Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 Aukablað um bíla mun fylgja DV miðvikudaginn 18. febrúar. Meðal efnis í blaðinu verður kynning á úrvali nýrra fólksbíla og jeppa sem í boði eru 1998. Einnig verður fjallað um ýmislegt er tengist bílum og bílavörum. Umsjón efnis: Sigurður Hreiðar og Jóhannes Reykdal í síma 550 5000. Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson í síma 550 5731. Síðasti pöntunardagur auglýsinga er fimmtudaginn 12. febrúar. Mexíkósk kona á von á níburum Verkakona í Mexíkó gengur með allt að níu böm, að því er talsmenn sjúkrahúss í heimaborg hennar, Chihuahua, hafa greint frá. Verka- konan, Christina Hemandez, sem er 28 ára, er gengin 24 vikur með. Yflr- læknir á sjúkrahúsinu sem fylgist með Christinu hefur ekki viljað staðfesta fjölda fóstranna. „Þau em svo mörg að sum eru falin á bak við önnur,“ sagði talsmaður sjúkra- hússins í gær. Christina hafði tekið inn frjósem- islyf siðan 1995 til að geta eignast sitt annað barn. Fyrir á hún 10 ára dóttur. Líklega verður gerður keis- araskurður á Christinu á 28. eða 29. viku meðgöngunnar. Christina, sem er 1.60 m á hæð og 65 kíló, hefur þyngst um 20 kíló á meðgöngunni. Fréttimar af fjölda fóstranna hafa vakið gífurlega athygli í Mexikó og sitja íjölmiðlamenn nú um heimili Christinu þar sem hún er sögð hafa það gott. Reuter UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum. Berjarimi 24, íbúð f.m. á 2. hæð og bfl- skýli nr. 0014, þingl. eig. Rebekka Cor- dova og lakob Asmundsson, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki íslands, Húsasmiðj- an hf., Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Tollstjóraskrifstofa og Vátryggingafélag íslands hf., mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 10.00. Dalhús 15, 4ra herb. íbúð á 2. hæð, 3. íbúð frá vinstri merkt 0203, þingl. eig. Rósa María Guðbjömsdóttir og Auðunn lónsson, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður verkamanna, Innheimtustofnun sveitarfélaga og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 10.00. Skagasel 10, þingl. eig. Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir, gerðarbeiðendur Hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar, Ingvar Helgason hf. og Lífeyrissjóður verslunar- manna, mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir Bólstaðarhlíð 44, 3ja herb. íbúð á 2. hæð f.m., þingl. eig. Guðrún Öyahals, gerðar- beiðendur Byggingarfélag verkamanna svf., Byggingarsjóður verkamanna og Sparisjóður Hafnarfjarðar, mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 14.30. Brekkustígur 8,50% ehl. í séreign í kjall- ara, þingl. eig. Jónas Kristinn Þ. Krist- jánsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki ís- lands, Kópavogi, mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 13.30. Hverfisgata 66a, 50% ehl. í 1. hæð vest- ur, þingl. eig. Rafn Reynir Bjamason, gerðarbeiðandi Sævar O. Albertsson, mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 14.00. Mávahlíð 25, rishæð og hanabjálkaloft, þingl. eig. Jódís Hrafnhildur Runólfsdótt- ir, gerðarbeiðandi Islandsbanki hf., útibú 526, mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 15.30. Suðurmýri 36, efri hæð, ehl. í húsi 60%, Seltjamamesi (áður As v/Nesveg), þingl. eig. Jón Kristján Jónsson, gerðarbeiðend- ur Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf. og Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 16. febrúar 1998 kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Útvarpsstöð í Washington kom fyrir þessum myndum af Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Monicu Lewinsky í gervi Marilyn Monroe fyrir framan dómhúsiö í borginni. Feröamenn notuöu tækifæriö og létu mynda sig meö skötuhjúunum. Símamynd Reuter. Utlönd Tugir þúsunda mótmæla á Korsíku Tugir þúsunda Kórsíkubúa streymdu út á götur í bæjunum Ajaccio og Bastia í gær til að mótmæla morðinu á sýslumanni eyjunnar i síðustu viku. Sýslu- maðurinn var skotinn í hnakk- ann úti á götu í Ajaccio síðastlið- inn fóstudag. Ekki er vitað hverj- ir voru að verki en aðskilnaðar- sinnar eru grunaðir um morðið. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, hefur hvatt embætt- ismenn á Korsíku til að sjá til þess aö lögum og reglum sé fram- fylgt. Mikil spilling rikir á eyj- unni og skattaeftirlitsmönnum er stöðugt hótað. Reuter Bandaríkjamenn tilbúnir til loftárása á írak eftir viku: Rússar seldu írökum búnað til eiturgerðar Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna fundu vísbendingar um það í fyrrahaust að Rússar hefðu fallist á að selja Irökum háþróaðan búnað sem hægt væri að nota við fram- leiðslu sýklavopna. Að sögn bandaríska dagblaðsins Aðalfundur TVGZIMSEN Aðalfundur Tollvömgeymslunnar-Zimsen hf. verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar 1998, kl. 17.00 á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá. Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins um framkvæmdastjóm. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur og skýrsla endurskoðenda, munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfundinn. Afhending kjörgagna fer fram á fundarstað og hefst klukkustund fyrir upphaf fundar. Stjórnin Breskir fiugliðar koma flugskeytum fyrir í Tornado-sprengjuflugvél breska flughersins á herflugvelli í Kúveit. Bretar eru dyggustu stuöningsmenn Bandaríkjamanna í glímunni viö Saddam íraksforseta. Washington Post er hér um að ræða leyniskjal frá íröskum embættis- mönnum þar sem sagt er frá samn- ingaviðræðum við Rússa sem leiddu til viðskiptasamnings að andvirði margra milljóna dollara. Stjórnvöld í Moskvu hafa ekki enn svarað beiðni SÞ um frekari upplýs- ingar um samninginn. Beiðnin var lögð fram fyrir sex vikum. Umrædd- ur búnaður var fimm þúsund lítra gerjunartankur sem nota átti til framleiðslu prótíns í dýrafóður, að því er virðist. Ekki er vitað hvort írakar fengu vöruna en salan hefði verið brot á viðskiptabanni SÞ. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu í gær tilboði íraka um að vopnaeftir- litsmenn fengju að skoða átta meint vopnabúr í 60 daga. Um leið sögðu þau að bandariskar hersveitir yrðu tilbúnar að hefja árásir á írak í næstu viku, gerðist þess þörf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.