Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ AUGLYSING um lausar stöður heilsu- gæslulæknis og sjúkra- hússlæknis í Stykkishólmi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið aug- lýsir lausa stöðu heilsugæslulæknis í Stykkis- hólmi og St. Franciskusspítali í Stykkishólmi auglýsir lausa stöðu sjúkrahússlæknis. Laus er til umsóknar önnur staða læknis við heilsugæslustöðina í Stykkishólmi frá og með 1. febrúar 1990. Umsóknir ásamt ítarlegum upp- lýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 15. desember 1989 á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást og hjá landlækni. í umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækn- ingum og reynslu í svæfingum. Laus er til umsóknar frá og með 1. janúar 1990 staða sjúkrahússlæknis við St. Franciskusspít- ala í Stykkishólmi. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist stjórn spítalans fyrir 15. desember n.k. Umsækjendur skulu hafa sérfræðileyfi í skurð- lækningum eða í kvenlækningum. í báðum tilvikum er húsnæði til staðar. Nánari upplýsingar um stöðu heilsugæslu- læknis veita ráðuneytið og landlæknir og um stöðu sjúkrahússlæknis framkvæmdastjóri St. Franciskusspítala Stykkishólmi. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið Stjórn St. Franciskus- spítala Stykkishólmi SKAK HELGI ÓLAFSSON BROSUM / og w allt gengur betur ^ Portisch og Polgar- systur að velli lagðar Það afhroð sem íslenska sveitin galt í 8-landa keppninni í Álaborg á dögunum, 4. sæti þegar allir bjuggust við öruggum íslenskum sigri, virðist hafa haft þau já- kvæðu áhrif að er skáksveit Taflfélags Reykjavíkur hélt til Ungverjalands hálfum mánuði síðar voru menn staðráðnir í að leggja allt í sölurnar. Þátttaka TR í Evrópukeppni taflfélaga hefur þegar allt kemur til alls verið félaginu til sóma. Sveitin lagði belgíska liðið Anderlecht, með þá Jan Timman og Gennadi Sosonko innan sinna vébanda, í fyrstu umferð, síðan þýsku meistarana Bayern Miinc- hen moð Ungverjann Zoltan Ri- bli í broddi fylkingar og nú var komið að sterkustu andstæðing- unum, ungversku meisturunum MTK Budapest með Lajos Port- isch og hinar heimsfrægu Polgar- systur ásamt nokkrum öðrum valinkunnum stórmeisturum. Lokatölur 8x/i:7>Vz TR í vil er eftirminnilegur sigur og allt að því niðurlægjandi niðurstaða fyrir Ungverja sem byggja á gam- alli skákhefð. Sigurvissir vorum við aldrei. Eftir fyrri daginn þeg- ar staðan var 3'/2:2'/2 TR í vil, skaut upp í kollinum döprum minningum frá Búkarest, sem hafa þó kennt okkur að svo naumt forskot er lítið skjól. Port- isch lagði Jóhann Hjartason í vin- sælu afbrigði af enskum leik og reyndist það eina tapskák sveitar- innar, Jón L. Árnason vann Suszu Polgar, Margeir Pétursson gerði jafntefli við Judit Polgar, undirritaður vann Barbro, Hann- es Hlífar gerði jafntefli við For- intos og á sömu leið fór skák Karls Þorsteins og Szofiu Polgar. Margeir Pétursson þreytir kapp við Judit Polgar sem nú er langfrægust þeirra systra og stigahæsta skákkona heims. Ljósm. Laszlo. Miklar bollaleggingar fyrir