Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Launamunur og eignaskattur í síðustu BHMR-tíðindum birtust merkar upplýsingar um launamuninn í landinu og skoðanir þjóðarinnar á tekjuskipting- unni. í greinum þeirra Ara Skúlasonar og Sigurðar Snævar kemur í Ijós í tölum það sem menn vissu af reynd, að munurinn á launum hinna best stöddu og þeirra sem undir högg eiga að sækja hefur aukist gríðarlega á þessum áratug. Tölur um kvænta karla sýna að tekjuhæsti fimmtungurinn hefur aukið sína hlutdeild frá 1982 til 1987 úr 33,8% af heildar- tekjum í 35,7%. Hlutdeild tveggja tekjulægstu fimmtunganna hefur á sama tíma minnkað úr 24% í 22,3%. Þeir fimm af hundraði sem eru efstir á þessumm píramída skera sér árið 1987 12,2% af kökunni, 0,9% meira en 1982, - sem jafngildir því að þessi hópur hafi hækkað launin sín um 8% og tekið peningana úr vösum hinna. Tölur einsog þessar segja aðeins hluta af sannleikanum, og það er raunar erfitt að nota einn mæli á þær staðreyndir sem hér liggja undir. Tölur úr skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar segja sína sögu um hina hlið þessarar myntar. Þar kom í Ijós að um 90 prósent svarenda telja launamun á landinu of mikinn. Könnunin bendir semsé til að níu af hverjum tíu íslendingum telja launamuninn of mikinn. Og könnunin sýnir líka að óá- nægja með þennan launamun hefur vaxið mjög mikið á þess- um áratug. Fyrir sex árum tók um helmingur spurðra mjög harða afstöðu gegn launamuninum í samfélaginu. Árið 1988 var þessi helmingur orðinn að tveimur þriðju. Þessar tölur, bæði úr skoðanakönnuninni og kjarakönnu- ninni í Þjóðhagsstofnun, sýna sjúkdómseinkenni á íslensku samfélagi, og þær sýna líka að sjúklingnum hefur elnað sóttin eftir því sem á líður þennan áratug. Misréttið hefur aukist og þjóðin finnur fyrir því. Við lifum í stéttasamfélagi þarsem eitilhörð yfirstéttarklíka reynir sem hún getur að halda veldi sínu og auði og auka hvorttveggja. Fulltrúar hennar hafa verið ágengir við stjórnvöl- inn það sem af er áratugnum og niðurstöðurnar í BHMR- tíðindum sýna með öðru að samfélagið hefur á síðustu árum hreyfst í þá átt sem klíkuveldið telur heppilegasta, - til hægri. Þessar niðurstöður sýna líka að þessi hreyfing samfélagsins til hægri er í fullkominni andstöðu við tilfinningar þjóðarinnar. Munur á launum sýnir auðvitað bara það sem hann sýnir, - en hlutfallið níu á móti einum er táknrænt um almannavilja. Sú ríkisstjórn sem við völdum tók í haust af gjaldþrota frjáls- hyggjuforystu sýndi strax merki þess að hún ætlaði að fylgja skoðunum íslensks almennings í þessum efnum. Hún hefur orðið að auka enn álögur frá klyfjum síðustu stjórnar en reynt að gæta þess að þær álögur kæmi sem allra minnst niður á þeim sem síst mega við. Nú stenduryfir mikill mótmælakór gegn þessum álögum. Sá kór heldurtil í Morgunblaðinu og á fréttastofu, og alveg nýlega hafa tveir einsöngvarar hafið raddir sínar ofar reiðimuldri kórs- ins, og hrópað hátt til himins um óréttlæti og ruddahátt ríkis- stjórnarinnar. Það voru þeir Ágúst Valfells og Torben Friðriksson, en að auki kemur við sögu nafnlaus ekkja sem virðist gegna ráðgjaf- arstörfum á Stöð tvö. Þetta fólk á ekkert nema íbúðir og skrifstofu- og verslunarhúsnæði, sem er skuldlaust og er skráð á 12,5 miljónir eða meira í fasteignamati. Þetta fólk telur sig nú eiga bága daga og stynur þungan undan þeirri ósvífni að það skuli skattlagt sérstaklega. Miðað við skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar hljóta þeir menn að vera á framtíðarvegi sem fá á sig slíkan grátkór. -m KLIPPT OG SKORIÐ fyrir jólin var gaman að Iesa stutta umfjöllun um ísland eftir Neil MacLean í The Sunday Tim- es fyrir skömmu. Greinin heitir Sönn nautn og hann byrjar hana svona: „Það er sagt að maður fái að heyra allar kjaftasögur bæjarins ef maður haldi nógu lengi út í heitu pottunum í sundlaugunum í Reykjavík. Við stóðumst ekki prófið. Enda skiljum við ekki ís- lensku. ... En að sitja í kafi upp að höku og sjóða í pottinum eins og hver annar humar meðan snjórinn frystir heilann er eins og að búa í bökunarofni í Alaska. Stórfenglegt!" í framhaldinu kemur í Ijós að maðurinn hefur lesið heima (mér sýndist hann t.d. vel lesinn í Reykjavík within your Reach eftir Vigdísi Finnbogadóttur), að vísu kallar hann gjaldmiðilinn krönu en annað er ýmist rétt eða það sem við viljum hafa fyrir satt, eins og þegar segir undir lokin: „Fáar þjóðir eru eins menntaðar og menningarlega sinnaðar. Öll þjóðin las, og les enn, hinar miklu íslendingasögur, og fólkið sem við hittum talaði flest ensku áreynslulaust þótt hún sé annað eða þriðja tungumál þess.