Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 19
„Blikurnar" byggja á efnismikilli sögu, en aðalpersónurnar í sjónvarpsþáttunum standa persónum bókarinnar talsvert að baki. „Love Story“ stjarnan Ali McGraw sló ekki í gegn að nýju í þáttunum. Vondur, verri, bestur þrír framhaldsþœttir kvaddir Hjónakornin Sue Ellen og JR í Dallas. „Þrjár grettur og eitt bros eru einu tjáningarmeðul flestra leikaranna", segja banda- rískir gagnrýnendur, en flestir eru þó sammála um að Larry Hagman sé langbesti leikarinn í þáttunum, auk gömlu Hitchcock leikkonunnar Barböru Geddis (sem leikur móðurina). í sjónvarpinu eru um þessar mundir þrírframhaldsþættir að kveðja, síðasti þáttur „Kol- krabbans" var í vikunni, „Dal- las“ kvaddi nýlega og um helgina er næst síðasti þáttur- inn af Blikum á lofti. Tveir þeir síðarnefndu eru bandarískir, en „Kolkrabbinn" ítalskur. Þegar litið er til baka yfir nokkra af þeim evrópsku fram- haldsþáttum sem sýndir hafa ver- ið í vetur, t.d. „Til hinstu hvfldar" frá Bretlandi og „Derrick" frá Þýskalandi, er augljóst að tals- verður gæðamunur er á því sem við sjáum af þessu tagi frá Evr- ópu og Ameríku. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn greinilega for- skotið í gerð alvöru „sápuóperu" eins og t.d. „Löður“, sem var ein- hver alskemmtilegasti gaman- þáttur sem gerður hefur verið fyrir sjónvarp. „Staupasteinn“ er einnig býsna glúrinn, ekki alveg eins geggjaður og „Löður“ en fullur af drepskemmtilegri sjálfs- hæðni. Þættirnir eru teknir upp með áhorfendum eins og „Löður" og gefur það þeim aukið líf, tilsvörin verða skarpari og fyndnari. Við hliðina á því hugljúfa bandaríska melodrama sem síðar verður vikið að, þ.e. „Dallas" og „Blikunum", eru þessir gamanþættir beinlínis stór- kostlegir og öll vinnubrögð frá handriti og uppúr í allt öðrum gæðaflokki. „Þrjár grettur" Um „Dallas“ þarf annars ekki að hafa mörg orð. Þar fer saman ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR lélegt handrit, leikstjórn og leikur. Hins vegar eru þættirnir gerðir eftir pottþéttri formúlu, sem viðheldur spennu áhorfand- ans, einkum ef hann er þreyttur, leiður og sljór. Leikurinn, eink- um hjá kvenfólkinu samanstend- ur af, „þremur grettum og einu brosi“ einsog bandarískur gagnrýnandi orðaði það. „Og engin innistæða fyrir neinu", bætti hann við. Ef til vill væri fljótlegast að koma hér upp sím- svara sem gerði grein fyrir ör- lögum söguhetjanna úr þessu, til FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 1986 Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins Reykjavíkurflugvelli, frá og með 13. mars nk. frá kl. 08.00 til 16.00. Afhending atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundardag. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórn Flugleiða hf. að firra íslenska áhorfendur framhaldinu. „Blikur á lofti“ eru strax mun skárri, leikurinn aðeins betri, en engin sögupersónanna er þó nægilega velleikin til að bera þetta efnismikla verk uppi. Stundum finnst manni þátturinn vera kynning á framlagi Banda- ríkjamanna til heimsstyrjaldar- innar, tölur og dagsetningar eru ótrúlega fyrirferðarmiklar, en þess á milli virðist hér vera fram- hald á ímynd hins hugprúða manns sem allt sér fyrir og ætíð breytir rétt á örlagastundu, en hann hefur löngum verið þaulset- inn í bandarískum kvikmyndum. Leikurinn er ekki eins