síðari daginn og allt gekk upp. Eftir 15 leiki eða svo bauð Port- isch Jóhanni jafntefli með þeim orðum að nú gæti hann a.m.k. séð eitthvað af Búdapest. Jón L. og Margeir náði fljótlega betri stöðum gegn Suszu og Judit, Bar- bero jafnaði hinsvegar taflið al- gjörlega gegn undirrituðum og staðan bauð ekki upp á neina vinningsmöguleika. Nokkuð á óvart kom að það var Hannes Hlífar sem varð fyrstur til að vinna. Hinn gamalreyndi stór- meistari Fortinos átti allgóða stöðu en varaði sig ekki á takt- ískri brellu Hannesar sem lagði stöðuna í rúst. Síðan unnu Jón og Margeir, undirritaður gerði jafn- tefli og sigurinn var í höfn. Karl hafði lengst af átt svo til vonlausa stöðu en hann barðist af hörku, Szofia missti af vænlegum leiðum og lék síðan af sér endanlega og Karl stóð upp sem sigurvegari, lokaniðurstaðan seinni daginn því 5:1. Á það var bent í mótslok að með tilliti til lokaniðurstöðunn- ar, 8'/2:3'/2 var enginn liðsmaður nauðsynlegur, þessvegna væri þetta sigur sveitarinnar. Jón L. Árnason vann báðar sínar skákir og ásamt Margeiri og Karli benti hann Polgar-fjölskyldunni á að það er kannski alveg upplagt að sækja gull í greipar íslendinga við skákborðið: Fyrri umferð: Susza Polgar - Jón L. Árnason Drottningarpeðsbyrjun Gerid verósamanburó Mikiö úrval rafgeyma frá: chloride, ultra start, gemala xtra, global, þ YUASA, HYUNDAI OG CGE FULMEN HJA Olílíl li ER i:\GLVV líOSTVAIH li VEGM M HUXCirUí EBA ÍSIXVLXÍAR Á RAFGETMIJM 35 ára reynsla er þín trygging POLAR HE EINHOLTI 6 - SÍMI 618401 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. d4 Rf6 Rf3 e6 e3 b6 Bd3 Bb7 0-0 c5 c4 Be7 Rc3 cxd4 exd4 d6 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. Hel 0-0 a3 Rbd7 b4 He8 Bb2 Bf8 d5 e5 Rd2 g6 bxa5 bxa5(?) (Jón var ekki allskostar ánægð- ur með þennan leik eftir skákina. Betra vare.t.v. 16. .. Rc5 17. Rb3 Rxb3 18.Dxb3 Hxa5 með u.þ.b. jöfnu tafli. Nú fær hann lakari stöðu sem er oft forsenda þess að maðurgeti teflt til vinnings, hefur Bent Larsen kennt okkur!) 17. Rb3 Ba6 18. Dd2 Rg4 19. h3 Bh6 20. Dc2 Rgf6 21. Ba3? (Hér verður Suszu á í mess- unni. Flest annað var betra. Jón hrifsar nú til sín frumkvæðið.) 21. '.. Hc8! 22. Bxd6 e4! 23. Bfl (23. Rxe4 var engu skárra t.d. 23. .. Rxe4 24. Hxe4 Hxe4 25. Bxe4 Hxc4 26. Dbl Rf6 o.s.frv.) 23. .. Bxc4 26. Db2 e3! 24. Bxc4 Hxc4 27. RO Hxc3! 25. Rd2 He8 28. Dxc3 Re4! - og Susza gafst upp. Taflfélag Reykjavíkur er þann- ig komið í undanúrslit í þessari keppni. Síðast var hafður sá hátt- ur á að þau fjögur tefldu sérstaka úrslitakeppni um Evrópumeist- aratitilinn og er ekki ósennilegt . að svo verði aftur. Vígsla nýs fé- lagsheimilis í dag kl. 15 fer fram að Faxa- feni í Skeifunni vígsla hinna nýju og glæsilegu húsakynna sem Taflfélag Reykjavíkur og Skák- samband íslands hafa fest kaup á. Með öllu talið mun þetta vera um þúsund fermetra húsnæði. Hér er í mikið ráðist og nauðsynlegt að velunnarar skáklistarinnar leggi Taflfélagsmönnum lið við fjárm- ögnunina sem á langt í land.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.