Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 JjV Nærmynd af Guðrúnu Pétursdóttur forsetaframbjóðanda: Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla Islands, nýtur mests fylgis þjóðarinnar í forsetastól ef marka má skoðanakönnun DV sem birt var sl. mánudag. Þótt Guðrún sé þekkt í ákveðnum hópum í þjóðfélaginu er hún líklega minnst þekkt meðal almennings af þeim persónum sem þjóðin tengir við forsetastól. Vinir hennar eru á einu máli um ágæti hennar og kem- ur glögglega fram hjá þeim að hún er traust, hafi sterka réttlætis- kennd, sé alþýðleg, skipulögð, klár og fjölhæf. Þó eru ekki allir sam- mála þeim og segja hana stóra upp á sig, hún komi úr of vernduðu um- hverfi til að vita við hvaða kjör meirihluti þjóðarinnar býr og hún fari offari í sínum baráttumálum. Stuðningur við Guðrúnu Péturs- dóttur var ekki mælanlegur í fyrstu skoðanakönnun DV sem gerð var í október. Sl. mánudag mældist hún hins vegar með 35,8 prósenta fylgi samkvæmt skoðanakönnuninni og var komin í fyrsta sætið. Ásömu möguleika og aðrir Ólafur Þ. Harðarson, dósent í stjórnmálafræði, telur það ekki eiga eftir að verða Guðrúnu íjötur um fót að hún er tiltölulega óþekktur fram- bjóðandi. „Það er alþekkt í öðrum löndum að þetta getur reynst mönnum mik- il hindrun. Sumir hafa sagt að það gegni svipuðu máli hér og þess vegna ætti óþekktur frambjóðandi í forsetakjöri enga möguleika á kjöri. Þetta held ég að sé í grundvallarat- riðum rangt. Aðstæður hér eru mjög öðruvísi, sérstaklega varðandi forsetakjör. Ef hér kemur fram til- tölulega lítt þekktur frambjóðandi, sem þó er tekinn alvarlega, standa allir fjölmiðlar honum meira og minna opnir. Ástæðan er sú að for- setakosningar eru hér ekki mjög oft og allur almenningur hefur mjög mikinn áhuga á þeirr og vill fá að vita hverjir þessir frambjóðendur eru. Ólafur segir að óþekktur fram- bjóðandi eins og Guðrún þurfi auð- vitað að byrja fyrr á sinni kosninga- baráttu en aðrir. Hins vegar sé hún að mörgu leyti óbundnari en aðrir forsetaframbjóðendur sem hafa skýra ímynd vegna þess aö hún get- ur kannski mótað sína ímynd meira. „Hins vegar held ég að frambjóð- endur geti kannski slipað ímynd sína en alls ekki búið hana til. Ef ímyndin á að vera trúverðug verður hún að byggjast á bakgrunni og per- sónuieika fólks. Guðrún breytir þvi auðvitað ekki af hvaða ættum hún er og það sjálfsagt bæði gagnast henni og skaðar hana. Það er hefð- bundið á Islandi að ýmsir telja það kost á fólki að það sé af einhverjum traustum ættum en síðan er líka stundum andúð á því sem menn hafa talið einhverjar finar ættir. Fjölskyldutengsl hafa til dæmis áreiðanlega spillt fyrir forsetafram- boði Gunnars Thoroddsens árið 1968 þar sem hann var te ngdasonur Ásgeirs Ásgeirsson- ar.