Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 17 Iþróttir Guðni fyrir- liði Bolton Guðni Bergsson, landsliðsíyr- irliði íslands í knattspyrnu, hef- ur verið útnefndur fyrirliði enska 1. deildar liðsins Bolton Wanderers fyrir komandi tíma- bil. Hann tekur við af Alan Stubbs sem var seldur til Celtic í sumar. 4. deild: Haukar sluppu í úrslitin Haukar urðu í gærkvöld síð- asta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4. deildarinnar í knattspyrnu þegar þeir unnu Smástund í Eyjum. Þeir þurftu líka hjálp til að fara áfram því Víkingar frá Ólafsvík unnu Ár- menninga og þar meö sat Ár- mann eftir með sárt ennið í B- riðlinum. A-riðill: KSÁÁ-Afturelding.............2-1 ÍH-HB........................4-1 Léttir-Framherjar............3-2 Léttir 14 10 2 2 40-19 32 Njarðvík 14 8 4 2 45-25 28 Afturelding 14 8 0 6 40-36 24 ÍH 14 7 1 6 38-41 22 KSÁÁ 14 6 1 7 35-37 19 Framherjar 14 4 4 6 27-27 16 GG 14 4 2 8 29-39 14 HB 14 1 2 11 22-52 5 B-riðill: Ármann-Víkingur Ó. . 2-3 Smástund-Haukar 1-3 Skautafélag Rvk.-TBR 1-6 Víkingur Ó. 12 9 2 1 68-14 29 Haukar 12 8 2 2 57-17 26 Ármann 12 7 3 2 54-27 24 Smástund 12 5 3 4 70-29 18 Bruni 12 3 2 7 24-42 11 TBR 12 3 1 8 21-48 10 Skautafél.R. 12 0 1 11 8-126 i 1 C-riðill: Kormákur-Hvöt . . 3-3 Tindastóll-Neisti H 3-0 KS-SM 4-0 KS 12 9 2 1 46-7 29 Tindastóll 12 9 2 1 32-11 29 Magni 12 7 1 4 32-23 22 SM 12 6 1 5 23-21 19 Neisti H. 12 4 1 7 10-30 13 Kormákur 12 2 1 9 15-38 7 Hvöt 12 0 2 10 12-40 2 í forkeppni mætast: Haukar-BÍ Bolungarvík-Tindastóll í 8-liða úrslitum mætast: Léttir-Haukar eða BÍ Víkingur Ó. - Bolungarv. eða Tindastóll. KS-Sindri KVA-Njarðvík Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi og leikið er heima og heiman, með útsláttarfyrir- komulagi, þar til tvö lið eru eftir en þau vinna sér sæti í 3. deild. -JGG/VS Wenger til Arsenal? Bresk blöð skýrðu frá því í gær að líklegt væri aö Arsene Wenger, fyrrum þjálfari Mónakó sem nú stjórnar Grampus Eight í Japan, verði eftirmaður Bruce Rioch sem framkvæmdastjóri enska knattspymuliðsins Árs- enal. Arsenal steinlá Arsenal á greinilega í miklum vandræðum þessa dagana því liðið steinlá, 3-1, fyrir 3. deildar liðinu Northampton í undirbún- ingsleik fyrir tímabilið sem hefst á laugardag. Inter lagöi United Manchester United komst nið- ur á jörðina í gærkvöld eftir sig- urinn á Newcastle þegar liöið tapaði á heimavelli fyrir Inter Milano frá Ítalíu, 0-1. Á meðan lagöi Newcastle belgíska liðið Anderlecht, 2-1. Evrópukeppni kvennalandsliöa: Með sigri á Rússum fer ísland áfram íslenska kvennalandsliðið í knatt- spymu mætir Rússum í riðlakeppni Evrópumótsins í Moskvu á laugar- daginn kemur. Þetta er lokaleikur riðilsins og með sigri komast ís- lensku stúlkurnar áfram í úrslita- keppnina sem verður haldin í júlí næsta sumar. Auk framangreindra þjóða leika Frakkar og Hollending- ar í þessum sama riðli. íslenska liðsins bíður eflaust erfitt verkefni í Moskvu en með bar- áttu og skynsamlegum leik eru allir möguleikar fyrir hendi. Tapi hins vegar stelpurnar eða geri jafntefli verður íslenska liðið í þriðja