Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 27.04.1991, Blaðsíða 23
Rumið í Tónabæ Sigurvegarar annarrar lotu: Strigaskór Nr. 42 - Mynd: Björg Annað kvöld músíktilrauna Tónabæjar fór frarn fyrir rúmri viku, á fimmtudaginn 19. og komust sex hljómsveitir til keppni. Sú sjöunda, Röndótta Regnhlífm frá Borgamesi forfall- aðist. Enn á ný var mætingin góð og auðséð á hársídd gesta að þungarokkshjörtun slógu ótt og titt. Fjörið hófst stax eftir leik gestasveitarinnar Loðin Rotta þegar MOURTUARY stigu á svið. Sú sveit kemur úr Reykjavík og leikur dauðarokk sem verður að telja örlítið léttara en dauða- rokk Infúsoriu sem sigraði fyrsta kvöldið. 1 byijun var hljómurinn eitthvað daufúr en desíbelin hækkuðu sem betur fer þegar á leið. I dauðarokki sem í öðm rokki er hávaðinn nauðsyn. Fyrir óvana, t.d. harmóníkuunnendur, em aðfarir dauðarokkaranna á sviði hálf hlægilegar; forsöngvar- inn ropar og rymur af alefli og reynir að ná sem mestum bassa. Aðrir meðlimir standa niðurlútir og hrista hárið, sem oftast hefúr fengið að dafna í nokkur ár, í takt. Morturary vom samhentir í tónlistinni en hausaskakið mætti æfa betur. Ami Jónsson hefur sannfærandi rymjanda og spiliríið var þétt. Lögin vom misjöfn og þriðja lagið langbest að mínu mati. Aðrir dauðamenn stigu á svið næst, sjálfir Kópavogsbúam- ir í STRIGASKÓR NR. 42. Sú sveit keppti í fyrra og komst í úr- slit. Meðalaldur hljómsveitar- meðlima er ekki nema rúm 15 ár og því nægur tími til að fúll- komna samhæfinguna sem var ekki mjög góð þetta kvöld. Þetta em samt allt efhismenn, trommar- inn efnilegur og Hlynur Aðils Hilmarsson, söngvari og gítar- leikari, greinilega upprennandi tónlistarséní. Eftir tvö dauðarokk- dæmi í röð hljómaði léttrokk hlómsveitarinnar MYRTUR ffá Akranesi hálf sveitaballalegt. Það var næstum því eins og maður væri komin á 17.-júnígleði og að Myrtur héldu uppi stuðinu á vöm- bílapalli. Tónlistin var svo sem vel flutt og bandið þétt en það vantaði gæfumuninn, þó einna minnst í síðasta laginu þar sem hið fúllkomna gítarpoppdæmi var næstum gengið upp. Hljómsveitin SAKTMÓÐIGUR, sem á rætur að rekja til Menntaskólans á Laugarvatni, kom næst. Strax var ljóst að áhorfendur skiptust í tvær fylkingar í afstöðu sinni: sumir fússuðu, stungu puttum í eyru og hlupu út en aðrir fylltust gleði- vímu yfir óheftri tónlistarútrás fimmmenninganna. Eg sat stjarf- ur og samdi lofræður. Hveijir em þessir menn og af hverju em þeir ekki í efsta sæti Pepsí-listans? Fé- lagsleg einangmn á líklega þátt í þeim tónlistarlega öfuggisma sem Saktmóðigur veittu útrás. Hljóm- sveitin hljómaði einna helst eins og Purrkur Pillnikk á sým og Karl Óttar Pétursson er fmmeðlisleg- asti söngvari sem ég hef séð síðan Valgarður Frævill kroppinbakað- ist um svið. Sem betur fer var næst hlé svo menn gátu náð sér. NO COMMENT vom fyrstir eftir hlé og hér var Mózart Kópavogs. Hlynur Aðils, mættur í annað sinn. í þetta sinn forðaðist hann troðnar slóðir dauðarokksins og bar á borð frumlegt og ferskt dauðadiskó. Hlynur sá um tólin en í framlínu vom þrír piltar, hálf- gert Ríó-tríó, sem vom ekki alveg með á nótunum. Forsöngvarinn í Madonnubol stóð sig best og ef öll framlínan sleppti almennilega ffarn af sér beislinu yrði No Comment ffábært númer. Síðasta hljómveit annarrar lotu hét MÖBELFACTA spilaði létt rokk með pöbbakeim. Hér vék frumleikinn fyrir mjög þéttri sam- æfingu. Helgi Vignir Bragason söngvari hafði enska framburðinn og taktana á hreinu og hammond- spil Hrafns Thoroddsen gaf tón- listinni skemmtilegan blæ. Lagið „Nation" var þeirra besta lag, „þéttur rokkari", eins og sagt er á rokkmáli. Urslit kvöldsins vom í fullu samræmi við undangengin