Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 15 Breytingar á leiöakerfi SVR: Bætt þjónusta við farþega „Dregiö er úr ýmsum útúrdúrum og lykkjum sem vagnarnir taka á feröum sínum um hverfin," segir m.a. í grein Arthurs. Þær breytingar á leiðakerfí SVR, sem taka gildi nú 15. ágúst, eru mestu breytingar sem átt hafa sér stað á leiðakerfi SVR sl. rúmlega tuttugu ár. Sam- hliða breytingum á sjálfu leiðakerf- inu er byggð upp ný skiptistöð í Ár- túnshöfða til mik- illa hagsbóta fyrir farþega í Grafar- vogi og Árbæ, Sel- ás- og Ártúns- hverfum. Jafh- framt er aðstaða fyrir farþega stór- bætt í Kvosinni meö veigamiklum breytingum á allri aðstöðu við Lækjartorg þar sem vagnar á þessu svæði hafa aðstöðu í stað þess sem áður var, að biðstöðvum var dreift hér og þar um Kvosina til ama fyrir fjölmarga farþega sem þar ætluðu sér að taka strætó. Þær miklu breytingar, sem nú er verið að gera á Hverfisgötunni með því að gera hana að tvístefnu- akstursgötu fyrir strætisvagna, eru liður í því að tengja almenn- ingssamgöngukerfið betur mið- borginni og gefa íbúum Reykjavík- ur aukna möguleika á að ferðast um miðbæinn. Helstu breytingar Þær miklu breytingar, sem nú eru gerðar á leiðakerfi SVR, hafa verið í undirbúningi undanfarin tvö ár. Þar hafa komið að málum bæði danskir sérfræðingar sem þekkja vel til umferðarmála í Reykjavík eftir áratuga rágjafar- vinnu fyrir Reykvíkinga og fjöldi starfsmanna SVR sem þekkja vel til leiðakerfisins. Þær breytingar sem nú eru kynntar eru því árangur af samstarfi innlendra og erlendra sérfræðinga í leiðakerfi SVR. Mark- miðið með breytingun- um, sem nú eru fram undan, er að bæta þjón- ustu við farþega SVR, ekki síst þá sem búa í austurhluta borgarinn- ar, í hverfum sem ekki voru byggð þegar núver- andi leiðakerfi var kom- ið á 1974. Hér verða nú í örstuttu máli taldar upp helstu breytingamar sem nú eru fram undan. * Aukin tíðni ferða verður á skilgreindum álagstímum á morgnana og seinni hluta dags. Þetta er gert til þess að auðvelda fólki að taka srætó til og frá vinnu. * Jafhframt er aukin tíðni á laugardögum milli 11.00 og 17.00 til að mæta aukinni verslunarþörf á þessum tíma. * Dregið er úr ýmsum útúrdúr- um og lykkjum sem vagnamir taka á ferðum sínum um hverf- in, við það stytt- ist aksturstími milli helstu áfangastaða frá því sem er í dag. * íbúar í Grafar- vogi eiga i flest- um tilvikum að geta nú valið á milli vagna sem fara með 10 mínútna millibili til og frá hverfunum á álagstímum. * íbúar í Árbæ, Selási og Ártúni eiga í flestum tilvikum að geta nú valið á milli vagna sem fara með 10 mínútna millibili til og frá þeirra hverfi á álagstímum. * íbúar í Breiðholtshverfum eiga í flestum tilvikum að geta valið á milli vagna sem fara með 10 min- útna millibili til og frá þeirra hverfum á álagstimum. * íbúar í austurhluta borgarinn- ar, sem vilja fara úr Breiðholti í Árbæ eða Grafarvog og öfugt, geta nú tekið vagn á 20 mínútna fresti miili þessara hverfa að deginum til. * íbúar í Þingholtum fá nú strætó sem fer niður Skólavörðu- stíg og þjónar þeim betur en verið hefur til skamms tíma. Keyptur hefur verið lítill vagn sem hentar vel í þröngum götum á þessu svæði * íbúar sem búa í miðbænum fá nú vagna niður Hverfisgötu sem styttir gönguvegalengdir þeirra til og frá strætó mjög. * íbúar í Skerjafirði fá nú gam- alt baráttumál sitt uppfyllt þess efnis að leið 5 fer inn á Hagana, þannig að böm þeirra sem stunda Hagaskóla og Melaskóla geta nú komist með strætó á 20 mínútna fresti að skólunum án þess að fara yfir hina fjölfömu Suðurgötu sem valdið hefur mörgum slysum. * Ibúar sem búa vestast i vestur- bæ eða á Seltjamamesi og stunda nám í Háskóla íslands eiga nú kost