Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 7
VIÐHORF Spaug eða alvara? Jakobína SigurðarcLóttir skrifar Það er ekki oft sem ég endist til að lesa ritsmíðar Þjóðviljans enda orðin þollítil við lestur blaða. í dag 2. janúar brá ég þó á að bæta ráð mitt og athuga hvað spekingar nútímans hefðu að segja við þessi forkostulegu „vinstristjórnaráramót" - og sýndist þar margt torskilið. En einna torskildastur fannst mér þó pistill Ólafs Hauks Símonarsonar skálds. Skildi ekki hvort um var að ræða spaug eða alvöru. Hvort heldur kann að vera, hefur þeim ágæta skáldskaparhöfundi mis- tekist að skrifa fyrir alþýðufólk, hafi ætlun hans verið sú. Eigi ritsmíðin að heyra undir spaug, munu þeir heyra til ein- hverri einangraðri klíku sem það spaug skilja og kunna að njóta. En sé hann að tjá meiningu sína í alvöru þá lýsir þessi ritsmíð meiri mannfyrirlitningu gagnvart einni alþýðustétt íslensks samfélags en ég minnist að hafa séð .lengi á prenti. Og slíkri dýrkun á valdi peningsins að ég trúi því varla að rithöfundur á aldri höfundar, og það höfundar sem mér hefur á margan hátt fundist gagnrýninn á samfélag okkar og lífsstíl nútím- ans í verkum sínum, geti sett fram í alvöru. Það skal strax tekið fram að svo sannarlega er ég ekki andvíg því að heimskulegri forustu bænda- stéttarinnar sé sendur tónninn. En það steðjar önnur og alvar- legri hætta að þessu auma landi en styr milli sauðkindarinnar og þeirra þéttbýlismanna sem eiga sumarbústaði hér og hvar um landið. Sauðskepnunni er ekki lengur haldið til beitar á vetrum sem áður tíðkaðist og hjálpaði við að eyða skógviði, einmitt brumknöppunum, lágviðinu með meiru, sem Ólafur Haukur Símonarson þekkir eflaust enn betur en ég, þar sem hann hefur slíkan áhuga á gróðureyðingu sem ég álít að hann og ég hljótum að vera álíka hrædd við. Ég er hins vegar miklu hrædd- ari við túrismann og þá eyðilegg- ingu sem virkjanir og vegagerð hér og þar um landið hafa valdið og munu halda áfram að valda ef ekkert fæst að gert og enginn vill eða treystir sér til að taka þar í taumana. Nú skal ég einnig taka það fram að sem einstaklingur er ég andvíg því að framleidd sé niðurgreidd vara, hvort heldur er matvara eða sú sem ætluð er til andlegrar neyslu. En í nútíma samfélagi - ekki síst smáþjóðar eins og okkar íslendinga - er víst ekki auðvelt að komast af- lifa af án hvers konar styrkja og niður- greiðslna þó ekki sé til útflutn- ings nema að takmörkuðu leyti. En hættulegri en allt af því tagi, hættulegri en sjálf sauðskepnan, er þó mannfyrirlitningin. Hvort heldur það eru nú bændagreyin, fiskverkunarfólk, verksmiðju- þrælar, fóstrur, heimavinnandi húsmæður (sem ganga eiginlega næst sauðkindinni svona í umtali menningarvita), eða sauðkindin sjálf sem í spaugi Ólafs Hauks Símonarsonar virðist sett skör hærra en bændur, því henni á að lóga fyrir skemmdarverkin, en bændur að leika trúða til skemmtunar sumarbústaða- eigendum, í þeim bæ sem ef til vill stendur mér engu fjær en aðrir hlutar þessa okkar að mínu viti ágæta lands, þótt ég eigi hvorki sumarbústað né sauðskepnu. Jakobína er rithöfundur og bóndakona í Mývatnssveit. „En einna torskildasturfannstmérþó pistill Ólafs Hauks Símonarsonar skálds. Skildi ekki hvort um var að rœða spaug eða alvöru. “ „Æðri“ og „óæðri“ íþróttir Stefán Ingólfsson skrifar Við val íþróttamanns ársins ríkja fordómar og þröngsýni. íþróttafréttaritarar velja karl- menn úr „viðurkenndri“ íþrótta- grein til að bera þennan