Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 6
íslendinga eru nú áskrifendur að spariskírteinum ríkissjóðs. Sparnaðarvilji almennings hefur gert skuldabréfum íslenska ríkis- ins kleift að leysa erlend lán af hólmi. Þegar forræði frjálshyggjunnar var í hávegum haft voru raun- vextir gráa markaðarins frá 12 og upp í 20% og á spariskírteinum ríkissjóðs og í viðskiptabönkun- um á bilinu 8-11%. Raunvextir gráa markaðarins hafa nú hrunið, spariskírteini ríkissjóðs seljast vel á 6% vöxtum og hægt og bít- andi verða viðskiptabankarnir dregnir inn á hinn nýja eðlilega grundvöll vaxtastigsins. Raun- vextir í íslenska hagkerfinu eru nú að verða svipaðir og í helstu viðskiptalöndum okkar. Hallinn á vöruskiptum þjóðar- innar við umheiminn er horfinn. í fyrsta skipti síðan 1986 verður vöruskiptajöfnuður íslendinga gagnvart útlendingum nú já- kvæður, um yfir 5 milljarða króna. Erlend skuldasöfnun er að stöðvast. Við kaupum lífskjör okkar í dag ekki lengur því verði að börnin okkar borgi þau á morgun. Björgunarstarf Þrátt fyrir samdráttarskeið og erfið ytri áföll hefur engu að síður tekist að hamla gegn aukinni verðbólgu. Það er nánast eins- dæmi í okkar sögu að slíkt takist á samdráttartímum. Það er mikilvæg staðreynd að Alþýðubandalagið hefur gegnt forystuhlutverki við að koma í veg fyrir verðbólgusprengingu, færa vextina niður, skapa jöfnuð í vöruskiptum við útlönd, ná nýju jafnvægi í peningakerfi lands- manna og fjármagna halla ríkis- sjóðs hjá okkur sjálfum í stað þess að skrifa hjá erlendum bönkum skuldir sem kynslóðum næstu aldar væri ætlað að greiða. Vissulega var minnkandi kaupmáttur óhjákvæmilegur þáttur í þessu erfiða björgunar- starfi. Fimm ára forræði Sjálf- stæðisflokksins í landsstjórn ís- lendinga, gjaldþrot frjálshyggj- unnar í atvinnulífi okkar hafði brotið allar stoðir sem kaupmátt- ur fyrri ára hvfldi á. Það var blekkingin um gósenland gróða- hyggjunnar sem kostaði Iauna- fólkið miklar fórnir. Almenning- ur í Iandinu hefur vissulega tekið mikinn þátt í björgunarstarfinu. Stundum verður um skamma hríð að færa fórnir sem um lengri framtíð skapa bættan hag og betri skilyrði. I björgunarstarfinu miðju hefur okkur þó tekist að knýja fram margvíslegar aðgerðir til jöfnunar sem í senn eru í sam- ræmi við stefnu Alþýðubanda- lagsins á liðnum árum og sýna í verki viljann til að hlífa þeim sem erfiðast eiga. Kaupmáttur varinn Kaupmáttur þeirra sem lægst hafa launin hefur verið varinn á þann hátt að hækkanir á verðlagi algengustu matvæla hafa orðið minni en breytingar á kaupi. Markmiðinu sem sett var í kjara- samningi ríkisins við BSRB um að tryggja kaupmátt þess hluta félagsmanna sem lægst hefðu launin hefur verið náð á þann veg að röskur fjórðungur félaga BSRB verður í lok samningstím- ans með meiri kaupmátt en í upp- hafi. Við breytingu frá söluskatti til virðisaukaskatts hefur tekist að ná fram verulegum áfanga til að lækka skatta á matvælum í sam- ræmi við þær kröfur sem Alþýðu- bandalagið hefur árum saman sett á oddinn. Sú breyting kemur fyrst og fremst hinum barnmörgu heimilum lágtekjufólks og ein- stæðra foreldra til góða. Matar- reikningurinn skipar þar hærri sess í útgjöldum heimilanna held- ur en hjá hinum efnameiri. Afnumin verða þau forréttindi fjármagnseigenda að geta notið á skattfrjálsan hátt gróðans af fjármagninu einu saman á meðan launafólk skilar