Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 10
BÓKáBLáÐl\ Árni Tryggvason. Mynd: Jim Smart. Leikarinn fellir grímuna Rúið rauk í stúið ÓÐfluga. Þórarínn Eldjárn. Sigrún Eldjárn gerði myndirnar Forlagið 1991. Dettur nokkrum það í bug fyr- irfram hvernig kvæði fyrir börn gætu helst verið? Maður klórar sér í kolli og hugsar: tja það á að vera saga af einhverjum sem rann á rassinn í sínu amstri. Eða kann- ski á þar að vera eitthvert bull sem líkir eftir bullástríðu krakk- anna? Rétt eins og þegar Rússinn Kornej Tsjúkovskíj lét rímið ráða tíðindum í sínum frægu (og óþýð- anlegu) barnaþulum: þar hjóla birnir af því rímið býður þeim að gjöra það. Ég veit það ekki. En margar kúnstir kann Þórarinn Eldjám í sinni bamakvæðabók, ekki síst þá list að „bulla“ skemmtilega: Fyrst kom belgurinn og biðan þá byrjaði skriðan: Rúið rauk i stúið sem roð í hundskjaft snúið... Er þetta ekki ágætt? Manni getur líka fundist það hafi stórgöfúgt upp- eldisgildi að segja til dæmis í vor- kvæði fyrir krakka: Óð jluga nálgast óðfluga œtliþað sé góð fluga? Þórarinn Eldjárn Hittir þetta í mark hjá krökkum? Það veit maður ekki fyrr en maður prófar sjálfur, en það er mjög líklegt. Sjálfúr hefur lesandi sem nýkominn er á afaaldur einna mest gaman af þeim ljóðaleik þar sem er verið að espa og stríða skynseminni - með skynsamlegum hætti. Eins og í þessu kvæði hér: Frakkinn minn erfótalaus fótalaus með engan haus. Hann kemst ekki heim til sin, hann kemst ekki neitt án min. Þó er hann á þönum út um bceinn, en þykir best að hanga allan daginn. Eða þá að kvæðum sem luma á allrahanda undirtónum og bakþönk- um fyrir allar kynslóðir, eins og kvæðinu um Ingó (Ingólf Amarson) sem er ofan í fjöru í skapi fúlu því hann finnur þar enga súlu: Hann finnur gamlan gúmmiskó oggrœnar netakúlur en ekki sinar öndvegis- og ajbragðsgóðu súlur Hann kemur auga á ótal hús, með uppþvottavél og sima: Hann er í réttri Reykjavík á röngum komutíma... Þetta er blátt áfram skemmtilegt kver og líflega prýtt myndum Sig- rúnar Eldjám, sem falla vel að text- um og eru þó ekki þrælar þeirra - og vel var það til fundið að láta glaðleg- an ljóðaorm fylgja opnu hverri. Árni Bergmann Lífróður Ingólfur Margeirsson skráði eftir frásögn Arna Tryggvasonar leik- ara. Útgri'andi: Orn og Orlygur. Eg fæddist inn í sólina,“ seg- ir í upphafí Lífróðurs, ævi- sögu Arna Tryggvasonar, sem Ingólfur Margeirsson hefur skráð. A næstu blaðsíðu segir: „Foreldrar mínir bjuggu í skinandi fátækt...“. Leikarinn og trillukarlinn, sem minnist sinna fyrstu árataka í lífsins ólgusjó með jafn mikilli bjartsýni og skín í gegnum þessar setningar, á eftir að Ienda í brimöldu og steyta á ýmsum skerjum áður en hann gerir upp túrinn með Ingólfi Margeirssyni í Hrísey 67 árum síðar, þá orðinn löggiltur ellilífeyrisþegi. Líkt og hjá trúðnum felst mikill sársauki á bakvið þá grímu sem Ámi Tryggvason hefur skýlt sér með á leiksviðinu. I augum þjóðar- innar er Ámi leikarinn, scm nær undantekningarlaust kemur áhorf- endum í gott skap, einlæg klifurmús sem kiltar hláturtaugar jafnt ungra sem aldinna en likt og aðrir mikil- hæfír gamanleikarar hefur hann margsannað að hann getur leikið á allflesta