titil. Konur, unglingar, fatlað fólk og karlmenn sem ekki leggja stund á frjálsar íþróttir, knattspyrnu, handknattleik, sund eða kraft- lyftingar eru útilokuð frá titlin- um. Verðlaunahafar á ólympíu- leikum og heimsmethafar koma ekki til greina ef þeir leggja stund á „óæðri“ íþróttir. „Merkilegustu“ íþróttirnar í fjölmiðlum er fjallað um ótrúlega fáar íþróttir. Afrekum unnum í þeim eru gerð góð skil en tæplega minnst á árangur í öðr- um. Þær teljast „merkilegri“ eða „æðri“ en hinar. Mat íþrótta- fréttaritara kom berlega í ljós við kjör íþróttamanns ársins 1984. Það ár náði okkar fremsti júdó- maður, Bjarni Friðriksson, að vinna til bronsverðlauna á ól- ympíuleikunum í Los Angeles. Það var besti árangur sem ís- lenskur íþróttamaður hafði náð í aldarfjórðung. Eftir að hafa fylgst með ólympíuleikunum í september síðastliðnum blandast víst fáum hugur um að verðlaun á ólympíuleikunum taka öðru fram ííþróttum. Að mati íþróttafrétta- ritaranna 1984 var júdó hins veg- ar ekki nógu merkileg íþrótt. í kjöri íþróttamanns ársins dugðu ólympíuverðlaun Bjarna honum ekki til að hljóta titilinn. Hann lenti í öðru sæti á eftir knatts- pymumanninum Ásgeiri Sigur- vinssyni. Ásgeir átti gott ár í þýsku knattspyrnunni 1984 en var þó ekki að mati þarlendra fréttaritara besti leikmaðurinn. í kjöri knattspyrnumanns Evrópu 1984 var Ásgeir heldur ekki á meðal 10 bestu. Framganga Bjarna í júdóíþróttinni tók fram árangri Ásgeirs í knattspymunni. Að verða þriðji á ólympíuleikum er betra en að ná hvorki 10. sæti í Evrópu né vera bestur í sinni deild. Með því að kjósa Bjarna í annað sæti fólst yfirlýsing um að knattspyrnan væri ólíkt merki- legri íþrótt en júdó. Valdar greinar Frá upphafi hafa karlar sem keppa í örfáum íþróttagreinum dæmis unnið sigur á merkum mótum eða verðlaun á ólympíu- leikum. íþróttamenn í þriðja flokki þurfa að vinna til gullverð- launa á ólympíuleikum eða heimsmeistaratitil til að koma til greina sem íþróttamenn ársins. Um það ber kjörið 1984 vitni. Af nýafstöðnu kjöri má álykta að keppendur í íþrótt í fjórða flokki vegar frá fyrstu tíð talið kvenna- íþróttir óæðri karlaíþróttum. Hver náði lengstá árinu? ' Árangur íþróttamanna í hinum „viðurkenndu" greinum var að flestra mati slakur á nýliðnu ári. „Ef íþróttir fatlaðra eru á annað borð teknar með í kjöri íþróttamanns ársins og njóta einhvers sannmælis hefur Haukur Gunnarsson unnið bestu afrek íslenskra keppnismanna árið 1988“ verið kosnir íþróttamenn ársins. Frjálsar íþróttir, knattspyma, handknattleikur, sund og kraft- lyftingar eru taldar framar öðrum greinum. Úr hópi iðkenda þeirra velja íþróttafréttaritarar íþrótta- mann ársins. 94% verðlaunahafa eru karlar sem keppa í þessum greinum. Miðað við reynslu undanfarinna áratuga virðast íþróttafréttaritarar flokka íþrótt- ir eftir „mikilvægi“ í fjóra flokka. í fyrsta flokki em knattspyrna, handknattleikur, frjálsar íþróttir, kraftlyftingar og sund. í öðrum flokki em körfuknattleikur, íþróttir unglinga og kvennaí- þróttir. í þriðja flokki em blak, badminton, skíðaíþróttir, tennis, ólympískar lyftingar, júdó, fim- leikar, siglingar, borðtennis, golf, karate og fleiri greinar. Loks falla í fjórða flokk íþróttir eins og íslensk glíma, hestaíþrótt- ir og íþróttir fatlaðra. Við kjör íþróttamanns ársins em valdir keppendur úr fyrsta flokki. íþróttamenn úr öðmm flokki koma einnig til greina við valið ef þeir hafa staðið sig afburðavel, til geti alls ekki náð kjöri. íþróttirn- ar eru ekki nógu „mikilvægar" að mati íþróttafréttaritara til að rétt- læta að íþróttamenn sem þær stunda hljóti kosningu. Þá gildir einu hversu glæsileg afrek þeir hafa unnið. Karlaíþróttir eingöngu Áhugi íþróttafréttaritara tak- markast ekki aðeins við örfárar íþróttagreinar. Hann er einnig bundinn við annað kynið. Frá upphafi hefur íþróttamaður árs- ins verið kjörinn 33 sinnum. í öll þessi skipti nema eitt hefur karl- maður verið kjörinn. Ein kona náði kjöri fyrir hálfum öðrum áratug. 