Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 8
Öigefandl: Útgáfufólagið Bjarki h.f Framkvœmdastjórf: Hallur Páll Jónsson Rltatjörar: Ami Bergmann, Ótafur H. Torfason, Algraiósla:« 6613 33 AuglýsíngadeHd:» 88 13 10 - 68 13 31 Simfax: 68 19 35 Helgí Guðmundsson Umsjónarmaöur Helgarblaós: Bergdla EllertsdóUír Fré«a*fjöri: Slgurður Á. Friðþjó , Auglýsingastjóri: Stemar Haröarson Verö: 150 krúnur i lausasölu Satnln hf. Prentun: Oddi hf. Aðsetun Síðumúla 37,108 Reykjavík Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Leiftursókn í stjómarráðið Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðis- flokksins hefur fengið umboð til að mynda rík- isstjórn og hafði fyrir löngu lýst því yfir að hann myndi fyrst ræða við Alþýðuflokkinn um myndun stjórnar þessara flokka. Jón Baldvin Hannibalsson, og að því er virðist meirihluti flokksstjórnar Alþýðuflokksins hefur látið í Ijós einlægan áhuga á að slík stjóm verði mynd- uð, þannig að stjómarmyndunin sýnist ein- ungis vera handavinna sem tekur af á fáum dögum. Þetta er vafalaus ein merkilegasta stjóm- armyndun um langan aldur vegna þess hversu afdráttarlaust hún gengur gegn úrslit- um kosninganna fýrir viku. Fráfarandi stjóm- arflokkar fengu meirihluta þingmanna, 32 af 63. Þetta er sami meirihluti og þeir lögðu upp með áður en Borgaraflokkurinn kom til sög- unnar. Þá var þingið í tveimur deildum, þann- ig aö stjórnin hafði ekki hreinan meirihluta í annarri deildinni. Framvegis verður þingið í einni málsstofu þannig að 32ja þingmanna meirihluti dugir ekki einasta til að verja stjórn falli, hann tryggir henni meirihluta við af- greiðslu allra mála. Því er á þetta bent nú að formaður Alþýðu- flokksins hefur talið fram þau rök fyrir stjórn- armyndun með Sjálfstæðisflokknum að þing- styrkur vinstri stjórnarinnar yrði of naumur. Þessi röksemdafærsla er algerlega út í hött og skiptir engu máli eins og á stendur. Það sem skiptir máli er að þau öfl hafa nú orðið of- an á í Alþýðuflokknum sem næst standa Sjálfstæðisflokknum og hafa lengi mænt á viðreisnarstjóm. Málatilbúnaður talsmanna Alþýðuflokksins undanfama daga bendir líka allur í eina átt og svo langt er gengið í ýmsum atriðum að flokk- urinn kemur hægra megin að Sjálfstæðis- flokknum. Þannig talar formaður Alþýðu- flokksins um nauðsyn þess að skera niður ríkisútgjöld um marga milljarða króna. í þvf sambandi hefur hann meðal annars nefnt bú- vörsamninginn og sagt að lækka þurfi greiðsl- ur vegna hans um fjóra milljarða. Þaö verður fróðlegt að sjá hvernig talsmönnum bænda í Sjálfstæðisflokknum gengur að kyngja þeim bita. Að hefja nú stjómarsamstarf með það efst á stefnuskránni að skera niður ríkisútgjöld um marga milljarða króna, á sama tíma sem at- beina ríkisvaldsins þarf til aö endumýja þjóð- arsáttina í haust, getur ekki bent til annars en að oddvitar flokkanna hugsi sér að segja sátt- inni upp. Háir skattar og mikil ríkisútgjöld geta aldrei verið markmiö í sjálfu sér, en í þjóöfé- lagi þar sem atvinnulífið emjar undan hvem' launahækkun, hversu lítil sem hún er, þar sem búið er að koma málum svo fyrir að kauphækkanirfara beint út í verðlagið, verður ekki komist hjá því að beita samfélagslegum sjóðum til tekju- og aðstöðujöfnunar. Félags- leg þjónusta, heilbrigðis- og tryggingakerfi hafa bein áhrif á lífskjör þúsunda fólks. Fé- lagslega húsnæðiskerfið þarfnast mikilla fjár- muna. Fáist þeir ekki eiga tekjulægstu fjöl- skyldumar engra góöra kosta völ í húsnæðis- málum, svo aðeins eitt dæmi af mörgum um nauösyn kjarajöfnunar sé tekið. Allt bendirtil þess að myndun ríkisstjómar- innar muni taka fáa daga, svo ástfangnir sem flokkamir eru hvor af öðrum. Ummæli þeirra og vinnubrögð minna á þá leiftursókn sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði árið 1979 og kallaði „Leiftursókn gegn verðbólgu" en var ekkert annað en tilraun til leiftursóknar gegn lífskjörum. Nú sýnist vera að hefjast ný leiftur- sókn, til að byrja með inn í stjórnarráðið. Tak- ist stjórnarmyndunin, sem lítil ástæða er til að efast um þessa stundina, verður ekki annað ráðið af orðum herforingjanna, en sókninni verði innan tíðar snúið gegn lífskjörum launa- manna, þar sem verðbólga og háir vextir haldast í hendur við niðurskurð ríkisútgjalda með afleiðingum fyrir launamenn og atvinnu- lífið í heild sem ekki er þörf á að fjölyrða um aö sinni. hágé * # 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 27. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.