Þjóðviljinn - 17.11.1989, Side 19

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Side 19
Ágúst við portrettið af Þórði, sem var eitthvað tregur við að festast á filmu. Mynd - Jim Smart. TMENNINGIN Flýttu þér hægt Ágúst Petersen listmálari sýnir í Nýhöfn á áttræðisafmælinu Agúst Petersen listmálari opn- ar á morgun sýningu í Nýhöfn við Hafnarstræti. Sýningin ber yfir- skriftina Flýttu þér hægt og er haldin í tilefni áttræöisafmælis Ágústs, í það minnsta svona öðr- um þræði, - það hittist nú svona á að ég á afmæli núna, segir hann. Ágúst er fæddur í Vestmanna- eyjum árið 1909 og hélt sína fyrstu einkasýningu fyrir 31 ári. - Ég sýni eingöngu olíumálverk í þetta sinn, segir hann, - og má segja að þar komi fyrir allskonar ártöl. Ég vel auðvitað það besta úr og verð reyndar ekki einn um það, það kemur hingað gott fólk frá Nýhöfn og velur en ég má svo- sem leggja orð í belg, mikil ósköp. Eg verð með myndir frá þessu ári og síðasta ári, já og eins og ég sagði, allskonar ártöl, það besta frá undanförnum tólf til þrettán árum. - Ég mála mannamyndir, húsamyndir, sjávarmyndir, hús við sjó og fjöruna, hún heillar alltaf, enda er ég fæddur og upp- alinn við sjó, - nálægt fjöruborð- inu, þar að auki. - Ég geri lítið af því að mála með fyrirmyndina fyrir framan mig, mér er reyndar óhætt að segja að ég geri það alls ekki. Mér þykir gott að fara út í náttúruna með blýant og skissublokk en ég nota aldrei statíf eins og þeir gerðu Kjarval og Ásmundur og hef aldrei gert. - Mínar myndir eru sprottnar frá hughrifum, hrifningu, minn- ingum. Pað er kannski bara eitthvað sem ég hef séð eitt augnablik eins og sólargeisli sem eitt andartak brýst í gegnum ský- in og lýsir upp fjallsegg og þá reyni ég að gera sem allra mest í myndinni á meðan hrifningin er mest og skærust. Myndir sem byggja á minningum geta oft orð- ið mjög sterkar, það eru kannski minningar um staði sem ég hef ekki færi á að heimsækja eða minning um ákveðnar aðstæður og tilfinningar. Þá er ekki síður sterkt það sem manni finnst mað- ur hafa séð, einhver skynjun, slíkt finnst mér vera áhrifaríkt og sannverðugt í málverki takist mér að halda mig við jörðina. Það verður maður líka að gera. - Þegar fólk er annars vegar finnst mér nauðsynlegt að kynn- ast því. Ég vil þekkja þá sem ég mála eins vel og kostur er. Þar hugsa ég mest um að ná fram kar- akter, sálarlífi viðkomandi og skaplyndi hans plús sláandi svip- móti. - Hér á trönunum er ég með eitt af portrettunum, það er mynd frá því í ár, af Þórði Þórð- arsyni múrara. Þórður er maður vinnunnar, hann einkennir heiðarleiki og drengskapur. Það er yfir honum einhver virðuleiki, eitthvað sem mér fannst ég bera virðingu fyrir þegar ég leit mann- inn í fyrsta sinn. - Traust og æðruleysi eru líka orð sem mér finnst lýsa honum og allt þetta reyni ég að túlka í málverkinu. En nú virkar hann á mig eins og hann sé svolítið í móðu... - Jæjajá. Jájá, það má kannski segja það. Það er allt í lagi ef þér sýnist það. En tjáningin kemur bara þannig fram í þessu andliti. Það er þessi mildi, sem er yfir Þórði. Það er oft mikilvægt að beita ekki of sterkum litum eða línum, þannig verður málverkið áhrifaríkara ef að er gáð. - En það er reyndar misjafnt eftir fólki. Þetta fer allt eftir minni tilfinningu og tjáningu, hvað mér finnst og hvernig ég sé persónuna. Ástríður í Rómarborg 1880 Tosca frumsýnd í íslensku óperunni íslenska óperan frumsýnir í kvöld óperuna Toscu eftir Pucc- ini. Sýningin er samvinnuverk- efni íslensku og Norsku óper- anna og var sýnd í Osló síð- astliðið vor. Sömu söngvararfara með aðalhlutverk í sýningunni hér og í Noregi og leikstjóri er sá sami, auk þess sem búningar og leiktjöld eru hingað komin frá Norsku óperunni. Óperan, sem er samin um síð- ustu aldamót, gerist í Rómarborg árið 1800. í bakgrunninn eru pól- itísk átök og upplausnarástand; Ítalía er sundruð og ítölsk yfir- völd berjast á móti lýðræðis- straumum, sem berast frá Frakk- Iandi. Fulltrúi jafnréttis og lýð- ræðis var í augum framsækinna ítala Napóleon Bónaparte, sem um þessar mundir tókst á við heri ítala og Austurríkismanna við Marengo. Söngkonan fræga Floria Tosca, sem óperan er kennd við er ásamt elskhuga sínum