sínu til sameigin- legs sjóðs landsmanna allra. ís- land hefur nú um árabil verið eina ríkið á Vesturlöndum sem skapar fjármagnsöflunum slíka skattaparadís. Skattlagning fjár- magnstekna til jafns við launa- vinnu er í raun svo sjálfsögð rétt- lætiskrafa að undrun sætir að Sjálfstæðisflokkurinn og Kvennalistinn skuli ætla að leggj- ast gegn þeirri breytingu sem okkur hefur nú tekist að fá sam- starfsflokka okkar til að fylgja fram. Félagslegar íbúðarbyggingar, kaupleiguíbúðir, Búsetaíbúðir og verkamannabústaðir eru nú smátt og smátt að fá þann forgang í húsnæðiskerfi landsmanna sem er forsenda þess að hægt sé að útrýma misréttinu sem ríkt hefur í húsnæðiskerfi íslendinga í ára- tugi. Slík áherslubreyting í hús- næðismálum er stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Um næstu áramót fær Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga nýtt hlutverk og verður samkvæmt fjárlögum næsta árs í fyrsta sinn um langan tíma með óskertu fra- mlagi ríkisins. Þessi breyting er- slík hagsbót fyrir smá og meðal- stór sveitarfélög í landshlutunum öllum að kunnugir telja að hún jafngildi 10-15% tekjuauka hjá mörgum þeirra. Hvert og eitt af þessum skref- um, hvað þá heldur þau öll, er umtalsverður áfangi í átt að auknum jöfnuði í okkar þjóðfé- lagi. Þannig hefur tekist þrátt fyrir glímuna við efnahagserfið- leikana miklu að ryðja brautina fyrir auknu jafnræði og réttlæti í íslensku samfélagi. Árangur Alþýðubandalagið getur því vissulega að Ioknu einu ári litið til baka. Við höfum náð margvís- legum árangri, sem sjá má í verki um allt samfélagið. Sá árangur birtist ekki aðeins í þeirri endurreisn efnahagslífsins sem nú er smátt og smátt að sjá dagsins ljós, ekki aðeins í þeim margháttuðu aðgerðum til jöfn- unar sem ég hef nú nefnt, heldur einnig í margvíslegum breyting- um á öðrum sviðum þjóðlífsins. Forræðisfjötrar frjálshyggj- unnar ógna ekki lengur skóla- kerfi landsins. Sú miðstýrða innræting sem ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins ætluðu að ryðja braut inn í skólakerfið, mennta- stofnanir íslendinga, hefur nú vikið fyrir valddreifingu og víð- tækri þátttöku hundruða kenn- ara, nemenda og foreldra, í að móta nýja skólastefnu. íslensk menning og tunga, málrækt og varðveisla sögulegra minja, hafa hlotið nýjan sess, hugmynda- auðgi og framtíðarsýn móta nú verkefni dagsins. Stórtæk áform um byltingar- kenndar umbætur í samgöngum landshlutanna sem fundur þing- flokksins á Hallormsstað fyrir rösku ári setti á stefnuskrá, þessi áform eru nú orðin vegarnesti í verkáætlun næstu ára. Jarðgöng á Vestfjörðum og Austfjörðum munu færa byggðirnar saman og tryggja að bæirnir sem um árabil hafa sótt fengsælustu fiskimiðin muni áfram vera burðarásar í ís- lenskum útflutningi. Ákvörðun um stofnun um- hverfisráðuneytis sem í röskan áratug hefur verið baráttumál flokks okkar og margra fjölda- samtaka hefur nú verið formlega birt í stjórnarfrumvarpi á alþingi. Hið nýja ráðuneyti verður stað- festing á breyttu gildismati, ný- jum áherslum í þjóðlífi íslend- inga og afstöðu okkar til um- heimsins alls. Þannig mætti lengi telja stórt og smátt sem á einu ári hefur birt í verki stefnu okkar og lífssýn. Við höfum ekki látið hið erfiða björg- unarstarf á sviði efnahagslífs og atvinnumála koma í veg fyrir víð- tækar breytingar á öðrum sviðum þjóðlífsins. En nú eru senn að verða