Þjóðviljinn - 17.11.1989, Síða 11

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Síða 11
DAGUR ÞORLEIFSSON AÐ UTAN Stefnir í gerbreytta heimsskipan Tímaritið The Economist spáir endalokum kommúnismans í austantjaldslöndum, upplausn Sovétríkjanna, keppni Japans og Kína í Austur-Asíu og sér horfur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Japans IEvrópu er sagan á slíkri hrað- ferð þessa dagana að spádómar um framvindu hennar verða úr- eltir næstum jafnskjótt og þeir eru lagðir fram. Þannig hefur þegar að nokkru farið fyrir spá- dómi um heimssöguna næstu árin sem það athyglisverða breska tímarit The Economist sendi ný- verið frá sér. Er þá spá að finna í sérhefti sem sérfróðir menn um eitt og annað hafa slegið saman í. Þar er spáð á næsta ári í Austur- Þýskalandi atburðum sem þegar hafa skeð. Málflutningur The Economist markast nokkuð af því að það er breskt og íhaldssamt, en mat þess á málefnum og atburðum er ekki þarfyrir einföldunarkenndara en gengur og gerist í fjölmiðlum og þar að auki lagt á af talsverðri þekkingu. Evrópa í brennidepli Með hliðsjón af tímamóta- markandi atburðum ársins sem senn er á enda bregður The Ec- onomist sér á orðaleik út frá út- þenslu Bandaríkjanna þvert vest- ur yfir meginland Norður- Ameríku á 19. öld, „þegar Vestr- ið var unnið.“ Nú, stendur í tíma- ritinu, „hefur Vestrið unnið.“ Með því er að sjálfsögðu átt við að Vesturlönd hafi slegið út Austrið, ríkin undir stjóm kommúnista, í samkeppni þeirri er staðið hefur milli þessara blakka allt frá bolsévíkabylting- unni í Petrograd 1917 og þó sér- staklega frá árinu 1945. í umræddri spá er ráð fyrir því gert að örlagaríkustu atburðir heimssögunnar næsta ár og senni- lega skemur eða lengur fram eftir síðasta áratug árþúsundsins muni gerast í Evrópu, Sovétríkin þar meðtalin. Ekki verður annað sagt en að margt bendi til að svo verði. Kaldastríðsskipanin á álfunni er óðum að verða álíka úrelt og tákn hennar, Berlínarmúr og járn- tjald. í Austur-Þýskalandi hefur það orðið að áhrínsorðum, sem í 40 ár hefur aðeins verið opinber sannleikur þarlendis. „Alþýðan hefurtekið völdin“, a.m.k. aðþví marki stjórnmálamenn, austur- og vestur-þýskir, vestrænir og so- véskir, virðast í bráðina sjá fátt til ráða við því annað en að láta ber- ast með straumnum. Á Vestur- löndum horfa margir með vissum söknuði til kaldastríðstímans; þá hafi verið jafnvægi og stöðug- leiki, hvað sem kjarnorkuvá leið, og óvenjulangt friðartímabil mið- að við það sem gerst hefur í Evr- ópusögu. Þá hafi Austur og Vest- ur verið tryggilega spennt hvort í sína hnappheldu, varnar- og efnahagsbandalög. Endalok Sovétríkja? The Econmist spáir því - og er víst ekki eitt um það - að þýsku ríkin kunni að sameinast á fyrri hluta næsta áratugar. Allar líkur séu á að það hafi í för með sér gagngera breytingu í heims- stjórnmálum. Þrátt fyrir yfir- burði Vestur-Þýskalands í efna- hagsmálum hefur hingað til verið einskonar valdajafnvægi innan Evrópubandalagsins milli þess og Frakldands, Bretlands og Ítalíu. Sameinað Þýskaland hljóti að gnæfa hátt yfir hin ríkin þrjú og með eða gegn þeirra vilja soga að sér Austur-Evrópuríkin, óðfús að komast í Evrópubandalags- sængina efnahag sínum til við- réttingar. Ekki muni til lengdar vera hægt að halda þeim utan bandalagsins. Sameinað Þýska- land muni að líkindum ganga úr Nató, til að sefa ótta Rússa, og Austur-Evrópuríkin vilji án efa vera utan hernaðarbandalaga. Þar með yrði Varsjárbandalagið úr sögunni og Nató ekki svipur hjá sjón hjá því sem nú er. „Líkurnar á að sovéska heimsveldið haldi velli út tíunda áratuginn eru álíka litlar og lík- urnar voru á því að breska