali unnu þær röskum tveimur tímum lengur á viku á þriðja ársfjórðungi 1985, en á sama tíma árið áður. Á ársgrund- velli jafngildir þetta nálega 110 klukkustundum. Pessar konur vinna því nærfellt þremur venju- legum vinnuvikum lengur á ári en áður. Þetta er einkar fróðlegt með tilliti til þess, að það eru einmitt þessar sömu konur, afgreiðslu- konur, sem náðu minnstri hækk- un fram á ofangreindu tímabili. Pannig virðist því sem fólk, ekki síst konur, reyni að bæta sér upp skert kjör, með því að lengja vinnudaginn. Launaskrið Samkvæmt upplýsingum frétt- abréfsins varð launaskrið að meðaltali 2,7 prósent yfir tímann. En meðaltöl eru hættuleg, og segja sjaldan alla söguna. Það sést best á því, að einsog greint er frá að ofan, þá varð launaskrið kvenna ekki nema 0,2 prósent en launaskrið karla hins vegar 4 prósent (frá þessu er ekki greint sérstaklega í fréttabréfinu, held- ur var þetta unnið sérstaklega fyrir Þjóðviljann). Langmest varð launaskriðið hjá iðnaðarmönnum, eða 5,6 prósent. Karlar, sem unnu við skrifstofustörf náðu líka dágóðu launaskriði, eða 5,4. Það er hins vegar athyglisvert, að launaskrið verður alls ekki hjá fólki sem starfar við afgreiðslu. Hækkunin, sem verður á launum þessa fólks er þannig allnokkuð undir áætlaðri taxtahækkun á tímabilinu. Eins og endranær eru það konurnar sem fara ver út, því þær eru 3,1 prósent undir áætl- aðri taxtahækkun og karlarnir eru svo 2,3 prósenti undir. Hjá verkamönnum varð launaskriðið 2,9 prósent, en verkakonur ná engu launaskriði, heldur voru þær um 0,3 prósent undir áætlaðri taxtahækkun. Kynjamunur Konurnar koma alls staðar ver út en karlarnir, og virðast því samkvæmt könnuninni sífellt vera að dragast aftur úr. Þar sem launaskrið verður yfir línuna, eins og hjá fólki við skrifstofu- störf, þar ná konurnar mun minna skriði en karlar. Konur við skrifstofustörf eru þannig með 2,7 prósent launaskrið en karl- arnir hins vegar 5,4 prósent skrið. Munur á meðallaunum karla og kvenna er jafnframt mikill eins og sést vel ef horft er á hreint tímakaup kynjanna. Hjá verka- mönnum er það þannig 129.72 krónur en hjá verkakonum 111,33. Hjá körlum við af- greiðslustörf er það 153.60 en hjá konunum ekki nema 117,37 krónur. Stærst er bilið í krónum talið hjá skrifstofufólki. Þar hafa konurnar 167,17 krónur í hreint tímakaup en karlarnir 225.90 kr. (Hreint tímakaup eru laun án orlofs, fyrir dagvinnu að viðbætt- um hvers kyns aukagreiðslum, svo sem yfirborgunum, fæðis-, ferða-, fata- og verkfærapening- um, deild með dagvinnutímum). Hjá körlum sem unnu við skrifstofustörf var launaskriðið 5,6 prósent. Konur sem unnu við afgreiðslu skorti hins vegar 3,1 prósent til þess einungis að ná áætluðum taxtahækkunum. Vinnutími Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs var vinnutími verkamanna að meðaltali 52,2 stundir á viku og hafði ekki aukist frá því árið áður. Verkakonur unnu næstum því 46 tíma á viku, og vinnudag- urinn hafði ekki heldur lengst hjá þeim, frá árinu áður. Það er hins vegar sláandi í upp- lýsingunum í fyrrnefndu frétta- bréfi að svo virðist sem þeir hóp- ar sem verða hvað verst úti í launaþróuninni leggi á sig lengri vinnudag til að auka tekjurnar. Þetta sést ef skoðaðar eru tölur yfir afgreiðslufólkið. Konurnar í greininni skorti 3.1 prósent upp á að ná áætlaðri taxtahækkun. Þær grípa hins vegar til þess ráðs að vinna meira, og unnu á þriðja ársfjórðungi 1985 2,1 klukku- stund lengur á viku, en á þriðja ársfjórðungi 1984. Á ársgrund- velli þýðir þetta að þær leggja á sig næstum því þrjár 40 stunda vinnuvikur aukalega. Karla við afgreiðslustörf skorti 2,3 prósent upp á að ná ætlaðri taxtahækkun, og þeir