97% af íþróttamönnum ársins em karlar. Þó að meira fari fyrir körlum en konum í íþróttum er með eindæmum að ekki hafi fleiri konur hlotið titilinn. Ástæð- an er varla að konur hafi náð jafn slökum árangri og kjörið ber vitni. íþróttafréttaritarar sem flestallir eru karlmenn hafa hins Flestir landsmenn felldu dóm sinn fyrir framan sjónvarpsskjá- inn í beinni útsendingu frá ól- ympíuleikunum. Frammistaða ís- lensku keppendanna í þeirri raun var ekki það góð að ástæða væri til að verðlauna þá fyrir afrekin. Bestu afrekin á árinu unnu skák- menn og fatlaðir íþróttamenn. Skákmenn em ekki í íþróttasam- bandi Islands, ÍSÍ, og ekki venja að taka þá með í kjöri íþrótta- manns ársins. Fréttaritarar taka hins vegar tillit til fatlaðra íþróttamanna í kjörinu. Af þeim náði einn svo góðum árangri að betra verður tæplega gert. Hann setti heimsmet og vann til gullverðlauna og silfurverðlauna á Heimsleikum fatlaðra. Þessi afrek vom unnin í íþróttagrein- um sem hörð keppni er í og marg- ir keppendur. Ef íþróttir fatlaðra eru á annað borð teknar með í kjöri íþróttamanns ársins og hjóta einhvers sannmælis hefur Haukur Gunnarsson unnið bestu afrek íslenskra keppnismanna árið 1988. íþróttafréttaritarar leggja fatlaða íþróttamenn hins vegar ekki að jöfnu við aðra. Af þeim sökum kom Haukur Gunn- arsson ekki til greina sem íþrótta- maður ársins 1988. Fordómar og þröngsýni Fyrir fjórum ámm, 1984, gengu íþróttafréttaritarar fram af flestum landsmönnum þegar þeir deildu út titlinum íþróttamaður ársins. íslendingar vom stoltir af ólympíuverðlaunum Bjama Friðrikssonar. Eitt dagblaðanna, DV, tilnefndi hann mann ársins. Bjarni keppti hins vegar ekki í nægilega „merkilegri“ íþrótta- grein. Sem dæmi um mat frétta- ritaranna má nefna að fréttamað- ur Ríkisútvarpsins setti han í 3. sæti og sjónvarpið í 2. sæti. íþróttafréttamenn dagblaðsins sem tilnefndi Bjarna mann ársins 1984 röðuðu honum í 2. sæti. í kjörinu kom í ljós að mat íþrótta- fréttaritaranna var ekki það sama og almennings. Bjarni Friðriks- son var íþróttamaður íslendinga. Sama virðist vera uppi á teningn- um nú ef marka má undirtektir fólks. Það verður að gagnrýna tvöfeldni íþróttafréttaritara. Annars vegar hafa þeir Hauk á listanum til að veita honum viður- kenningu. Hins vegar segja þeir að íþróttir fatlaðra verði ekki mældar á sama kvarða og aðrar íþróttir. Það jafngildir þvf að af- rek hans eru mæld með öðrum kvarða en hinna. Fatlaðir hafa í áraraðir barist fyrir því að verða taldir gjaldgengir á jafnréttis- grundvelli innan íþróttahreyfing- arinnar. Með þessu kjöri er þeim gerð minnkun. í kjörinu felast þau skilaboð til fatlaðra að þeir fái að vera með en á toppinn verði þeim aldrei hleypt. Fatlað- ur maður geti ekki borið svo merkan titil. Kjör íþróttamanns árins 1984 bar vott um þröngsýni. Kjörið 1988 endurspeglar for- dóma. Stefán er verkfræðingur og fyrr- verandi formaður Körfuknatt- leikssambands íslands. Fimmtudagur 5. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.