Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 64
TRAKTOR með kerru - margar gerðir Veðriö á morgun: Rigning um allt land Á morgun verður austlæg eða breytileg átt, víðast kaldi eða stinnings- kaldi, rigning um allt land og hiti 2-8 stig. Veður á mánudag: Hiti um frostmark Á mánudag verður norðaustanstrekkingur norðanlands og él en breyti- leg átt og skúrir sunnanlands. Hiti verður um frostmark. ERU EKKI NIÐUR- GREIDDIR TANNLÆKNA- . TÍM AR NÆSTA TILBOÐ? C CLAIRBOIS) Heildverslunin Bjarkey Ingvar Helgason V Mánudagur Álla laugardaga Vertu viðkúínín) vinningí( Vinningstölur 29.11.'96 17)(21)(28) KIN FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 13550 5555 Frjálst,óháð dagblaö LAUGARDAGUR 30. NOVEMBER 1996 Danir vissir um sigur DV, Danmörku: í dag býr íslenska landsliðið í handknattleik sig undir átökin gegn Dönum í Álaborgarhöllinni en hinn þýðingarmikli leikur þjóðanna fer fram á morgun, sunnudag, og hefst kl. 15.30. Jafntefli eða sigur þýðir að ísland verður í hópi þeirra 24 liða sem leika um heimsmeistaratitilinn í Kumamoto í vor. Ósigur þýðir að ís- lenska liðið situr heima, nema svo ólíklega fari að Litháen tapi stigi til Úkraínu á heimavelli á morgun. Islenska liðið er óbreytt frá fyrri leiknum og allir eru heilir. „Ég held að ég hafi aldrei haft svona lítið að gera, allir eru fullfrískir og tilbúnir í þennan mikilvæga Ieik,“ sagði Stefán Carlsson, læknir íslenska liðsins.-VS Verðstríð: Tíu tonn af Mackintosh fyrir slikk Ekki er langt síðan kartöfluverð fór niður úr öflu valdi og í sl. viku fór eggjabakkinn niður í 19 krónur. í gær tók síðan Hagkaup upp á því að selja 2 kg af Mackintosh-sælgæti á 998 kr. og 10/11 bættu gott um bet- ur og seldu dósina á 975 kr. „Það kom okkur á óvart hvað þetta rauk út. Við vorum með 3000 dósir eða 6 tonn af Mackintosh," seg- ir Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups. „Það er gífurleg samkeppni í gangi og töluvert meiri nú en áður. Ég á von á að aðrar vörur komi til með að lækka mjög vegna baráttu á markaðnum," segir Eiríkur Sigurðs- son, eigandi 10-11 verslananna. Alls fóru um 10 tonn af Mackintosh í þessari lotu verðstríðsins. -GGÁ/RR Stúlka myrt í skotárás á veitingahúsi í Kaupmannahöfn: Islendingur slapp við kúlnahríðina - þrír særðir og 18 manns á sjúkrahús með taugaáfall Gísli Gíslason lögfræðingur slapp fyrir tilviljun við að lenda i kúlnahríð manns sem skaut stúlku til bana og særði þrjá karlmenn al- varlega á veitingahúsi við Gothersgade í Kaupmannahööi að- faranótt fostudagsins. Gísli býr í sama húsi og veit- ingahúsið er í og ákvað hann og tveir félagar hans að skreppa nið- ur á veitingahúsið, sem er á jarð- hæð hússins, til að fá sér öl fyrir svefninn. Gísli fór á undan félög- um sínum og þegar hann tók að lengja eftir því að þeir kæmu fór hann aftur upp í íbúðina til að sækja þá, en á meðan átti blóðbað- ið sér stað. „Þetta veitingahús er ósköp venjulegur rólegheita-bar, en það getur ýmislegt gerst hvar sem er,“ segir Gísli í samtali við DV. í frétt- um Kaupmannahafnarblaðanna í gær er sagt frá atburðinum, en til- drög skotárásarinnar eru sögð óljós, en byssumaðurinn var hand- tekinn á staðnum af lögreglumönn- um sem voru gestkomandi á veit- ingahúsinu. Extra Bladet segir að mikil skelfmg hafi gripið um sig í veit- ingahúsinu og hafi alls 18 manns verið fluttir á sjúkrahús eftir at- burðinn, flestir vegna taugaáfalls. Haft er eftir lögreglunni að veit- ingahúsið hafi gott orð á sér og uppákomur og vandræði þar sjald- gæf. Gísli, sem er einn eigenda Pizza 67, slapp naumlega ásamt félaga sínum frá eldsvoða sem kom upp í blokk sem þeir dvöldu í í Kaup- mannahöfn í sumar. Því má segja að Gísli sé í hringiðu atburðanna í höfuðborg Danaveldis. -SÁ Tremænd sáret- 18 kort pá Starfsmenn Skógræktarfélags Eyjafjaröar vinna við þaö þessa dagana aö hengja jólatrén upp í húsum félagsins í Kjarnaskógi. Búiö er aö höggva nær öll þau tré sem fara í sölu en hún hefst til almennings 11. desember. Sölustaðir veröa í göngugötunni, við KEA-Nettó og í Kjarnaskógi. Verö trjánna veröur svipaö og undanfarin ár, aö sögn Hallgríms Indriöasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyjafjarðar. DV-mynd gk Reykjanesbraut: Upplýst um helgina DV, Suðurnesjum: „Staurarnir verða komnir upp um helgina ásamt lýsingu að und- anteknum smákafla rétt áður en komið er að Kúagerði, þegar ekið er frá Hafnarfirði. Sá kafli verður að bíða betri tíma vegna frosts í jörðu. Þar liggur ljósleiðarastreng- ur sem þarf að færa svo að hægt sé að reka staurana niður,“ sagði Ingileifur Jónsson verktaki sem sér um að koma upp lýsingu á Reykjanesbraut. Búið er að kveikja á 85 ljósa- staurum á Reykjanesbrautinni Hafnarfj arðarmegin. Alls verða staurarnir 435 og ná til Fitja í Njarðvík. Um 65 metrar eru á milli staura. Á kaflanum, sem bíður um sinn, verða 35 ljósastaurar. Þeir verða settir upp um leið og hlánar betur. -ÆMK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.