Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 7
Sviðsljósið Anatolí Sjaranskí kominn vestur yfir Glienicke brúna og alla leið til ísraels. Með honum á myndinni er Shimon Peres forsætisráðherra Israels. Anatolí Sjaranskí Sovéskur gyðingur, andófsmaður og tölvufrœðingur Á þriðjudaginn áttu sér stað skipti á njósnurum milli austurs og vesturs og eins og oft áður fóru þau fram á Glienicke brúnni nærri Potsdam í útjaðri Berlínar. Mikill vafi leikur hins vegar á rétt- mæti þess að líta á þann sem fyrstur kom yfir brúna að austan sem njósnara. Anatolí Sjaranski er á Vesturlöndum nefndur and- ófsmaður gegn yfirvöldum í Sovétríkjunum en fyrir 8 árum fann sovéskur dómstóll hann sekan um njósnir í þágu Banda- ríkjanna. Anatolí Borisovitsj Sjaranskí sem meðal vina gegnir nafninu Tolja fæddist í bænum Donetsk í Úkraínu 20. janúar 1948 og er því nýorðinn 38 ára gamall. Faðir hans var blaðamaður, félagi í so- véska kommúnistaflokknum — og gyðingur. Tolja hélt til náms í Moskvu og útskrifaðist frá tækni- háskóla sem tölvufræðingur. Réðst hann að námi loknu til starfa á rannsóknarstofnun sem tengist olíu- og gasiðnaði Sovét- ríkjanna. Ákœrður um njósnir Árið 1973 lenti hann fyrst í útistöðum við yfirvöld þegar hon- um var synjað um leyfi til að flytj- ast til ísraels. f>á bættist hann í stóran hóp gyðinga sem neitað hafði verið um slíkt leyfi á þeim forsendum að þeir byggju yfir vitneskju um ríkisleyndarmál. Næstu fjögur árin var hann þrí- vegis handtekinn og settur inn í hálfan mánuð í hvert skipti. Ákærufhar hljóðuðu alltaf upp á „óspektir“. Arið 1976 tók Sjaranskí þátt í stofnun Helsinki hópsins, sam- tökum andófsmanna sem settu sér það mark að fylgjast með því hvort stjórnvöld héldu þau ákvæði um mannréttindi sem finna mátti í yfirlýsingu 35 ríkja og kennd er við Helsinki. Næstu mánuðina var hann iðulega túlk- ur á fundum sem Helsinki hópur- inn og gyðingar, sem neitað hafði verið um að flytja til ísraels, héldu í Moskvu með erlendum fréttamönnum. Enda talar Sjar- anskí mjög góða ensku. Þann örlagaríka dag 15. mars árið 1977 var Sjaranskí handtek- inn enn á ný. Að þessu sinni vegna ásakana sem birst höfðu í blöðum um að hann væri njósnari fyrir Bandaríkin og CIA. Sá sem setti fram þessa ákæru var Sanja Lipafskí en þeir Sjaranskí höfðu áður deilt með sér húsnæði. So- véskir andófsmenn hafa gefið þá skýringu á framferði Lipafskís að hann hafi verið milli steins og sleggju vegna vandræða sem fað- ir hans hafði ratað í. Faðir hans hafði gerst sekur um fjármála- misferli og átti yfir höfði sér þungan dóm. Þetta notfærðu yfir- völd sér til að beita Lipafskí þrýstingi og fá hann til að bera ljúgvitni gegn Sjaranskí. Hœpnar sakargiftir Sjaranskí var hafður í haldi í fimmtán mánuði og fékk ekki að hafa nein samskipti við umheim- inn allan þann tíma. Síðan var hann dreginn fyrir rétt og í júlí- mánuði árið 1978 dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og til viðbótar 10 ára vinnuþrælkunar. Dómstóllinn fann hann sekan um njósnir og andsovéskan áróður. Það er margt hæpið við þessa njósnaákæru. Fyrir það fyrsta hafa bandaríkjamenn harðneitað því að Sjaranskí hafi njósnað fyrir þá. En það sem