Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 Fréttir 11 Úttekt á tekjum ferðamálafrömuða: Mjög misjafn- ar tekjur - Kjartan Lárusson tekjuhæstur — mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1995 — Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september: Nærri helmingur ufsakvótans óveiddur - aðeins 5 þúsund lestir eftir af þorskkvóta Nýtt fiskveiðiár hefst 1. septem- ber næstkomandi. Og þegar tvær vikur eru eftir af þessu fiskveiðiári kemur í ljós að óveiddar eru 28.747 lestir af ufsakvótanum sem var 65.277 lestir. Allmikið er líka eftir af ýsukvótanum eða 12.841 lest af 52.252 lesta kvóta. Aftur á móti eru ekki eftir nema 5 þúsund lestir af þorskkvóta aflamarksskipa. Veiddar hafa verið 2.259 lestir umfram karfakvótann sem var 70.963 lestir. Af grálúðu eru eftir 3.953 lestir af 23.383 lesta kvóta. Af skarkola eru óveidd 4.392 tonn af 14.023 lesta kvóta. Rúmlega 6 þús- und lestir eru eftir af 66.768 lesta út- hafsrækjukvóta og 130 lestir eru eft- ir af 594 lesta humarkvóta. Tæp 400 tonn eru eftir af 11.595 lesta rækju- kvóta en ekki nema 3.486 lestir eru óveiddar af 128.732 lesta síldarkvóta. -S.dór Fjölveiðiskipið Sunna í flotkvínni á Akureyri en kvíin hefur heldur betur sannað gildi sitt í atvinnulífinu á Akureyri. DV-mynd gk Meðaltekjur ferðamálafrömuða fyrir síðasta ár voru mjög misjafnar samkvæmt álagningarskrá. í úttekt DV var Kjartan Lárusson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ís- lands, með hæstar tekjur rétt eins og árið áður. Voru þær 642 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Næstur á eftir honum kemur Helgi Jóhannsson, framkvæmda- sljóri Samvinnuferða-Landsýnar, með 552 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Þriðji á listanum er Hörð- ur Erlendsson með 478 þúsund krónur á mánuði. Ingólfur Guðbrandsson, sem rek- ur Heimsklúbb Ingólfs, er lægstur á listanum eins og árið áður. Hann var með 107 þúsund krónur að með- altali á mánuði samkvæmt álagn- ingarskrá. -gdt 478 Hörður Gunnarsson, Úrval-Útsýn 447 Böðvar Valgeirsson, Feröaskrifst. Atlanti 284 Gunnar Sveinsson, 281 Andri Már Ingólfsson, 107 Ingólfur Guðbrandsson, Ó 200 400 600 I 800 OS3S Slippstöðin Oddi á Akureyri: íslenskir iðnaðarmenn finnast ekki - 12 Pólverjar að hefja störf hjá fyrirtækinu DV, Akureyri: „Það má segja að það sé brjálað að gera hjá okkur, hér er oft unnið fram á kvöld og einnig er unnið nær alla laugardaga," segir Árni Bjöm Árnason, verkefnisstjóri hjá Slipp- stöðinni Odda á Akureyri, en þar er verkefnastaða betri en menn hafa átt að venjast um árabil. Það er ekki síst Qotkvíin, sem tek- in var í notkun á síðasta ári, sem þarna á stóran hlut aö máli en skip eru nær undantekningarlaust í kvínni og oft færð i kvína skip sem áður hafa verið tekin upp á þurrt land eða öfugt. Af verkefnum Slipp- stöðvarinnar Odda þessa dagana má nefna að setja þarf niður vinnslu- línu í togarann Eyborgu, endurnýja millidekk togarans Árbaks og mikil vinna er við fjölveiðiskipið Sunnu frá Siglufirði sem mála á hátt og lágt og öxuldraga, svo að eitthvað sé nefnt. Þegar hnignun Slippstöðvarinnar náði hámarki vom starfsmenn þar orðnir um 80 talsins. í dag em þeir um það bil helmingi fleiri og enn vantar menn. „Málið er hins vegar ekki flóknara en það að við fáum ekki íslenska iðnaðarmenn, þeir eru bara ekki til og það munaði litlu að þurft hefði að stoppa upp síðasta járniðnaðarmanninn. Þess vegna var gripið til þess ráðs að fá 12 pólska iðnaðarmenn til starfa og þeir eru að hefja störf þessa dag- ana,“ segir Ámi Björn Árnason. Margs konar skemmtiatriði með menningaraukum hafa staðið yfir á Vopna- firði að undanförnu. Vopnaskak ’96 kallaðist hátíöin og þar voru myndlistar- og Ijósmyndasýningar vopnfirskra listamanna ásamt hljómlist og Ijóðlist. Þá var starfsdagur á minjasafninu á Burstarfelli. Sýningar voru innan- og ut- andyra og á myndinni má sjá skeifusmíði viö eld. DV-mynd Ari Utsalan HR SKÓR Frumsýnd w a föstudag Takið þátt í ID 4 getrauninni í Fjörkálfinunt í DV á föstudag Smáauglýsingar rsOTi 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.