Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 12
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fundarefni: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 10. jan. 2) Fjárhagsáætlun. 3) önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Spilakvöld ABR Fyrsta spilakvöld ársins hjá ABR verður þriðjudagskvöldið 10. janúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. ctiAmin Allirvelkomnir. btiornin Símahappdrætti 1988 Eftirtalin símanúmer hlutu vinning: 1. vinningur Nissan Pathfinder nr. 91-53520. 2.-4. vinningur Nissan Sunny Coupé nr. 91-621445 -91-12338 - 94-80108. 5.-9. vinningur Nissan Sunny Sedan nr. 91 -38200 - 91-687409 -91-651153 -92-15857-98-21244. 10.-29. vinningur vöruúttektir 91-22367 - 91-19725 - 91-38382 - 91-72017 - 91-673373 - 91-671848 - 91-74509 - 91-674100 - 91-26676 - 91-51045 - 91-52273 - 91-52837 - 93-13099 - 93-41226 - 96-71700 - 96-22320 - 96-22079 - 97-11094 - 98-22560 - 98-11533. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Náttúruverndarráð auglýsir námskeið í náttúruvernd Tilgangur námskeiösins er aö gefa fólki innsýn í náttúruvernd á íslandi, þjálfa þaö til að hafa eftirlit með friðlýstum svæðum og fræða fólk um náttúru landsins. Þátttakendur í námskeiðinu skulu vera orðnir 20 ára og hafa staðgóða framhaldsmenntun. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. Þátttaka í námskeiði þessu er skilyrði fyrir ráðn- ingu í landvörslustörf á vegum Náttúruverndar- ráðs, en tryggir þátttakendum þó ekki slík störf. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og stendur yfir eftirfarandi daga: 17., 18. og 19. febrúar, 10., 11. og 12. mars, 7., 8. og 9. apríl og dagana 19.-23. apríl verður dvalið utan Reykjavíkur. Skriflegar umsóknir, með heimilisfangi og síma, er greina frá menntun, aldri, störfum og áhuga- málum og öðru sem máli skiptir, skulu berast Náttúruverndarráði, Hverfisgötu 26,101 Reykja- vík, fyrir 25. jan. 1989. ERLENDAR FRÉTTIR Hefnd! Hefnd! Við bíðum átekta, fiskarnir og ég. Líbýa Gaddafí hyggst hefna Klögumálin ganga á víxl og Líbýumenn óskaþess að Örygg- isráðið verði kvatt saman til fundar Muammar Gaddafí, leiðtogi Líbýumanna, hét í gær að ná sér niðri á Bandaríkjamönnum og fulltrúi hans hjá Sameinuðu þjóðunum fór þess á leit við Ör- yggisráðið að það þingaði hið bráðasta. Orsök þessa er alkunn: í gærmorgun skutu bandarískar orrustuþotur tvær líbýskar niður í Miðjarðarhaf, alldrjúgan spöl undan ströndum Líbýu. „Þrátt fyrir stóraukna opin- bera hryðjuverkastarfsemi Bandaríkjastjórnar ... hyggjast byltingarsinnar þess stórbrotna lands, Líbýu, ekki láta deigan síga og hvergi hvika frá grund- vallarstefnu sinni og viðhorfum,“ er haft eftir Gaddafí. „Þeir munu láta hart mæta hörðu. Hafi Bandaríkin komist af vegna þess að þau eru risaveldi í lofti og legi er óhjákvæmilegt að þau lúti í lægra haldi á láði. Við bíðum átekta, rétt einsog fiskarn- ir gera,“ sagði leiðtoginn að lok- um. Fastafulltrúi Líbýumanna hjá Sameinuðu þjóðunum heitir Alí Súnní Múntasser. Hann sagði bandarísku orrustuflugmennina seka um hinn svívirðilegasta glæp því líbýsku þoturnar hefðu verið vopnlausar og á hefðbundnu eft- irlitsflugi þegar þeir réðust á þær. Af þessum sökum ætti hann ekki annars úrkosti en heita á Öryggis- ráðið að láta málið til sín taka. Atvik þetta siglir í kjölfar um- ræðna um nýreista efnavopna- verksmiðju á Líbýuströnd. Hefur Bandaríkjastjórn verið uggandi vegna þessa og