strengi mannlegra tilfínn- inga. Þegar gríman fellur í Lifróðr- inum kemur í Ijós hyldjúpur sárs- auki og myrkur, sem flestir hefðu kiknað undan. Það sé"m bjargar Áma er ástin; ástin á leiklistinni og Hrís- ey, ástin á fólki og ást fólksins á honum og á það jafnt við um vini og vandamenn sem og vandalausa, sem í raun eru ekki vandalausir, því eins og Ámi segir á einum stað í bókinni, þá er hann eign þjóðarinn- ar. Lífróður er í stuttu máli saga piltsins sem fæddist í Eyjafirði, ólst upp í Hrísey, hlaut sína menntun í alþýðuskóla Jónasar frá Hriflu á Laugum, varð ástfanginn sem inn- anbúðarmaður í kaupfélaginu í Borgarfírði eystra, kom við í Reykjavík á leiðinni heim til Hrís- eyjar aftur, gerðist afgreiðslumaður í Kjötverslun Tómasar, laug sig inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar, lék sig inn í hjörtu íslensku þjóðar- innar í Iðnó og á sviði Þjóðleikhúss- ins og varð einn ástsælasti leikari okkar. Áður en undirritaður hóf lestur bókarinnar sóttu á hann vissar efa- semdir; gat ekki séð að efniviðurinn væri spennandi fyrir aðra en þá sem hafa brennandi áhuga á leiklistar- sögu þjóðarinnar. En strax í fyrsta hluta bókarinnar, sem fjallar um uppvaxtarárin í Hrísey, grípur bókin lesandann. Kemur þar margt til; ein- Iægni sögumanns og lifandi frásögn krydduð mannlegri kímni sögu- manns, þar sem hann bregður upp skoplegum myndum af sjálfuni sér og umhverfi sínu. Þarna er Ámi í essinu sínu og líkt og hann hefur á sviðinu gætt ótal persónur lífl og gert þær að fólki af holdi og blóði, sprettur Hrísey á fyrri hluta aldar- innar fram Ijóslifandi og íbúar eyj- arinnar öðlast líf. Ingólfur hefur kosið frásagnar- máta sem alls ekki er auðveldur við- ureignar. Hann lætur Áma segja söguna í þátíð, en um leið og frá- sögnin gerist persónulegri breytir hann um stíl og fær- ir frásögnina í nútíð. Yfirleitt gengur þetta upp hjá skrá- setjara og frá- sögnin öðlast persónulegri blæ en ella, en stundum hnýt- ur lesandinn um þessi öm skipti á milli tíða. Helst þarf frásögn, sem byggir á þess- ari tækni, að vera það hag- anlega gerð að lesandinn taki ekki eftir þessum hoppum á milli tíða og í seinni hluta bókarinnar tekst skrásetjara það. Þar rennur frá- sögnin áfram án nokkurra hnökra og það er ekki fyrr en aftur er gluggað í textann að lesandinn uppgötvar að Ingólfur er trúr aðferðinni frá upp- hafi til enda frásagnarinnar. Annar hluti bókarinnar segir frá því þegar Ami yfírgefur föðurhúsin og hvemig hann byggir sig upp sem leikari á fjölum Iðnó, eftir stuttan stans í Borgarfirði eystra. Þetta er ekki bara saga Árna sem leikara, heldur jafnframt saga Iðnó á eftir- stríðsárunum. Líkt og í fyrsta hlut- anum er frásagnargleði Áma slík að áhugi vaknar á þessum lokaða heimi á bakvið tjöldin, þrátt fyrir að Ámi sniðgangi alfarið slúður og rætni, sem greiðastan aðgang á að lesend- um. Þetta er einlæg frásögn af sigr- um og ósigrum á sviðinu auk þess sem við kynnumst strembinni lífs- baráttu Iðnóleikara sem hefúr fyrir fjölskyldu að sjá. Þriðji og síðasti hluti bókarinn- ar, Svarti hundurinn, er átakamesti hluti bókarinnar og Qallar hann um þann þátt í sögu Áma sem hlýtur að koma lesendum mest á