svara því með að lengja vinnudaginn um 1,4 stundir. Margar fróðlegar upplýsingar er að finna í ofannefndum gögnum kjararannsóknarnefnd- ar. Það, sem virðist þó einna merkilegast er sú staðreynd, að í lok kvennaáratugar virðist sem konur innan vébanda ASÍ vinni síst á hið gamla forskot karlanna einsog sést best á því að þær ná nánast engu launaskriði á meðan karlarnir fá að meðaltali fjögur prósent. Leiðari jafnréttisbaráttuna Herðum Síðasta áratug hafa konur verið í sókn hér á landi, einsog raunar miklu víðar um veröld. En þegar spurt er um raunverulega áfanga verður fátt um svör. Auðvitað hefur ýmsum nauðsynjamálum verið þok- að nokkuð áleiðis. Hitt er þó sönnu nær, að í lok kvennaáratugs virðist sem sorglega lítið hafi náðst fram. Jafnréttisráð gerði könnun, sem gerð var á stöðu og störfum kvenna árið 1976, og nú í lok kvennaára- tugs var gerð sambærileg könnun. Með samanburði á niðurstöðunum má þannig fá í Ijós, hvað hefur raunverulega áunnist yfir kvennaáratuginn. Gleðilegasti votturinn um aukna sókn kvenna er að finna í stóraukinni menntun þeirra, samkvæmt könnununum. Miðað við maka, þá er nú helmingi hærra hlutfall kvenna með háskólapróf eða sambærilega menntun en árið 1976. Og það er raunar sama hvert er litið, menntun kvenna hefur alls staðar aukist. Þátttaka kvenna á vinnumarkaðnum hefur líka stóraukist meðan að kvennaáratugurinn stóð yfir. Hitt er svo óvíst, að hve miklu leyti það stafar af jafnréttisbaráttu, eða efnahagsþróun sem gerir að verkum að nú verða bæði hjón að vinna úti til þess að geta framfleytt sér og börnunum. Þannig er klárt, að þrátt fyrir stóraukna atvinnuþátttöku kvenna, þá er launamunurinn á milli kynjanna enn svipaður og fyrir áratug. Laun kvenna hafa hækkað hlutfallslega mjög lítið eða ekkert. Auknar vinnutekjur þeirra stafa að mestum hluta af auknum vinnutíma. Enn sem fyrr er það líka sorgleg staðreynd, að konur skipa í langflestum starfsgreinum lægstu launaflokkana. Þá skiptir engu, hvort um er að ræða háskólafólk eða fiskverkamenn. Konan stendur alls staðar höllum fæti. Fyrrnefndar kannanir staðfesta ennfremur, að á kvennaáratugnum hafa litlar breytingar orðið á verkaskiptingu innan heimilis. Það er konan sem einsog fyrrum tekur á sig hita og þunga uppeldis- og heimilisstarfanna. Þjóðviljinn varar sérstaklega við hugmyndum sem verið er að vinna að, og lúta að hertum endur- greiðslureglum námslána. Ekkert endurgreiðsluþak, né tillit til tekna og kringumstæðna, á að vera í hinum nýju námslánalögum. Það mun auðvitað þýða, að konur, sem vegna barneigna munu á starfsferli sín- um verða tekjulægri en karlar, munu eiga miklu ver með að greiða niður lánin en karlar. Þannig sýnist sem þeim muni í rauninni gert miklu erfiðara en körlum með að leggja út í langskólanám. Þetta er hrein afturför. Upplýsingarnar um muninn á launaþróun karla og kvenna síðasta árið, sem Þjóðviljinn birtir í dag, eru jafnframt sláandi dæmi um hreina afturför. Frá þriðja ársfjórðungi 1984 til jafnlengdar 1985, nutu karlar í ASÍ tuttugu sinnum meira launaskriðs en konurnar. Karlarnir voru á þessum tíma með 4 prósent launa- skrið, en konurnar með 0,2 prósent. Sömuleiðis kemur fram í Þjóðviljanum í dag, að þær konur sem verst verða úti, þær reyna að svara kjararýrnuninni með því að lengja vinnudaginn. í viðbót við kjararánið leggst þannig vinnuþrælkun ofan á. Þetta sýnir auðvitað, að jafnréttisbaráttuna þarf að herða stórlega. Verkalýðshreyfingin þarf sérstak- lega að gera stórfellt átak í þeim efnum, og vinstri flokkarnir verða að leggja miklu meiri atorku í barátt- una. Oft var þörf en nú er nauðsyn. _ög

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.