Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 4
» &ÍS og húsbúnaður MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 JjV Að byggja sér eigið hús: Heilluðumst af staðsetningunni „Við vorum búin að þræða Kópa- voginn, Hafnarfjörðinn og allar væntanlegar lóðir hjá borginni þeg- ar við komum hingað og heilluð- umst af staðsetningunni," sögðu hjónin Gunnar Traustason og Ásta Birna Stefánsdóttir. Þau hafa í allt sumar, ásamt Þorgeiri Jóni, einka- syninum, unnið að því að byggja sér nýtt heimili í nýju hverfi í Reykja- vík, Borgarhverfinu í næsta ná- grenni við Geldinganesið og spöl- korn frá Korpúlfsstaðavelli GR. Gunnar, sem er menntaður tré- smíðameistari, tók sér frí frá sinni fóstu vinnu hjá Álftárósi og helgaði sig vinnunni við húsið aö fullu. Ásta og Þorgeir komu eftir skóla og vinnu og hjálpuðu til. Sumarfrí fjöl- skyldunnar fór að fullu í nýja húsið. Áöur bjuggu þau í fallegri blokkar- íbúð í Árbænum og ástæðan fyrir breytingunum var fyrst og fremst löngunin til að fá eigin garð til ræktunar. Þorgeir var reyndar ekki alveg sáttur í upphafi en er nú orð- inn spenntur fyrir því að kynnast lífinu á nýja staðnum. Þau byggja ekki ein þar sem þetta er parhús og einn vinnufélagi Gunnars byggði upp hinn hluta hússins. Gunnar og Ásta ætla að lýsa fyrir lesendum DV hvemig kaupin ganga á eyrinni þegar kem- ur að því að byggja sinn eigin bú- stað. Lóðaúthlutun og hönnun Það fyrsta sem varð að gera var Allt um hreinlætistæki ókeypis upplýsingar www.gulalinan.is tTJimniwn Smáauglýsingadeild DV er opin: Gunnar, Ásta Birna og Þorgeir Jón ætla aö flytja inn í nýja heimiliö sitt um næstu mánaðamót. • virka daga kl, 9-22 • laugardaga kl. 9-14 »sunnudaga kl, 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar omuuuyiybiiiy i Helgarblað DV þarf þó að berast oW mil// hi^ Smáauglýsingar áföstudag 5505000 að fá lóðinni úthlutað. Eftir það hófst þrautagangan sem fylgir ný- byggingum. Næst var að flnna arki- tekt til að teikna húsið. Hann varð að fylgja fyrirfram ákveðinni gerð húsa sem fylltu inn í heildarskipu- lag hverfisins. Það var ekki aðeins að arkitektinn teiknaði húsið held- ur varð að fá verkfræðing til að hanna burðarþol og lagnir. Að auki verða ákveðnar grunnrafmagns- teikningar að liggja fyrir sem og uppáskrift viðkomandi fagmeistara í tré-, pípulagninga-, rafmagns- og múraraiðn til þess að framkvæmdir geti hafist. Það tók hálft ár frá því að arkitektinn hóf sína hönnun þar til að samþykki byggingarfulltrúa lá fyrir. Það sem kom þeim mest á óvart í þessu ferli var hvaö embætti bygg- ingafulltrúa borgarinnar virtist ekki vinna nógu markvisst í sínu eftirliti. í hvert sinn sem þeir fengu teikningamar til skoðunar var von á viöbótarábendingum. Ganga frá öllum lausum endum Fram til þessa hafa þau alfarið fjármagnað bygginguna með and- Hurðirnar frá CEDO í Kanada eru einangraðar með polyurethan einangrun. Stál- eða álflekar. Hurðimar eru á mjög hagstaeðu verði. Leitið frekari upplýsinga. ÍSVaM-BORGA EflF Höfðabakka 9 - 112 Reykjavík - Sími 587 8750 - Fax 587 8751 virði gömlu íbúðarinnar og skamm- tímalánum. „Þegar byggingarleyfið var komið og búið var að samþykkja allar teikningar áttum við aö ganga frá öllum lánamálum og fá gilt greiðslu- mat Húsnæðisstofnunar," segir Gunnar. Það fórst hins vegar fyrir hjá þeim og treystu þau á eldra greiðslumat sem reyndist síðan út- runniö. Þá var Gunnar búinn að vera í vinnu hjá sjálfum sér launa- laust í 4 mánuði. Þegar þau ætluðu að sækja um húsbréfalán kom babb i bátinn. Greiðslumatið var útrunn- ið og aðeins ein fyrirvinna með leik- skólastjóralaun hjá Reykjavíkur- borg, samkvæmt pappírunum. Það að Gunnar ynni sjálfur að bygging- unni skipti ekki máli hjá lánastofn- uninni; hann aflaði ekki til heimil- isins! Annað atriði ráku þau sig einnig á í kerfinu. Þaö voru hin óljósu mörk þess sem byggingafulltrúi tel- ur vera fokhelt. Þau byggja á óhefð- bundinn hátt og það tók þau ótrú- lega langan tíma að fá viðurkenn- ingu yfirvalda á því hvenær húsið varð fokhelt. „Við hefðum viljað sjá hjá yflrvöldum fyrirfram hvaða kröfur þeir gera til okkar húsbyggj- enda í stöðluðu formi til þess að uppfylla skilyrðin um fokheldni," segir Ásta Bima. Gunnar, Ásta Birna og Þorgeir Jón hafa frá því að þau seldu íbúð- ina sína fengið leigt bráðabirgða- húsnæði hjá velviljuðum ættingja. Nú vonast þau til þess að geta flutt inn í nýja húsið um næstu mánaða- mót. Þá eru liðnir fimm og hálfur mánuður frá því að farið var að grafa grunninn. Meðan verið var að hanna húsið notuðu þau tímann til að leita tilboða og ánna hagstæð- asta verðið á efni og innréttingum í húsið. Að lokum stofnuðu þau reikning í BYKO og hafa haldið mest af sínum viðskiptmn þar. Þau telja það ótviræðan kost að hafa sem mest viðskipti á einum stað, það hefur sparað þeim bæði fé og fyrirhöfn. -ST Mörg handtök liggja aö baki hverri húsbyggingu. Öll grunnvinna verður að vera á ábyrgð fagmanna. DV-myndir Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.