fagn- aðaróp gesta. Strigaskór Nr. 42 urðu í fyrsta sæti og Mortuary skammt undan í því öðm. Það er augljóst að það er dauðarokkið sem blívur hjá unga fólkinu. (Svo ég reyni nú að hljóma eins og tutt- ugu ára gömul poppsíða). Dóm- nefndin ákvað að koma Möbelf- acta í úrslit í viðurkenningarskyni fyrir þétt spilirí. I næsta Helgar- vaggi verður sagt ffá þriðja und- anúrslitakvöldinu og úrslita- kvöldinu en þau kvöld verða bæði liðin þegar þetta birtist. -Gunni Sálarkirna Stings Eftir fjögurra ára þögn kveður breski tónlistarmaðurinn Sting sér aftur hljóðs með hljómplötunni „The Soul Cages“ og einsog nafn- ið ber með sér rær hann á mið sál- ardjúpsins og lýkur þar upp nokkrum kimum. Þetta langa hlé hefur Sting sjálfur útskýrt með því að sköpunaræðin hafi stífiast við skyndilegt fráfall föður hans og móður fyrir um fimm ámm, eða um svipað leyti og tvöfalda albúmið „Nothing like the Sun“ kom út. Það verða að teljast ánægjuleg tíðindi að Sting hefur tekist að ijúfa stífluna, því tónlistarheimur- inn væri stómm fátækari ef rödd þessa fyrmrn meðlims Police hætti að færa okkur sinn sérstaka bræðing. Það vakti á sínum tíma mikla athygli þegar Sting leysti upp ein- hverja vinsælustu hljómsveit átt- unda áratugarins, Police, í upp- hafi níunda áratugarins og fékk í stað þess til liðs við sig valin- kunna jassista og sendi frá sér „Dream of the Blue Turtles“. Enginn vissi á hverju von var, en flestir luku lofsorði á skjaldböku- drauminn, enda nýtti Sting þar það besta úr samtímajassi og það besta úr rokkinu og útkoman var ein besta hljómplata þess áratugs. í áranna rás hefur Sting svo haldið áffam að þróa þennan bræðing og aukið hann ýmsum fleiri tónlistaráhrifum, suðuram- erískri indíánatónlist, þjóðlegum stefjum ffá Bretlandseyjum, afr- íkönskum rythmatilbrigðum og jafnvel spönskum dönsum á þeirri hljómplötu sem hér er til umfjöll- unar. Það eru engir aukvisar sem aðstoða Sting á Sálarkimunni. Tveir þeirra hafa unnið með hon- um síðan hann yfirgaf Police, þeir Kenny Kirkland, sem leikur á hljómborð, en hann hefur m.a. leikið með jassistum á borð við Wynton Masalis, Dizzie Gillespie og Elvin Jones, og saxófónleikar- inn Brandford Marsalis, sem á fortíð hjá ekki minni spámönnum en Art Blakey, Dizzie, Masalis, Miles Davis og Clark Terry. Aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni eru trommuleikarinn Manu Katche, sem gekk til liðs við Sting á „Not- hing like the Sun“ og nýr gítar- leikari, Dominic Miller, sem virð- ist ótrúlega fjölhæfur. Sjálfur plokkar Sting bassann og bregður fyrir sig mandólínleik. Ýmsir fleiri koma við sögu og er þar Kathryn Tickell sennilega þekkt- ust, en hún leikur á Northumbrian pípur og hefst platan á seiðandi stefi á þetta sérstæða hljóðfæri. Ekki ætla ég mér að gera upp á milli einstakra tónsmíða á „The Soul Cages“. Ein lagasmíðanna „All this time“ hefur gert það gott á vinsældarlistum, enda leikandi létt lagasmíð fúll af lífsgleði og minnir óneitanlega á tilraunir Paul Simon við að blanda afrík- önsku hljóðfalli við dægur- flugur vesturheims. „Mad about you“ er önnur perla þar sem strengjahljóðfæri eru notuð á óvenjulegan hátt. Gamla kempan Moondog kom ósjálfrátt upp í hugann á undirrituðum þótt þar sér ólíkum saman jafnað; súper- stjömunni og götumúsíkkantin- um. Þrátt fyrir að létt sé yfir þess- um lagasmíðum verður það sama ekki sagt um plötuna sem heild, né heldur textana, enda skýtur ýmislegt óþægilegt upp kollinum þegar kafað er í sálarkimuna. Sting rifjar upp bemskuna við slippinn í Newcastle, þar sem skipin varpa skugga á sólina og Ijúfsárar minningar um föður hans rífa upp gömul sár. En hug- urinn leitar víðar og inní bemsku- myndimar koma