Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 16
_« 30 fltfs og húsbúnaður MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 Islensk hönnun til framleiðslu á Spáni: Endurhannaði eigið hillukerfi Árni Bjöm Guðjónsson hefur starfað sem húsgagnasmiður í 28 ár. Fyrir mörgum árum hannaði hann hillukerfl sem hann hefur nú endur- hannað og kynnt framleiðendum á Spáni. Og ekki aðeins kynnt þeim, því fyrir skömmu skrifaði hann undir samning við framleiðenduma Allt um stíflulosun ókeypis upplýsingar www.gulalinan.is Viðarrimlatjöld í stöðluðum stærðum. Breidd 50-180 cm. Breytum ef óskað er. Rimlabreidd 5 cm. Litir krisuberja- og mahogníbæsað og Ijóst bæsað. Afgreiðslufrestur u.þ.b. 2 vikur. Eigum á lager kínversk bambus- og hríspappírsgluggatjöld. LJÓRI sf. - Hafnarstræti 1 (bakhús) - Sími 551 7451 ana Toppurinn íþeimamerísku! Sérkannaáir eftir ]iíniim ]iörfum Amana er í fremstu röð framleiðenJa frysti- og lsæliskápa í BanJaríkjunum. Otal innréttingar Ljöðast, val er um stál-, spegil- og viáaráferá eáa næstum livaáa lit sem er. I Amana er sérstakt kólf |>ar sem mjólkin kelst ísUöld. Amana 30 ára reynsla á íslandi! um framleiðslu, kynningu og sölu á íslenskri hönnun sinni. Einnig ætl- ar Árni að flytja hilluframleiðsluna til landsins og bjóða til sölu í versl- uninni Micasa, sem hann á og rek- ur i samstarfi við Halldór Jóhannes- son. Micasa opnaði í júní siðastliðnum og hefur til þessa sérhæft sig í hús- gögnum og innréttingum frá Spáni. Verslunin er með umboð frá 16 spænskum framleiðendum en það eru 3 ár liðin frá því að Ámi Björn tók að kynna sér framleiðslu þaðan. Hann segir Spánverja bjóða gríðar- legt úrval húsgagna í öllum verð- flokkum. Glæsileiki Spánverjanna er engu líkur í framleiðslunni. í Micasa eru til sölu húsgögn, eld- húsinnréttingar, innihurðir og fata- skápar í stíl, útskorin handrið og nýjar gerðir af skrifstofuhúsgögn- um. Húsgagnastíllinn er klassískur, nútímalegur sem og hönnun úr gegnheilum viöi sem sumir kenna við sveitarómantík. Áma sýnist sem fleiri seljendur húsgagna hér á landi hafl uppgötvað Spán og er sam- keppnin um markaðinn hörð. Auk þess finnst honum sem þeir séu einnig að keppa við ítalska hönnun um athygli fólks. í versluninni leggja þeir sig fram um að veita fólki góða og faglega ráðgjöf um val á hús- gögnum og innréttingum og teikna gjarna upp fyrir fólk ef með þarf. Aðspurður um hvort hann treysti sér til að standa í framleiðslu hiilu- kerfisins á Spáni samhliða rekstri verslunarinnar i Síðumúla, brosti Ámi Bjöm og sagðist ætla að sjá til. -ST Arni Björn Guðjónsson húsgagnasmiður hefur samið við spánska framleið- endur um framleiðslu á hillukerfi sem hann hannaði. DV-mynd Hilmir Pór Stólar, borð og kojur Flottir og þægilegir hæginda- stólar eru skemmtilegt prýði á hverju heimili. Stólamir úr TM- húsgögnum og Exó eru gott dæmi um skemmtilega hönnun og áræði í lit. Sumo-stóllinn minnir óneitanlega á japönsku glímu- kappana en átökin eru vonandi friðamlegri við stólinn en hina sönnu bardagamenn. Willy skrifborðið úr Linunni er dæmi um fallegt borð í unglinga- herbergið. Það er eins og blanda af gömlu skattholi og skrifborði og sómir sér vel hvar sem það stendur. Kojur era njóta alltaf ákveðinna vinsælda í barnaherberginu, upp að vissum aldri. Þær spara pláss og em um leið uppspretta ótal leikja í hugarheim barnsins. -ST Sumo hægindastóll- inn í TM-húsgögnum kostar 29.000 kr. Gutvik kojan fæst í IKEA og kostar 25.500 kr. Þá eru dýn- ur og rúmföt ekki innifalin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.