sæti. Þá er ljóst að liðið mætir Þjóðverj- um um laust sæti í úrslitakeppn- inni. Keppt verður um lausa sætið heima og heiman en Þjóðverjar eru í fremstu röð og vill íslenska liðið fyrir alla muni sleppa við leikina við þá. Til að komast hjá því kemur ekkert annað en sigur til greina gegn Rússum. í fyrri leiknum í Reykjavík unnu rússnesku stúlk- umar nokkuð öruggan sigur en þar var íslenska liðið lítt sannfærandi. Liðið hefur verið við æfingar í Reykjavík í vikunni til undirbún- ings leiksins í Moskvu. Kristinn Bjömsson landsliðsþjálfari hefur valið 16 stúlkur til fararinnar og er hópurinn þannig skipaður: Sigfríöur Sophusdóttir, Breiðabl., Sigríður Pálsdóttir, KR, Ásthildur Helgadóttir, Breiðabl., Erla Hend- riksdóttir, Breiöabl., Helga Ósk Hannesdóttir, Breiðabl., Inga Dóra Magnúsdóttir, Breiðabl., Margrét Ólafsdóttir, Breiðabl., Katrín Jóns- dóttir, Breiðabl., Vanda Sigurgeirs- dóttir, Breiðabl., Sigrún Óttarsdótt- ir, Breiðabl., Guðrún Jóna Krist- jánsdóttir, KR, Sara Smart, KR, Ingibjörg Ólafsdóttir, ÍA, Guðrún Sæmundsdóttir, Val, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Val, Auður Skúladótt- ir, Stjörnunni. -JKS Evrópumótin í handknattleik: Valur gegn silfur- liðinu frá í fýrra - KA til Sviss og Haukar til Georgíu íslensku félagsliðin, sem taka þátt í Evrópumótunum í handknattleik, eiga flest allnokkra möguleika á að komast áfram í 2. umferð eftir að ljóst varð hverjir urðu mótherjar þeirra við dráttinn í Vínarborg í gær. Valsmenn, s.em leika í Evrópu- keppni bikarhafa, fengu langerfiðasta verkefnið. Þeir dróg- ust á móti Shachtar Donetsk frá Úkraínu. Róður Valsmanna verður þungur ef marka má frammistöðu Donetsk í mótinu í fyrra. Donetsk lék í EHF-keppninni í fyrra og komust alla leið í úrslit. Þar beið liðið lægri hlut fyrir spænska liðinu Granollers, fyrst 28-18 i leiknum á Spáni og svo 28-27 í viðureigninni í Úkraínu. Donetsk vann Tauras frá Litháen með yfirburðum í 1. umferð og Zu- bri frá Tékklandi í 2. umferð nokk- uð sannfærandi. Þetta Zubri-lið sló Víkinga út úr 1. umferð en Víkingar léku báða leikina í Tékklandi. Donetsk tapaði fyrir Zubri á útivelli með fjórum mörkum en vann leikinn heima með 20 mörkum. í 3. umferð unnu þeir Dinamo Astrakh- an og i undanúrslitum Zatar Gortan frá Króatíu. I Evrópukeppni bikarhafa fengu KA-menn svissneska liðið Amiticia í 1. umferð. íslensk félagslið hafa leikið gegn þessu liði áður og gæti orðið um spenna og jafna leiki að ræða. KA-menn hafa að baki sterk- an heimavöll sem gæti reynst þeim drjúgur þegar upp verður staðið frá þessum viðureignum. Svissneska liðið hefur nokkrum sinnum náð langt á Evrópumótunum. Amicitia lék í borgakeppninni í fyrra og komst í 3. umferð. Lagði Sporting frá Lissabon stórt í 1. um- ferð og síðan rússneskt lið í 2. um- ferð. í 3. umferð lá liðið fyrir þýska liðinu Hameln. Stjarnan til Hollands t EHF-keppninni mætir Stjarnan hollenska liðinu Hirschmann og ættu Garðbæingar að eiga greiða leið í 2. umferð keppninnar. Hol- lensk lið hafa átt erfitt uppdráttar á mótum þessum til þessa. í borgakeppni Evrópu drógust