“ Traust og vönduð Áslaug Ragnars blaðamaður kynntist Guðrúnu vel þegar þær börðust gegn því aö ráðhús risi við Tjörnina en nú starfar Áslaug að framboði Guðrúnar. „Ég get staðhæft að Guðrún er skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún er afskaplega traust, vönduð, góð og vel innrætt." Áslaug telur starf Guðrúnar hafa „Menn geta talið henni til tekna að hún var á móti tveimur húsum og einni smásögu. Bæði húsin risu og smásagan var lesin og endurlesin þannig að þessi barátta hennar bar ekki mikinn árangur," segir Hannes Hólmsteinn Gissur- arson um Guðrúnu Pétursdóttur sem hér er ásamt manni sínum, Ólafi Hannibalssyni. DV-mynd ÞÖK gefið henni mikla reynslu í alþjóða- samskiptum og bendir í því sam- hengi á tengsl hennar við erlendar vísindastofnanir og námsgöngu hennar erlendis. Áslaug leggur jafn- framt áherslu á að Guðrún hafi ekki náð svo langt í starfi sínu sem raun ber vitni fyrir ættartengsl sín. Hún hafi þurft að hafa fyrir hlutunum og komist áfram af eigin verðleikum. „Hún er mjög opinská, á auðvelt með að umgangast fólk og á því létt meö að komast í samband við það. Það má segja að hún sé alþýðleg, geri engan mannamun, og því má gera ráð fyrir að hún tali jafn virðu- lega til þjóðhöfðingja og hins lægst setta í þjóðfélaginu," segir Áslaug. Guðrún Pétursdóttir er 45 ára, fædd 14. desember 1950 í París þar sem faðir hennar, Pétur Benedikts- son, síðar bankastjóri og alþingis- maður, var sendiherra. Móðir henn- ar var Marta Thors. Óhætt er að fullyrða að Guðrún sé ættstór manneskja, komin af Thorsurum í móðurætt en Engeyja- rættinni í föðurætt. Afi hennar var Ólafur Thors forsætisráöherra og föðurbróðir hennar Bjarni Bene- diktsson. Vinur vina sinna Það fór víst fram hjá fáum harka- leg ritdeiia sem Guðrún lenti í við Hrafn Gunnlaugsson þegar Guðrún taldi Hrafn hafa vegið að nóbels- skáldinu og konu hans með mál- flutningi sínum í útvarpsþætti. Guð- rún þekkir vel til á Gljúfrasteini og segja vinir viðbrögð hennar við sögu Hrafns til marks um réttlætis- kennd hennar og það að hún er vin- ur vina sinna í gegnum þykkt og þunnt. Halldóra Thoroddsen kennari er skólasystir Guðrúnar úr Mennta- skólanum i Reykjavík. Reyndar ólust þær upp í sömu götu en þær urðu fyrst góðar vinkonur í MR þar sem Guðrún útskrifaðist með 1. ein- kunn. „Guðrún hefur alltaf verið skemmtileg í hópi og hafði mikið ímyndunarafl - sagöi stórfenglegar sögur. Ég man að við smullum sam- an fyrsta kvöldið sem við hittumst í skólanum." Flestir vinir Guðrúnar voru ein- um bekk á eftir henni. Má þar nefna Kristínu Magnúsdóttur kennara, Ingibjörgu Eir Einarsdóttur líffræð- ing, Þóru Ámadóttur hjúkrunarfor- stjóra, Ragnheiði Haraldsdóttur, Viöar Víkingsson kvikmyndaleik- stjóra, Jóhannes Ólafsson, Árna Pét- ur Guðjónsson og Gest Guðmunds- son. Mjög skipulögð „Ég hafði alltaf gaman af því á vorin þegar við vorum að hamast að lesa fyrir próf þegar Guðrún var að trufla okkur og biðja okkur aö koma út í göngutúra og svoleiðis. Hún er svo skipulögð. Að skóladegi loknum fór hún alltaf heim að læra og á vor- in kunni hún lexíurnar upp á 10. Hún var því aldrei með móral yfir því að lesa ekki á vorin.