þátta- skil. Björgunarstarfinu er óðum að ljúka. Efnahagslífið er smátt og smátt að taka á sig svipmót stöðugleika og nýrra vaxtaskil- yrða. Með nýju ári verður raun- gengið komið á eðlilegan grund- völl, vöruskiptajöfnuður hag- stæður og jafnvægi í peningakerfi viðvarandi einkenni. Björgunar- sjóðirnir munu ljúka störfum. Verðbólgan á hægt og bítandi að hjaðna, og vextirnir að verða hin- ir sömu hér og í viðskiptalöndum okkar. Nýr grundvöllur Hið fyrsta verk, björgunin á slysstaðnum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hljóp frá, er því senn á enda. Nú þarf að skapa nýjan grundvöll, * nýjan grundvöll fyrir efnahags- legar framfarir, * nýjan grundvöll fyrir jöfnuð í lífskjörum og félagslegri þjón- ustu, * nýjan grundvöll að velferð al- mennings alls, * nýjan grundvöll sem tekur mið af breyttri heimsmynd, * nýjan grundvöll sem mótast af lærdómum sögunnar og verkefn- um framtíðar, * nýjan grundvöll sem skapar ís- landi traustan sess í samfélagi þjóðanna, * nýjan grundvöll sem varðveitir náttúru og umhverfi, * nýjan grundvöll sem setur af- vopnun í stað vígbúnaðar, * nýjan grundvöll þar sem lýð- ræði og jöfnuður leysa ríkisforsjá og gróðadans af hólmi. Verkefni okkar er að hafa for- ystu um að móta þennan nýja grundvöll. Átökin í íslenskum stjórnmálum á næstu árum munu fyrst og fremst snúast um við- brögðin við breyttri heimsmynd, milli þeirra sem horfa til framtíð- ar og hinna sem eru fjötraðir af fortíðinni, milli okkar sem viljum skapa nýjan grundvöll og hinna sem vilja halda aftur til þess þjóðfélags sem fimm ára forræði Sjálfstæðisflokksins skapaði í anda gróðahyggju og blindrar drottnunar peningaafla. í nýjum grundvelli eru manngildið og gæði jarðar hin æðstu gildi. f nýjum grundvelli eru lýðræðið - samstarf frjálsra einstaklinga hreyfiafl framfa- ranna, í nýjum grundvelli er vemdun lífríkisins á láði og legi æðsta boðorð mannkynsins alls. Hin breytta heimsmynd ryður braut fyrir nýjan grundvöll. Nýir tímar færa okkur öllum, flokki okkar og fjöldasamtökum fólks- ins sjálfs, það brýna verkefni að hafa forystu um að móta nýjan grundvöll að íslenskri framtíð. Verkefni landsfundar Á þessum landsfundi munum við draga útlínur hans og móta megináherslur. Við munum sýna hvernig hinn nýi grundvöllur birt- ist á öllum sviðum atvinnuvega og þjóðlífs, í sjávarútvegi, í land- búnaði og iðnaði, í velferðar- þjónustu og menntakerfi, í um- hverfisvernd og afvopnunarmál- um, á vettvangi lýðræðis og efna- hagslegs sjálfstæðis, í sam- skiptum við áifuna okkar, Evr- ópu, og reyndar heiminn allan. Nýr grundvöllur í íslenskum sjávarútvegi felur í sér þann hornstein fiskveiðistefnunnar að fiskimiðin séu sameign þjóðar- innar og arðurinn af nýtingu þeirra komi fyrst og fremst til byggðarlaganna og fólksins í landinu. Okeypis veiðikvóti sem seldur er í gegnum yfirverð á skipum skapar eigendum flotans óeðlilegan hagnað á kostnað heildarinnar. Fiskvinnslan þarf að eiga aðgang að því hráefni sem nú er flutt úr landi. Við eigum ekki að tryggja atvinnu í Hull, Grinisby og Bremerhaven, held- ur hér hjá okkur sjálfum. Skapa þarf grundvöll fyrir sérhæfni og verðmætaaukningu og færa þannig ný störf og þekkingu inn í landið. Utflutningur á fullunnum íslenskum sjávarafurðum á er- lenda markaði, eðlileg stærð flot- ans og skipulagning fiskvinns- lunnar í samræmi við þróun á er- iendum