Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Heimspekilegt stofudrama Hin konan (Another Woman), sýnd í Regnboganum. Bandarísk, árgerð 1988. Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Framleiðandi: Robert Greenhut. Kvikmyndataka: Sven Ny- kvist. Aðalhlutverk: Gena Rowlands, Ian Holm, Mia Farrow, Gene Hac- kman, Blythe Danner. Woody Allen hefur gert eina kvikmynd á hverju ári frá 1977 ef árið 1981 er undanskilið. Vand- fundinn sá kvikmyndagerðar- maður sem gerir tólf kvikmyndir á jafn mörgum árum án þess að það komi sýnilega niður á gæðum myndanna. Þetta er umfram allt sérstaða Allens. Hann hefur óþreytandi energí og ímynduna- rafl sem lýsir sér ekki eingöngu í snjöllum sögum um lífið og tilver- una heldur ekki síður afbragðs meðferð hans á uppbyggingu kvikmynda. Allen hefur raunar að mínu mati verið undirmetinn hérlendis í gegnum tíðina og um tíma voru ekki sýndar myndir eftir hann í mörg ár. Það segir meira en mörg orð að þessi nýja mynd hans fór rakleiðis í lítinn sal án þess að hafa viðkomu í stærri salarkynnum. En Another Woman er sumsé enn ein myndin sem Allen hristir framúr erminni með ekki síðri ár- angri en fyrr. Allen hefur smám saman verið að þoka sér úr kóme- díunni yfir í þyngra drama og hafa ekici allir verið sáttir við þá tilhögun hans. Þrátt fyrir lof- Regnboginn Another Woman ★★★ (Hin konan) Woody Allen svíkur ekki meö þessu heimspekilega stofudrama. Hann segir skilið við kómedíuna og hefur náð betri tökum á gerð alvarlegri mynda. Sagan er snilldarvel skrifuð og samsetning snjöll f þessari litlu mynd um stór málefni. Gena Rowlands leiðir stórgóðan leikarahóp af mikilli fimi. Indiana Jones III ★★★ (Síðasta krossferöin) Indiana hefur aftur náð sér á strik eftir misheppnaða mynd númer tvö. Þessi er ferskari fantasía en áður og ekki versnar myndin á því að hafa Connery sem Dr. Jones eldri. En sértu að leita að rólegri stund með möguleika á heimspekilegum vangaveltum skaltu náttúrlega fara eitthvað annað. Pelle erobreren ★★★★ (Pelle sigurvegari) Þá er hún loks komin til Islands og þvílík kvikmynd! Sannarlega meistarverk ársins og það albesta sem komið hefur frá Dönum og jafnframt Norðurlöndum f mörg ár. Bille August hefur tekist að gæða fjórðung skáldsögu Nexös einstöku lífi með yndis- legri epískri frásögn. Samleikur Hvene- gárd og Von Sydows er með ólíkindum og kvikmyndatakan gullfalleg. Upplifun sem enginn má láta fara framhjá sér. Húrra fyrir Dönum. The Bear ★★★ (Björninn) Annaud kemur vissulega nokkuð á óvart með þessum óð sfnum til náttúrunnar en það verður ekki frá honum tekið að myndin er listavel gerð. Falleg og rómantfsk mynd og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega þá sem unna óspilltu náttúru- Iffi. Aðalleikararnir fara á kostuml Au revoir les enfants ★★★★ (Bless krakkar) Snjallt að endursýna þessa mynd sem var ein allra besta mynd síðasta árs. Gyð- ingaofsóknir nasista á stríðstímum eru hér séðar með öðrum hætti en venjulega, en síst áhrifaminni. Louis Malle kemur reynslu sinni af stríðsbrölti fram á einstakan hátt í gegnum barnslegan ungdóminn sem má ekki vamm sitt vita. Babette s gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Babetta býður enn til veislu sem enn stendur fyrir sínu þótt hún hafi staðið yfir f tæpt ár. Akaflega Ijóðræn og falleg mynd um allt sem viðkemur lífi og dauða, bók- stafstrú og ólfkum menningarheimum. Laugarásbíó Scandal ★★ (Hneyksli) Þegar einblínt er á minniháttar skandala verður stóri skandallinn útundan og mynd- in drukknar í smáatriöum. Samt er hún oft skemmtileg lýsing á tíðaranda síns tíma og stundum nær úrkynjuð hástéttin að hneyksla áhorfandann með kynórum sfn- um. En miklar kröfur heimta betri