óvart. Þar fellir leikarinn grímuna og í ljós kemur manneskja sem hefúr orðið að kljást við illvígan andlegan sjúk- dóm í fjölda ára. Ámi kallar sjúk- dóminn „svarta hundinn“. Þetta er þunglyndi á mjög háu stigi, sem reglubundið steypir honum út í ystu myrkur og háir þetta honum mjög sem leikara, þótt áhorfendur verði ekki varir við neitt. Ámi ákveður að kljást við þenn- an sjúkdóm án lyfja og meðal lækn- ingaaðferða hans er að sitja á bekk undir Jóni Sigurðssyni og ræða við vegfarendur um eigin erfiðleika og hlusta á raunasögur þeirra. Smám- saman tekst honum að læra á „hund- inn“ og í sögulok lítur út fyrir að tekist hafi að temja óargadýrið í eitt skipti fyrir öll, þótt Ámi dragi enga dul á það að hann geti aldrei verið viss um að hann hafi kveðið þennan djöful niður. Það þarf kjark til að opna sál sína á þennan hátt fyrir lesendum og þá djörfung hefur Ami. Hann varast líka að falla í pytt sjálfsvorkunar og þessvegna öðlast sjúkdómssagan dýpt og sjúklingurinn reisn, einmitt þegar hann er mest kvalinn, einsog þegar hann kastar upp fyrir utan Þjóðleikhúsið áður en hann fer á æf- ingu. Flestir hefðu lokað sig inni í hans sporum en Ámi heldur áfram að berjast og gleðja íslenska leik- húsgesti með nýjum persónum. í þessum hluta kynnumst við einnig vonbrigðum Áma með vem sína í Þjóðleildiúsinu. Honum finnst hann vannýttur þar en samt er ekki að finna á frásögninni að hann beri kala til eins né neins. Hann fer til þjóðleikhússtjóra og segir honum hug sinn, að sér finnist tími til kom- inn að hann fái að kljást við stórt harmskoplegt hlutverk en fær þau svör að leikhúsið hafi Bessa. Þrátt fyrir það fær Bessi mjög jákvæð ummæli hjá Áma og er ekki að efa að hann meinar það sem hann segir um þennan kollega sinn, enda hafa þeir tveir ítrekað átt stórkostlegan samleik þar sem hvorugur er í skugga hins. Þannig er það eigin- lega með alla sem átt hafa samleið með Áma. Ólíkt flestum ævisög- um reynir frá- segjandi aldrei að uppheQa sjálfan sig á kostnað annarra né heldur notar hann tækifærið til að niður- lægja þá sem hann kann að bera kala til. I n g ó I f u r Margeirsson kemst mjög vel frá verki sínu. Hann hefur áður sýnt og sarrnað með Lífsjátn- ingu Guð- mundu Elías- dóttur og Allt annarri Ellu að þessi tegund af sagnaritun leikur í höndunum á hon- um. Líkt og í fyrri bókum sínum hefúr hann náð mjög persónulegu trúnaðarsambandi við viðmælanda sinn, svo persónulegu að erfitt er að sjá hvað er Áma og hvað Ingólfs. Það er sjaldgæft að lesa ævisögu þannig skráða að skrásetjarinn hverfur með öllu, en þannig bók er Lífróður. Það er list sem alltof fáum skrásetjumm er gefin, enda útheimt- ir slíkt mun meiri vinnu en einfold uppskrift af segulbandi, sem því miður er alltof oft raunin með það ævisagnaflóð sem streymir úr öllum kimum þjóðarsálarinnar. I stuttu máli sagt: Lífróður er góð bók sem auðgar lesandann og þrátt fyrir að þetta sé saga manns sem þjáðst hefur af þunglyndi ára- tugum saman, þá eykur hún bjart- sýni þeim sem fara í þennan lífróður með þeim félögum. -Sáf Frásögn Áma er skráð af Ingólfi Margeirssyni. ÞJÓÐVIL.JINN Laugardagur 14. aesember 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.