Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 18
KROSSGÁTA Nr. 505 I 2 3 4 5 é 7 ry^ 8 1 9 q? 7 10 II 12 13 4 V iH 15 14, 4 P °l 15 4 T~ 3> 17 7 1« 2 V* 17 5 20 15 21 5 17 4 5 22 5 23 'Y'' (d 4 11 P 5 °i 13 þ 7 18 7 15 V 2S 15 12 16 21 15 15 21 26 /~Y~' V f- lé> Y> II 21 1 6 3 V 15 27 H 22 15 19 28 IS 21 IS 7 15 H 17 5 4 7 10 12» 7 18 5 þ 15 9 1 5 'V 23 14 7 15 s? 21 5 4 V 3 A 18 5 7 Ib 21 15 d 3o 15 n 10 s 24, 31 14 H V 3» 4 5 11 7 lo 15 7 2,u 10 13 9? 5 29 3 32 5 7 24 10 1) 7 15 Y 3 15 7 17 4 9 2 28 15 4 17 3 28 21 7 s? 2 8 22 28 5 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ SKÁK Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 505“. Skilafrestur er þrjár vik- ur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 8 22 28 3 24 13 /4 15 Stafirnir mynda íslenskt orö eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sórhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Ljóðabók Steingerðar Guð- mundsdóttur, „Fjúk“, er í verðlaun að þessu sinni, en það er Menningarsjóður sem gefur bókina út. Páll Gíslason, Bókhlöðustíg 1, Stykkishólmi, fær send verðlaun fyrir krossgátu núm- er 502, en rétt lausn var Val- geir. Þau eru bók P.C. Jersild, Barnaeyjan, sem Mál og menning gaf út sem er í verð- laun. BRIDGE Reykjavíkurmótið Handbragð stórmeistarans Rúmenski stórmeistarinn Gheorg- hiu varð heimsmeistari unglinga 1963 og hefur síðan verið í flokki öflugustu stórmeistara í heiminum, þótt ekki hafi honum auðnast að ná æðstu met- orðum. Hann teflir traust og býr yfir mikilli tækni. í þriðju umferð Reykjavíkurmóts- ins tefldi hann við alþjóðlega meistar- ann Donaldson frá Bandaríkjunum og hafði hvítt. Hann náði örlítið i meira rými út úr byrjuninni, treysti smám saman tök sín á miðborðinu og kæfði mótspilsmöguleika svars. Það er fróðlegt að sjá hvernig hann skiptir upp mönnum. Hann lætur t.d. öflug- an biskup fyrir lélegan biskup hjá svarti en í staðinn fá riddarar hans góða reiti. Þótt ekki sé mikið svigrúm til liðsflutninga skipar hann þungu mönnunum liðlega á c-línuna og neyðir drottningu og hrók andstæð- ingsins til að valda veikt peð. Á réttu augnabliki opnar hann d-línuna og svartur verður að láta peð til að koma í veg fyrir að hrókur hans ryðjist þar ínn. En Gheorghiu sleppir ekki tök- unum og saumar svo að svarti að hann má sig hvergi hræra frekar en Skarp- héðinn í brennunni. Eftir á sýnist skákin renna áfram lygnt og áreynslulaust en að baki býr glöggt stöðumat, nákvæmir útreikn- ingar og fágað handbragð stórmeist- arans. Hvítt: Gheorghiu Svart: Donaldson Slavnesk vörn. 1. d4 - dS 2. c4 - c6 3. Rf3 - Rf6 4. Db3 - dxc4 Hér er líklega betri að leika 4. ... g6 og Bg7. Þá fengi taflið svip af Grún- felds vörn. Hvítur fær nú heldur meira hald á miðborðinu og hvítreita biskup svarts slitnar úr tengslum við aðra menn svarts í framhaldinu. 5. Dxc4 - Bf5 6. g3 - e6 7. Bg2 - Be7 8. 0-0 - 0-0 9. Bg5 - Rb-d7 10. Rc3 - a5 Svartur veikir sig en staðan var ekki að öllu leyti þjál. f svona stöðu þarf svartur að losa um sig með því að leika c6-c5 eða e6-e5 eftir nauðsyn- legan undirbúning. Fyrri kosturinn er alltaf vafasamur því kóngsbiskup hvíts miðar á b7-peðið og hrókarnir komast á opnu línurnar. En svartur átti að reyna að undirbúa framrás e- peðsins. Annar kostur var að stofna til upp- skipta með 10. ... Rc4. 11. Bxe7Dxe7 og síðar Rxc3 og Be4. Þá léttir svartur á stöðunni. II. e3-h6 12. Bxf6-Bxf6 13. Hf-dl- Db6 Nú er svartur líklega orðinn of seinn að leika e-peðinu áfram. Hvítur svarar því með e3-e4 og d4-d5 strax, allt eftir atvikum. 14. De2-a4 15. Ha-cl -Hf-d8 16. Rel - Bh7 17. Be4! - ... Stórmcistaraleikur. Þessi biskup þrýstir á drottningarvæng svarts en hvítreitabiskup svarts grípur nánast í tómt. En hvítur lætur sinn góða guðs- mann til að tryggja riddaraliðinu svig- rúm. 17.... - Bxe4 18. Rxe4- Be7 19. Rd3 - Nú hefur hvítur öll tök á miðborð- inu, sérstaklega reitunum e5 og c5. 19.... -Da520. Rd-c5-Rxc521. Rxc5 - Db6 Hér hefði svartur líklega átt að drepa á c5 en framhaldið hefði þó orðið líkt og í skákinni. Hvítur á alla möguleikana. 22. Rd3 - Db5 23. Hd2 - Dd5 24. a3 - Ha5 25. Hd-c2 - Hb5 26. Hc4 - Ha8 27. Hl-c3- Dd8 28. Dc2 - Da5 29. Rc5 - Bxc5 HVítur bindur menn svarts við að valda veikleikann á a4. Hrókatilfærsl- urnar á c-línunni eru laglegar. Nú verður svartur að drepa á c5 en þá opnast d-línan. 