Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 bókarkafli 51 rson: ástina ara með því skilyrði, að þeir aftur þvingi ekki skoðunum sínum upp á okkur. Við bíðum þess með eftirvæntingu að fá að kynnast yður og veitum ykkur fullt frelsi af okkar hendi til að taka ykkar ákvarðanir um hvemig þið vilj- ið byggja upp líf ykkar í framtíðinni." Þegar við höfum lesið þetta yfir, bætir mamma munnlega við - til mín: „Ég finn, að þú ert róleg og hamingjusöm yfir að hafa hitt góðan og óeigingjaman mann, sem kann að meta þig. Ég er stolt af því að eiga svo vel gerð börn. Mín fyrstu við- brögð, sem voru dálítið ofsafengin, svo rétt- mæt sem þau þó áttu að vera, hafa breyst. Þessi fyrsta tilhugsun um, að einkadóttir okk- ar ætlaði að giftast útlendingi og setjast að í framandi landi komu mér úr jafnvægi. En að yfirveguðu máli, þá er það auðvitað þin ham- ingja, sem skiptir öllu máli. Sem sagt: - Ég hreyfi engum andmælum, finnir þú sjálf ham- ingju og frið.“ r A siglingu kringum hnöttinn Við eigum að koma til höfuðborgarinnar Papeete klukkan sjö um morgun, en erum þeg- ar komin upp á þilfar klukkan fimm til að skoða landsýnina. Þetta eru í rauninni tvær eyjar, sú stærri er Tahiti, um 60 km á lengd, en strandlengjan um 170 km. Hún er í raun- inni ekkert annað en tvö gömul eldfjöll, sem urðu til við mikil gos á hafsbotni. Hærri eld- keilan, Orohena, er um 2300 metra há, hærri en Öræfajökull. Það birtir af degi. Upp úr gróskumiklum hitabeltisgróðri fáum við greint háiffalinn gamlan kirkjuturn, sem ber við bláan himin. Kirkjan kemur kunnuglega fyrir sjónir, minnir á franskt sveitaþorp, en stingur dálítið í stúf við þetta framandi um- hverfi. Þegar siglt er inn á höfnina berast okk- ur til eyrna undurþýðar raddir, skærar, mjúk- ar og heillandi. Það er beðið eftir okkur á bryggjunni. Söngkonur, dansmeyjar, hljóm- listarmenn eru þarna komin til að taka á móti okkur og bjóða okkur velkomin. Trumbur eru slegnar, lúðrar gjalla, þrjú pör ungra stúlkna með blómsveig á höfði og um hálsinn, byrja að vagga sér í mjöðmunum fyrir framan okk- ur með allan líkamann iðandi eftir hljóðfalli tónlistarinnar. Þær hafa kolsvart og sítt hár sem blaktir þokkafullt í golunni. Bros leikur um varir þeirra og lendamar sveigjast og bylgjast mjúklega. Þær heilsa okkur af hefð- •bundinni kurteisi og gestrisni Suðurhafseyja. Ég hef ekki fyrr stigið á land en ég hraða mér til tónlistarmannanna og dansmeyjanna til að þakka þeim fyrir. Þau eru öll hissa á að heyra mig tala á þeirra tungu og krýna mig fallegum blómsveig sem angar af höfgum en þó æsandi ilmi, ég fæ raunar tvo-þrjá til viðbótar um hálsinn. Annars eru allir farþegamir blómum skrýddir með sama hætti. Við verjum degin- um á sæluríkum baðströndum við sömu áleitnu og nálægu tónana undir vaggandi pálmatrjám í þægilegri hafgolu. Kókospálm- arnir, með þráðbeinum gnæfandi háum bol- um, hneigja sig glæsilega meðfram allri ströndinni og ber fagurlega við blátæran him- ininn. Við gæðum okkur á nýrri kókosmjólk, framreiddri sérstaklega okkur til heiðurs af ungum dreng sem klifrar af undraverðri fimi eftir hnetunum í 10 metra hæð. Við erum um- vafin söng og dansi allan daginn og fram eftir kvöldi. Þessar yndislegu ungu stúlkur eru á endalausu flögri, dillandi sér og sveiflandi í síðu raffiu-pilsunum sínum, með glæsilegmn armbeygjum og sveigjum i allar áttir. Loftið er þrungiö af áfengum blóma- og ávaxtailmi og hlaðborðið svignar undan allra handa kræsingum: fiskiréttum, krabba, grænmeti, sykruðum ávöxtum, sem hlaðið er upp í blóm- um skrýdda toppa. Ég get ekki stillt mig um að spreyta mig í frumstæðum dansinum og reyni eftir bestu getu að fylgja hljómfallinu og líkja eftir dansmeyjunum í bolbeygjum og armsveiflum. Fyrr en varir finnst mér ég sjálf vera orðin ein af polýnesíu-stúlkunum. Dökk- ur litarháttur minn og sólbrúnan til viðbótar, hjálpar mér til að líkjast þeim - ég verð gagn- tekin af allri þessari unaðstilveru og get ekki stöðvað mig. Ég dansa og dansa frá mér num- in af tónlistinni og allt í einu er ég hvött áfram af kröftugu lófaklappi gestanna í seið- mögnuðu andrúmslofti kvöldblíðunnar. Lilian lýsir paradísinni Papeete og svo kemur seinni hluti kafians: Margir telja að Tahiti sé ekki annað en gervipara- dís ferðamanna, undir niðri séu íbúarnir hrjáðir af þjáningum sjúkdóma, eiturlyfja, áfengissýki, hrörnunar. Við