Haukar gegn Martve Tiblisi frá Ge- orgíu. Kunnugir menn innan hand- boltans þekkja ekki mikil deili á Martve. Haukamenn renna því nokkuð blint í sjóinn en svona fyr- irfram teljast möguleikar þeirra nokkrir. Hvorki Martve né Hirschmann lék í Evrópukeppni í fyrra. Eins og kom fram í DV í gær ákváðu fjögur íslensk kvennalið, sem höfðu tryggt sér þátttökurétt á Evrópumótunum, að taka ekki þátt vegna fjárhagsskorts. -JKS Sex leikmenn úr 1. deild í leikbann Sex leikmenn úr 1. deild voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ vegna fjögurra gulra spjalda og taka þeir bannið út í 13. umferð deildarinnar um helgina. Það eru Baldur Bragason og Slobodan Milisic úr Leiftri, Einar Þór Daníelsson úr KR, Alexander Högnason úr ÍA, Sigurður Grétarsson úr Val og Ólafur Stígsson úr Fylki. Úr 2. deild fengu eins leiks bann vegna gulra spjalda þeir Heiðar Ómarsson úr Leikni, Davíð Garðarsson og Þorsteinn Sveinsson úr Þór og þeir Arngrímur Arnarson og Hallgrímur Guðmundsson úr Völsungi. Úr 3. deild Sverrir Björgvinsson, Dalvík, Kristinn Guðmundsson, Fjölni, og Björgvin Björgvinsson, Víði. -VS DV I>V Þessi mynd var tekin þegar sundmennirnir voru að leggja upp í förina til Atlanta. Sundmenn héðan hafa ávallt náð frábærum árangri á Ólympíumótum og verið þjóð sinni til sóma. DV-mynd S Ólympíumót fatlaöra heQast aöfaranótt fimmtudags: 10 íslendingar keppa á leikunum í Atlanta Ólympíumót fatlaðra í Atlanta hefst 15. ágúst og stendur til 25. ágúst. íslendingar senda tíu kepp- endur til mótsins að þessu sinni. Átta þeirra keppa í sundi og tveir í frjálsum íþróttum. Auk keppenda eru fimm fararstjórar og þjálfarar. íslenskir fatlaðir íþróttamenn hafa löngum gert garðinn frægan á erlendri grund og kæmi víst fáum á óvart þótt það yrði einnig í Atlanta. Sundmenn margir hverjir eiga heimsmet i sínum greinum og frjálsíþróttamenn hafa sömuleiðis verið að ná frábærum árangri. Leikdagar íslendinga í forkeppni að heimsmeistaramótinu í Japan 1997 hafa verið ákveðnir en auk ís- lenska liðsins leika Danir, Eistar og annað hvort Kýpur eða Grikkland í sama riðli. Kýpur og Grikklandi eig- ast við í tveimur leikjum um sæti í riðlinum í lok þessar mánaðar. Fyrri leikurinn verður á Níkósíu 28. ágúst og sá síðari í Aþenu 1. septem- ber. Flestir hallast að því að það verði Grikkir sem fara með sigur úr 2. deild Þróttur R. 12 6 5 1 28-17 23 Fram 11 6 4 1 31-14 22 Skallagr. 11 6 3 2 20-7 21 FH 12 5 3 4 20-16 18 KA 12 5 3 4 22-22 18 Þór A. 12 5 3 4 16-20 18 ÍR 12 4 1 7 14-26 13 Víkingur R. 12 3 3 6 16-19 12 Völsungur 12 3 3 6 18-24 12 Leiknir R. 12 1 2 9 13-33 5 Mozyr sigraði Mozyr, mótherji KR í Evrópu- keppni bikarhafa, vann Obuvs- hchik Lida, 1-0, í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Mozyr hefur því áfram eins stigs forystu á Dina- mo Minsk sem vann Shakhtyor Soligorsk, 2-0. Mozyr og Dinamo Minsk eru langefst i deildirmi. -VS Á leikunum í Atlanta keppa þroskaheftir í fyrsta sinn með öðr- um fötlunarhópum á Ólympíumóti en fyrsta ólympíumót þroskaheftra fór fram í Madrid 1992. Ólympíumót fatlaðra hafa verið haldin allar göt- ur síðan 1960, nú í 10. skipti. Aðeins verður keppt í fáum grein- um í flokki þroskaheftra í Atlanta. Ekki verður keppt í lengri sund- greinum þar sem íslendingar hafa verið mjög sigursælir. Haukur Gunnarsson er að á sínu fjórða móti og hefur enginn íslendingur keppt á jafnmörgum mótum. Tveir keppend- þessum viðureignum. Fyrsti leikurinn í riðlakeppninni verður við Kýpur/Grikkland 2. október í Reykjavík en síðari leikur- inn ytra 6. október. 