sögu- skoðun en þessa. Criminal Law ★★★ (Refsiréttur) öllu vitrænni tryllir en gengur og gerist þótt vissulega bregði fyrir gamalkunnum senum. Sagan gengur að mestu upp, en slíkt vill gleymast í myndum af þessari teg- und nú á dögum. Oldman sýnir á sér nýja og áður óþekkta uppahlið með ágætum árangri og Bacon er sannfærandi sýkópati. Kvikmyndatakan er virkilega frumleg og smart. Halloween IV 0 Ekki heldur fyrir gallhörðustu Hallow- een-aðdáendur. Bíóhöllin Cannonball Fever 0 (Á fleygiferð) Ég hélt að minnst áratugur væri liðinn frá því menn fengu leiða á þessum húmor. Metnaðarleysi f sinni verstu mynd. Batman ★★ Vinsældimar eru greinilega djörfu auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á sínar fyndnu hliðar þegar Jókerinn spriklar og sprellar, en annars nær Batman ekki uppí nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Ba- singer er ekki einu sinni sexf og þá er nú mikið sagt. Licence to Kill ★★★ (Leyfið afturkallað) Ein besta Bond-myndin í langan tíma. Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt frá hörkutóli til sjentilmanns. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp í Bond-ímyndinni með góðum árangri. Bíóborgin The Abyss ★★★ (Hyldýplð) Tæknilegt meistaraverk sem fer eilítið úr böndunum undir lokin sökum ótimabærra Spielberg-takta. Myndin er þó hin ágæt- asta skemmtun f hálfan þriðja tfma og vera gjörðina hér að ofan hafa þessar tilraunir hans verið nokkuð mis- jafnar og nægir að nefna myndina September sem dæmi um mis- heppnað stofudrama. En Allen lætur slíkt ekki á sig fá og tekst alveg ljómandi vel upp í þessari nýjustu mynd sinni (New York Stories er reyndar nýrri og verður sýnd hér innan skamms, en þar leikstýrir Allen við þriðja mann). Einsog nafnið gefur til kynna er kona höfuð persóna myndar- innar og er óhætt að segja að All- en hafi ávallt tekist vel upp þegar hann fjallar um konur. Gena Rowlands leikur miðaldra heimspeking sem er sérlega vel metin og virðist varla geta verið annað en hamingjusöm. Þegar hún sest niður við ritstörf leiðir hún hugann að lífi sínu og sér það í nýju ljósi. Hún sér að líf hennar er í raun innantómt og til- breytingarlaust en á í miklum erf- iðleikum með að breyta því. Þessi saga er alveg sérstaklega vel skrifuð, bæði hvað varðar tex- ta og fléttu í myndmáli og ein- lægari hefur Woody Allen líkast til aldrei verið. Enda þótt Anot- her Woman skoðist alls ekki sem gamanmynd er auðvitað stutt í húmorinn hjá meistaranum. En ánægjulegast er að Allen hefur náð góðum tökum á því formi sem drama kallar á, án þess að ofgera tilfinningalífið á nokkurn hátt. Stofudramað er síðan kór- ónað með útsjónarsamri kvik- myndatöku Sven Nykvist. Það kemur ekki á óvart að leikur er með mestum ágætum undir stjórn Allens, enda velur söguhetjanna neðansjávar er virkilega þrúgandi. Sjáir þú hana ekki á stóru tjaldi má draga amk. eina stjörnu frá. When I Fall in Love ★★ (Náin kynni) Hackford heldur sig enn við hetjur amer- íska draumsins, að þessu sinni án vemmi- legra stóráfalla nema ef vera skyldi of mikil nostalgía. Jessica Lange stendur uppúr ágætum leikarahóp og hrífur áhorfandann með sér. En þessi mynd er vitanlega ætluð engum öðrum en Kananum sjálfum. Dead Calm ★★ (Á síðasta snúningi) Þokkalegasti tryllir frá Ástralanum Philip Noyce og beitir hann öllu skemmtilegri vinnubrögðum en flestir kollega hans í Am- eríkunni í svona myndum. Samt nær hann ekki að toga myndina nógu langt uppúr meðalmennskunni og ýmsar athafnir aðal kvenpersónunnar eru með öllu óskiljan- legar. Lethal Weapon II ★ (Tveir á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssu- bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk- ert er þó verra en steingeldur