á því að komast með strætó nánast aö Háskólanum sem ekki hefur verið hægt fram að þessu nema skipta um vagn á Lækjartorgi. Ekki lokaskrefið * Með aukinni tiðni ferða í mið- borginni og tvístefnu fyrir strætó um Hverfisgötu geta farþegar SVR nú tekið strætisvagn á 3-5 mín- útna fresti milli Hlemms og Lækj- artorgs, og batnar því þjónusta á þessu svæði mjög verulega frá því sem nú er. * Með auknum ferðum á Miklu- braut eykst þjónusta SVR við þá farþega sem vilja versla í Kringl- unni verulega frá því sem nú er. Vonandi verður þess síðan ekki langt að bíða að stórbætt biðstaða strætisvagna við Kringluna verði að veruleika. * Með tilkomu nýju skiptistöðv- arinnar í Ártúnshöfða eiga íbúar í Grafarvogi, Árbæ, Ártúni og Selási aukna möguleika á ferðum um alla borgina með strætisvögnum. * Með þeim veigamiklu breyt- ingum sem nú er verið að gera við Lækjartorg mun aðstaða farþega batna mikið og hlaup á milli margra biðstöðva í Kvosinni mun nú heyra sögunni til. Jafnframt mun aðstaða fyrir vagnstjóra stór- batna frá því sem verið hefur og er svo sannarlega kominn tími til. Nauðsynlegt er að undirstrika að hér er ekki um lokaskref að ræða i bættum almenningssamgöngum í Reykjavík; heldur fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að taka til að bæta þjónustu við farþega SVR á næstu árum. Arthur Morthens Kjallarinn Arthur Morthens formaöur stjórnar SVR „Nauðsynlegt er að undirstríka að hér er ekki um lokaskref að ræða í bættum almenningssam- göngum í Reykjavík; heldur fyrsta skrefið af mörgum sem þarf að taka til að bæta þjónustu við far- þega SVR á næstu árum.u íslensk stjórnvöld læri af Namibíumönnum Nú er á döfinni ýmis aðstoð við Namibíu. íslendingar ætla sér að uppfræða Afríkubúa um ýmsar staðreyndir í stjórnun fiskvinnslu og markaðsmálum og hjálpa þeim að nálgast 20. öldina. Vonandi verður þetta báðum þjóðunum til góðs. Sanngjörn krafa Við getum lært ýmislegt af Namibíumönnum því að á íslandi er á sumum sviðum meira ban- analýðveldi en finnst í fnnnskóg- um Afríku. Nægir að nefna mein- gallaðan kvótatoll kaupahéðna þar sem sækóngar leigja eða selja öðr- um íslenskum bátasjómönnum fiskkvóta til veiöa í íslenskri land- helgi og stinga endurgjaldinu í eig- in vasa. Samrýmist þetta íslenskum lögum um að fiskimiðin séu eign ís- lensku þjóðar- innar? Það væri þó sanngirn- iskrafa að hand- höfum kvótaleyf- is verði gert að greiða fyrir rekstur Land- helgisgæslunnar á fiskimiðunum kringum landið ásamt rannsókn- um á fiskstofnum og fiskigengd. Sækóngar hafa komið ár sinni vel fyrir borö enda hafa þeir smokrað sér í löggjafarvaldið og þingmennsku. Þingheimur og rík- isstjórn landsmanna líkist strengjabrúðum meðan þetta við- gengst því það er lögleysa og sið- laust að hagræða lögum í eigin þágu, að sitja beggja megin borðs- ins og geta heft þingið í lagasetn- ingum. Á sama tíma herðir þjóðin sultaról- ina og heilbrigðiskerf- ið er lagt í rúst. Sam- kvæmt Ríkisendur- skoðun stefnir ríkis- sjóður í 12 milljarða hallarekstur í ár (DV 2. ág. ’96). Þarf einhver að velkjast í vafa um hverjir stjórni í raun þjóðarskútunni? Leigutekjur vítt um heim Þegar Nujoma, for- seti Namibíu, kom til íslands árið 1993 í einkaþotu sinni í opin- bera heimsókn sagði hann að Namibíu- menn ættu ekkert fjár- magn til að leggja fram til fisk- veiðisamstarfs, hann vonaðist hins vegar til að íslendingar legðu fram fjármagn í uppbyggingu út- gerðarfyrirtækja og fiskvinnslu ís- lands og Namibiu í Afríku en þar sem Namibíumenn ættu fiskimið- in fengi Namibía helming tekju- afrakstursins. Namibíska þjóðin hefur borið gæfu til að njóta gjöfulla fengsælla fiskimiða en ekki afhent þau, eins og hefur við- gengist hérlendis, endurgjaldslaust