klisju- kenndur og í Dallas, þar sem að- eins drullusokkarnir megna að vekja áhuga manns, hér reyna menn að vera góðir af einhvers- konar sannfæringu en yfirdrullus- okkurinn Hitler megnar sjaldan að halda athygli áhorfands. ítalskir yfirburðir En séu „Blikurnar" slæmar og „Dallas“ verri, þá bætir „Kol- krabbinn" báða upp og vel það. Sé það stefnana að blanda saman ýmsum þáttum frá mismunandi þjóðlöndum, get ég vel við unað, því mér dugar einn þáttur á borð við „Kolkrabbann" í viku. Þessi þáttur er að vísu hvorki eins dýr og „Blikurnar" né eins vinsæll og „Dallas", en hann hefur þó verið sýndur víða um lönd og nú er ver- ið að vinna að framhaldinu. Hér er á ferðinni efni sem unn- ið er af fagkunnáttu og vand- virkni, án þess að nokkru sinni sé gengið á rétt áhorfandans til að fá hæfilegan skammt af spennu, ást- arlífi og bófahasar. Spurningin er ekki bara um hráefnið, heldur líka hvernig það er matreitt. Grundvallarhugmyndin er mjög Einn helsti leikari Itala, Michele Placido, fór snilldarvel með aðalhlutverkið i „Kolkrabbanum". góð og handritið yfirleitt frábært (þótt þýðingin hafi stundum ver- ið dálítið böggluð). Smáatriði í texta, myndatöku og fáguðum leiknum sögðu manni á áhrifarík- an hátt það sem andlitsgrettur leikaranna í Dallas megna aldrei. Persónurnar eru heilar og marg- ræðar, skúrkurinn getur grátið og hetjan brugðist. Fyrir vikið trúir maður á þessar persónur, vanda- mál þeirra og vanmáttugar lausnir. Þátturinn er náttúrlega ekkert uppörvandi, - en er ekki Mafían ennþá ósigruð á Sikiley? Það heyrist manni amk. af frétt- um. Því má svo bæta við að nýr framhaldsþáttur „Hótel“ hefur hafið göngu sína í sjónvarpinu. Ég hef ekki fylgst með honurn en heyrði skýra konu segja að „þar væru allir þjakaðir af hjarta- gæsku, alveg upp úr þurru“. Sel það ekki dýrara í bili. „Kjötkássa eða steik“ Það er forvitnilegt að skoða þessa þætti með í huga úttektina sem sýnd var s.l. þriðjudagskvöld í þáttunum um sjónvarpið. Um allan heim er verið að sýna fram- haldsþætti, innlenda og innflutta. Um leið og markaðurinn fyllist af færibandaþáttum eins og Dallas, fjölgar einnig velgerðum þáttum, einkum frá Bretlandi og ýmsum öðrum Evrópulöndum. Margir spá því að smátt og smátt muni markaðurinn hafna „kjötkáss- um“ fyrir „steik“ og „sultutaui" fyrir „ekta jarðarber“ eins og annar bandarískur gagnrýnandi flokkar framhaldsþættina. Að menn muni smátt og smátt velja metnaðarfyllri þætti þegar þeir hafa samanburðinn rétt eins og menn vilji heldur horfa á vel- teflda skák en slæma. Aðrir segja að tilgangur þátta á borð við „Dallas“ sé einmitt að sljóvga fólk og meðan spennuuppskrift- inni sé fylgt skipti engu hvernig þættirnir séu unnir að öðru leyti. Og sjálfsagt mun framtíðin ein skera úr um hvort við þurfum að fylgjast með örlögum Sue Ellen og Pam fram á grafarbakkann. jt FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild óskar eftir tilsjónarmönnum til aö styöja börn og unglinga. Um er aö ræða 10-40 tíma á mánuði: Fólk sem: - hefur gott innsæi og áhuga á mannlegum samskiptum. - er hugmyndaríkt og hlýlegt í viðmóti, en jafnframt ákveöið. - hefur tök á aö skuldbinda sig a.m.k. í V2 ár. Getur sótt um, óháö menntun eða stööu. Nánari upplýsingar veittar í síma 621611, kl. 10 ■ febrúar n.k. 12, alla virka daga fyrir 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.