söguþráður- inn sem allir hafa séð áður. Háskólabíó The Vidiot ★ (Stöð sex 2) Nokkrir stórgóðir brandarar koma frá háðfuglinum Vankovic en þeir fara heldur halloka fyrir endemis vitleysu. Stjörnubíó The Loverboy ★ Mætti ég þá allt eins biöja um ævintýri gluggahreinsarans. The Karate Kid III ★ (Karatestrákurinn 3) Þetta ku vfst vera hetjur ungra sveina f dag og veit það varla á gott nema þeir hlusti á spekina á bak við sportið. En mér leiðast framhaldsmyndir, sérstaklega þær sem gerðar eru eftir leiðinlegum myndum. Magnús ★★★ Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og jafnframt í hópi betri kvikmynda sem gerð- ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð auknum þroska sem listamaður og byggir mynd sína vel upp til að byrja með en ým- issa brotalama fer að gæta þegar leysa á úr vandamálum höfuðpersóna Oft yndis- legur gálgahúmor og Magnús er sannkölluð skemmtimynd fyrir alla aldur- shópa. hann í hlutverkin af kostgæfni. Ágætt var að Allen féll ekki í þá gryfju að skipa Miu Farrow í hlut- verk söguhetjunnar, en varla er veikan blett að finna í túlkun Rowlands. Aðrir leikarar eru ekkert nema fagmennskan. Það kemur reyndar ekki á óvart þegar Allen sendir frá sér enn einn gullmolann. Another Woman erí þeirra hópi, stutt og lítil mynd um stór og mikil málefni. SJONVARPIÐ Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1990 Ríkisútvarpið-Sjónvarp, auglýsir hér með eftir sönglagi til þátttöku í Söng- vakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1990, sem fram fer í Júgóslaviu 5. maí. Undankeppnin fer fram í Reykjavík í janúar og febrúar. Skilafrestur er til 15. desember 1989 Þátttökuskilyrði: Þátttaka er öllum opin. Laginu skal skila á nótum eða hljóðsnældu. Frum- saminn texti á íslensku skal fylgja. Lagið má ekki taka nema þrjár mínútur í flutningi. Lagið skal ekki hafa komið út á nótum, hljómplötum, snældum eða myndböndum, og það má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi. Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnefni höfundar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu fylgja með í lokuðu um- slagi merktu sama dulnefni. Sendi höfundur fleiri en eitt lag skulu þau send inn, hvert fyrir sig og hvert undir sínu dulnefni. Sjónvarpið leggur til útsetjara, hljómsveit og hljómsveitarstjóra. Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt til flutnings laganna í útvarpi og sjónvarpi meðan á keppninni stendur. Kynning laganna: Dómnefnd velur 12 lög til áframhaldandi þátttöku. Þegar þau hafa verið valin verða umslögin með dulnefnum höfunda opnuð, og nöfn þeirra tilkynnt. Lögin 12 verða síðan útsett og flytjendur valdir í samráði við höfunda og kynnt í tveim sjónvarpsþáttum í lok janúar. Sex lög verða kynnt í hvorum þætti. Ahorfendur i sjónvarpssal velja þrjú lög úr hvorum þætti til áframhald- andi keppni. Úrstit: Þau sex lög sem þannig hafa verið valin verða síðan flutt í beinni útsend- ingu úr sjónvarpssal, þar sem sigurlagið 1990 verður valið. Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir sigurlagið og ferð fyrir höfund lags og texta til Júgóslavíu á úrslitakeppnina 5. maí 1990. Séu höfundar tveir eða fleiri skiptast verðlaunin milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS segja til um. Sigurlagið verður fulltrúi islenska Sjónvarpsins í „Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1990”. Nánari upplýsingar um tilhögun keppninnar veitir ritari dagskrárstjóra Inn- lendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, sími 693 731, Laugavegi 176, Reykjavík. Utanáskrift: RÍKISÚTVARPIÐ-SJÓNVARP, „SÖNGVAKEPPNI” LAUGAVEGI 176, 105 REYKJAVÍK. Föstudagur 17. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.