heimsveldið héldist saman út sjötta áratuginn,“ skrifar Norm- an Macrae, aðstoðarritstjóri The Economist. En hann telur þó nokkrar líkur á því að „Evrópu- Rússland“ (þar með talin Úkra- ína og væntanlega Síbería) muni viðhaldast sem áhrifamikil ríkis- eining með allgóðar framtíðar- REYKJAVÍKURBORG Gestaíbúðin Villa Bergshyddan í Stokkhólmi (búðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar húsi) er léð án endurgjalds þeim, sem fást við listir og önnur menningarstörf í Helsing- fors, Kaupmannahöfn, Osló eða Reykjavík, til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeið á tíma- bilinu 15. apríl til 1. nóvember. Myndlistar- mönnum er þó vísað á Ateljé Apelberg, Hásselbyhöll (umsóknareyðublöð fást hjá Nor- diskt Konstcentrum, Sveaborg, SF-00190 Helsingfors). Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S-16215 Vállingby, fyrir 28. febrúar 1990. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgar- stjóra, sími 18800. horfur. Sami höfundur bendir á að endurreisnarvon Rússlands liggi ekki hvað síst í því hversu auðug Sovétríkin eru af menntuðu fólki - þar eru fleiri verkfræðingar en í Bandaríkjun- um, fleiri rannsóknavísindamenn en í Japan og fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í Vestur-Evr- ópu. En höfundar heftisins taka óbeint undir það með Gorbatsjov að yfir Sovétríkjunum hangi damóklessverð. Vegna mis- heppnunar perestrojku til þessa sé hætta á að Gorbatsjov verði steypt af stóli. Ekki eru þær horf- ur gæfulegar með hliðsjón af grassérandi þjóðernishatri og öllum kjarna- og efnavopnunum þar eystra, sem gætu í upp- lausnarástandi komist í hendur hinna og þessara háskalegra að- ila. Hikandi Bandaríkjastjórn Önnur hætta, sem Macrae þyk- ist sjá vofa yfir austantjaldsríkj- um er að þau reki á reiðanum frá kommúnisma til einskonar suðuramerísks ástands, nánar til- tekið stjórnarhátta sem kenndir eru við Peron, þekktan argent- ínskan valdhafa. Til þess að rétta efnahag sinn við telur Macrae ríkjum þessum hollast að grípa til róttækra ráðstafana í gjaldeyris-, verðlags- og atvinnumálum, endurskrá gjaldmiðla sína á raun- gengi og draga stórlega úr pen- ingamagni í umferð (nú er það meira en sem nemur vörufram- boði). Þau verði að afnema verð- lagshöft, sjá til þess að samtök launamanna hafi hægt um sig og gera ráðstafanir til að starfsfólk ríkisfyrirtækja sé ekki fleira en þörf sé á vegna arðbærs reksturs þeirra. Ljóst má vera að slíkar ráðstafanir yrðu óvinsælar; fólk myndi tapa sparifé sínu, kaupgeta mikils þorra manna hlyti að rýrna og atvinnuleysi aukast. Þesskonar vandi mæðir þegar á Samstöðustjórn Pól- lands. Þar krefst fólk hærri launa og strangara verðlagseftirlis - í samræmi við kröfur Samstöðu meðan hún var verkalýðssam- band. En að láta undan slíkum kröfum er að fara út á hinn breiða veg peronismans, skrifar Macr- ae. Spámenn hins breska tímarits telja líklegast að í efna- hagsmálum muni Vesturlöndum halda áfram að fleygja fram næstu árin. Utanríkismálastefna Bandaríkjastjórnar muni ein- kennast af hiki og takmarkaðri athafnasemi, sem stafi af því að ráðamenn í Washington séu óvissir um hvernig bregðast skuli við nýjum aðstæðum í heimsmál- um. Kosningar þar næsta ár muni snúast einna helst um t.d. fána- brennur og fóstureyðingar, mál sem The Economist fussar að sem miður merkilegum. Þrátt fyrir stöðugan efnahagsvöxt Bandaríkjanna undanfarinn ára- tug komast sérfræðingar tímarits- ins - eins og fleiri - að þeirri niðurstöðu að þau séu þegar á heildina sé litið víkjandi í heimsmálum. Japönsk hugarfarsbylting Það stafar m.a. af uppgangi Japans, nú annars mesta efna- hagsveldis heims. Þar gengur nú meira