Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 12
Glerið sem grætur elclci! Tvöfalt einangrunargler í ný og gömul hús. Loftbil frá 3 til 16 mm. Glertækni framleiðir sérstaklega þunnar rúður fyrir grunn gluggaföls. Listinn milli glerja erfyrirferðar- lítill og útlit gamla gluggans helst óbreytt þótt þú skiptir einfalda glerinu útfyrirtvöfalt. Millilistinn ereinangrandi og rakaþétting á köntum því hverfandi. Þykkt rúðu er aðeins 10-11 mm Millilistinn nær aðeins 8 mm inn á rúðuna. Hotmelt Butyl rakaþétting tryggir langan líftíma rúðunnar. Mattur einangrandi millilisti úrsílikon- svampi sem inni- heldur rakadrægt efni. Óslitinn á hornum, aðeins ein samskeyti á rúðu. Falshæð 10 mm. Falsdýpt 18 mm. Slysavamafélagið hefur gefið | út gátlista til viðmiðunar fyrir foreldra og ekki síður heimili afa og ömmu undir heitinu | „Gerum bæinn betri fyrir | böm“. Listinn er í 26 liðum en | við birtum hér 10 atriði af hon- um. Nánari upplýsingar fást 1 hjá Slysavamafélagi íslands og - á næstu heilsugæslustöð. - Em stigar með öryggis- Ihliði, bæði uppi og niðri? - Em hættuleg efni, t.d. upp- j þvotta- og ræstiefni, geymd á j öraggum stað sem böm ná ekki : tu? - Eru blöndunartæki með hitastilli þannig aö vatn verði ekki heitara en 40° C í baðher- : bergi og 55° í eldhúsi? - Er öryggisbúnaður á elda- vél (ofnhurð með öryggislæs- ingu, lágum hita i gleri, vélin föst við vegg)? - Era oddhvassir hlutir og hættuleg tæki geymd á stað sem böm ná ekki til? - Er gólf á baðherbergi, bað- kar/sturtubotn stamt? - Er hámarkshiti miðstöðv- arofha 60° C? - Er reykskynjari og slökkvi- > tæki á heimilinu? - Hafa eitraðar plöntur verið j fjarlægðar? - Era eldfæri og tóbak geymd þcur sem börn ná ekki til? h—o——— Slys af völdum bruna eru önnur algengustu slysin á heimilum. Föll eru algengari, tii dæmis ofan af borði. umgengni við hættuleg efni á heim- ilunum. Þvottaefni fyrir uppþvotta- vélar er eitt það varasamasta sem við notum hversdagslega og ein teskeið af slíku efni brennir í sund- ur vélinda á bami. Eðlilegast er að stilla hreinsiefnum í efri skápa og hafa lyf á stöðum þar sem böm ná ekki til. Þá er og gott aö kynna sér hvort plöntur heimilisins séu eitr- aðar. Lyfjakol ættu að vera til á hverju heimili ásamt handbókinni um „Slys af völdum efna á heimil- um“. Eiturefnamiðstöð Sjúkrahúss Reykjavíkur er opin allan sólar- hringinn í síma 525 1111. -ST Klemmubani er ódýr lausn til aö koma f veg fyrir ómældan sársauka. Þar sem trekkur er algengur og hurðum er skellt getur hann bjargað miklu. DV-myndir Pjetur skrámur, en einnig era dæmi um al- varlegri högg sem jafnvel hafa kost- að böm lífið. Heitt og fljótandi Annar algengasti slysavaldurinn er heita vatnið. Einkum er það hita- veituvatnið sem reynist börnum hættulegt en Herdís vonar að úr þeim muni draga þegar tilskipun Evrópusambandsins tekur gildi hér á landi. Þar segir að hámarkshiti á vatni inn i íbúðarhús verði 60°. í dag era dæmi um að heitt vatn í íbúðarhúsnæði sé á bilinu 87-92° heitt. Hjá litlum bömum era slys af völdum heitra drykkja algeng. Það er ekki aðeins að fólk sé að drekka heita drykki, sitji með böm í fang- inu og missi úr bollunum yfir þau, heldur er ekki síður fólgin hætta í því þegar litlu krílin era að teygja sig í fallegu bollana á borðinu, að maður tali nú ekki um dúkana sem standa svo gimilegir fram af borð- brúninni. GLERTÆKNI ehf GRÆJUAMÝRI 3 • 270 MOSFELLSBÆ SIMI B668888 » FAX 0008389 Þekking og reynsla tvinnast saman í gæðaframleiðslu rúma og dýna frá Ragnari Bjömssyni. Þér líður vel í rúmi frá Ragnari Bjömssyni. RAGNAR BJÖRNSSON ehf. Dalshrauni 6 • 220 Hafnarfirði Símar 555 0397 & 565 1740 • Fax 565 1740 Fimmtíu ár í fararbroddi. - 26 Iftiís og húsbúnaður . * * * MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 Oryggi barna á heimilum: börn í mestri hættu Ung Slysatíðni bama á eigin heimil- um er óþarflega mikil á íslandi og oft hefði mátt koma í veg fyrir slys- in með dálítilli fyrirhyggju. Herdís Storgaard, fulltrúi Slysavamafélags íslands, segir að vegna þess að fólk búi mikið í hálfkláraðum húsum bjóði það hættunni heim. Það þarf að huga að öryggismálum, sérstak- lega í kringum stiga og svalir og gæta vel að því hvar ræstivörar era geymdar. 60% allra slysa í heimahúsum verða hjá bömum á aldrinum 0-4 ára. Algengustu slysin era fóll. Böm detta ofan úr rúmum, af stólum, borðum og svo framvegis. Oft era meiðslin minni háttar, skurðir og Eitranir Það er sjaldan of varlega farið í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.