höldum siglingunni áfram og stefnum til Acapulco í Mexikó, sjóbaðstað auð- kýfinga sem eins og víðar á suðrænum ströndum búa í nábýli við urmul allslausra bama og betl- ara. Við stöndum aðeins við í nokkrar klukku- stundir á þessum brenn- heita stað. Hitinn er þijá- tíu og sex gráður í skugg- anum. Við dröttumst áfram, áhugalaus og yfir- komin af þessum sjóðandi hita. Kaupmn okkur barðastóra stráhatta til að skýla okkur fyrir sólinni. Það er ekki að furða, þótt Mexikanarnir sem em að bjóða vörur sínar séu syfjulegir. Hver getur þol- að þennan þrúgandi hita? En Acapulco lifnar við um kvöldið i nætursvalan- um. Fólkið lifir fyrst og fremst á ferðamönnum. Fyrr en varir erum við umkringd aragrúa bama sem reyna að selja okkur allskyns ódýra skartgripi, körfur, stráhatta, leikfong, póstkort, svaladrykki, ávexti o.s.frv. Þau eru neydd til að vinna seint á kvöldin til að ná í fáeina peseta til þarfa fiölskyldu sinnar. Þeim era kennd nokkur orð í ensku og byrja á því að bjóða varn- inginn á háu verði, en hægt að prútta því niður í næstum ekki neitt. Svo era þau horfin, strax að viðskiptum loknum. En það verður að gæta vel buddunnar i návist þeirra. Hvort sem þau eru þjófar .eða ekki, þá búa mexík- önsk böm við ömmTeg kjör og era mörg hörmu- lega á sig komin. Fyrir utan þessa túristaverslun, ráfa Mexikanar aðgerðalausir um göturnar eða krjúpa niður á hnén við teningaspil. Panamaskurðurinn tengir saman úthöfin tvö með vatnsmiklu fljóti og víðum útgröfnum skurði, þar sem vatnsborðið lyftist í skipastig- um. Það kemur mér á óvart, hve þar er hvasst í veðri og vatnið í skurðinum órólegt með miklu ölduróti. Við mætum fjölmörgum skip- um, umferðin er gífurleg. Víða hverfúr mann- virkið allt að þvi inn í þétta hitabeltisskóga á bökkunum, sem leiða hugann að sjóræningj- um fyrri tíma i leit að dularfullum gimsteina- námum! Síðustu viðkomustaðir okkar era hitabeltiseyjamar Kúrakó og Trinidad viö Karíbahafið. Við stígum á land á suðrænum sjávarströndum vöxnum tággrönnum pálmatrjám sem bærast fyrir minnsta goluþyt og þar tökum við þátt í söngvum og dönsum þar sem fagrar þeldökkar og síðhærðar stúlk- ur dilla sér eftir villtu hljómfalli hinnar losta- fullu suður-amerisku tónlistar. Hér blandast allt saman í hringiðu mannlífs og náttúru, rjúkandi eða kælt rommið, sólarlagið, sykur- reyrinn og kakó-ekrurnar, kynblendingarnir, bamamergðin, hávaðasöm og litrík markaðs- torg, kofahreysi og hvítar lúxushallir í spænskum stíl með bogadregnum gluggum, útskornum viðarhurðum og blómskrýddum svölum og veröndum - áður en stefnan er tek- in heim á leið. Suðurhafsævintýrið er úti. Skipið nálgast meginland Evrópu, kælt af óveðrum og snjóbyljum vetrarins. Hnattsigl- ingin er á enda. Við göngum frá borði í grárri Njáll og Liliane nýgift og hamingjusöm í Paris. SIMVAKINN Southampton, sveipaðri dimmri þoku. Þann 15. janúar 1964 fljúgum við frá London áleiðis til íslands, eyju elds og ísa. Sólbrún í andliti, enn dekkri en venjulega vegna langrar dvalar undir suðrænni sól, afslöppuð og geislandi af ánægju, sit ég við hlið míns íslenska eiginmanns aftast í suð- andi flugvélinni sem flytur okkur beint til ís- lands. Ég finn mig vera í fúllri sátt við það hlutskipti sem bíður mín í nýju heimalandi mínu. Ég halla mér ásamt Njáli út að kýrauganu til að reyna að sjá til jarðar um hálftíma fyrir lendingu. En það er ómögu- legt að sjá eitt né neitt. Við komum úr sumri suður- hvels jarðar inn í háveturinn. Snjóél gengur yfir landið, þyrlast og rýk- ur um stjórn- klefa vélarinn- ar sem heldur ótrauð áfram stefnu sinni. ís- land er til að sjá ekki annað en ólöguleg is- hrúga, þar sem ekki er hægt að greina neitt landslag, hvorki fiöll né dali, fljót eða vegi. Himinn og jörð renna saman í eitt. Allt er svo breytt - umbreytt í átökum storms og snjó- hryðja, sviptibylja sem afmá öll form, lyfta landinu upp í risavaxnar öldur sem veltast og hníga niður að frosinni fannbreiðunni. Hafiö, grágrænt og skuggalegt breiðir sig í mikilúð- • legri óravíðáttu út að ystu sjónarrönd. sýnir og geymir símanúmer þess sem hringir hvort sem þú ert heima eða að heiman. Geymir allt að 120 númer með dagsetningu og klukku. Verð kr. 4.490 stgr. ® htei Síðumúla 37, 108 Reykjavík Sími 588 2800 - Fax 568 7447
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.