31. október verð- ur leikið við Eistaland í Tallinn og síðan í Reykjavík 3. nóvember. Við Dani verður leikiö í Reykajavík 27. nóvember og síðan ytra 1. desem- ber. Flestum þykir ljóst að baráttan um sigurinn í riðlinum komi til ur eru að keppa á sínu fyrsta móti. Keppendur frá íslandi verða eftir- taldir: í sundi keppa: Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Bára B. Erlingsdóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Ólafur Ei- ríksson, Kristín Rós Hákonardóttir, Pálmar Guðmundsson og Anna Rún Kristjánsdóttir. í flokki blindra keppir Birkir Rúnar Gunnarsson og í frjálsum íþróttum, flokki hreyfihamlaðra, þeir Haukur Gunnarsson og Geir Sverrisson. -JKS með að standa á milli íslendinga og Dana. Sú þjóð sem verður í efsta sæti tryggir sér þátttökurétt á HM í Japan. Annað sætið gæti gefi rétt- indi því þegar keppninni í riðlunum fimm lýkur verður árangur allra liða sem lenda í öðru sæti reiknað- ur. Þegar í ljós kemur hvaða þjóð hefur þar besta árangurinn fer hún einnig í úrslitakeppnina í Japan. -JKS Ajax keypti tvo Hollenska stórliðið Ajax í Amsterdam keypti í gær tvo portúgalska knattspyrnumenn. Hinn fyrri, Dani, keypti Ajax frá West Ham og skrifaði þessi 19 ára piltur undir þriggja ára samning. Síðan var gengið frá kaupum á Daniel da Cruz Oli- vera frá Sporting Lissabon en sí skrifaði undir fimm ára samn- ing. Newcastle selur Forráðamenn Blackburn munu i vikunni ganga frá kaup- um á varnarmanninum Paul Elliot frá Newcastle á 300 millj- ónir. Elliot hefur náð samkomu- lagi við Blackbum og því ekkert að vanbúnaði. Hann var einnig oröaður við Liverpool og Nott- ingham Forest. Wilkinson leitar Howard Wilkinson er ekki hættur að reyna að styrkja lið sitt fyrir komandi tímabil. Hann keypti Lee Sharpe um helgina og voru margir stuðningsmenn liðs- ins ekki hrifnir af þeim kaupum. Nú hefur Wilkinson borið víurn- ar í Trevor Sinclair hjá QPR og hefur hann hug á því að bjóða 400-500 milljónir áður en vikan er öll. Stimac meiddist Nýliðarnir í úrvalsdeildmni, Derby County, hafa orðið fyrir hverju áfallinu að öðru hvað varðar meiðsl leikmanna. Nú hefur Króatinn Igor Stimac bæst á sjúkralistann. Talið er þó að hann missi einungis af fyrsta leik liðsins á laugardaginn kem- ur. Vildi fá meira Samkomulag náðist í gær á milli þýska liðsins Bayern Múnchen og þjálfara þess á síð- asta tímabili, Otto Rehhagel, en honum var vikið úr starfi áður en tímabilinu lauk. Hann var samningsbundinn félaginu til 1997 en samningar tókust um starfslok með því að Bayern greiddi Rehhagel 2,8 milljónir marka en hann vildi 4,5 milljón- ir. Keane í náðinni Miðjumaöur