Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 14
Bjór- daga- tal Nú eru aðeins 55 dagar þang- að til hægt veröur að kaupa bjór hjá Á"FVR og verður vart við skjálfta hjá mörgum bjórsinnan- um en um leið fer kaldur hrollur um stúkumenn. Fyrir þeim er samþykkt Alþingis að leyfa bjór- inn hneyksli og skömm sem seint verðurafmáð. Til að létta sér biðina þessa 55 daga hafa hörðustu bjórsinnar útbúið handa sér sérstakt bjór- dagatal og er hugmyndin sótt í jóladagatölin sem vinsæl eru hjá bömunum síðustu vikurnar fyrir jólin. Á bjórdagatalinu er hver dagursem flöskutappi og opnast ekki nema meö-aðstoð upptak- ara. í staðinn fyrir bita af súkku- laði er inni í bjórdagatalinu mynd af sérútvöldum bjórtegundum allt eftir smekk þess sem bjó til daga- talið. Á síðasta degi dagatalsins er svo haganlega komið fyrir staupi sem inniheldur einn væn- an sopa af þeirri bjórtegund sem viðkomandi finnst best og sterk- ust. Verði sopinn til þess að kveikja löngun eftir meiri bjór er ekkert auðveldara en að kaupa hann í næstu versjun ÁTVR. Þar sem bannað er að auglýsa bjórinn eru þessi bjórdagatöl ekki til sölu enda ekki fjöldaframleidd fyrir almenning. Þó berast f regnir um ótrúlega útbreiðslu þeirra um land allt. Að vonum leggst þetta tómstundagaman illa í bindindis- menn landsins þar sem þarna er á ferðinni lúmsk aðferð til að vekja spennu og óþarfa athygli á þessum vágesti sem þeirtelja að bjórinn sé. Þrátt fyrir skömm og and- styggð bindindismanna á bjór- dagatalinu er ekki búist við að þeir grípi til gagnaðgeröa enda erfitt að henda reiður á hvernig hægt er að koma þeim við. Á meðan þeir eru að hugsa sitt ráð með höfuðin í bleyti fækkar bjór- lausum dögum óðfluga. Vítt og breitt um landið eru iðnaðarmenn á útopnu við að standsetja skemmur, kofa og kjallara sem bjórkrárog þegareru öll borð upppöntuð hjá þeim krám sem lifðu af bjórlíkisbannið sællar minningar. -grh ÍDAG er 5. janúar, fimmtudagur í elleftu viku vetrar, sextándi dagur mör- sugs, fimmti dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 11.14 en sest kl. 15.53. Tungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Stjórnarskráin tekur gildi 1874. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Uppstillingarnefnd Dagsbrún- ar hefur nú lagt fram tillögur sínar. Þær miða að því að skapa einingu íverkalýðsfélögum undir stjórn hæfustu manna þeirra. Chamberlain vill rétta Franco hernaðarréttindi. Hann krefst þess, að Mussolini kalli heim 5 þúsund hermenn, en hafnar landakröfum ítala. UM UTVARP & SJONVARP Quislingmálið Sjónvarp kl. 21.50. Quisling málið. í kvöld verður sýndur fyrsti þáttur í fjögurra þátta röð norska sjónvarpsins um Vidkun Quis- ling, foringja nasistastjórnarinn- ar í Noregi á stríðsárunum. Þætt- irnir eru byggðir á réttarhöldun- um yfir Quisiing sem tóku um hundrað klukkutíma - þættirnir eru þó bara fjórir tímar. í réttar- höldunum var öllu lífshlaupi Qu- islings velt upp smám saman, bæði einkalífi hans og opinberu lífi, eins og fram kemur í þáttun- um. Myndin hér fyrir ofan er af hinum raunverulega Quisling fyrir rétti árið 1945, en í þáttun- um er hann leikinn af Finn Kval- em. í dag bendum við á: Rás 1 kl. 13.35. Æfingatími. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson byrjar lestur þýðingar sinnar á nýlegri skáldsögu eftir norska rit- höfundinn Edvard Hoem sem fæddist árið 1949. Titill sögunnar vísar til æfingatíma í leikhúsi þar sem sagan gerist. Sjónvarp kl. 19.00. í skugga fjallsins helga. Fyrsti þáttur af þrem um náttúru, dýralíf og mannlíf í Japan. Rás 1 kl. 20.30. Sinfóníuhljóm- leikar. Spennandi tónleikar í beinni útsendingu þar sem ungur píanóleikari, Guðmundur Magnússon, leikur píanókonsert nr. 1 eftir Beethoven. Rás 1 kl. 21.25. Af mannavöld- um. Geirlaug Þorvaldsdóttir les sögu úr bók Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur, Af mannavöldum. Rás 1 kl. 22.20. Tyrkland. Fyrri þáttur í umsjón Helgu G. Jónas- dóttur. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. G ARPURINN Þetta er Jörðin! Bráðum verðum við komnir heim. - m ^ * KALLI OG KOBBI FOLDA Haldiði nokkuð að það gæti verið að pabbar okkar og mömmur fengju gjafmildissnert... 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.