30. dxc5 - I)c7 31. Hd3 - De7 32. H3-d4 - g6 33. h4 - h5 34. Kg2 - Hf8 35. Dd2 - Hxc5 Hvítur hefur komið mönnum sín- um í bestu stöður en svartur hcfur lítið getað aðhafst á meðan. Hvítur hótar nú að ryðjast inn eftir d-línunni. Ef hann léki núna 36. Hd7 kæmi 36. ...Dxd7, 37. Dxd7 Hxb4 og svartur bjargar sér. En hvítur á betri leik og vinnur nú fyrst peð. 36. Db4 - b6 37. Dxb6 - Hb5 38. Dxc6 - Hxb2 39. Hxa4 - Ha2 Hvítur byrjar að uppskera. Hann hefur unnið peð og hreinlega pakkar nú mönnum svarts inn á kóngsvængn- um. 40. Hd7 - Df6 41. Hf4 - Dg7 42. a4 - e5 43. Hf3-Hal 44. Dc4-Ha345. He7- Hal 46. Db6 Tímamörkunum er náð og svartur gaf. Hann getur engan mann hreyft nema hrókinn á al. Hvítur rennir a- peðinu einfaldlega upp í borð og vinnur lið. Gott dæmi um handbragð stór- meistara. Öruggur sigur Sveit Samvinnuferða/Landsýnar varð Reykjavíkurmeistari i sveita- keppni 1986, eftir úrslitakeppni 6 ef- stu sveita um síðustu.helgi. Sveitin hlaut 93 stig af 125 mögulegum. í sveitinni eru: Helgi Jóhhnnsson, Guðmundur Pétursson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson. Röð úrslitasveitanna varð þessi: stig 1. Samvinnuferðir/Landsýn 93 2. Jón Hjaltason 88 3. Sveit Urvals 82 4. Sveit Delta 75 5. Páll Valdimarsson 60 6. Kristján Blöndal 50 Er þetta í 5. skiptiðsl. öársem sveit undir forystu Jóns Baldurssonar sig- rar Reykjavíkurmótið í sveitakeppni. Góður árangur það. Urslitakeppnin var spiluð í Gerðu- bergi í Breiðholti. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensson. 2. Ragnar Magnússon - Valgarð Blöndal 283 3. Björn Eysteinsson - Guðmundur Sv. Hermannsson 270 4. Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason 229 5. Stefán Guðjohnsen - Þórir Sigurðsson 186 6. Jón Hjaltason - Hörður Arnþórsson 162 7. Hermann Lárusson - . Ólafur Lárusson 149 8. Björgvin Þorsteinsson - Jón Steinar Gunnlaugsson 146 Frá Bridgesambandi íslands Stjórn Bridgesambands fslands hefur tekið þá ákvörðun að taka þátt í þeim tveimur erlendum mótum sem fyrir dyrum standa á sumri komanda. Það er annars vegar Norðurlanda- mót í opnum flokki og kvennaflokki og Evrópumót yngri landsliða (spilar- ar fæddir 1961 og síðar). Fyrrnefnda mótið verður spilað í Hamar í Noregi og það síðarnefnda í Budapest í Ung- verjalandi. Norræna mótið hefst þriðjudaginn 24. júní og stendur í um vikutíma. Evrópumótið hefst 18. júlí og stendur til 27. júlí. Bridgesamband íslands hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum væntanlegra keppenda í alla flokkana þrjá. Umsóknir verða að hafa borist skrifstofu BSÍ fyrir 20. mars nk. í framhaldi af því mun Bridgesam- band fslands áskilja sér rétt til að ákv- eða hvernig staðið skuli að vali lands- liðs, hvort sérstök keppni verður haldin eða valdir spilarar úr hópi um- sækjenda. Bridgesamband Islands mun hraða sem kostur er á að taka ákvörðun um framhald á vali lands- liða íslands 1986. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Eftir 14 umferðir í sterkasta tví- menningsmóti landsins, sem er baro- meter-tvímenningur Bridgefélagsins, (af 43 umferðum) er staða efstu para þessi: 1. Jón Baldursson - st‘§ Karl Sigurhjartarson 390 Framhalds- skólamótið 1986 Framhaldsskólamótið í sveita- keppni 1986, verður spilað unt þessa helgi (15.-16. febrúar) í Gerðubergi í Breiðholti og hefst spilamennska kl. 13. Er þetta er skrifað, eru 16 sveitir skráðar til leiks, víðs vegar af að landinu. Má fastlega búast við að þátttaka eigi eftir að aukast verulega á komandi árum, því vaxtarmögu- leikar bridgeíþróttarinnar eru ótak- markaðir, að því er virðist. Laugvetningar eru handhafar sig- urverðlauna síðustu ára. Þar er bridgeíþróttin í hávegum höfð, og þaðan hafa margir af okkar albestu spilamönnum komið. Má búast við, að erfiðlega gangi að ná bikarnum frá þeim. Hermann Lárusson mun annast stjórnun framhaldsskólamótsins, en Bridgesamband íslands stendur að undirbúningi. Frá Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Mánudaginn 10. febrúar voru spilað- ar 9. og 10. umferð í aðalsveitakeppni félagsins. Staða 89 efstu sveita: 1. Gunnlaugur Þorsteinsson 189 2. Sigurður fsaksson 188 3. Þórarinn Árnason 182 4. Guðmundur Jóhannsson 179 5. Viðar Guðmundsson 169 18 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 16. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.