Manchester Utd, Roy Keane, var í gær valinn í 33 manna hóp írska landsliðsins sem keppir gegn Liechtenstein 31. ágúst I undankeppni HM 1998 eftir að ósætti hans og þjálfara liðsins, Mick McCarthy, voru leyst. Hinn 25 ára gamli leikmaður hafði ekki verið í náðinni hjá McCarthy eftir að hann mætti hvorki né lét vita af sér í vin- áttulandsleik gegn Portúgal í maí. Vegna þessa var Keane ekki í írska landsliðshópnum sem fór í þriggja leikja keppnisferðalag til Bandaríkjanna í júní. U-18 ára lands- liðið í blaki Norðurlandameistaramótið í blaki pilta U-18 verður í Falköp- ing i Svíþjóð 16.-18. ágúst n.k. í íslenska liðinu eru eftirtaldir leikmenn: Magnús Hallgríms- son, Bresi, Brynjar Pétursson, Þrótti N., Andri Þór Magnússon, Anton Þórarinsson og Sævar M. Guðmundsson, KA, Hannes Ingi Geirsson, Óli Freyr Kristjáns- son, Gissur Þorvaldsson, Hall- grímur Sigurðsson og Jóhann Már Amarson, Stjörnunni, Páll Orri Finnsson og Róbert K. Hlöðversson, HK. íslenska liðið mætir landsliði Noregs 16. ágúst en síðan lands- liði Svíþjóðar daginn eftir. -JGG/JKS Víkingar galopnuðu fallbaráttuna 1- 0 Sigurður R. Eyjólfsson (27.) 2- 0 Amar Hrafn Jóhannsson (48.) 2- 1 Kristján Brooks (59.) 3- 1 Sigurður R. Eyjólfsson (63.) 3-2 Ian Ashbee (84.) Víkingar löggðu ÍR-inga í 6 stiga botnbaráttuslag í 2. deild i Víkinni í gær, 3-2. ÍR-ingar höfðu í leikjunum.á undan verið í mik- illi uppsveiflu en Víkingar verið á niðurleið eftir töflunni. En Víkingar voru mun ákveðn- ari frá byrjun í annars frekar ró- legum leik sem hafði lítið upp á að bjóða nema þá helst mörkin 5. Fyrsta mark Víkinga kom eftir klaufaskap í ÍR-vörninni þar sem Gauti Marteinsson náði boltanum og stakk inn á Sigurð sem skoraði örugglega. Annað mark Víkinga kom eftir góðan undirbúning Sig- urðar þar sem Amar skoraði af stuttu færi. ÍR-ingar lifnuðu þá að- eins við, Kristján Brooks skoraði með glæsilegu þrumskoti af um 30 metra færi en Víkingar nýttu sér kapp ÍR-inga og lögðu grunninn að sigrinum þegar Arnar lék Sig- urð algerlega uppi á markteig eft- ir mikinn einleik frá miðju. í lokin pressuðu ÍR-ingar tölu- vert, Ian Ashbee skoraði með öðru þrumuskoti af svipuðu færi og Kristján en Víkingsvömin hélt út. Amar Hrafn Jóhannsson, 17 ára strákur, var mjög frískur hjá Vík- ingum og hélt varnarmönnum ÍR- inga vel við efnið. Maður leiksins: Amar Hrafn Jóhannsson, Víkingi. -ÓÓJ Forkeppni að heimsmeistaramótinu í handknattleik: Leikið síðast gegn Dönum íþróttir ÍR-ingar fá góðan liðsauka í körfunni: Kani og þjálfari frá Kanada - Leikmannahópurinn hefur líka stækkað Úrvalsdeildarlið ÍR í körfuknatt- leik hefur gengið frá samningum við þjálfara frá Kanada og leikmann frá Bandaríkjunum fyrir komandi tíma- bil. Þjálfarinn heitir Antonio James Vallejo, 28 ára Kanadamaður. Hann hefur þjálfað háskólalið í Toronto og var í sumar einn af þjálfurum 22 ára landsliðs Kanada. Hann þjálfar bæði meistaraflokk og yngri flokka hjá ÍR. Bandaríski leikmaðurinn heitir Tito Baker og er 23 ára framherji, 1,94 m á hæð. Að sögn Jóhannesar Sveins- sonar hjá körfuknattleiksdeild ÍR er þarna um