vegur þyngra er að fyrir handtökuna lagði Sjaranskí áherslu á nauðsyn þess að andófið færi fram fyrir opnum tjöldum. „Styrkur minn felst í því að ég hef ekkert að fela og aðhefst ekkert sem brýtur gegn lögunum. Ég ætti því ekki að þurfa að óttast neitt," sagði hann oft. Árið 1974 gekk Sjaranskí í hjónaband. Þá giftist hann Natal- íu Stiglits sem flutti daginn eftir brúðkaupið til ísraels. Þau voru gefin saman af gyðinglegum rabbína í Moskvu og yfirvöld hafa lýst því yfir að þau telji gift- inguna ógilda. Natalía, sem breytti fornafni sínu í Avital, er fjórum árum yngri en Sjaranskí og síðan hún fór frá Sovétríkjun- um hefur hún helgað krafta sína baráttunni fyrir frelsun eigin- mannsins. Hefur hún verið óþreytandi við að tala máli hans hjá stjórnmálamönnum austan hafs og vestan og margir þeirra hafa tekið málið upp í viðræðum við sovéska ráðamenn, síðast gerði Reagan það á fundinum með Gorbatsjof í Genf í haust. Telja margir að skýringanna á frelsun Sjaranskís megi rekja til þess fundar. Níu óra fangavist Eftir dóminn var Sjaranskí fyrst sendur í Kristopol f tngelsið sem er 800 km austan við Mos- kvu. í mars 1980 var hann fluttur í vinnubúðir í Úralfjöllum þar sem hann komst upp á kant við stjórn- endur og eyddi fyrri helmingi árs- ins 1981 í einangrun. Síðan var hann aftur sendur til Kristopol og þar hóf hann hungurverkfall í september 1982 til að mótmæla því að bréfaskipti hans við ætt- ingja voru stöðvuð. í janúar 1983 heimsótti móðir hans, Ida Mil- grom sem er 74 ára gömul, hann í fangelsið og eftir þá heimsókn lét hann af hungurverkfallinu enda hafði honum verið leyft að skipt- ast á bréfum við hana. Ida Milgrom ásakaði fangelsis- yfirvöld um að sinna ekki af ásettu ráði um heilsufar sonarins. Sagði hún hann lasburða eftir sultinn, hann væri slæmur í maga og veill fyrir hjarta. Kona Sjaran- skís hefur bætt því við að hann þjáist af gláku. í nóvember 1984 var fjölskyld- unni tilkynnt að Sjaranskí hefði verið sendur í vinnubúðir í Perm í Úralfjöllum og var það talið benda til þess að yfirvöld væru að slaka á klónni í afstöðu sinni til hans því vist í vinnubúðum er tal- in illskárri en í fangelsi. En Sjar- anskí ritaði móður sinni bréf frá Perm og kvað yfirvöld neita að láta sig fá póstinn sinn og einnig að senda bréf sín til ættingja, ann- arra en hennar. Nú í janúar skýrði Avital frá því að Sjaranskí hefði verið refsað fyrir að mót- mæla truflunum á bréfaskiptum með því að fara í hungurverkfall á nýjan leik. Kominn vestur, og hvað svo? En nú er hann kominn vestur um. Þegar hann var kominn yfir Glienicke brúna var hann fluttur í bandarískri herflugvél til Frank- furt þar sem kona hans beið hans. Fóru þau síðan rakleiðis til ísra- els í fylgd tveggja rabbína. ísra- elsk yfirvöld höfðu veitt Sjaran- skí ríkisborgararétt árið 1974 og í Frankfurt afhenti ísraelski sendi- herrann í Vestur-Þýskalandi hon- um ísraelskt vegabréf. Mikill fögnuður braust út í ís- rael þegar Sjaranskí og kona hans komu þangað á þriðjudagskvöld- ið og Sjaranskí hafði uppi heit- strengingar um að halda áfram baráttunni fyrir málstað sovéskra andófsmanna. Sovésk yfirvöld hafa með því að láta Sjaranskí lausan enn einu