til kauphéðna léns- fursta. Sú framtíðar- sýn blasir hins vegar við íslensku þjóðinni að afkomendur auð- ugra sækónga, bú- settir jafnvel í öðr- um heimsálfum, eigi að fá leigutekjur af íslandsmiðum á meðan þjóðin sjálf er rúin auðlind sinni. Já, íslendingar geta vafalítið veitt Namibíumönnum ráðgjöf því að vítin eru til þess að varast þau. Vonandi er ekki verið að senda okkar bestu menn í út- legð til Namibíu því við þörfnumst sjálf hugsjónamanna sem eiga það markmið að verða þjóð sinni að gagni. Ólöf S. Eyjólfsdóttir „Sækóngar hafa komið ár sinni vel fyrir borð enda hafa þeir smokrað sér í löggjafarvaldið og þingmennsku. Þingheimur ogrík- isstjórn landsmanna líkist strengjabrúðum meðan þetta viðgengst.. Kjallarinn Ólöf S. Eyjólfs- dóttir skrifstofumaöur Meö og á móti Afreksmannasjóður ÍSÍ hjá Ólympíunefnd Eölileg breyting „Ég er þeirr- ar skoðunar að öll afreksmál íþróttahreyf- ingarinnar eigi að vera á ein- um stað og í þessu tilviki hjá Ólympíu- nefndinni. Með því er ég ekki að gera lítið úr verkum annarra, síður en svo, heldur er það stað- reyndin að Ólympiunefndin stendur nær íþróttakeppninni og þeim stóru viðburðum í íþróttum sem standa upp úr. Það þarf að hlúa betur að afreksmönnunum og Ólympíunefndin er vel í stakk búin að gera það. Við fáum peninga frá Ólymp- íusamhjálpinni í Sviss og þeir peningar mega ekki blandast við aðra peninga sem fara til afreks- íþrótta eða önnur verkefni. Þeg- ar við fámn slíka styrki þá ráða þeir miklu um hvernig ferðinni er hagað. Aftur á móti er hægt að styðja við bakið á slíkum styrkj- um með öðrum framlögum. Það þarf að samræma þessa erlendu styrki og íslenska afrekssjóðinn og það er aðeins hægt í gegnum Ólympíunefndina vegna afstöðu Alþjóða Ólympíunefndarinnar um meðferð peninga sem koma frá þeim. Þá er Ólympíunefndin með á sinni dagskrá undirbúning Ólympíuleika, sumar- og vetrar- leika, Smáþjóðaleika, Ólympíu- daga æskunnar, bæði sumar- og vetrarleika, og er því með stór íþróttamót á hverju ári. Þess vegna er nefndin í nánara sam- starfi við sérsamböndin um íþróttakeppni en aðrir aðilar í íþróttahreyfingunni. Meðal ann- ars þess vegna tel ég eðlilegt að þessi breyting komist á.“ Sameining leysir vandann „Afreks- mannasjóður ÍSÍ var stofnaður fyrir nokkrum árum með það í huga að auk ÍSÍ fengjust ljárveit- ingar frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, Ólympíuhreyf- ingunni og öðrum til að standa undir styrkjum til afreksfólks í íþróttum. Því miður hefur það ekki tekist. íþróttasambandið leggur eitt til fé i þennan sjóð af sjálfsaflafé sínu. Sjóðnum stýrir sérstök stjóm sem starfar á ábyrgð framkvæmdastjómar ÍSÍ og samkvæmt reglum sem íþróttaþing hefur lagt blessun sína yfir. Allar ákvarðanir um styrkveitingar eru bomar undir framkvæmdastjóm ÍSÍ og gerð er grein fyrir þeim í reikningum sambandsins gagnvart iþrótta- þingi. ÍSÍ á þennan sjóð og ber ábyrgð á honum gagnvart íþróttahreyfingunni allri. Fram- kvæmdastjóm ÍSÍ hefur hvorki umboð né leyfi til að ráðstafa sjóðnum í heilu lagi til nefndar sem ber enga pólitíska né fjár- hagslega ábyrgð gagnvart íþróttaþingi. Með sameiningu ÍSÍ og Óí í ein samtök, sem sækja rétt sinn og skyldur til íþróttaþings, kemur það að sjálfu sér að þeir sem stýra Ólympíumálum og íþrótta- málum almennt hafa jafnframt stjóm á afreksmannasjóðnum. Því fyrirkomulagi er ég hlynnt- ur. Þá veit hægri höndin hvað sú vinstri gerir og forystan ber lýð- ræðislega ábyrgð á ákvörðunum sínum gagnvart öllum þeim sem leggja til fé í sjóði og starfa inn- an heildarsamtakanna." -HK Ellert B. Schram, forsetl ÍSÍ. Júlíus Hafstein, formaöur Ólympíu- nefndar íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.