kröftugan leikmann að ræða sem varð frákastahæstur í sinni háskóladeild á síðasta tímabili en hann kemur beint til ÍR frá Faulkner- háskóla í Bandaríkjunum. Leikmannahópur ÍR hefur stækkað að undanfórnu því þrír körfuknatt- leiksmenn frá Stykkishólmi, Hjörleif- ur, Atli og Daði Sigurþórssynir, eru gengnir til liðs við Breiðholtsliðið. Hjörleifur lék með Snæfelli í fyrra en Daði og Atli með Breiðabliki, Atli reyndar seinni hluta tímabilsins með Þór í Þorlákshöfn. Þá hefur Atli Þorbjörnsson úr Tindastóli æft með ÍR-ingum að und- anfómu og líklegt er að hann gangi til liðs við félagið. Tveir leikmenn ÍR frá í fyrra eru farnir, John Rhodes til Bandarikj- anna og Jón Örn Guðmundsson til Þórs í Þorlákshöfn en báðir fást þeir við þjálfun i vetur. -VS Ísland-Malta á Laugardalsvellinum í kvöld: „Kærkomið tækifæri að mæta Möltubúum" íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir liði Möltu í kvöld á Laugardals- velli í vináttulandsleik og hefst leikur- inn klukkan 20. Níunda febrúar á þessu ári bar ís- lenska liðið sigurorð af Möltu, 1-4, á móti sem haldið var á Möltu en Logi Ólafsson, þjálfari landsliðsins, býst við sterkara liði frá Möltu í kvöld. „Við forum náttúrlega í leikinn til þess að vinna hann, eins og alla aðra leiki, en ég hef ekki trú á því að við munum njóta jafn mikilla yfirburða í kvöld og við gerðum þá. Það er nýr þjálfari hjá þeim og mér sýnist liðið líka töluvert breytt. Ég vona bara að þetta verði góður leikur því þeir eru verðugir andstæðingar," sagði Logi. „Leikurinn leggst vel í menn og þetta er annar af tveimur leikjum sem við höfum til þess að undirbúa fyrir haustleikina og það kemur ekkert ann- að til greina en að taka leikinn mjög al- varlega og nota hann sem slíkan. Við fáum eins og gefur að skilja ekki mörg tækifæri til þess að spila einhverja æfmgaleiki og er þetta því kærkomið tækifæri og taka menn því fegins hendi og ætla að leggja sig alla fram.“ Þetta er sjötta viðureign Islands og Möltu frá upphafi. fsland hefur unnið þrjá leiki, 1-0 á Laugardalsvelli og tví- vegis 4-1 á Möltu, en Möltubúar unnu 2-1 á hlutlausum velli á Sikiley og síð- an 1-0 á Möltu. Logi teflir fram sterkasta mögulega landsliði í kvöld, að því undanskildu að Guðni Bergsson, Þórður Guðjónsson og Arnar Gunnlaugsson eru fjarver- andi vegna meiðsla. -JGG/VS Landsleikur 21-árs og yngri: Markaveisla á Króknum - sex mörk og tvö rauð spjöld DV, Sauðárkróki íslenska landsliðið skipað leikmönn- um 21 árs og yngri átti i engum erfiðleik- um með jafnaldra slna frá Möltu og end- aði leikurinn, sem var spilaður á Sauð- árkróki, 6-0. Strax á fyrstu mínútum leiksins kom í ljós að talsverður getumunur var á lið- unum og var íslenska liðið betra á öllum sviðum og mun líkamlega sterkara. Leikurinn olli nokkrum vonbrigðum og þá kannski ekki sist fyrir það að hann bar ekki með sér yfirbragð vináttuleiks. Það voru Maltverjar sem fengu fyrsta færið strax á þriðju mínútu leiksins en það voru íslendingar sem sáu um að skora mörkin. Það fyrsta kom um miðj- an hálfleikinn og skoraði Bjamólfur Lár- usson það úr vítaspyrnu, en