Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Side 64
TRAKTOR með kerru - margar gerðir Veðriö á morgun: Rigning um allt land Á morgun verður austlæg eða breytileg átt, víðast kaldi eða stinnings- kaldi, rigning um allt land og hiti 2-8 stig. Veður á mánudag: Hiti um frostmark Á mánudag verður norðaustanstrekkingur norðanlands og él en breyti- leg átt og skúrir sunnanlands. Hiti verður um frostmark. ERU EKKI NIÐUR- GREIDDIR TANNLÆKNA- . TÍM AR NÆSTA TILBOÐ? C CLAIRBOIS) Heildverslunin Bjarkey Ingvar Helgason V Mánudagur Álla laugardaga Vertu viðkúínín) vinningí( Vinningstölur 29.11.'96 17)(21)(28) KIN FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 13550 5555 Frjálst,óháð dagblaö LAUGARDAGUR 30. NOVEMBER 1996 Danir vissir um sigur DV, Danmörku: í dag býr íslenska landsliðið í handknattleik sig undir átökin gegn Dönum í Álaborgarhöllinni en hinn þýðingarmikli leikur þjóðanna fer fram á morgun, sunnudag, og hefst kl. 15.30. Jafntefli eða sigur þýðir að ísland verður í hópi þeirra 24 liða sem leika um heimsmeistaratitilinn í Kumamoto í vor. Ósigur þýðir að ís- lenska liðið situr heima, nema svo ólíklega fari að Litháen tapi stigi til Úkraínu á heimavelli á morgun. Islenska liðið er óbreytt frá fyrri leiknum og allir eru heilir. „Ég held að ég hafi aldrei haft svona lítið að gera, allir eru fullfrískir og tilbúnir í þennan mikilvæga Ieik,“ sagði Stefán Carlsson, læknir íslenska liðsins.-VS Verðstríð: Tíu tonn af Mackintosh fyrir slikk Ekki er langt síðan kartöfluverð fór niður úr öflu valdi og í sl. viku fór eggjabakkinn niður í 19 krónur. í gær tók síðan Hagkaup upp á því að selja 2 kg af Mackintosh-sælgæti á 998 kr. og 10/11 bættu gott um bet- ur og seldu dósina á 975 kr. „Það kom okkur á óvart hvað þetta rauk út. Við vorum með 3000 dósir eða 6 tonn af Mackintosh," seg- ir Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups. „Það er gífurleg samkeppni í gangi og töluvert meiri nú en áður. Ég á von á að aðrar vörur komi til með að lækka mjög vegna baráttu á markaðnum," segir Eiríkur Sigurðs- son, eigandi 10-11 verslananna. Alls fóru um 10 tonn af Mackintosh í þessari lotu verðstríðsins. -GGÁ/RR Stúlka myrt í skotárás á veitingahúsi í Kaupmannahöfn: Islendingur slapp við kúlnahríðina - þrír særðir og 18 manns á sjúkrahús með taugaáfall Gísli Gíslason lögfræðingur slapp fyrir tilviljun við að lenda i kúlnahríð manns sem skaut stúlku til bana og særði þrjá karlmenn al- varlega á veitingahúsi við Gothersgade í Kaupmannahööi að- faranótt fostudagsins. Gísli býr í sama húsi og veit- ingahúsið er í og ákvað hann og tveir félagar hans að skreppa nið- ur á veitingahúsið, sem er á jarð- hæð hússins, til að fá sér öl fyrir svefninn. Gísli fór á undan félög- um sínum og þegar hann tók að lengja eftir því að þeir kæmu fór hann aftur upp í íbúðina til að sækja þá, en á meðan átti blóðbað- ið sér stað. „Þetta veitingahús er ósköp venjulegur rólegheita-bar, en það getur ýmislegt gerst hvar sem er,“ segir Gísli í samtali við DV. í frétt- um Kaupmannahafnarblaðanna í gær er sagt frá atburðinum, en til- drög skotárásarinnar eru sögð óljós, en byssumaðurinn var hand- tekinn á staðnum af lögreglumönn- um sem voru gestkomandi á veit- ingahúsinu. Extra Bladet segir að mikil skelfmg hafi gripið um sig í veit- ingahúsinu og hafi alls 18 manns verið fluttir á sjúkrahús eftir at- burðinn, flestir vegna taugaáfalls. Haft er eftir lögreglunni að veit- ingahúsið hafi gott orð á sér og uppákomur og vandræði þar sjald- gæf. Gísli, sem er einn eigenda Pizza 67, slapp naumlega ásamt félaga sínum frá eldsvoða sem kom upp í blokk sem þeir dvöldu í í Kaup- mannahöfn í sumar. Því má segja að Gísli sé í hringiðu atburðanna í höfuðborg Danaveldis. -SÁ Tremænd sáret- 18 kort pá Starfsmenn Skógræktarfélags Eyjafjaröar vinna við þaö þessa dagana aö hengja jólatrén upp í húsum félagsins í Kjarnaskógi. Búiö er aö höggva nær öll þau tré sem fara í sölu en hún hefst til almennings 11. desember. Sölustaðir veröa í göngugötunni, við KEA-Nettó og í Kjarnaskógi. Verö trjánna veröur svipaö og undanfarin ár, aö sögn Hallgríms Indriöasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyjafjarðar. DV-mynd gk Reykjanesbraut: Upplýst um helgina DV, Suðurnesjum: „Staurarnir verða komnir upp um helgina ásamt lýsingu að und- anteknum smákafla rétt áður en komið er að Kúagerði, þegar ekið er frá Hafnarfirði. Sá kafli verður að bíða betri tíma vegna frosts í jörðu. Þar liggur ljósleiðarastreng- ur sem þarf að færa svo að hægt sé að reka staurana niður,“ sagði Ingileifur Jónsson verktaki sem sér um að koma upp lýsingu á Reykjanesbraut. Búið er að kveikja á 85 ljósa- staurum á Reykjanesbrautinni Hafnarfj arðarmegin. Alls verða staurarnir 435 og ná til Fitja í Njarðvík. Um 65 metrar eru á milli staura. Á kaflanum, sem bíður um sinn, verða 35 ljósastaurar. Þeir verða settir upp um leið og hlánar betur. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.