blóðug tíðindi nútímans, frá Jenísalem og víðar. A hljómplötunni gætir ýmissa grasa. Titillagið er þrumurokkari, þama er að finna gullfallegan spánskan dans, „Saint Agnes and the Buming Train,“ listilega leik- inn á klassískan gítar, stórfurðu- legan blús, „Jeremiah BIues,“ og harmþrungnar ballöður einsog „The Wild Wild Sea“ og „When the Angels Fall“. Því er svipað farið með þessa hljómplötu Sting og aðrar plötur hans, að hún krefst hlustunar, og líkt og hinar þá vex hún við hveija hlustun. Sálarkiman er að mati undir- ritaðs ekki það besta sem frá Sting HELGARVAGG Umsjón: Gunnar L Hjálmarsson hefur komið, sennilega liggur honum of mikið á brjósti til þess að hann geti skotið sjálfum sér ref fyrir rass. A plötuna vantar snilld- arverk einsog „They dance alone" af „Nothing like the Sun“, þar sem hann syngur um fómarlömb herforingjastjómarinnar í Chile og „Englishman in New York“ af sömu plötu, eða „If you love Somebody“ og „Moon over Bour- bon Street“ af Draum bláu skjald- bakanna. Engu að síður er Sálark- iman í allt öðmm gæðaflokki en sú tónlist sem einokar útvarps- stöðvamar. Nú er bara að vona að Sting hafi með þessari hljómplötu gert ærlega sálarhreinsun hjá sjálfum sér svo næsta sköpunar- verk hans fái að blómstra óheíl af innri sálarfiækjum. -Sáf Sólóplötur Sting: The Dream of the blue Turtles, AM records 1980. Bring on the Night (Live), AM records 1985. Nothing like the Sun AM records 1987. The Soul cages, AM records 1991. □ Reykvíska hljómsveitin Formaika hefur geftð út litla plötu í stóru umslagi. Hljóm- sveitin leikur rokk með áhrif- um frá Manchester dansrokk- inu svokallaða, þ.e.a.s. hljómsveitum eins og The Stone Roses og inspiral Carpets. Hljómsveitin gefur piötuna út sjálf og sér um dreifingu. Piatan hefur að geyma tvö lög. „King of soui" og „Lasy dazy man“. Jón Skuggi sá um upptökurnar sem fóru fram um síðustu jói... □ Steinar hafa gefið út safnpiötuna Bandalög 3. Á piötunni eru dansmix af pöddulagi Todmobile og son- nettu Bubba, júrósigurlag Eyfa og annað júróiag í flutn- ingi Jóhanns Eiðssonar og Sigrúnar Evu, tvö lög með ís- landsvinum og eitt lag með Upplyftingu, Pís of Keik og Plús + mfnus. Einnig syngur Páil Óskar Hjáimtýsson eitt iag af Rocky Horror plötunni sem P.S. Músik gáfu út ný- lega. Til uppfyilingar á Bandalögum 3 eru fimm er- lend poppiög... □ Það hefur ekki heyrst mikið ffá Paui Weiler að und- anfömu. Hann geröi áður garðinn frægan með The Jam og Style Council. Uppá síðkastið hefur Paul komið fram með nýrri hljómsveit, Paui Weller Movement, og nú eru uppi áætlanir um út- gáfu. Lítil plata er fyrirhuguð í maí og stór seinna í sumar. Vinnsluheiti stóru piötunnar er SX2001... □ í kvöld kveður Bob Manning, soul- songvari, á Púlsinum. Bob hefur spilað hér að undanförnu ásamt KK- bandinu. í kvöld verða tónleikarnir teknir upp til varðveislu og jafnvei útgáfu. Á morgun verða svo síöustu tónleikar Danny Newman og hljómsveitar á Púlstnum. Danny er á leið tii London þar sem hann er búsettur. Söng- ur Danny þykir minna á Eric Clapton og Peter Green, og á þessu síðasta kvöldi hans hér á landi f bili stfga margir íslenskir blúsmenn á svið... □ Á Tveim vinum er margt athyglisvert í boði. Gal- ileó spila í kvöld og Loðin Rotta á mánudags- og þriðju- dagskvöld. Bleeding Volcano halda uppí þungarokksstuði fyrsta maí, á miðvikudaginn og fimmtudaginn annan maí ieikur hljómsveitin VIN K. Sú sveit leikur pönkað blúsrokk og er skipuð Míke Poilock, Gunnþóri Sigurðsyni, Gunn- ari Erlingsyni og Agnari Agn- arssyni sem sér um tækni- brellur. Á undan VIN K leikur pönksveitin sfspilandi Drulla... Laugardagur 27. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.