sinni mátt láta undan þrýstingi frá Vesturlöndum og þeim sem láta sér annt um mannréttindi í heiminum. En þau hafa einnig „losað sig við“ næstþekktasta andófsmanninn og þar með létt á þeim þrýstingi sem þau eru beitt hvarvetna birtast á Vestur- löndum. Vafalaust lifa þau í von- inni um að Sjaranskí bíði svipuð örlög og margra annarra andófs- manna sem koma vestur yfir: að upplifa það að vestrænir fjölmiðl- ar eru gjarnan jafnfljótir að gleyma og þeir eru háværir. —ÞH (Byggt á Reuter) Vörubílstjórafélagið Þróttur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnað- armannaráðs. Tillögum (skv. lögum félags- ins) um skipan stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs skal skilað til kjörstjórnar félagsins á skrifstofu þess. Framboðsfrestur rennur út kl. 17, föstudag- inn 21. febrúar 1986. Kjörstjórn W' TILBOÐ Óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 18. febrúar 1986 kl. 13.00-16.00 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar. Range Rover 4x4 Saab 900 GLI fólksbifreið 3 Subaru 1800 station 4x4 Mazda 929 station fólksbifreið 2 Lada station fólksbifreið 3 Lada Sport 4x4 1 Lada Sport 4x4 Toyota Hi Lux 4x4 4 Volvo Lapplander 4x4 UA2 452 4x4 Volkswagen Double Cabfólks- og sendib. Isuzu pic-up GMC Rally Van fólks- og sendib. Ford Econoline Wagon fólksbifreið Ford Econoline sendibifreið Mitsubishi Panel Van sendibifreið Volvo F609 vörufl.bifreið Electra Van 500 rafmagnsbifreið bensín árg. 1978 bensínárg. 1982 bensínárg. 1982 bensín árg. 1980 bensínárg. 1982 bensín árg. 1981 bensínárg. 1982 bensínárg. 1980 bensín árg. 1980-82 bensín árg. 1982 diesel árg. 1982 bensín árg. 1982 bensín árg. 1978 bensín árg. 1980 bensín árg. 1980 bensínárg. 1981 diesel árg. 1978 árg. 1979 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Sætúni 6 Reykjavík: 2 stk. Hino KY-420 vörubifreið árg. 1980. 1 stik. Scania LT 7638 dráttarbifreið 6x4 árg. 1965. Til sýnis hjá birgðastöð Vegagerðar ríkisins Grafarvogi: 2 stik. Festivagnar Trailmobil 13 tonn til vélaflutninga. Til sýnis hjá Flugmálastjórn Reykjavíkurflugvelli: 2 stk. Loftþjöppur Sullivan á vögnum. Til sýnis hjá Landsvirkjun Funahöfða 5, Reykjavík: Fassi F.52 bílkrani Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðend- um. Róttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartuni 7, sími 26844 Söluíbúðir fyrir aldraða fé- lagsmenn Verzlunarmannafélagsins Hvassaleiti 56-58. Af sérstökum ástæðum eru nú nokkrar íbúðir lausar til endurúthlutunar. Þeir félagsmenn V.R. sem ná 63ja ára aldri á árinu 1986, eiga rétt á að kaupa íbúð, þó þannig að félagar 67 ára og eldri eiga forgangsrétt á íbúðunum. Þeim félagsmönnum V.R. sem áhuga hafa á að kynna sér verð, greiðsluskilmála og teikningar er bent á að koma á skrifstofu félagsins á 8. hæð Húsi Verslunarinn- ar, Kringlunni 7 108 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja þar frammi. Umsóknum þarf að skila til skrifstofunnar fyrir 20. fe- brúar n.k. Félagsmenn sem þegar hafa sótt um íbúðir en ekki fengið úthlutað eru beðnir að ítreka umsóknir sínar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Sunnudagur 16. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.