markvörður Möltu hafði brotiö á Þorbirni Atla inni í teig. Þó að íslenska liðiö væri betra og góð færi litu dagsins ljós, m.a. einu sinni bjargáð á línu, urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik. Ljóst var, þegar einum leikmanni Möltu var vísað af velli í byrjun seinni hálfleiks, að eftirleikurinn yrði íslenska liðinu ekki erfiður. Ekki voru nema tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Bjarni Guðjónsson skoraði annað mark íslands með skalla, þá nýkominn inn á. Skömmu síðar gerði íslenska vömin sig seka um ein af fáum mistökum sínum í leiknum þegar framherji Möltu komst einn í gegn en var of seinn að átta sig. Þetta var í eitt af fáum skiptum sem Malta komst eitthvað áleiðis fram fyrir miðjuna í seinni hálfleiknum. Á 65. min- útu var öðrum Möltuleikmanni vikið af velli fyrir að sparka í íslenskan leik- mann þar sem þeir lágu í teignum. Eftir þetta var um látlausa sókn íslenska liðs- ins að ræða. Ólafur Öm Bjarnason skor- aði þriðja markið með þrumuskoti af stuttu færi eftir að hafa leikið á varnar- mann í teignum. Bjami Guðjónsson bætti sínu öðru marki við og fjórða marki íslands þegar hann fylgdi skalla sínum vel eftir en markvörðurinn náði ekki að halda boltanum. Stefán Þórðar- son skoraði fimmta markið eftir góða stungusendingu frá félaga sínum uppi á Skaga, Jóhannesi Harðarsyni. Sjötta og síðasta markið skoraði maður leiksins, Valur Fannar Gíslason, eftir góða fyrir- gjöf. Bestu menn íslands, fyrir utan Val Fannar, vom Bjamólfur í fyrri hálfleik og Sigurvin og Arnar voru sívinnandi og varnarleikur liðsins í heild traustur. Hjá Möltu var meðalmennskan allsráðandi. -ÞÁ 1 ísland (1)6 ] Malta (0)0 1- 0 Bjamólfur Lárusson (28.) 2- 0 Bjami Guðjónsson (55.) 3- 0 Ólafur Örn Bjarnason (73.) 4- 0 Bjami Guðjónsson (82.) 5- 0 Stefán Þórðarson (85.) 6- 0 Valur Fannar Gíslason (90.) Lið Islands: Árni Gautur Arason (Gunnar Sigurðsson 60.) - Amar Við- arsson, Bjarki Stefánsson, Ólafur Stígsson (Sigþór Júlíusson 55.), Brynjar Gunnarsson (Ólafur Öm Bjamason 55.) - Guðni Rúnar Helga- son, Bjarnólfur Lámsson (Jóhannes Harðarson 51.), Valur Fannar Gísla- son, Stefán Þórðarson - Sigurvin Ólafsson, Þorbjöm Atli Sveinsson (Bjami Guðjónsson 51.) Markskot: ísland: 18, Malta: 4 Horn: ísland: 8, Malta: 1 Gul spjöld: Baldacchino (83.) Rauð spjöld: Galea (48.) fyrir aö slæma fæti í íslenskan leikmann, Cremonic (65.) fyrir að sparka í sókn- armann þar sem þeir lágu í teignum. Dómari: Bragi Bergmann, dæmdi ágætlega, ef frá er skilin fyrri brott- vísunin sem var kannski fullharður dómur. Áhorfendur: Um 350. Skilyrði: Blautiu- völlur, lygnt og úrkomulaust að mestu meðan á leik stóð, hitastig um 10 stig. Maður leiksins: Valur Fannar Gíslason, íslandi, sem var mjög yf- irvegaður og stjómaði hann spili liösins mjög vel. Einn nýliði Einn nýliði lék með 21-árs landsliðinu í gærkvöld, Gunnar Sigurðsson, markvörður úr ÍBV. Sá næststærsti Sigurinn í gærkvöld var næst- stærsti sigur 21-árs landsliðs ís- lands. Sá stærsti var 7-0 gegn Eistlandi í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.