Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 8
BÓKABLAÐh Lífshlaupin, sagan, spekin og fróðleikurinn egar blaðað er í íslenskum bókatíðindum í ár kemur í ljós að í flokkinum „ævi- sögur og endurminning- ar“ eru sjö þýddar bækur og nær þrjátíu íslenskar. Eins og allir vita er nokkur gusugangur jafn- an í kringum þennan flokk bóka. Bæði vegna pesónuforvitni manna og svo koma heilir flokk- ar ævisagna „í gusum“: kannski fímm sjómannabækur eða fjórar prestabækur í einu. Nú eru öng- vir prestar á ferð. Barasta einn sjómaður í bókinni „Brotsjór rís“, sem Seinn Sæmundsson skrifar um Einar Bjarnason. Barasta einn bóndi, Stefán í Vorsabæ (Páll Lýðsson skráði). Aftur á móti er haldið áfram þar sem frá var horfið í fyrra við að skrifa sögur þeirra sem allir þekkja úr fjölmiðlum og leikhúsum og skemmtanabransanum. Ómar Ragnarsson skrifar sjálf- ur sína bemskusögu („Heitirðu Ómar?). Þráinn Bertelsson skrifar sögu Ladda og vekur það nokkra forvitni fyrirffam að hægt skuli að fá feimnasta mann heimsins til að tala í heila bók. Ingólfúr Margeirs- son skrifar sögu Ama Tryggvason- ar leikara. Svanhildur Konráðsdótt- ir skrifar sögu Jónasar Jónassonar útvarpsmanns („Lífsháskinn") og er í kynningu lögð sélega mikil áhersla á að hér sé hispursleysið á ferð. Einhversstaðar hér í grennd setjum við niður sögu Heiðars snyrtis eftir Nönnu Rögnvaldsdótt- ur og er því lofað að hún sé „tæpi- tungulaus“. (Það lofa allir einhveiju slíku og væri tilbreyting ef einhver segðist ætla að vera bæði hlédrægur og umtalsffómur.) Og gleymum ekki heldur Sigurði Ölafssyni söngvara og hestamanni með meim, sem Ragnheiður Davíðsdótt- ir hefúr sett saman bók um („I söngvarans jóreyk“ heitir bókin, svo enginn efist um það hvað mað- urinn hefur fengist við). Mannraunir eða ferill? Menn verða auðvitað tilefni bókar með misjöfnum hætti. Sumir vegna þess að þeir lenda í mann- raunum eins og Gísli læknir Sig- urðsson í hemumdu Kúveit - hefur margur haft minnu frá að segja en þessi geðþekki Iæknir („Læknir á vígvelli“ eftir Ólaf E. Friðriksson). Kannski em mannraunir löngu liðnar eins og í dæmi Íslendingsins sem var „Gagnnjósnari Breta á Is- landi“ (höfundur Ágúst Guðmunds- son). Með öðmm orðum - það kemur á daginn að við áttum mann sem komst svo nálægt reyfaranuin að ráðast til einnar leyniþjónustu (þeirrar þýsku) og vinna svo fyrir aðra. Athyglin á ævisagnamarkaði er svo eitthvað að beinast að „athafna- mönnum“. Erlendur Einarsson fyrr- um forstjóri SÍS segir Kjartani Stef- ánssyni frá sínu lífshlaupi („Staðið í ströngu") og Sigurður Helgason fyrmrn forstjóri Loftleiða hefur rætt um sína ævi við Steinar J. Lúðvíks- son í bók sem hefúr ekki síðra stríðsheiti en Erlendarsaga: „I sviptivindum“. Eins og vonlegt er er okkur lofað því í kynnningum að í þessum bókum sé sagt frá því sem gerðist „að tjaldabaki“ - eins og Omólfúr Amason er að gera í sini Kolkrabbabók sem á öðrum stað er nefnd. Vonandi verður við það staðið - svo mikið er víst að Sigurð- ur Helgason er þegar kominn í heitt við Bjöm Bjamason í Mogganum út af þessari bók, og láti guð gott á vita. Aðeins tvær konur em kvaddar til frásagnar: Ingibjörg Sólrún Mynd: Jim Smart. Gísladóttir er hefúr talað við Sigur- veigu Guðmundsdóttur, merka konu hafnfirska og sanna ættmóður kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Og Nanna Rögnvaldsdóttir