Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Hvernig líst þér á sam- eiginlega fundaherferð A-flokkanna? Þórunn Selma Benedikts- dóttir, nemi „Ég er svo innilega ópólitísk að ég hef lítið hugsað um það.“ Kristrún Helgadóttir, verslunarmaður „Mér finnst að þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin séu svo ólíkir að ég hef ekki trú á að flokkarnir eigi eftir að sameinast upp úr þessu. “ Jón Jónsson, fyrrv. forstj. Hafrannsóknastofnunar „Ég á bágt með að trúa að nokk- uð komi út úr því, en mér finnst sjálfsagt að þessir menn upplýsi þjóðina um skoðanir sínar." Kristín Einarsdóttir, verslunarmaður „Ef þá langar til að halda ræður í einhverri nostalgíu í samkomu- húsinu á ísafirði þá er það allt í lagi, en ég hef ekki trú á að eitthvað meira komi út úr þessu.“ Troels Bendtsen, verslunarmaður „Ég veit það svei mér ekki, en varla getur ástand flokkanna versnað við þetta." biómnuiNN Fimmtudagur 5. janúar 1989 3. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Islendingar styrkja byggingu kvennahúss á Grænhöfðaeyjum Dóra Stefánsdóttir:Mikilþörfá að hjálpa konum því neyð þeirra er mikill Dóra Stefánsdóttir sem nú stundar námíþróunarmál- um í Danmörku segist vonaaðís- lendingartaki sig núáíþeimmálum ogstandivið þau fyrirheitsemgefin voru fyrir nokkru um framlag is- landstil þeirra. Mynd Jim Smart. Víða þarf að bera vatn langa vegu á Grænhöfðaeyjum, en vatnsskorturer eitt af alvarlegustu vandamálum eyjaskeggja. skyidi að. Þó fslendingar búi nú við hagstjórnarkreppu og eitt- hvað minna sé um peninga hér um stund er það skammarlegt að þjóð eins og við sem erum með þeim ríkustu í heimi skulum skera niður framlag til hjálpar því fólki sem stöðugt býr við hungur- mörkin, að hluta til vegna van- þekkingar, þannig að auðvelt er að hjálpa því úr þeim vítahring sem það býr við, sagði Dóra. Hún vonast til að eiga eftir að vinna að þróunaraðstoð á vegum íslend- inga þegar hún hefur lokið námi eftir nokkur ár. Þetta kvennahús sem nú er ver- ið að byggja á Grænhöfða- eyjum er fyrst og fremst ætlað konum sem vilja leita sér aukinn- ar menntunar. Hvort heldur sem er í lestri og skrift, matargerð umönnun barna, og öðru sem snertir daglegt líf þeirra, sagði Dóra Stefánsdóttir, en hún dvaldi um þriggja mánaða skeið á Grænhöfðaeyjum á nýliðnu ári, á vegum Þróunarsamvinnustofn- unar íslands. Dóra stundar um þessar mund- ir nám við Hróarskelduháskóla, en nýlega hófst það kennsla í námsgrein sem kennd er við þró- unarmál. En tilgangur hennar er að mennta fólk til að sinna af meiri þekkingu aðstoð við þróun- arlöndin. - Mér finnst sú starfsemi sem nú er í gangi á vegum Þróunar- samvinnustofnunar íslands á Grænhöfðaeyjum mjög merki- leg. Það hefur sýnt sig að við eigum auðvelt með að vinna með eyj arskeggj um og ég hef þá trú að þetta starf sem unnið er þarna, eigi eftir að skila sér í betri lífs- kjörum íbúa Grænhöfðaeyja, sagði Dóra. Hún sagði að mikið hefði verið rætt um þá fiskveiði- aðstoð sem íslendingar veita íbú- unum, en minna rætt um aðra að- stoð sem veitt er, td. uppbygg- ingu kvennahússins. - Hlutur kvenna er vægast sagt æði bágborinn á eyjunum. Konur í sveitum eru þær sem verst eru staddar. Þær hokra á smáskikum oftar en ekki karlmannslausar með barnaskarann, þræla frá því fyrir sólarupprás og langt fram yfir myrkur. Samt geta þær varla fætt sig og sína nema með herkj- um. A Grænhöfðaeyjum er það mjög algengt að feður yfirgefi bæði börn sín og eiginkonu og flytist til annarra eyja eða til út- landa. Og þar sem sjaldan hefur verið um formlega hjónvígslu að ræða fá þær ekki meðlag með börnunum eða annað frá föðum- um. - Það er fyrst og fremst þessum konum, sem samtökin sem eru að byggja húsið vilja hjálpa, konum sem eiginmennirnir hafa skilið eftir með börnin. Þarna verður einnig veitt aðstoð til að leysa úr ýmsum viðkvæmum málum eins oggetnaðarvörnum, hjálpámeð- göngu, einnig veitt aðstoð við brjóstagjöf, en þó nokkur hluti barna á eyjunum líður næringar- skort. Oft stafar hún ekki bara af fátækt heldur líka af vanþekk- ingu mæðranna, sagði Dóra Hún sagði að nokkur önnur sams konar hús væru á eyjunum og það hefur sýnt sig að það er mikil þörf fyrir þau. Húsið sem íslendingar styðja byggingu á verður tilbúið í vor og verður það mikil framför fyrir konur í ná- grenninu. Alls hefur Þróunars- amvinnustofnunin veitt þremur miljóna kr. til þessa verkefnis en þá á eftir að innrétta það og kaupa búnað. Dóra sagði að nú störfuðu um fjórir íslendingar á eyjunum en þegar flest var þar í sumar hefðu dvalið það um 15 manns. íbúar Grænhöfðaeyja eru um 400.000 og lifa þeir aðallega á landbún- aði. Um 70% þjóðartekna þeirra kemur frá útlöndum i formi þró- unaraðstoðar eða frá fólki sem flust hefur frá eyjunum til starfa erlendis vegna slæms atvinnuást- ands heima fyrir. Aðal vandamál eyjaskeggja er skortur á vatni. Á Grænhöfðaeyjum rignir nær aldr- ei, þannig að vatnsöflun er mjög erfið. - Ég ætla að vona að íslending- ar taki sig nú á og auki þróunar- aðstoð sína. Það er sorglegt til þess að vita að fyrirhuguð aðstoð á þessu ári er aðeins einn tíundi þess sem var samþykkt að stefnt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.