Þjóðviljinn - 17.11.1989, Síða 12

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Síða 12
BRIDGE Ólafur Lárusson Jöfn úr- slitakeppni Sveit Tryggingaraiðstöðvarinnar í Reykjavík varð bikarmeistari Bridge- sambands íslands 1989. Sveitina skipa: Sigtryggur Sigurðsson, Bragi Hauksson, Asmundur Pálsson, Guð- mundur Pétursson, Hrólfur Hjalta- son og Ásgeir Ásbjörnsson. Urslitaleikurinn stóð á milli þeirra og sveitar Modern Iceland og var hluta af leiknum sjónvarpað beint af Stöð 2 sl. laugardag. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi og mátti ekki á milli sjá á tímabili hvor sveitin væri að gera það betur. Eftir 16 spil var stað- an: 37-18 fyrirsigurvegarana. Eftir32 spil var staðan orðin 75-63 og eftir 40 spil: 86-82. Eftir spilamennsku um morguninn á laugardeginum og 48 spil, náði Modern forystunni: 96-98. í síðustu 16 spilunum náði Braga- sveitin að tryggja sér sigurinn, með sigri 35 gegn 21 eða samtals 131 gegn 119. Útsendingin frá spilamennskunni á laugardeginum tókst að mörgu leyti vel. Stöðin á hrós skilið fyrir framtak sitt og áræði, en þetta mun vera í fyrsta skipti í sögu bridge, sem bein útsending er frá spilamennsku (jafnvel um heim allan). Örðugleikar voru þó í „grafík" í útsendingu, sem háðu nokkuð góðum útskýringum þeirra Jóns Baldurssonar og Guð- mundar Sv. Hermannssonar. Bridge- íþróttinni voru gerð góð skil meðfram skýringum, af ágætum stjórnanda, Heimi Karlssyni. Birgir Bragason stjórnaði útsendingu. Um undirbúning og framkvæmd þessa leiks að öðru leyti er víst best að hafa sem fæst orð. f'ar var flest í mol- um sem hægt var og ekki boðlegt fyrir keppendur. Umsjónarmaður ítrekar hamingju- óskir sínar til sveitar Trygginga- miðstöðvarinnar. Eftir að hafa slegið út þrjár efstu sveitir síðasta íslands- móts í sveitakeppni, eru þeir vel að sigri komnir. Minnt er á skráninguna í Opna stórmótið í Sandgerði, sem spilað verður laugardaginn 25. nóvember. Skráð er m.a. á skrifstofu BSÍ. Spil- aður verður barometer. Keppnis- stjóri verður Ólafur Lárusson. Á morgun verður spilað opið para- mót í Sigtúni, með barometerformi. Mótið er opið öllu bridgeáhugafólki. Pað er Hjónaklúbburinn í Reykjavík, sem stendur fyrir mótinu. Erlendur Jónsson og Oddur Jak- obsson sigruðu Butler-tvímennings- keppni Skagfirðinga, sem lauk sl. þriðjudag. Á þriðjudaginn kemur hefst svo aðalsveitakeppni Skagfirð- inga og er öllu spilafólki heimil þátt- taka. Sveitir myndaðar á staðnum. Skráning er hjá Ólafi í s. 16538 og Hjálmari í s: 76834. Spilað er í Drang- ey v/Síðumúla 35 (2 hæð) og hefst spilamennska kl. 19.30. Undanrásir Reykjavíkurmótsins í tvímenningi hefjast miðvikudaginn 22. nóvember. Önnur umferð verður fimmtudaginn 23. nóvember og þriðja umferðin mánudaginn 27. nóv- ember eða laugardaginn 2. des. Alls munu 23 pör komast í úrslita- keppni mótsins, þannig: 7 efstu úr 1. umferð, 8 efstu sem þá eru eftir úr 2. umferð og 8 efstu sem þá verða eftir úr 3. umferð, alls 23 pör auk meistara fyrra árs, þeirra Gyifa Baldurssonar og Sigurðar B. Þorsteinssonar. Skráð er í félögunum á Reykjavíkursvæðinu og við mætingu. Keppnisgjald er kr. 4000 pr. par (undanrásir og úrslit). Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hefst þriðjudaginn 2. janúar og eru áætlaðir spiladagar þessir: 2/1, 3/1, 4/ 1,10/1,11/1,13/1 og 14/1. Úrslit síðan helgina 20.-21. janúar. Spilaðir verða 3 leikir á kvöldi x 10 spil milli sveita, allir v/alla. 4 efstu komast í úrslit en einar 19-20 komast í undanrásir ís- landsmótsins í sveitakeppni. Nánar síðar. Fulltrúar Vestfirðinga í íslands- mótið í sveitakeppni 1990 verða: Guðmundur Þorkelsson, Jóhann Ævarsson, Rúnar Vífilsson og Krist- inn Kristjánsson. Allt spilarar frá fsa- firði. Heyrst hefur að Bridgefélag Akra- ness hafi hug á að gangast fyrir Opnu stórmóti í byrjun desember og endur- vekja þarmeð mótahald sem hér á árum áður átti töluverðum vinsæld- um að fagna. Heyrst hefur að landsliðsnefnd muni auglýsa að nýju um u'msóknir til þátttöku í forvali í Opnum flokki, sem skila á 2 pörum til landsliða, auk eins pars sem landsliðsnefnd mun velja, að loknum æfingum og úrtöku- keppni. Nánar síðar. Oft verður maður vitni að ýmsum hlutum eða atburðum, þar sem yfir- skriftin gæti verið eitthvað á þessa leið: „Eigi má sköpun renna“. Eini kosturinn í þessari stöðu er að engin vitnaleiðsla fylgir og aðeins þú, fórn- arlambið og sökudólgurinn, vita um hvað málið snýst. Hér er dæmi um slíka „vitnaleiðslu“: S:ÁK765 H:Á5432 T:D L:87 S:D43 S:1082 H:KG9 H:1086 T:98432 T:10 L:103 L:ÁKD962 S:G9 H:D7 T:ÁKG765 L:G54 Spilið kom fyrir sl. þriðjudag í félagi einu hé í bæ. Á öllum borð- um voru spilaðir 3 eða 4 spaðar í Norður (áttum breytt) eftir að Norður hafði lýst spaða/hjarta, Austur komið inn á laufum og Suður sagt frá tíglinum sínum. Enginn fékk töluna í N/S, sem þýðir að allir sagnhafar töpuðu spilinu. Flestir fengu þetta 7-8 slagi. Lítum á atburðarásina við eitt borðið. Norður vakti á 1 spaða, Austur kom inn á 2 laufum, Suður stökk í 3 tígla, Vestur pass og Norður 3 hjörtu. Austur pass og Suður stökk í 4 spaða. Állir pass. Útspil Austurs var laufaás, laufakóngur og laufadrottning, sem Vestur henti smáum tígli í. Hvað nú? Ef við spilum smáu hjarta að drottningu, eftir að hafa trompað þriðja laufið heima. Austur fer upp með kóng og spilar fjórða laufinu, missum við allt vald á spilinu. Erum einfaldlega komin of hátt. En hvað með: taka tíg- uldrottningu, ás og kóng í spaða og meiri spaða. Nú lendir Vestur inni og lokastaðan verður skondin. Vestur er endaspilaður með kónginn í hjarta og tígullinn bíður í borði og glottir refslega til Vesturs. Tígulafkastið í byrjun hjá Vestri reyndist ekki það besta í stöðunni. Raunar það eina sem alltaf hnekkir 4 spöðum er tígul- legan í þessu spili, því með þeirri spila-aðferð sem íýst hefur verið fást alltaf 10 slagir annars. Skondið spil, bridge. 12 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.