“ Á þeim tíma sem Guðrún var í menntaskóla er óhætt að fullyrða að unga kynslóðin hafi verið nokkuð baldin. Tvennir tímar mættust: tím- ar frjálsræðis og formfestu. Árni Pétur segir flesta í sínum vinahópi hafa verið vinstri anarkista en Guð- rún hafi komið úr íhaldsfjölskyldu. Þrátt fyrir þetta segist hann alls ekki lýsa henni sem íhaldsmann- eskju. Reyndar hafi það komið hon- um á óvart að hún skuli hafa geng- ið í Sjálfstæðisflokkinn, þótt hann sé stór og breiður flokkur, en Guð- rún hefur sjálf sagt að hún hafi aldrei starfað innan flokksins. „Hennar vinahópur og heimssýn var mjög frjálslynd." Hefur ríka ráttlætiskennd Halldóra segist muna eftir því að hún og félagar hennar hafi stofnað listunnendafélag 3. bekkjar og Guð- rún hafi verið valin verndari félags- ins. Félagið var mjög virkt og Guð- rún tók þátt í félags- og leiklistarlíf- inu - til dæmis lék hún í Herranótt. „Ég man eftir því að eitt sinn var borin upp tillaga á sal um að meina konum kosningarétt í skólanum. Guðrún vissi af tiUögunni og við undirbjuggum ræðu sem Guðrún flutti og einnig útbjuggum við barmmerki sem á stóð: „I fótspor Bríetar, o.s.frv.““ Halldóra segir þessa vörn hennar fyrir kosningarétti kvenna i skólan- um, þótt tiflagan hafi líklega verið sett meira fram í gamni en alvöru, dæmigerða fyrir baráttu hennar gegn ranglæti. „Hún hefur mjög ríka réttlætis- kennd. Hún tekur líka upp hansk- ann fyrir minnimáttar og hefur ver- ið óhrædd að segja hug sinn. I sann- leika sagt þá er hún mjög kjarkmik- il.“ Þótt Guðrún sé óhrædd að segja hug sinn segir Halldóra vinkonu sína samt alltaf kunna sig. Hún sé mjög öguð. „Hún segir sjálf að hún hafi þurft að aga sig með árunum. Hún lifir sig það mikið inn í annað fólk að hún er ekki yfirgangssöm eða frek. I þessu ljósi tel ég hana verða góðan forseta, enda er embættið í mínum huga mikið tU samskiptaleið við er- lend ríki um leið og það er samein- ingartákn. Hún hefur mikla reynslu af samskiptum við fólk erlendis og innanlands. Hún hefur aUtaf verið í ábyrgðarstöðu og þurft að sjá til þess að fólk tali saman og vinni saman. Það hlýtur lika að vera hlut- verk forseta að taka þátt í þeirri hugmyndaumræðu sem við íslend- ingar þurfum að ganga í gegnum á næstu árum. Guðrún, sem botnar þó nokkuð mikið í nútímanum en er með fæturna á gömlum merg, er rétta konan tU að leiða þá umræðu." HaUdóra andmælir því að Guð- rún fmni til ætternis síns. Hún sé þvert á móti með fæturna á jörðinni - afskaplega íslensk. Hún hafi verið í sveit sem unglingur og ekki ferð- ast um í lokuðum hópum. Hún hafi vissulega alist upp við fjárhagslegt og tilfmningalegt öryggi sem telst til forréttinda og hún viti af því. „Hún er samt afskaplega lítið snobbuð kona, enda hef ég aldrei fundið fyrir vofum ættingja hennar í fasi hennar." Beðin um að benda á gaUa Guð- rúnar segist Halldóra helst sjá þann ljóð á ráði hennar, ef hægt er að telja það tfl gaUa, hve vinamörg hún er. „Manni hefur stundum fundist hún dreifa sér of mikið. Hún á það líka tU að taka að sér of marga hluti. Hún kvartar ekki yfir því og vinnur alla hluti vel en fyrir þetta dreifir hún sér of rnikið." Hrífur fólk Margrét Björnsdóttir, endur- menntunarstjóri Háskóla íslands, kynntist Guðrúnu fyrir fimm árum Ættstór og hvatvís baráttukona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.