hefur rætt við Maríu Þorsteinsdóttur sem hef- ur af þungum persónulegum hörm- um að segja og þar við hlið er lýs- ing á þeim friðarferðalögum og „sendinefndasósíalisma“ sem hefur tölvert verið á dagskrá hjá mönnum á seinni misserum („Skilmálamir hennar Maríu'j. Sex bækur úr þessum flokki eru syrpur - bændasyrpa og trillu- karlasyrpa sem Helgi Bjamason og Hjörtur Gíslason taka saman, Prestaþættir sem Auðunn Bragi Sveinsson tekur saman, viðtalsbók við eiginkonur þekktra manna („Betri helmingurinn“), viðtalsbók við vinstrimenn og verkalýðsfröm- uði eftir Harald Jóhannsson („Þá rauður loginn brann“). Og svo bók scm þessum skrifara hér list einna best á fyrirfram af syrpum - við- talasafn um „Lífsviðhorf mitt“: hvað er betra tilefni í viðtal en ein- mitt það? I þær er mest lagt. Ekki verður allt upp talið. Menn gætu spurt: er nokkur leið að gefa „neytendaleiðbeiningar“ um þennan flokk bóka? Svo er ekki. Þær em flestar einskonar blaða- mennska og blaðamennska getur verið flumbmleg og ýtin og vönduð og allt þar á milli. Það er eftirtekt- arvert að ekki em nýlega út komnar nema tvær ævisögur um menn sem lokið hafa sínu lífshlaupi - ævisög- ur sem krefja höfunda sína um að leita víða til fanga, vinna úr heim- ildum, beita sagnfræði. Hér er um að ræða Kristjáns sögu Eldjáms eft- ir Gylfa Gröndal, sem er áreiðan- lega metnaðarfyllsta verk Gylfa til þessa, en hann hefur áður komið mjög við sögu samtalsbóka. En fær nú margt gott úr að vinna, m.a. dag- bækur forsetans og þjóminjavarðar- ins. Hin er saga Jónasar frá Hriflu sem Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur heiur skrifað („Með sverðið í annarri hendinni og plóginn í hinni“). Er það enn að rætast sem Sverrir spáði Kristjánsson, að í sögu íslands yrði seint hljótt um þann mann? Og þá er enn ónefnt mikið ævi- sögulegt rit þar sem víða er til fanga leitað - hér er átt við bók Að- alsteins Ingólfssonar um Erró, sem margvíslegt lof hefur hlotið. Erlendar ævisögur Þær eru reyndar mest blaða- mannabækur um fólk í fréttunum: um Raisu Gorbatsjovu, um Jeltsín Rússlandsforseta og um Díönu Bretaprinsessu. Og Pele fótbolta- garp. Og svo er búið að þýða bók um efni sem virðist fólki afar hug- stætt um víða veröld: bók Betty Mahmood um strið hennar við Is- lam um bam sem hún á með írana („Aldrei, aldrei án dóttur minnar"). Og út úr klassíkinni skýtur Samuel gamli Johnson upp kolli hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi með bók- inni um „Vandræðaskáldið" Rich- ard Savage, og detur manni þá í hug hvort hér sé ekki komin óska- lestur furðu margra mörlanda: öll erum við vandræðaskáld, hvert á sinn hátt. Hvað er almennt efni? Flokkun er mjög lausleg í þessu kynningarriti. Undir einn hatt sem kallast „Bækur almenns efnis“ (um níutíu titlar) er sett allt mögulegt: hcimspekirit Platóns og Mikaels- fræði, draumaráðningar og sagn- fræði, kynlífsfræðsla og náttúru- fræði. Æjá, bækur eiga kannski ekkert annað sameiginlegt en að það er hægt að lesa þær. Kannski vekur það fyrst athygli hve mikið er af andlegheitabókum sem kenna mætti við nýöld: draumar, hug- leiðsla, spádómabækur, endur- holdgunarfræði, samband við „ann- að Iíf‘ - þessar bækur eru talsvert á annan tug og þó fleiri ef við bætt- um við úr flokki handbóka nokkr- um (um streitu og jóga og fleira) sem í rauninni eiga hér heima. Sagnfræðin Það er ekki