Cavara- dossi listmálara í hópi þeirra sem aðhyllast kenningar Voltaires og Rousseaus, en andstæðingur þeirra Scarpia, illræmdur lögregl- uforingi Rómarborgar. En Scarpia elskar Toscu og þegar hann kemst að því að Cavara- dossi hefur hjálpað pólitískum fanga, Angelotti greifa, sér hann sér leik á borði. Hann lætur hand- taka Cavaradossi og notfærir sér jafnframt afbrýðisemi Toscu og ást hennar á Cavaradossi til að komast að hvernig í pottinn er búið. Hann dæmir Cavaradossi til dauða en gefur jafnframt Toscu færi á því að bjarga honum með því að játast sér. Óperan byggir á samnefndu leikriti franska leikskáldsins Victoriens Sardou. Leikritið, sem var frumsýnt í París árið 1887, fjallar um örlög ítalskrar óperusöngkonu um aldamótin 1800 og þykir margt benda til þess að atburðarásin byggi á sannsögulegum atburðum. í leikritinu er megináherslan Iögð á pólitískar flækjur, þau Tosca og Cavaradossi verða þar fórnar- lömb stjórnmálaástandsins og refskákar stjórnmálamanna. Scarpia, stjórnast eingöngu af pólitískum markmiðum, eitil- harður og ógnþrunginn lögregl- uforingi eins og fyrirmyndin, sem á sínum tíma ofsótti lýðveldis- sinna og Frakkavini miskunnar- laust. Leikritið varð fljótt mjög vin- sælt, langt út fyrir landamæri Frakklands. Puccini sá það í Mí- lanó, en þá fór franska leikkonan Sara Bernhard, ein frægasta leik- kona 19. aldar, með aðalhlu- tverkið. Leikurinn fór fram á frönsku svo Puccini skildi ekki orð, en heillaðist þó svo mjög af sýningunni að hann ákvað að skrifa út frá því óperu. Textahöfundar óperunnar Toscu eru hvorki meira né minna en þrír: Victorien Sardou, Luici Illica og Giuseppe Giacosa. Sar- dou stytti leikritið úr fimm þátt- um í þrjá og breytti því úr pólit- ísku ádeiluleikriti í óperu um ást- ríður og örlög. Illica var þekktur höfundur rómantískra og tilfinn- ingaþrunginna óperutexta og samdi rómantískar aríur og sam- söngva óperunnar. Giacosa var hins vegar þekktur fyrir að koma nöpru háði og beinskeyttri þjóð- félagsgagnrýni til skila og stóð hann fyrir spennuatriðum óper- unnar og öllu því sem féll undir dramatískan raunveruleika. Rúmlega 100 manns taka þátt í þessari norsk- íslensku sýningu á Toscu. Leikstjórinn, Per Fosser er margreyndur óperuleikstjóri frá Osló, og hehir sett upp fimmtíu óperur heima fyrir og er- lendis. Með hlutverk Toscu fer finnska sópransöngkonan Marg- areta Haverinen, sem hvarvetna hefur fengið mikið lof fyrir söng sinn og sviðsframkomu og hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verð- launa. Haverinen segist reyndar ekki bara túlka hluverk Toscu heldur vera hún og segja þeir sem vit hafa á að það sé ef til vill ekki fjarri lagi. Norski baritonsöngvarinn Stein Arild Thorsen, sem verið hefur söngvari við Norsku óper- una frá 1976, syngur hlutverk Scarpia en hlutverk Cavaradossis syngur Garðar Cortes. Garðar fékk mjög góða dóma þegar hann fór með hlutverkið í fyrsta sinn í Osló í vor og hefur í framhaldi að því verið boðið að syngja Cavara- dossi við Stokkhólmsóperuna næsta vor. Með önnur hlutverk fara Viðar Gunnarsson (Angelotti), Guð- jón Óskarsson (Djákni), Sigurð- ur Björnsson (Spoletta lögreglu- stjóri), Ragnar Davíðsson (Sci- arrone lögregluþjónn), Sigurður Þórðarson (Fangavörður) og Sig- urgeir Agnarsson (Smaladreng- ur). Auk þeirra koma fram tut- tugu manna kór íslensku óper- unnar, barnakór og hljómsveit íslensku óperunnar undir stjórn Robins Stapletons. Leikmynd og búninga gerði Lubos Hurza og lýsingu hannaði Per E. Fosser. Aðeins verða sex sýningar á Toscu í Óperunni og verður sú síðasta laugardaginn 2. desemb- er. LG - ÞEGAR STIIÐNINGS ER ÞÖRF í STARFINU Wilkhahn - leiðandi í hönnun hágæða skrifstofustóla. Hönnunin samræmir glæsilegt útlit, hágæði og heilsuvernd á einstakan hátt. Sveigjanleg skel, fest við fjaðrabúnað skapar hreyfifylgni svo að stóllinn fylgir sjálfkrafa eftir hverri hreyfingu notandans án þess að fjöldi stillitakka komi við sögu og hvetur beinlínis til hreyfingar. Wilkhahn húsgögnin eru viðurkennd um allan heim, enda hafa þau hlotið fjölda verðlauna. 5 ára ábyrgð. 15-30% AFSLÁTTUR VEGNA HAGSTÆDRA SAMNINGA STEINAR HF STÁLHÚSGAGNAGERÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.