á í stjórnmálum en nokkru sinni fyrr eftir heimsstyrjöldina síðari. Lengst af síðan þá hafa flestir Japanir verið iðjumenn, sem lítt hafa skipt sér af stjórnmálum en verið þeim mun áhugasamari um efnahagsmál, vinnu, heimili og fjölskyldu. En vestrænu áhrifin hafa streymt inn og nú segja þau til sín í því að kjósendur eru hættir að líða stjórnmálamönnum fjármála- spillingu og kvennafar, auk þess sem konur eru orðnar meirihátt- ar afl í stjórnmálum. Nokkrar lík- ur eru á að Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn svokallaði, réttnefnd- ur ríkisflokkur landsins síðan 1955, missi völd af þessum sökum í kosningum næsta ár. Innan þess flokks kemur vaxandi stjórn- málaáhugi fram í stórveldisremb- ingi. Þar krefjast vissir áhrifa- menn þess að Japan auki útgjöld til hersins og auðsýni keppinaut- um í viðskiptum, sérstaklega Bandaríkjunum, enga linkind á þeim vettvangi. Nú þegar eru út- gjöld Japans til hermála þau þriðju hæstu í heimi. Sérfræðingar The Economist telja að ágengni Japana og áhyggjur Bandaríkjamanna af vaxandi viðskipta- efnahagsveldi þeirra geti leitt til þess að Banda- ríkin taki á næstu árum upp haft- astefnu. Þetta, skrifar einn höf- unda spáheftisins, Jim Rohwer, gæti leitt til vinslita Bandaríkj- anna og Japans á fyrstu árum næsta áratugar og sé það mesta hættan, sem nú steðji að stöðug- leika stjórn- og efnahagsmála Vesturlanda. Gerald Segal, rit- stjóri The Pacific Review, telur að minnkandi áhrifum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna í Austur-Asíu muni fylgja annað sem ekki sé friðvænlegra: vax- andi og harðvítug keppni Japans og Kfna. Kínverjar óttist Sovét- menn ekki lengur og muni á næstu árum einbeita sér að ýms- um metnaðarmálum sínum sem stórveldis, m.a. því að efla flota sinn og gera Kínahaf syðra að kínversku mare nostrum. Það muni Japanir, stórlega háðir að- flutningum sem að miklu leyti fara fram um haf þetta, ekki geta liðið. Sérfræðingar tímaritsins spá þó Kínverjum afturkipp í efna- hagsmálum og forustukreppu að Deng Xiaoping gengnum og má ætla að það hamli útþenslustefnu þeirra. The Economist telur að í efna- hagsmálum muni þriðji heimur- inn, meira að segja Afríka, verða í framför á komandi ári. Einnig sé líklegt að Bandaríkin og Sovét- ríkin komist það ár að samkomu- lagi um niðurskurð langdrægra kjarnavopna, hefðbundinna vopna í Evrópu og efnavopna. r | SKATTALÆKKUN VEGNA HLUTABREFAKAUPA Til sölu eru hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf. Kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum eru frádráttarbær frá skattskyld- um tekjum upp að vissu marki. Á árinu 1988 var heimill frádráttur vegna hlutabréfa- kaupa kr. 72.000 hjá einstaklingum og kr. 144.000 hjá hjónum. Hafi einstaklingur ekki aðrar tekjur en launatekjur, sem hann staðgreiðir skatta af jafnóðum, fær hann, þegar álagningu lýkur, endurgreiðslu í samræmi við skattfrádrátt sinn. Kaup á hlutabréfum í Hlutabréfa- sjóðnum hf. leiða þá til beinnar endur- greiðslu frá gjaldheimtu, eða nýtast til greiðslu eignarskatta. Hafi einstaklingur aðrctr skattskyldar tekjur en launatekjur, sem skattlagðar eru eftir á, hafa kaup á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðn- um hf. í för með sér lægri lokagreiðslu til gjaldheimtu en ella. Hlutabréfasjóðurinn hf. notar ráðstöfunarfé sitt til kaupa á hlutabréfum og skuldabréf- um traustra atvinnufýrirtækja. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. fást hjá öllum helstu verðbréfafyrirtækjum. Hlutabréfasjóðurinn hf. || Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík, | sími 21677. * | I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.