Reagan forseti látið svo ummælt að til greina komi að sprengja hana í loft upp. Stjórnvöld í Washington þver- taka þó fyrir að loftrimman í gær- morgun komi efnavopnafram- leiðslu Líbýumanna hið minnsta við. Líbýumenn taka vitaskuld annan pól í hæðina. Þeir standa á því fastar en fótunum að títtnefnd verksmiðja framleiði lyf og ann- að ekki, staðhæfingar um efna- vopn séu uppspuni frá rótum. Engu að síður hafi þeir um skeið búist við loftárásum Bandaríkja- manna á mannvirki þetta og ljóst megi vera að árásin á þoturnar tvær sé undanfari annarra og meiri tíðinda. Formælandi Hvíta hússins lýsti yfir því í gær að tvær F-14 þotur bandaríska flotans hefðu skotið eldflaugum að tveim líbýskum MIG-23 þotum á alþjóðlegri sigl- ingaleið og grandað þeim eftir að þær hefðu látið ófriðlega og gert sig líklegar til árása. Bandarísku þoturnar hefðu snúið heilu og höldnu að flugvélamóðurskipi sínu. Skipverjar hefðu séð í sjón- aukum hvar líbýsku flugmennirn- ir svifu niður í fallhlífum. Reuter/-ks. Angóla UNITA lýsir yfir sigrum í tilkynningu frá angólsku upp- reisnarhreyfingunni UNITA seg- ir, að liðsmenn hennar hafi frá því á jóladag tekið tvær smáborg- ir, Quibocolo í nyrsta hluta lands- ins og Ussongue í miðju landi, og fellt við þessi tækifæri og fleiri 29 hermenn Angólustjórnar. Sjálfir segjast UNITA-menn ekki hafa látið nema fjóra menn fallna í bardögum þessum. UNITA er iðin við að senda fréttamiðlum frásagnir af hern- aðaraðgerðum sínum, en umdeilt er hvað hæft sé í þeim. Hreyfing þessi er ekki aðili að samningi þeim, er nýlega var gerður að til- stuðlan risaveldanna til að binda endi á stríðið í Angólu, og hefur lýst því yfir að hún muni halda áfram hernaði gegn stjórn lands- ins. Reuter/-dþ. Afganistan Bregðumst ekki Najibullali Skæruliðar taka samninga við Kabúlstjórn ekki í mál og hyggjast kveðja saman bráðabirgðaþing Júlí Vorontsov, fyrsti aðstoðar- utanríkisráðherra Sovétríkj- anna og ambassador þeirra í Ka- búl, kom til Pakistan í gær þeirra erinda að ræða við forustumenn þeirra afgönsku skæruliðasam- taka, sem bækistöðvar hafa þar- lendis. Hefur Vorontsov undan- farið verið á faraldsfæti í við- ræðum við ýmsa aðila í þeim til- gangi að reyna að koma á ein- hverskonar samkomulagi með skæruliðum og Kabúlstjórn Naji- bullah forseta, sem Sovétmenn styðja. Vorontsov kvað Sovétmenn reiðubúna að viðurkenna nýja Afganistansstjórn, er mynduð yrði á breiðum grundvelli. Virð- ist með því vera átt við að Naji- bullah og fylgismenn hans verði þar með, því að ráðherrann kvað ekki til greina koma að Sovétrík- in gæfu Kabúlstjórnina upp á bát- inn. Skæruliðasamtökin hafa til þessa ekki tekið í mál neinar samningaviðræður við Najibull- ah og segja að stjórn hans muni falla jafnskjótt að Sovétmenn verði á brott með her sinn úr Af- ganistan, en samkvæmt gerðum samningi eiga síðustu sovésku hermennirnir að vera farnir það- an 15. febr. n.k. Najibullah lýsti í s.l. viku einhliða yfir vopnahléi, en skæruliðar segjast ætla að halda áfram hernaðaraðgerðum eigi að síður. Sibghatullah Mojaddidi, sem um áramótin tók við formennsku fyrir bandalagi sjö skæruliðasam- taka, er bækistöðvar hafa í Pak- istan, segir skæruliða hafa níu tí- undu hluta Afganistans á sínu valdi og muni samtök þeirra í þessum mánuði útnefna menn á bráðabirgðaþing, er starfa muni þangað til hægt verði að hafa al- mennar þingkosningar. Reuter/-dþ. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.