“ Að æra óstöðuga Þórarinn Eldjárn gerir Sturlu- málið svonefnda að umtalsefni í Mbl. milli jóla og nýjárs og fer kostulega með það til að hvetja velvakendur íhaldsblaðanna. Ekki er neinu við grein Þórarins að bæta nema hvað hann virðist ekki vita að Sturla var sýknaður í undirrétti. Verndari ímyndunaraflsins Times Literary Supplement segir frá því að ritsafn Gunters Grass hafi nýlega komið út hjá Volker Neuhaus forlaginu í Þýskalandi í tíu bindum. Níunda bindið er stærst, nærri 1000 síður, og geymir úrval greina hans og opinna bréfa til stjórnmála- manna. Segir blaðið að á þessum greinum sjáist glöggt að afskipti Grass af stjórnmálum hafi síður en svo dregið úr gildi skáldverka hans, listamaðurinn og andófs- maðurinn gegn staðnaðri hugsun valdsins séu óaðskiljanlegir. „Grass lítur á það sem skyldu sína að bjarga ímyndunaraflinu og verja það fyrir banvænni eintóna áreynslu daglegs lífs. Grass hefur samúð með manneskjunni í vax- andi einsemd nútímasamfélags, það er sú samúð sem dregur hann að goðsögninni um Sísifos og við- heldur ótrúlegu þreki hans.“ Blaðið lýkur miklu lofsorði á þessa viðamiklu útgáfu, bæði innihald og útlit, en veltir að lok- um fyrir sér skýringum við text- ann sem gagnrýnanda finnst skorta samræmi. „Okkur er sagt hver Rousseau var en ekki Balzac ... og það er erfitt að trúa því að lesendur bóka Grass viti ekki hverjir þeir voru Hándel, Haydn, Schubert og Wagner sem gerð er smásmugulega nákvæm grein fyrir.“ -SA Halldór Enn um heilaga menn Stöð 2 hefur frá upphafi reynt að vera sem ólíkust forvera sín- um, Rlkissjónvarpinu, en úr einu fari hafa þeir ekki komist. Þáttur þeirra um Halldór Laxness virð- ist samkvæmt lýsingu Ingólfs Margeirssonar í Alþýðublaðinu (þessi klippari er ruglaður og sá hann ekki) hafa verið heilara- mannaþáttur af bestu gerð. Ing- ólfur segir: „Síðari hluti myndarinnar um Halldór Laxness var sýndur í Stöð 2 á nýársdag. Fyrri hlutinn heillaði áhorfendur með leiknum atriðum og endursköpun á and- blæ liðinna tíma; sér í lagi upp- tökur í S-Evrópu. í síðari hluta heimildarsögunnar af Halldóri Laxness var öllu slíku sleppt og þess í stað stuðst við gamla kvik- myndabúta af Halldóri og rætt við ýmsa fræðinga og samferða- menn hans, þó einkum fræðinga. Þess á milli las Amar Jónsson leikari samantekt á ferli Hall- dórs; flatan texta í hetjustíl. Myndlausnir vom fáar og eigin- lega var síðari þátturinn fremur útvarpsefni en sjónvarpsefni. ... Vera má að erfitt sé að gera heimildarmynd um lifandi goð- sögn...En einhvern veginn hvísl- ar einhver púki því að mér að fyrst verið er að leggja í heimild- armynd um Halldór Laxness, þá sé það skylda þeirra heimildar- gerðarmanna að færa okkur nær skáldinu og sannleikanum í lífi þess, en feta ekki bhndir einstigi lofgj örðanullnanna... Islendingar em stoltir af Hall- dóri Laxness. En við megum aldrei Iáta það stolt blinda okkur sýn... Halldór Laxness er um- deilanlegur. Hann var og á að vera umdeildur. Slíkar em bækur hans og skrif og slík hefur ævi hans verið... íslenska þjóðin má aldrei gera einhverja sykurhúð- aða goðsögn úr Halldóri Lax- ness.“ . Hvenær má vera hreinskilinn? Meðan ævisöguaðferðin réð ríkjum í bókmenntafræðum var eins og að líkum lætur erfitt að fjalla um lifandi skáld. Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson pró- fessor hafði þá vinnureglu að tala ekki um skáld fyrr en þau vom öll, þá fyrst var hægt að sjá ævi þeirra og verk í heild. Skáld var ekki viðurkennt skáld fyrr en það var dautt. Þetta sjónarmið er af- leitt í kennslu, böm verða að kynnast því sem samtímamenn þeirra yrkja, kynnast sýn skálda síns tíma á veröldina, en spurning er hvort sjónvarpið verður ekki að taka upp vinnureglu dr. Stein- gríms í ævisögum sínum, nema þegar skáldin segja svo til ein- göngu sjálf frá. „Sönn nautn“ Eftir útreiðina sem við fengum í Fegurð íslands hjá Collingwood Gúnter Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útg«fandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Mörður Ámason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. , Ðlaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friöþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sœvar Guöbjömsson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnurómarsson. Útlltstelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Águstsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.