nema eðlilegt að Is- lendingur skoði undir þessum lið fyrst og fremst það sem undir sagn- fræði má falla. Nú er bæði verið að gefa út Heimskringlu með glæsi- brag (þótt Garri á Tímanum óttist að vondir menn hjá Máli og menn- ingu Iaumi inn i hana bölvuðum marxisma í leiðinni) - og mikið af staðarsögu. Pláss og sýslur hafa í auknum mæli fengið sér sagnfræð- inga til að skrifa sögu sína, og nú eru í gangi Seltimingabækur og Isafjarðarbækur og Vestmannaeyja- saga og saga Ólafsfjarðar, fyrir utan hemámssögu Akureyrar, og er þá hvergi nærri allt upp talið - gleym- um ekki heldur Reykjavíkursög- unni hans Guðjóns Friðrikssonar. Slíkar bækur eiga sér vísan „mark- hóp“ í byggðarlögum náttúrlega. Aðrar eiga sér markhópa í starfs- greinum (saga bifvélavirkja, saga flugsins, saga íslenskrar togaraút- gerðar). Við getum líka numið stað- ar við það að nú er út komin fyrsta saga blindra á íslandi (höfundur Þórhallur Guttormsson) - þar er vissulega unnið þarft verk. Ef þessi lesandi hér ætti svo að lýsa persónulegri fovitni sinni um sagnfræðideildina, þá nefhdi hann fyrst til þijár bækur. Ein er eftir Lúðvík Kristánsson og fjallar um Jón forseta Sigurðsson og umhverfi hans eins og svo margt annað gott sem Lúðvík samdi. („Jón Sigurðs- son og Geirungar“). í annan stað skal á það minnt að Menningar- sjóður er að byija úgáfu sína á sögu íslenskrar leiklistar eftir Svein Ein- arsson. í þriðja lagi hefur Jón Orm- ur Halldórsson leyft okkur að heyra svo margt um heim Islams að erfitt er að stilla sig um forvitni í garð bókar hans „íslam - saga pólitiskra trúarbragða". Nú er margt hér ótalið, eins og vænta máti. Glæsibækur og fróð- leiks um íslenska náttúru (meðal annars tvær um hella). Ferðabækur - bæði endurútgáfa á suðuramríku- reisubók Kjartans Ólafssonar víð- förla og ný Afríkubók Stefáns Jóns Hafsteins. í umhverfisbókum er skorað á menn strax í bókartitli að bjarga jörðinni. Ömólfúr Amason heitir því að leiða menn í_ sannan fróðleik um það „hver á ísland?“ (spuming sem Jón Baldvin ætlaði að svara, en gleymdi svo) í bók sinni „Á slóð kolkrabbans“, sem er um ættaveldið íslenska. Þijú skáld em líka á bókaiði undir hinum „almenna" hatti. Thor Vilhjálmsson með greinasafnið ,Ældur í laufi“, en hann hefur, eins og menn vita, allt frá dögum Birt- ings verið einn háðvísasti og skarp- asti penni okkar um menningar- vandann og aðra stóra hnúta sem mennsk kind ríður sér. Hannes Pét- ursson á bók sem geymir hugleið- ingar skálds á ferðalögum og heitir hún „Eintöl á vegferðum". Og þá kemur út önnur bók í syrpu Matthí- asar Johannessens sem ætlar einu nafni að kallast ,Ævisaga hug- mynda“ og heitir „Þjóðfélagið". Sú útgáfa fór af stað í fyrra og geymir Helgarspjall eða spuna ritstjórans úr sunnudagsblöðum Morgunblaðs- ins. Handbækur líka í flokki handbóka (einir 35 titl- ar) kennir líka rnargra grasa: þar er kennt að búa til stjömuspádóma, sofa hjá, kyssa, þekkja fúgla, fóðra fiska, velja nafn á bam („Hvað á bamið að heita?“). Þijár bækumar em fyrir hestamenn og þijár fyrir matargerðarfólk. Var einhver að kvarta yfir því að illa væri séð fyrir þörfúm vomm? Mesta fúrða að ekki skuli koma út handbók í því að ávaxta peninga og fara snyrtilega á hausinn - ef marka má fféttir er engin kunnátta biýnni en einmitt þessi. Árni Bergmann tók saman. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.