mörkuðum eru skilyrði þess að íslenskur sjávarútvegur geti haldið áfram að skapa þjóð- inni arð og landsmönnum öllum bætt lífskjör. Nýr grundvöllur í íslenskum landbúnaði þarf að fela í sér svæðaskipulag á framleiðslunni þar sem búgreinum er forgangs- raðað í samræmi við landkosti og markaðsmöguleika. Sérhæfing héraða til mjólkurvinnslu annars vegar og sauðfjárræktar hins veg- ar er forsenda þess að takist að draga úr hinum mikla tilkostnaði við framleiðslu íslenskra land- búnaðarafurða. Hagræðing í vinnslustöðvum og endurskipu- lagning milliliðastarfseminnar þarf að leiða til lækkunar á vöru- verði til neytenda. Víglínan um þær greinar sem verja á gegn innflutningi erlendra landbúnað- arafurða verður aldrei sett á raunhæfan hátt nema með víð- tækri endurskipulagningu land- búnaðarins í heild. Orkufrekur iðnaður í nýjum grundvelli felst einnig sú stefna að hugvit og þekking verði uppspretta gjaldeyris- sköpunar. I fjarlægum heimsálf- um er greitt hátt verð fyrir ráð- gjöf og þjónustu þeirra sem þekkingu hafa, reynslu og tækni- kunnáttu. Okkar litla þjóð ógnar engum og því standa okkur opnar dyr sem öðrum eru lokaðar. ís- lenskt hugvit, tæknikunnátta og þekking geta á næstu árum orðið traust markaðsvara jafnt í ná- grannalöndum sem í fjarlægum heimsálfum. Nýr grundvöllur íslensks iðn- aðar felur í sér að nýta hugvitið og tæknina til að vinna nýja markaði jafnt í Evrópu sem í fjar- lægum heimsálfum. Vélar og tæki í sjávarútvegi geta orðið öflugur útflutningsiðnaður ef markaðs- þekking og víðtækt samstarf út- flutningsfyrirtækja móta þróun- ina á næstu árum. En við þurfum líka að nýta ís- lenskar orkulindir til að efla al- mennan iðnað og reisa orkufrek iðjuver. Samstarf við erlend fyr- irtæki getur vissulega orðið þátt- ur í nýtingu orkunnar úr fallvötnunum ef það samstarf er byggt á raunhæfum samningum sem færa íslendingum umtals- verðan hagnað og tryggja um leið íslenska lögsögu, forræði ís- lenskra dómstóla, gildi íslenskra skattalaga og áhrif íslenskra stjórnvalda á stefnumótun fyrir- tækjanna. Eignarhaldið eitt og sér þarf ekki að vera úrslitaatriði ef annað er tryggt. Breytingarnar í hagkerfi heimsins sýna að form- leg meirihlutaeign í slíkum fyrir- tækjum getur skipt minna máli en önnur skilyrði. Orkuverð sem færir þjóðinni arð, skattar í sam- ræmi við íslenska löggjöf, lögsaga íslenskra dómstóla í deiluefnum, kröfur fslenskra eftirlitsstofnana um algjöra umhverfisvernd, áhrif á hagkerfið í heild og þróun ein- stakra byggðarlaga eru þeir þættir sem geta reynst afdrifarík- ari í mati á kostum og göllum ný- rrar stóriðju í okkar landi heldur en formskilyrðin sjálf um eignar- hlutfall. í tvo áratugi hefur Alúsviss leikið íslendinga grátt í krafti samningsstöðu sem allt frá upp- hafi hefur verið þjóðinni óhag- stæð. Síðustu vikur hafa enn á ný varpað skýru ljósi á óheilindi þessa sérícennilega fyrirtækis. Margt bendir til að Alúsviss hafi aldrei í alvöru viljað ræða við ís- lendinga eða fyrirtækin sænsku eða hollensku um nýja áfanga í orkufrekum iðnaði á íslandi. Hinn svissneski auðhringur vildi áfram sitja einn að íslenskum Hjá okkur færð þú, HLJÓMTÆKI, SJÓNVÖRP, MYNDBANDSTÆKI, TÖKUVÉLAR, HÁTALARA, AUGLÝSINGASTOFAN JURTI í stærri og betri verslun. Við bjóðum uppá vörur frá SANSUI, JVC, BONDSTEC, DANTAX, ELTA og FINLUX 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.