Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 19 i>v Fréttir __ Akranes: Félagslegar íbúðir seljast ekki DV, Akranesi: Stórbyggingar við Sandgerðishöfn: Mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið - segir Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri DV, Suðurnesjum: Nánast engin hreyfing er á sölu félagslegra íbúða á Akranesi, að sögn Jóns Pálma Pálmasonar, starf- andi bæjarstjóra á Akranesi. Hafa bæjaryfirvöld brugðið á það ráð að leigja út hluta af þeim um tuttugu samfélagslegu eignaríbúðum sem eru til sölu. Jón Pálmi sagði að sama og ekk- ert hefði verið spurt um þessar íbúðir að undanförnu en hann sagð- ist vonast til þess að það færi að koma hreyfing í málinu því mjög Háskólinn á Akureyri: Tveir nýir starfsmenn ráðnir ívar Ragnarsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóra Háskóla Is- lands. ívar fæddist árið 1956. Hann lauk námi í byggingarverk- fræði við Tækniskóla íslands 1984 og B.Sc. prófi í byggingar- fræði frá Byggeteknisk Höjskole í Horsens í Danmörku árið 1993. Rekstrarstjóri hefur umsjón með öllum eignum háskólans, við- haldi þeirra og varðveislu. Hann sér einnig um innkaup fyrir há- skólann, tilboðagerð og fram- kvæmdir eftir því sem við á. Guðrún Alda Harðardóttir hef- ur verið ráðin til að gegna störf- um sérfræðings við leikskóla- braut í kennaradeild háskólans á Akureyri. Guðrún er fædd árið 1955 í Reykjavík. Hún lauk leik- skólakennaraskólaprófi frá Fóst- urskóla íslands árið 1985 og hefur einnig lokið framhaldsnámi í stjórnun og uppeldisfræði við Fósturskólann. Síðan 1994 hefur Guðrún Alda stundað meistara- nám í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla íslands. Starf sérfræðings við leikskóla- braut Háskólans á Akureyri felur m.a. í sér stjómun, kennslu og rannsóknir. Þar sem leikskóla- kennaranám er nýjung á há- skólastigi hérlendis er hér um brautryðjendastarf að ræða. Kópavogur: Tveir teknir með fíkniefni Tveir menn um tvítugt voru handteknir í Kópavogi í lok síð- ustu viku með rúm 60 grömm af fíkniefnum. Við yfirheyrslur yfir mönnunum kom í ljós að þeir höföu stundað sölu og dreifingu á fikniefnum auk þess að neyta þeirra sjálfir. Málið er í rann- sókn hjá rannsóknardeild lög- reglunnar í Kópavogi. -RR Reykjavík: Óvenjumargir ökumenn kærðir Lögreglan í Reykjavík kærði alls 127 ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og voru sjö þeirra sviptir ökuréttindum á staðnum. Þetta er óvenjumikill fjöldi um eina helgi. Þá voru 16 ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og er það einnig óvenjumargt um eina helgi. -RR bagalegt væri fyrir bæjaryfirvöld að liggja með þessar íbúðir með mikl- um tilkostnaði. DVÓ „Þetta er mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og í fyrsta skipti í langan tima sem fiskvinnsluhús er byggt hér á staðnum. Þetta sýnir þær miklu breytingar sem hafa orðið hér varðandi hafnaraðstöð- una,“ sagði Sigurður Valur Ás- bjarnarson, bæjarstjóri í Sand- gerði, við DV. Ferskútflutningsfyrirtækið Ný- fiskur hf. ætlar að byggja 1.100 m2 hús á hafnarsvæðinu í Sandgerði. Teikningar að húsinu hafa þegar borist bæjarstjóranum í hendur. „Það munu 25 manns vinna stöðugt í vinnslunni allt árið og er mikið öryggi atvinnulega séð að vinna við ferskútflutning þar sem pantanir berast daglega og menn verða að standa sig til að halda mörkuðum erlendis. Þá erum við einnig nálægt flugvellinum og þetta getur ekki verið betra þar sem allur ferskfiskur fer í flug. Það er einnig von okkar síðar að þeir fari einnig í fuflvinnslu,“ sagði Sigurður Valur bæjarstjóri. Þá hefur Fiskmarkaður Suður- nesja einnig ákveðið að byggja nýtt hús á hafnarsvæðinu sem verður um 2.000 m2 að stærð og þegar er búið að gera grunninn og steypa plötuna. Sigurður Valur segir að einnig verði steypt þekja á norðurgarð- inn og verður sá hluti tilbúinn fyr- ir vetrarvertíðina. ÆMK ÓLRÍK LJOSMYNDASAMKEPPNI Meö því áb smella af á Kodakfilmu í sumar geturöu unniö tilfl^J ? í Ijósmyndasamkeppni DV og Kodak. Hvort sem þú ert á ferSalagi innanlands eSa erlendis skaltu setja Kodakfilmu í myndavélina og gera þannig góSar minningar aö varanlegri eign. Veldu bestu sumarmyndina og sendu til DV eða komdu meÖ hana í einhverja af verslunum Kodak Express fyrir 26. ágúst - og þú ert með í litríkum leik ðalverðlaun FLUGLEIDIR - fyrir bestu innsendu sumarmyndina á Kodakfilmu: Flugmiðar fyrir tvo með Flugleiðum til Florida. 2. verðlaun 3. verðlaun 4. verðlaun 5. verðlaun 6. verðlaun Canon EOS 500, með 35-80 mm linsu, að verðmæti 45.900 kr. Mjög fullkomin og jafnframt léttasta SLR myndavélin á markaðnum. Canon Prima Super 28 V, að verðmæti 33.900 kr. Mjög fullkomin myndavél með dagsetningu. Canon Prima Zoom Shot myndavél, að verðmæti 16.990 kr. Ný Zoom vél - hljóðlát og nett. Canon Prima AF-7, að verðmæti 8.990 kr. Sjálfvirkur fókus, filmufærsla og flass. Canon Prima Junior DX, að verðmæti 5.990 kr. Sjálfvirk filmufærsla og flass. WM FTfFTi Gott verð Kodak gædi Þinn hagur TryggSu þér litríkar og skarpar minningar með Kodak Express gæðaframköllun á Kodak Royal-pappírinn. Hann er þykkari en venjulegur Ijósmyndapappír og litir framkallast frábærlega vel. Skilafrestur er til 26. ágúst 1996. Myndum berað skila til DV, Þverholti 11 eða til verslana Kodak Express. Verslanir Hans Petersen hf: Austurveri, Banka- stræti, Glæsibæ, Hamraborg, Hólagarði, Hverafold, Kringlunni, laugavegi 82, Laugavegi 178, Lynghólsi og Selfossi. Reykjavík: Myndval Mjódd. Hafnarf jörður: Filmur og Framköllun. Grindavik: Solmynd. Keflavik: Hljómval. Akranes: Bokav. Andrésar Nielssonar. Isafjörður: Bókav. Jónasar Tómassonar. Sauðórkrókur: Bókav. Brynjars. Akureyri: Pedrómyndir. Egilsstaðir: Hraðmynd. Vestmannaeyjar: Bókabúð Vestmannaeyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.